Morgunblaðið - 06.11.1997, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997 33
Ást í meinum
ATRIÐI úr leikritinu Hörpudiskar fóru í fjallgöngu.
Hörpudiskar í flallgöngu
BOKMENNTIR
Skáldsaga
ÁSTFÓSTUR
Eftir Rúnar Helga Vignisson.
Forlagið, 1997 - 256 bls.
ÁSTFÓSTUR er einhvers stað-
ar á milli þess að vera ástarsaga,
siðferðileg saga og saga um rétt-
læti og ranglæti. Við kynnumst
fyrst aðalpersónunni Teklu þegar
hún dvelur í heimavistarskóla í
Skálholti. Örlögin
haga því þannig að
hún gengur gegnum
hliðstæðar raunir á
sama stað og Ragn-
heiður biskupsdóttir,
nokkrum öldum áður.
Alveg eins og Ragn-
heiður upplifir Tekla
ást í meinum sem
leiddi af sér ávöxt í
meinum. Mótleikarinn
í þessu ástarsambandi
er þriggja barna faðir,
séra Kolbeinn, rektor
Skálholtsskóla. Þrátt
fyrir stöðu sína og
ábyrgð leyfir hann sér
að láta tilfinningar
sínar í garð Teklu bera skynsem-
ina ofurliði. Sambandið er þeim
jafndýrmætt og öflugt enda skynj-
ar Tekla sig ekki vera neitt fórnar-
lamb þrátt fyrir ungan aldur og
litla reynslu. Ekki fyrr en í ljós
kemur að hún er með barni. Þá
skyndilega er hún ein með líf sitt,
ein með ákvörðun sinni. Síðar á
lífsleiðinni lendir Tekla í svipuðum
aðstæðum nema þá er maðurinn
annar, ásetningurinn annar og
úrlausnin önnur.
Exístentíalismi kemur fyrir aft-
ur og aftur í þessari sögu. Nefnd-
ir eru Nietzsche, Sartre og Camus
eins og til að árétta að Tekla er
ekki saklaust fórnarlamb óvin-
veitts umhverfis. Þótt Tekla sé
fórnarlamb aðstæðna lærir hún
að snúa þeim sér í hag. Henni eru
færð völd og hún fer með þau
eins og hún kýs, vel eða illa eftir
atvikum. Hún skapar sín örlög og
það sem meira er: Hún skapar
öðrum örlög. Hún lætur eyða
fóstri, hún ákveður að eignast
barn og hún ákveður hveijir verða
elskendur hennar og hvenær.
Sem aðalpersóna sögunnar er
Tekla býsna fjarræn og nær ein-
hverra hluta vegna ekki að vekja
umtalsverða samúð lesandans þótt
hún með athöfnum sínum opinberi
fjölþreytilegan karakter.
Ástarfarslýsingar eru mýmargar
í þessari sögu en yfir þeim er oft-
ast einhver doði. Þær eru firrtar
lífí og tilfínningum, ófáar lýsingar
á uppköstum Teklu eru frekar
markaðar sársauka. Hlutir gerast
í þessari sögu eins og í ófrávíkjan-
legu dómínói.
Persónurnar eru fáar. Auk Teklu
eru helstir elskhugar hennar tveir,
séra Kolbeinn og Kristófer. Mér
sýnist séra Kolbeinn vera best gerða
persóna sögunnar.
Hann metur verðleika
sína ekki mikils, enda
hefur hann enga
ástæðu til. Hann er
breyskur, veikgeðja og
sjálfselskur. Það sem
hann predikar iðkar
hann ekki. Þegar hann
tekur fram hjá konu
sinni með Teklu er
hann tilbúinn að líta á
það sem guðlega for-
sjón og jafnvel hluta
af tilbeiðslu.
Bygging sögunnar
er að mínu mati losara-
leg. Sagan vindur sig
áfram án teljandi risa
eða hniga og atburðir, sem alla
jafna ættu að teljast dramatiskir,
verða það ekki í huga lesandans,
kannski vegna þess hve samskipti
persónanna eru átakalítil.
Sögumaður, sem er fóstur (hug-
arfóstur Teklu?), kemur ekki oft
fyrir enda ankannalegt að þessi
„ég“ sögunnar er í sjálfu sér enginn
gerandi og ekki einu sinni raun-
veruleg persóna.
Stíll sögunnar er einfaldur en
þroskaður. Enginn hörgull er á orð-
um þegar lýsa þarf aðstæðum.
Samtöl persóna eru gjarnan vel
byggð og gætu vel sómt sér sem
leikritstexti. Þetta allt staðfestir að
hér skrifar reyndur höfundur.
Ég verð að játa að í heild varð
ég fýrir vonbrigðum með þessa
skáldsögu. Þrátt fyrir söguefnið
kveikti hún ekki almennilega í les-
andanum mér. Sviðsetningar ná
hvergi nauðsynlegri dramatík en
þær eru heldur hvergi kómískar.
Þrátt fyrir spennandi söguefni er
framsetningin ekki nógu spennandi
og persónurnar kalla ekki á sér-
staka samúð. Þetta tilfínningalega
söguefni vindur sig áfram, rökrétt
en án þess að hafa viðeigandi áhrif
á lesandann.
Ingi Bogi Bogason
LEIKFÉLAG Menntaskólans við
Sund frumsýnir í kvöld, fimmtu-
dag, kl. 20.30, leikritið Þrír
hörpudiskar fóru í fjallgöngu
eftir Baldur Má Vilhjálmsson
sem jafnframt er leikstjóri.
Leikendur eru: Birna Hall-
dórsdóttir, Ingibjörg Magnús-
SÝNING og kynning á íslenskri
barna- og unglingamenningu í
Kaþólsku akadeínunni í Hamborg,
í samstarfi við íslenska mennta-
málaráðuneytið, verður opnuð á
morgun, fimmtudag.
Á sýningunni gefur að líta yfír
300 íslenskar barna- og ungl-
ingabækur, þar á meðal frumútgáfu
af nokkrum bókum Jóns Sveinsson-
ar - Nonna, bæði á íslensku og
þýsku.
Frummyndir 80 myndskreytinga
úr barna- og unglingabókum
hanga uppi í sýningarsölum. Einnig
verða á sýningunni 15 stórar mynd-
ir eftir börn sem eru afrakstur
Listasmiðju Gagns og gamans í
Gerðubergi. Sýningin verður opin
til 20. janúar 1998.
Á opnunardaginn kemur út bók
á þýsku með greinum um íslenskar
barnabókmenntir eftir Silju Aðal-
steinsdóttur og myndskreytingar í
íslenskum barnabókum eftir Mar-
gréti Tryggvadóttur. í bókinni eru
einnig 15 litprentaðar myndskreyt-
ingar úr bókum.
Sýningin verður opnuð við hátíð-
dóttir, Berglind Einarsdóttir,
Guðrún Ásta Tryggvadóttir,
Benedikt Ingi Ármannsson, Stef-
án Andrew Svensson, Fanney
Finnsdóttir og Gunnþórunn
Bender. Búninga hannaði Aðal-
heiður Halldórsdóttir. Sviðs-
mynd: Eiríkur Áki Eggertsson.
lega athöfn í Kaþólsku akademíunni
að kvöldi 6. nóvember. Þar munu
Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra og Ingimundur Sigfússon
sendiherra flytja ávörp, rithöfund-
arnir Guðrún Helgadóttir og Kristín
Steinsdóttir lesa upp úr verkum sín-
um, Silja Aðalsteinsdóttir flytur
tölu um sögu barnabókmennta,
Olga Guðrún Árnadóttir syngur eig-
in lög, Björg Vilhjálmsdóttir segir
frá Listasmiðjunni Gagn og gaman
og einnig verða sýnd tvö myndbönd
sem unnin voru af börnum við það
tækifæri. Af hálfu Þjóðverja munu
flytja ávörp dr. Gunther Gorschen-
ek, forstöðumaður Kaþólsku aka-
demíunnar, prófessor Horst Scar-
bath, forstöðumaður Institut fur
Interdisziplináre Kultur- und Medi-
enforschung, prófessor Leonhard
Hajen, vísindamálaráðherra Ham-
borgar og dr. Hans-Jochen Jasc-
hke, vígslubiskup í Hamborg.
Föstudaginn 7. nóvember verður
efnt til málþings um barna- og
unglingamenningu með þátttöku
sérfræðinga í Þýskalandi. Þar verð-
ur m.a. rætt um bókaútgáfu, barna-
Ljósamaður: Eiríkur Ingi Böðv-
arsson.
Leikritið verður sýnt í „Skál-
holti“ MS. Skálholt er nemenda-
aðstaða Menntaskólans við Sund.
Gengið inn bakdyramegin, þ.e.
austanmegin. Leiklistarklúbbur-
inn Frímann setur upp sýninguna.
leikhús, barnabókmenntir, mynd-
skreytignar og framboð á menning-
arefni handa börnum á vegum
Reykj avíkurborgar.
Frú Vigdís Finnbogadóttir verður
sérstakur heiðursgestur á hádegis-
verðarfundi sunnudaginn 9. nóvem-
ber í Kaþólsku akademíunni og mun
þar ræða um hvernig íslensk barna-
menning mætir kröfum nútímans.
íslenskir rithöfundar og mynd-
skreytir verða síðan næstu daga á
faraldsfæti í Hamborg. Þær Guðrún
Helgadóttir, Kristín Steinsdóttir og
Olga Guðrún Árnadóttir munu
heimsækja ótal skóla og lesa upp
úr bókum sínum og ræða við börn.
Áslaug Jónsdóttir mun vinna að
myndlistarefni með yngri börnum í
nokkrum leikskólum borgarinnar,
þar sem hennar eigin sögur eru
lagðar til grundvallar. Yfir 500
börn í Hamborg munu því þessa
dagana hlusta á bókmenntir frá
íslandi og starfa að myndsköpun
með innblæstri frá skáldum okkar.
Einnig munu kennarar koma með
heilu skólabekkina í Kaþólsku aka-
demiuna til að skoða sýninguna.
Rúnar Helgi
Vignisson
Islensk barna- og ungl-
ingamenning í Hamborg
Sýningarsalur fyrir þá sem þora
Morgunblaðið/Kristinn
GALLERÍ Geysir í Hinu húsinu er vettvangur fyrir myndjist
ungs fólks og sýningaraðstaðan er því að kostnaðarlausu. Ása
Hauksdóttir hefur umsjón með starfseminni.
GALLERÍ Geysir er nýr sýningar-
salur í Hinu húsinu. Galleríinu er
ætlað að vera vettvangur ungs fólks
á aldrinum 16-25 ára, faglærðra
sem ófaglærðra listamanna, ein-
staklinga og hópa, sem ekki hafa
sýnt opinberlega áður.
Myndlistarkonan Ása Hauksdótt-
ir hefur umsjón með rekstri sýning-
arsalarinns. Mikið er um að mynd-
listarnemar á listasviðum fjöl-
brautaskólanna, í Iðnskólanum og í
Myndlista- og handíðaskóla íslands
óski eftir að fá að sýna en Ása legg-
ur ríka áherslu á að allir geti sótt
um og að fagleg menntun sé ekki
skilyrði fyrir því að fólk fái að setja
upp sýningu í Galleríinu. „Gallerí
Geysir er tilraunavettvangur ungs
fólks. Hér býðst því að setja upp
sýningar sér að kostnaðarlausu, öll
aðstaða er fyrir hendi og mitt hlut-
verk er að leiðbeina fólki við að
setja upp verk sín og vinna kynning-
arefni, boðskort og sýningarskrá.
Vonandi er þetta aðeins fyrsta
skrefíð á listferli þessa fólks en það
er mikilvægt að temja sér rétt vinnu-
brögð frá upphafí."
Umsóknareyðublöð fyrir sýningar
er hægt að fá í afgreiðslu Hins húss-
ins. Menningarsveit Hins hússins fer
yfír allar umsóknir sem berast og
reynt er að hleypa sem flestum að
þó fjöldi sýninga á hveiju ári tak-
markast við 12, sýningartími hveiju
sinni er 3 vikur. Nýútskrifaður
myndlistarmaður úr Myndlista- og
handíðaskóla íslands, Egill Sæ-
bjömsson, reið á vaðið með fyrstu
sýningu Gallerís Geysis í síðasta
mánuði. Nú stendur yfír sýning á
verkum þeirra sem tóku þátt í list-
amaraþoni Unglistar, listahátíðar
ungs fólks. Ása segir að stefnt sé
að sem mestri fjölbreytni í sýning-
arhaldi. „Við erum opin fyrir allri
gerð myndiistar og hönnunar. Mér
þætti t.d. spennandi að sjá verk þar
sem unnið væri gagngert með rými
sýningarsaiarins, því möguleikamir
em margir." Stórir gluggar salarins,
sem snúa út að Vesturgötu, gera það
að verkum að hægt er að skoða sýn-
ingar Gallerísins allan sólarhringinn.
Opið er frá 8 til 12 á kvöldin á virk-
um dögum og 12 til 18 um helgar.
„Gífurlega mikill umgangur er um
húsið á hveijum degi. Markmiðið er
að hjálpa ungu listafólki að koma
sér á framfæri en vonandi vekja
sýningarnar áhuga allra þeirra sem
hingað koma á myndlist og öðrum
myndlistarsýningum," segir Ása.
Hreinlætistæki
í miklu úrvali
Borgartúni 28 • Sími 5621566