Morgunblaðið - 06.11.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.11.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997 39 AÐSENDAR GREINAR Unnið er að því að bæta skip- stjórnar- og vélsljóranám UMRÆÐUR um skipstjórnar- og vél- stjóranám hafa að undanförnu einkum snúist um húsnæðis- mál. Stafar þetta af því, að menntamála- ráðuneytið hefur hreyft hugmyndum um að flytja starfsemi Stýrimannaskólans í Reykjavík og Vélskóla íslands í nýtt hús- næði. Byggjast tillög- ur ráðuneytisins á fag- legum og fjárhagsleg- um sjónarmiðum, sem Björn stjórnvöldum ber að Bjarnason hafa að leiðarljósi, þegar teknar eru ákvarðanir. Nýbreytni í skipstj órnarnámi Um langt árabil hafa menn haft af því töluverðar áhyggjur, hvert stefndi í skipstjórnarnáminu. Nem- endum hefur fækkað. Námskráin hefur ekki verið talin svara kröfum tímans og skipan námsins hefur verið talin óviðunandi. Hafa nefnd- ir og starfshópar samið tillögur og skýrslur. Á árinu 1996 tók ég af skarið í þessu efni. Er ekki lengur verið að ræða málið heldur unnið að framkvæmd tillagna um að nám- inu verði skipt í tvennt. Annars vegar bjóða sjö framhaldsskólar um land allt tveggja ára grunnnám á sjávarútvegsbraut. Hins vegar verður boðið tveggja ára nám í fagskóla til þriðja stigs skipstjórnarrétt- inda. Námskrá fyrir sjáv- arútvegsbrautina var send skólum í haust. Aðsókn er ekki mikil ennþá, því að nú í vet- ur er í síðasta sinn boðið nám á grundvelli gamla kerfisins. Námskrárvinna vegna tveggja síðari ára skipstjóranámsins er að heíjast. Er stefnt að því að kennsla hefj- ist á nýjum grunni haustið 1999. Kennt verður samkvæmt áfangakerfi og veldur það breyt- ingu á skipulagi Stýrimannaskól- ans í Reykjavík, sem er bekkja- kerfisskóli. Um nokkurt árabil hefur verið unnt að stunda skipstjórnarnám við þijá skóla: Stýrimannaskólann í Reykjavík, Verkmenntaskólann á Akureyri - sjávarútvegssviðinu á Dalvík og í Vestmannaeyjum. Allir þessir skólar munu bjóða sjávarút- vegsnám. Ætlunin er að fagnámið verði unnt að stunda í Stýrimanna- skólanum í Reykjavík. Nemenda- fjöldi ræður hvort unnt verður að bjóða slíkt nám á Dalvík eða í Vestmannaeyjum. Er ætlan mín að Stýrimanna- skólinn í Reykjavík verði kjarna- skóli á sínu sviði og er unnið að því að skilgreina hlutverk hans í samræmi við það. Undanfarið hafa verið teknar mikilvægar ákvarðanir til að bæta skipstjómar- og vél- stjóranám. Björn Bjarnason telur nauð- synlegt að starfsgrein- amar taki af skarið um frekari hlutdeild sína. Vélstjóranámið Sæmileg sátt hefur náðst um inntak hins nýja skipstjórnarnáms. Hið sama er ekki unnt að segja um vélstjóranámið. Þar eru út- gerðarmenn og forystumenn vél- stjóra á öndverðum meiði. Þessir aðilar mynda hins vegar bakhjarl skólans og er mikilvægt að ná sátt- um milli þeirra, til að innra starf skólans þróist. Fyrir tilstilli menntamálaráðuneytisins er nú unnið að slíkum sáttaumleitunum. Vélskólanum var breytt í áfangaskóla 1981 og meðalnáms- tími þar er nú um fimm ár. Eftir að áfangakerfið verður komið í Stýrimannaskólann er traustari grundvöllur fyrir faglegu samstarfi hans við Vélskólann en til þessa. Er unnið að því fyrir forgöngu menntamálaráðuneytisins í sam- vinnu við skólana að samhæfa starf þeirra í áfangakerfinu. Rekstur skólanna Um það hefur verið rætt, að flytja ætti skipstjórnarnámið alfar- ið úr Reykjavík. Bent hefur verið á þá þróun, sem orðið hefur síðan kennsla hófst á Dalvík og í Vest- mannaeyjum. Reykjavíkurskólinn hefur stundum átt fullt í fangi með að fá nemendur. Til dæmis heimil- aði ég styttingu siglingatíma þeirra, sem fara í skipstjórnarnám úr 24 mánuðum í sex í því skyni að örva aðsókn að náminu. Orkar slík ákvörðun vissulega tvímælis. Á síðasta vetri var engin kennsla á þriðja stigi Stýrimannaskólans, en á því öðlast nemendur réttindi til skipstjórnar á farskipum. Sóttu aðeibs fjórir nemendur um far- manninn það haust. Var þetta í fyrsta sinn frá stofnun Sjómanna- skólans árið 1891, sem ekki var unnt að kenna þriðja stigið vegna nemendaskorts. Þar til ný framhaldsskólalög gengu í gildi 1. ágúst 1996 voru sérstök lög um skipstjómar- og vélskólanám. Nú fellur það undir _ framhaldsskólalöggjöfina og eru * skólarnir í Reykjavík sérskólar á grundvelli þeirra laga. Á fundi með forráðamönnum útgerðarmanna og farmanna- og fiskimanna í maí síð- astliðnum hreyfði ég því, að at- vinnugreinin sjálf tæki að sér að reka þessa skóla á svipuðum for- sendum og Verslunarskólinn er rek- inn af verslunarmönnum með samn- ingi um fjárveitingar úr ríkissjóði. Sjávarútvegsráðherra nefndi þenn- an kost síðan í sjómannadagsræðu sinni á þessu ári. Kristján Ragnars- son, formaður Landssambands ís-^ lenskra útvegsmanna, lét þau orð falla nýlega, að honum þætti þessi hugmynd álitlegri, eftir því sem hann hugleiddi hana frekar. Vilji útgerðarmenn og sjómenn láta meira að sér kveða við stjórn og rekstur þessara skóla, er þetta rétti tíminn til að taka af skarið um það. Á þetta ekki síst við um skipstjórnarnámið. Höfundur er menntamálaráðherra. í pípum og plötum sem má þrýsta og sveigja, laust við CFC, í sam- ræmi við ríkjandi evrópska staðla. Hentar vel til einangrunar kæli- kerfa fyrir loftræsti- og hitakerfi, og fyrir pípulagningar. Leitið frekari upplýsinga Þ. ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29,108 REYKJAVÍK. SÍMI553 8640 / 568 6100. ÞÞ &co SVIPMIKILL EÐALVAGN frá aðeins 1.778 þúsund krónum! Hyundai Sonata er flaggskip Hyundai flotans; svipsterkur og glæsilegur bíll á góðu verði. Hyundai er breiður og rúmgóður eðalvagn meó 139 hestafla 2000 vél og er einstaklega lipur og mjúkur í akstri. Tveir liknarbelgir, ABS bremsukerfi, styrktarbitar í hurðum o.fl. tryggir öryggi farþeganna. N Ú ER LAG - SONATA <B> HYunoni - til framtiðar B&l, Suðurtandsbraut 14 & Ármúta 13, Sfmi: 575 1200, Söludeitd: 575 1220, Fax: 568 3818, Emait: bl@bl.is, Internet: www.bl.is f ( I O
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.