Morgunblaðið - 06.11.1997, Page 40
40 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Breiðbandið
Á NÆSTUNNI munu
'%ndsmenn verða varir
við miklar nýjungar á
sviði sjónvarpsdreifing-
ar og þykir mörgum
meira en tími til kominn.
Breiðbandið er á leið-
inni, sem gefur óteljandi
möguleika fyrir lands-
menn að tengjast inn í
framtíðina. Við munum
sjá innan tíðar gagn-
virkt sjónvarp, stafrænt
sjónvarp, erlendar sjón-
varps- og útvarpsrásir
ýmislegt fleira góð-
gæti fyrir augu og eyru.
Urmull nýrra fyrir-
tækja hefur undanfarin
misseri haslað sér völl vegna þeirra
tækninýjunga sem eru sífellt að
skapast og má í því sambandi nefna
félög um nýsköpun á sviði Intemet
möguleika og fl. í þeim dúr. íslenska
sjónvarpsfélagið er einmitt eitt
slíkra fyrirtækja, sem hefur í hyggju
að hasla sér völl á sviði sjónvarps-
mála landsmanna og innleiða ný
sóknarfæri í sjónvarpsmálum.
Mörgum má enn vera í minni til-
koma fyrstu myndbandstækjanna
hingað til lands, sem þykja nú sjálf-
sagður hluti þess tíma sem við eyð-
-vjim í afþreyingu hverskonar, og má
ekki gleyma tölvum sem á örfáum
árum hafa þróast gífurlega hratt.
Það sem þykir kannski í dag einung-
is höfða til fámenns hóps tækni-
glaðra einstaklinga, eru framtíðar-
tæki fjöldans. Það hefur því stund-
um verið erfítt að lesa í framtíðina,
en sumir hafa haft heppnina með
sér, samanber víðsýna einstakiinga
sem tileinkuðu sér myndbandið og
útbreiðslu þess hér á landi. En, síð-
an eru liðin mörg ár. Tólf, fjórtán
_ ár sem segir okkur það að fjöldinn
er lengi að taka við sér, og nú er
framundan næsti vaxtarbroddur,
sjónvarpsdreifing.
Breiðband Pósts & síma hf. var
mikið fagnaðarefni fyrir félag eins
og okkar, og því var ráðist í viðræð-
ur um leið og það var gert heyrin-
kunnugt að kerfið væri nær tilbúið.
Við rukum af stað, gerðum sam-
starfssamninga við erlendar stöðvar
og í framhaldi af því var sótt um
leyfi til útvarpsréttarnefndar. Fé-
lagið sótti um 11 leyfi, en fékk að-
eins eitt. Grátlegt, en staðreynd
engu að síður, af hveiju, jú, það
vantar lög og reglugerðir um fyrir-
bærið breiðband. Af
hveiju var ekki ráðist
í það fyrr, spyr sá sem
ekki veit? Þó var
ákvörðun nefndarinn-
ar breytt er fyrir lágu
nýjar upplýsingar af
hálfu forráðamanna
P&S. Því er líklegt að
allar umsóknir verði
samþykktar og það
sem meira er, þess má
jafnvel vænta að P&S
sýni meiri samnings-
vilja heldur en hingað
til.
Það er nefnilega
staðreynd að félagið
hefur hiotið lítinn
hljómgrunn hjá stofnuninni sem lít-
ur félagið hornauga af því við erum
einnig með samninga við margar
erlendar stöðvar og höfum rekist
þar af leiðandi allhressilega saman
og samkeppnin tekur nefnilega á
sig undarlegustu form. Af hveiju
íslenska sjónvarpsfé-
lagið mun á næstunni,
segir Hólmgeir Bald-
ursson, hefja formlega
útsendingu á vönduðu
sjónvarpsefni inni á
breiðbandskerfí Pósts
og síma.
er ekki sagt hreint út, við erum
flutningsfyrirtæki, það er nóg pláss
fyrir alla sem hafa efni, innlent eða
erlent, við dreifum og rukkum. Síð-
an er það kúnnans að ákveða hvaða
pakka hann velur. Samkeppni, ekki
fákeppni, takk fyrir, einokun er
búinn að vera. Sjónvarpið og Stöð
2 ættu einnig að líta í þá átt að
bjóða aðgang að sínum dreifíkerf-
um, gegn gjaldi auðvitað. Hvernig
annars ætla menn að stuðia að
framþróun í sjónvarpsmálum lands-
manna? Þetta er í sjálfu sér ekki
flóknari samlíking en að reka kvik-
myndahús, og sýna fyrir aðra sem
gætu átt sýningarrétt á einni og
einni mynd.
Það væri óskandi að forráðamenn
þessara fyrirtækja færu að tileinka
Hólmgeir
Baldursson
ÐataCard
Plastkortaprentarar
fyrir félaga- og viðskiptakort
Gæðaprentun í lit
Otto B.Arnar ehf.
ÁRMÚLA 29 • 108 REYKJAVÍK
SÍMI 588 4699 • FAX 588 4696
PCI lím og fúguefni
lis !í»
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
sími 567 4844
DEMANIAHÚSIÐ
Okkn’c snxídi
cHnnfAi
cHálsmen
Jlokkai
AJ œlui
veid
Kringlunni sími 588 9944
Hverjum get-
urðu treyst?
sér breytta hugsunarhætti, og
hættu að beija hausnum við steininn
með því að hugsa bara um það
hvernig er hægt að útiloka aðra frá
markaðnum og gína sjálfir yfir öllu.
Ef þetta viðhorf breytist ekki, kemur
bara einhver annar stærri en sá sem
er fyrir og gleypir hinn og allir tapa
á endanum, mest þó kúnninn sem
er að missa af öllu því fjölbreytta
úrvali sem er framleitt af sjónvarps-
efni og kemst aldrei í loftið.
Upphaflega hugmyndin var sú
að veita erlendum stöðvum brautar-
gengi og þegar og ef markaðurinn
væri orðinn nægjanlega stór var
ætlunin að hefja dreifingu textaðrar
stöðvar með úrvalsefni. Það er einu
sinni þannig með sjónvarpsrekstur
að erlent efni eitt og sér nægir ekki
til að auka almennt áhorf. Ekki
veit ég hversu margir tengjast fjöl-
varpi IÚ, en mér segir svo hugur
um að einungis brot horfi að jafn-
aði á erlendu stöðvamar. íslending-
ar vilja textað og talsett efni, við
erum alin upp við það af Ríkissjón-
varpinu, og því eins gott að gera
sér grein fyrir þessu strax. En stað-
reynd málsins er sú að kostnaður
við sýningu t.d. einnar kvikmyndar
getur verið í kringum 300.000 krón-
ur, og því þarf eðlilega að vera til
staðar öruggt viðskiptaumhverfi,
sem stuðlar að réttri útkomu, með
sölu áskriftar og auglýsinga. Það
er eitt stórt flopp á sviði sjónvarps-
rekstrar ennþá mörgum minnistætt
og vonandi verða ekki fleiri í fram-
tíðinni. Og þegar til kemur kerfi
eins og breiðbandskerfi P&S, eru
forsendur fyrir fyrri mistökum nær
útilokaðar, og vonandi taka þeir
aðilar sem geta tengst kerfinu því
fagnandi.
Við lifum í landi reglugerða sem
við að sjálfsögðu lútum, en okkur
finnst að einkaframtak í sjónvarps-
rekstri búi ekki við sömu lögmál og
eru t.d. í Internet-málum þar sem
útvarp og sjónvarp framtíðarinnar
koma til með að verða stór hluti.
Samræma þarf lög og reglugerðir
í ríkisgeiranum, þannig að allir sitji
við sama borð.
Við munum að sjálfsögðu nýta
okkur þau leyfi sem okkur var út-
hlutað og höfum hafið af fullum
krafti undirbúning að útsendingu
dagskrár sem mun væntanlega
koma iandsmönnum fyrir sjónir á
næstunni.
Við fögnum innilega þeim áfanga
að vera meðal þeirra aðila sem eru
að stuðla að nýsköpun í sjónvarps-
málum og auka þar með aðgengi
almennings að fijálsu vali á sjón-
vaipsefni.
Islenska sjónvarpsfélagið mun á
næstunni hefja formlega útsendingu
á vönduðu sjónvarpsefni inn á breið-
bandskerfi Pósts & Síma og hlökk-
um mikið til að stuðla að frekari
framþróun og útbreiðslu kerfisins
ásamt þeim aðilum sem þegar hafa
staðfastlega áformað að vera með
svo sem Barnarásinni, sem er gott
og þarft framtak. Jafnframt er ætl-
unin að dreifa efni íslenska sjón-
varpsfélagsins um örbylgju í byijun
næsta árs og stuðla þar með að
frekari aðgengi félagsins til þeirra
er njóta móttökuskilyrða gegnum
örbylgju og eru enn ekki á dreifing-
arsvæði breiðbandsins.
Við hvetjum því þau heimili sem
nú geta tengt sig við kerfið að afla
sér upplýsinga hjá Pósti & Síma um
framkvæmd uppsetningar og stuðla
þar með að auknu framboði og frelsi
með fijálsu vali í sjónvarpi framtíð-
arinnar.
Höfundur er formaður íslenska
sjón varpsfélagsins.
Á VORI komanda fá Reykvík-
ingar þann heiður að kjósa milli
tveggja hagsmunahópa í pólitík.
Annar er Sjálfstæðisflokkurinn,
sem er hægrisinnaður
og styður við misrétt-
ið almennt. Hann má
eiga að það gerir hann
fyrir opnum tjöldum.
Hann einfaldlega trú-
ir ekki á jafnrétti. Svo
mörg voru þau orð.
Hinsvegar er
flokkasamsteypa þar
sem tortryggnin
kraumar undir. Engu
er líkara en andstæð-
ingurinn hafi komið
Trójuhesti þar inn
sem í er Framsókn.
Kratar, Kvennalisti
og Alþýðubandalag
hafa tilburði en engan
sjáanlegan áhuga að gera eitthvað
fyrir fólkið úr þessum hrærigraut
sem flokkarnir eru orðnir. Jafnað-
arflokkur er það sem fólk vill. En
einkahagsmunirnir eru félögum
R-listans fjötur um fót sem víðar
og skoðanamunur er með ólíkind-
um.
Samstaða um þjóðarhagsmuni
á mjög erfitt uppdráttar. Hinn
ógnvænlega hver er sjálfum sér
næstur stefna, virðist vera að ryðja
samkennd og öðrum góðum gild-
um frá.
í hrikalegu Davíðs borgar-
stjórnarbruðli, þegar borgin varð
hættulega skuldug, grisjaðist þó
margt vel gert út úr þeim fjára-
ustri. Sumt líktist að vísu minnis-
vörðum sjálfbirgingsfullra ríkis-
stjórnenda fyrri alda sem létu sér
í léttu rúmi liggja fjárhag ríkja
sinna. Einn slíkur er ráðhúsið, of-
boðslega dýrt, óhagkvæmt og
byggt á kolröngum stað og kemur
eins og skrattinn úr sauðarleggn-
um við umhverfið. En svo er
Nesjavallaveita, lögnin þaðan,
línuvegurinn, uppbyggingin í Við-
ey, Laugardalsgarðarnir og Perlan
sem eru snilldarverk þó deila megi
um kostnað, arð og tímaval sumra
þeirra. Hraði framkvæmda hefur
oft verið of mikill og gert verkin
óþarflega dýr og valdið þenslu.
Uppgræðsla innan borgarmarka
hefur verið til fyrirmyndar.
Skuldabaggann sem R-listinn
erfði hefur hann reynt að greiða
niður. Tíminn er að vísu skamm-
ur, en góðærið hlýtur að hafa gef-
ið byr í seglin. R-listinn erfði líka
rangar ákvarðanir í sorpeyðingar-
og frárennslismálum borgarinnar.
í báðum var byijað að vinna og
erfitt að breyta, þó slíkt hefði átt
að gerast þegar í stað. Rangt er
að sakfella R-listann vegna hol-
ræsaskatts. í öllum tilfellum hefði
hann komið, nema uppáhaldsað-
ferð Sjálfstæðisfl. væri notuð, það
er erlend lán. Hver og hvenær
átti að borga þau? R-listinn hefur
dreift kröftum sínum. Hann hefur
farið gruflandi með hangandi
hendi og eiginlega erfitt að sjá
til hvers hann kom, nema það
hafi verið að vekja íhaldið til
umhugsunar um margar afleitar
ákvarðanir og bruðl. Margt orkar
tvímælis og þá er að kunna skil.
R-listinn getur ekki hælt sér af
mannúðarmálum.
Það var ekki í þágu
aldraðra þegar R-list-
inn gerði þriðjungs-
minnkunn þjónustum-
iðstöðvar í Mjóddinni
að skilyrði fyrir fylgi
sínu við hana. Það er
ekki í þágu fatlaðra
að draga úr bílakaup-
um til ferðaþjónustu
þeirra, eins og R-list-
inn hefur gert. Þar
eru þrír bílar eknir um
og yfir 400.000 km,
tveir um 300.000 km
og sá nýjasti yfir
150.000 km. Mengun
er orðin viðloðandi i
sumum bílanna. Fatl-
aðir og aðstoðarfólk þeirra eiga
sýnilega ekki allsstaðar upp á
pallborðið. Það er ekki borgar-
stjórn eða stjórnendum SVR að
þakka að bílarnir eru ekki orðin
ónýt brök og slysavaldar. Það er
alfarið samviskusömum afbragðs-
bílstjórum ferðaþjónustunnar að
Stjórnarstefnan í öllu
kerfínu, segir Albert
Jensen, er yfírfull af
sýndarmennsku og út-
úrsnúningum.
þakka. R-listinn hefur ekki náð
að virkja embættismenn. Hann
réð forstjóra hjá strætisvögnum
SVR sem með persónutöfrum sín-
um sneri flestum starfsmönnun-
um til íhaldstrúar.
Það er gott að geta byggt brýr
hér og opinberar byggingar þar.
Það þykir fínt að dæla holræsa-
skolpi út á grunnslóð fiska og
hola niður hér og þar plöstuðu
sorpi. Landið skal kaffært í vatni
og mengun hvað sem það kostar.
En þegar kemur að því að hlúa
að fólkinu sjálfu í raun, þá hverfa
allir peningar eins og dögg fyrir
sólu. Um alla borgina, já um allt
land, liggur kvalið fólk vegna
ómannúðlegrar stefnu stjórn-
valda í heilbrigðismálum. Stjórn-
arstefnan í öllu kerfinu er yfir-
full af sýndarmennsku og útúr-
snúningum. Þegar hræsnin svíf-
ur svona yfir vötnunum, hvað
eiga þá þeir sem verst standa
gagnvart slíku, láglaunafólkið,
aldraðir og öryrkjar, að gera? Á
þetta ágæta fólk að gefast upp
og láta allt ganga yfir sig? Nei,
það á að snúast til varnar. Það
eina sem kemur því til góða eru
eigin stjórnmálasamtök. Það hef-
ur margsýnt sig að öll barátta
þessa fólks innan allra núverandi
flokka er einungis kjánaleg tíma-
eyðsla. Varast þarf þá sem eru
njörvaðir flokkunum.
Höfundur er byggingameistari.
Albert
Jensen
3 É %
Á\ j!V /'.
sx.J'vr,
\i\iaun
CIHSTAKTINN
J J
UTILB0A
KLUB6UR
cniiK nr.iviiiD'
FOLKSOG FYRIRTÆKJA
Er þitt fyrirtæki búið að skrá þig?
# Stöðug endurmenntun starfsmanna með lágmarks tilkostnaði.
Skráðu þiq strax Sími 550 3000 Brefosími 550 3033 Heimosíða www.betriarangur.is
VAKA-HBjGAFHI
mmm