Morgunblaðið - 06.11.1997, Page 45

Morgunblaðið - 06.11.1997, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997 45 HANDMENNT „Rokkurinn bíður við rekkjustokkinn rökkur- dökkur á lit“. Segir í kvæði eftir Halldór Helga- son. Hér áður fyrr var það spunahljóðið í rokkn- um hennar ömmu í hlýju baðstofunni sem svæfði litlu börnin þegar rökkva tók. Tímarnir breyt- ast. í dag er samt áreiðanlegt að mörg börnin svífa ljúflega inn í draumaheiminn er þau heyra lágvært en taktfast klingur í prjónunum hennar mömmu á kvöldin. Þetta eru dýrmætar stundir þar sem amstur hversdagsins er víðs fjarri. Áhugi fyrir prjónaskap og annarri handmennt fer greinilega ört vaxandi hjá almenningi. Þörfin fyrir að skapa ein- staka og sérstaka hluti er mjög sterk hjá mörgum þar sem gin fjölda- framleiðslunnar ætlar allt að gleypa og steypa í sama mótið. Ánægjan við að skapa, horfa á látlausan þráð úr hespu renna í gegnum fingur sína og verða að fallegri flík eða hlut er ólýsanleg. Umræða í fjölmiðl- um og skrif um handmenntina sem er eitt af aðaláhugamálum þjóðar- innar hefur ekki verið gerð nægjanleg skil þó þörfin sé mikil. Þessi þáttur “SPUNI“ kemur til með að birtast einu sinni í mánuði í Morgun- blaðinu. í hveijum þætti verða uppskriftir sem ættu að höfða til sem flestra. Einnig verður fjallað um skemmtilega hluti sem eru að ger- ast úti á meðal fólks er tengjast þessum efnum. Lengsti ormur landsins I SPURNINGAÞÆTTINUM “Gettu betur“ s.l. vetur sást eina örskotstund verulega langur ormur vafinn utan um háa súlu í stórum sal Mennta- skólans við Hamrahlíð. Við nánari athugun reyndist orm- urinn ekki lifandi heldur pijón- aður í öllum regnbogans litum. Nokkrar ungar stúlkur er sátu við borð við hlið ormsins svöluðu forvitni minni og tjáðu mér ýmislegt um þetta uppá- tæki nemenda. Salurinn sem hýsir orminn heitir “Miðgarður" svo það Iá auðvitað beinast við að pijóna “Miðgarðsorminn" sem á að verða það langur að hann nái utan um “Miðgarð" (Mann- heim) líkt og í Goðafræðinni. Margir koma að pijóna- skapnum bæði piltar og stúlkur og á tímabilum er slegist um að fá að pijóna. Byijað var að pijóna orminn 1989 og er hann nú hátt í fimmtíu metrar og alls óvíst um endanlega lengd hans. Inn í hann er troðið svampi, gömlum fötum, frétta- pésum og ýmsu fleiru sem stúlk- urnar vildu ekki alveg láta hafa eftir sér en það væri áreiðanlega fróðlegt eftir eina öld eða svo að kílya á það. I orminn eru prjónuð ýmis munstur, ártöl, táknmerki, stærð- fræðiformúla sem einn piltur pijónaði eftir að hafa fallið í stærðfræðiáfanga þar sem form- úlan var aðalmálið. Fólk skeytir sem sagt skapi sínu í pijónaskap- inn og líður betur á eftir. Einnig er hann notaður til ýmissa hluta t.d. er hann notaður sem prófsteinn á það hver er sterkasti maður skólans og í busa- þrautum ýmiss konar. í verkfalli kennara 1995 örkuðu nemendur um bæinn í mótmælagöngu í kulda og trekki með orminn vafinn um hálsinn og sjálfsagt komið í veg Mynstruð peysa fyrir mikinn flensufaraldur á meðal nemdanda í það skiptið. Handmenntin eflir sjálfsmynd og þroska, uppfyllir sköpunarþörf einstaklingsins og er þar með mikilvæg hverri þjóð. Forsendan fyrir því að hand- menntin sem er okkar menningar- arfur glatist ekki eru hugmyndir á borð við “Miðgarðsorminn" sem virkja og kenna ungu kynslóðinni hvað handmenntin getur verið skemmtileg. Bjallan glymur og hringir inn síðasta timann fyrir helgina. Óró- leikinn og spennan yfir nálægum frítímum og frelsi leynir sér ekki í augum þessara hressu stúlkna. Léttar í spori svífa þær inn í skóla- stofuna gjallandi og flissandi út í daginn eins og stúlkna á þessum aldri er einum lagið. Stærðir: 6m 9m 12 4 ára Yfirvídd: 62 67 70 74 78 sm Sídd: 30 32 34 37 42 sm Ermalengd: 17 19 21 25 29 sm Handvegur: 13 14 15 16 17 sm Garn: SISU Dökkblátt nr. 618 2 3 3 4 4 d. Rautt nr. 742 2 2 3 3 3 d. Grænt nr. 640 1 2 2 2 2 d. Gult nr. 716 1 1 1 1 2 d. PRJÓNAR: 50 eða 60 sm hring- pijónar nr. 2.5 og 3.5 Sokkapijónar nr. 2.5 og 3.5 Tinkrækjur: 2 pör PRJÓNFESTA: 27 lykkjur í sléttu pijóni á pijóna nr. 3 = 10 sm. 27 lykkjur í tvíbandapijóni á pijóna nr. 3.5 = 10 sm. Ef of laust er pijónað þarf fínni pijóna. Ef of fast er pijónað þarf grófari pijóna. BOLUR: Fitjið upp með rauðu á hringpijón nr. 2.5, 150-160-170- 180-190 lykkjur. Pijónið 2 sm slétta í hring. Pijónið þá 1 pijón brugðinn = brotlína + 2 sm slétta. ATHUGIÐ: Á síðasta pijóninum er aukið í 20 lykkjum með jöfnu millibili = 170-180-190-200-210 lykkjur. Skiptið yfir á hringpijón nr. 3.5. Pijónið munstur A, byijið að pijóna við örina sem sýnir rétta stærð. Þegar bolurinn mælist 17-18-19- 21-25 sm frá brotlfn- unni eru sett merki í báðar hliðar með 85-91-95-101-105 lykkjur á framstykki og 85-89-95-99-105 lykkjur á bakstykki. Pijónið áfram 2-2-3-3-4 sm. Nú er komið að klaufinni að framan. Setjið 7 lykkj- ur í miðjunni á nælu. Fitjið upp 4 lykkjur í staðinn (lykkjur sem allt- af eru prjónaðar brugðnar, klippt er upp í síðar og teljast ekki með). Pijónið áfram þar til mælast 26-28-30- 33-37 sm. Nú er komið að hálsmálinu að framan. Fellið af brugðnu lykkjurnar 4. Pijónið nú fram og til baka yfir allar lykkj- urnar og fellið jafnframt af í byij- un pijóns við hálsmálið 6-7-8-9-10 lykkjur einu sinni, 2 lykkjur 2 sinn- um og 1 lykkju 3 sinnum = 26-28- 29-31-32 lykkjur á öxl. Pijónið áfram þar til mælast 30-32-34-37- 42 sm. Setjið lykkjurnar á nælur. ERMAR: Fitjið upp með rauðu á sokkapijóna nr. 2.5, 34-36-38-40- 42 lykkjur. Pijónið líningu eins og neðan á bolnum. ATHUGIÐ: Aukið út í 56-60-64-64- 66 lykkjur á síðasta hringnum. Skiptið yfir á sokkapijóna nr. 3.5. Prjónið munstur A, teljið út frá miðju hvem- ig á að byrja á munstrinu. AT- HUGIÐ: Síðasta lykkjan á hringn- um er alltaf pijón- uð brugðin = merkilykkja. Aukið í 1 lykkju báðum megin við hana með 2 sm millibili þar til 70-76-82- 86-92 lykkjur em á erminni. Prjónið áfram þar til mæl- ast 17-19-21-25- 29 sm frá brotlín- unni. Snúið erminni við og pijónið 5 hringi slétta (kantur). Fellið af. FRÁGANGUR: Mælið breidd erm- arinnar við handveginn = 13-14- 15-16-17 sm og merkið. Saumið í saumavél 2 beina sauma með smáu spori báðum megin við handveginn og einnig í brugðnu lykkjurnar að framan. Klippið á milli saumanna og sik-sakkið þétt yfír sárkantinn. Lykkið axlir saman. Saumið erm- amar í innan við kantinn efst á erminni og notið hann til að hylja sauminn. Bijótið líningamar neðan á bol og ermum um brotlínumar yfír á rönguna og saumið niður. HÁLSLINING: Pijónið upp með rauðu á hringpijón nr. 2.5, 60-62- 66-68-72 lykkjur. Pijónið slétt pijón fram og til baka 1.5 sm. Pijónið þá 1 pijón sléttan á röngunni = brot- lína + 1.5 sm slétt pijón. Bijótið líninguna um brotlínuna yfir á röng- una og saumið niður. LISTAR: Pijónið upp meðfram annarri brúninni á klaufinni með rauðu á pijón nr. 2.5, 14 lykkjur á hveija 5 sm. Pijónið slétt pijón fram og til baka 1.5 sm. Pijónið þá 1 pijón sléttan á röngunni = brotlína + 1.5 sm slétt pijón. Farið eins að hinum megin. Bijótið líning- amar um brotlínuna yfir á rönguna og saumið niður. Lykkið neðri brúnirnar við lykkjurnar 7 sem geymdar voru (listarnir mætast í miðjunni). Saumið krækjurnar á. Saumið þvottaleiðbeiningamerki innan í peysuna. Fyrirsæta Þórdfs Kristinsdóttir T Miðja á ermi ) mán. )g 2 ára 6m. 12m. 4ára 0= dökkblátt 618 Byija hér H = rautt 742 0 = grænt 640 0= gult 716 4 4 4 4 4 4 4 4 4 H Tilboð baðherbergissett! Kr. 23.000,- stgr. Salerni með stút í vegg eða gólf. Hörð seta og festingar fylgja. Ath. Öll hreinlætistæki hjá okkur eru framleidd hjá sama aðila sem tryggir sama litatón á salerni, salernissetu, handlaug og baðkari. Forðist ósamstæða litatóna! VERSLUN FYRIR ALLA ! Handlaug á vegg. Stærð 55 x 43 cm - tryggi' Vib Fellsmúla Sími 588 7332 OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 IBi RADCREIÐSLUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.