Morgunblaðið - 06.11.1997, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 06.11.1997, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997 45 HANDMENNT „Rokkurinn bíður við rekkjustokkinn rökkur- dökkur á lit“. Segir í kvæði eftir Halldór Helga- son. Hér áður fyrr var það spunahljóðið í rokkn- um hennar ömmu í hlýju baðstofunni sem svæfði litlu börnin þegar rökkva tók. Tímarnir breyt- ast. í dag er samt áreiðanlegt að mörg börnin svífa ljúflega inn í draumaheiminn er þau heyra lágvært en taktfast klingur í prjónunum hennar mömmu á kvöldin. Þetta eru dýrmætar stundir þar sem amstur hversdagsins er víðs fjarri. Áhugi fyrir prjónaskap og annarri handmennt fer greinilega ört vaxandi hjá almenningi. Þörfin fyrir að skapa ein- staka og sérstaka hluti er mjög sterk hjá mörgum þar sem gin fjölda- framleiðslunnar ætlar allt að gleypa og steypa í sama mótið. Ánægjan við að skapa, horfa á látlausan þráð úr hespu renna í gegnum fingur sína og verða að fallegri flík eða hlut er ólýsanleg. Umræða í fjölmiðl- um og skrif um handmenntina sem er eitt af aðaláhugamálum þjóðar- innar hefur ekki verið gerð nægjanleg skil þó þörfin sé mikil. Þessi þáttur “SPUNI“ kemur til með að birtast einu sinni í mánuði í Morgun- blaðinu. í hveijum þætti verða uppskriftir sem ættu að höfða til sem flestra. Einnig verður fjallað um skemmtilega hluti sem eru að ger- ast úti á meðal fólks er tengjast þessum efnum. Lengsti ormur landsins I SPURNINGAÞÆTTINUM “Gettu betur“ s.l. vetur sást eina örskotstund verulega langur ormur vafinn utan um háa súlu í stórum sal Mennta- skólans við Hamrahlíð. Við nánari athugun reyndist orm- urinn ekki lifandi heldur pijón- aður í öllum regnbogans litum. Nokkrar ungar stúlkur er sátu við borð við hlið ormsins svöluðu forvitni minni og tjáðu mér ýmislegt um þetta uppá- tæki nemenda. Salurinn sem hýsir orminn heitir “Miðgarður" svo það Iá auðvitað beinast við að pijóna “Miðgarðsorminn" sem á að verða það langur að hann nái utan um “Miðgarð" (Mann- heim) líkt og í Goðafræðinni. Margir koma að pijóna- skapnum bæði piltar og stúlkur og á tímabilum er slegist um að fá að pijóna. Byijað var að pijóna orminn 1989 og er hann nú hátt í fimmtíu metrar og alls óvíst um endanlega lengd hans. Inn í hann er troðið svampi, gömlum fötum, frétta- pésum og ýmsu fleiru sem stúlk- urnar vildu ekki alveg láta hafa eftir sér en það væri áreiðanlega fróðlegt eftir eina öld eða svo að kílya á það. I orminn eru prjónuð ýmis munstur, ártöl, táknmerki, stærð- fræðiformúla sem einn piltur pijónaði eftir að hafa fallið í stærðfræðiáfanga þar sem form- úlan var aðalmálið. Fólk skeytir sem sagt skapi sínu í pijónaskap- inn og líður betur á eftir. Einnig er hann notaður til ýmissa hluta t.d. er hann notaður sem prófsteinn á það hver er sterkasti maður skólans og í busa- þrautum ýmiss konar. í verkfalli kennara 1995 örkuðu nemendur um bæinn í mótmælagöngu í kulda og trekki með orminn vafinn um hálsinn og sjálfsagt komið í veg Mynstruð peysa fyrir mikinn flensufaraldur á meðal nemdanda í það skiptið. Handmenntin eflir sjálfsmynd og þroska, uppfyllir sköpunarþörf einstaklingsins og er þar með mikilvæg hverri þjóð. Forsendan fyrir því að hand- menntin sem er okkar menningar- arfur glatist ekki eru hugmyndir á borð við “Miðgarðsorminn" sem virkja og kenna ungu kynslóðinni hvað handmenntin getur verið skemmtileg. Bjallan glymur og hringir inn síðasta timann fyrir helgina. Óró- leikinn og spennan yfir nálægum frítímum og frelsi leynir sér ekki í augum þessara hressu stúlkna. Léttar í spori svífa þær inn í skóla- stofuna gjallandi og flissandi út í daginn eins og stúlkna á þessum aldri er einum lagið. Stærðir: 6m 9m 12 4 ára Yfirvídd: 62 67 70 74 78 sm Sídd: 30 32 34 37 42 sm Ermalengd: 17 19 21 25 29 sm Handvegur: 13 14 15 16 17 sm Garn: SISU Dökkblátt nr. 618 2 3 3 4 4 d. Rautt nr. 742 2 2 3 3 3 d. Grænt nr. 640 1 2 2 2 2 d. Gult nr. 716 1 1 1 1 2 d. PRJÓNAR: 50 eða 60 sm hring- pijónar nr. 2.5 og 3.5 Sokkapijónar nr. 2.5 og 3.5 Tinkrækjur: 2 pör PRJÓNFESTA: 27 lykkjur í sléttu pijóni á pijóna nr. 3 = 10 sm. 27 lykkjur í tvíbandapijóni á pijóna nr. 3.5 = 10 sm. Ef of laust er pijónað þarf fínni pijóna. Ef of fast er pijónað þarf grófari pijóna. BOLUR: Fitjið upp með rauðu á hringpijón nr. 2.5, 150-160-170- 180-190 lykkjur. Pijónið 2 sm slétta í hring. Pijónið þá 1 pijón brugðinn = brotlína + 2 sm slétta. ATHUGIÐ: Á síðasta pijóninum er aukið í 20 lykkjum með jöfnu millibili = 170-180-190-200-210 lykkjur. Skiptið yfir á hringpijón nr. 3.5. Pijónið munstur A, byijið að pijóna við örina sem sýnir rétta stærð. Þegar bolurinn mælist 17-18-19- 21-25 sm frá brotlfn- unni eru sett merki í báðar hliðar með 85-91-95-101-105 lykkjur á framstykki og 85-89-95-99-105 lykkjur á bakstykki. Pijónið áfram 2-2-3-3-4 sm. Nú er komið að klaufinni að framan. Setjið 7 lykkj- ur í miðjunni á nælu. Fitjið upp 4 lykkjur í staðinn (lykkjur sem allt- af eru prjónaðar brugðnar, klippt er upp í síðar og teljast ekki með). Pijónið áfram þar til mælast 26-28-30- 33-37 sm. Nú er komið að hálsmálinu að framan. Fellið af brugðnu lykkjurnar 4. Pijónið nú fram og til baka yfir allar lykkj- urnar og fellið jafnframt af í byij- un pijóns við hálsmálið 6-7-8-9-10 lykkjur einu sinni, 2 lykkjur 2 sinn- um og 1 lykkju 3 sinnum = 26-28- 29-31-32 lykkjur á öxl. Pijónið áfram þar til mælast 30-32-34-37- 42 sm. Setjið lykkjurnar á nælur. ERMAR: Fitjið upp með rauðu á sokkapijóna nr. 2.5, 34-36-38-40- 42 lykkjur. Pijónið líningu eins og neðan á bolnum. ATHUGIÐ: Aukið út í 56-60-64-64- 66 lykkjur á síðasta hringnum. Skiptið yfir á sokkapijóna nr. 3.5. Prjónið munstur A, teljið út frá miðju hvem- ig á að byrja á munstrinu. AT- HUGIÐ: Síðasta lykkjan á hringn- um er alltaf pijón- uð brugðin = merkilykkja. Aukið í 1 lykkju báðum megin við hana með 2 sm millibili þar til 70-76-82- 86-92 lykkjur em á erminni. Prjónið áfram þar til mæl- ast 17-19-21-25- 29 sm frá brotlín- unni. Snúið erminni við og pijónið 5 hringi slétta (kantur). Fellið af. FRÁGANGUR: Mælið breidd erm- arinnar við handveginn = 13-14- 15-16-17 sm og merkið. Saumið í saumavél 2 beina sauma með smáu spori báðum megin við handveginn og einnig í brugðnu lykkjurnar að framan. Klippið á milli saumanna og sik-sakkið þétt yfír sárkantinn. Lykkið axlir saman. Saumið erm- amar í innan við kantinn efst á erminni og notið hann til að hylja sauminn. Bijótið líningamar neðan á bol og ermum um brotlínumar yfír á rönguna og saumið niður. HÁLSLINING: Pijónið upp með rauðu á hringpijón nr. 2.5, 60-62- 66-68-72 lykkjur. Pijónið slétt pijón fram og til baka 1.5 sm. Pijónið þá 1 pijón sléttan á röngunni = brot- lína + 1.5 sm slétt pijón. Bijótið líninguna um brotlínuna yfir á röng- una og saumið niður. LISTAR: Pijónið upp meðfram annarri brúninni á klaufinni með rauðu á pijón nr. 2.5, 14 lykkjur á hveija 5 sm. Pijónið slétt pijón fram og til baka 1.5 sm. Pijónið þá 1 pijón sléttan á röngunni = brotlína + 1.5 sm slétt pijón. Farið eins að hinum megin. Bijótið líning- amar um brotlínuna yfir á rönguna og saumið niður. Lykkið neðri brúnirnar við lykkjurnar 7 sem geymdar voru (listarnir mætast í miðjunni). Saumið krækjurnar á. Saumið þvottaleiðbeiningamerki innan í peysuna. Fyrirsæta Þórdfs Kristinsdóttir T Miðja á ermi ) mán. )g 2 ára 6m. 12m. 4ára 0= dökkblátt 618 Byija hér H = rautt 742 0 = grænt 640 0= gult 716 4 4 4 4 4 4 4 4 4 H Tilboð baðherbergissett! Kr. 23.000,- stgr. Salerni með stút í vegg eða gólf. Hörð seta og festingar fylgja. Ath. Öll hreinlætistæki hjá okkur eru framleidd hjá sama aðila sem tryggir sama litatón á salerni, salernissetu, handlaug og baðkari. Forðist ósamstæða litatóna! VERSLUN FYRIR ALLA ! Handlaug á vegg. Stærð 55 x 43 cm - tryggi' Vib Fellsmúla Sími 588 7332 OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 IBi RADCREIÐSLUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.