Morgunblaðið - 06.11.1997, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 06.11.1997, Qupperneq 46
.46 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BRÚNN, mógrænn, gulur, svargrár og drapplitur litur, allt úr garðamaríu stakki. Jurtalitun JURTALITUN er ævaforn aðferð við að breyta lit á voð eða bandi. Land- námsmennimir ís- lensku kunnu skil á jurtalitun, en ekki hafa þeir getað safnað hérlendis öll- um þeim litunar- jurtum, sem uxu í þeirra heimahög- um. í fomsögum er búnaði manna oft lýst. Þar kemur glöggt fram hve skrautleg klæði voru í miklum met- um og þóttu jafnvel við hæfi sem höfðingjagjafir. Ein íslendingasagna - Svarf- dælasaga - fjallar um deilur og vígaferli, sem risu af jurta- söfnunarferð, en þá var jurtunum safnað án leyfis landeiganda. í ferðabók Eggerts og Bjama er fjallað um helstu litunaijurtir og jafnvel lýst notkun þeirra. Algengasta litunaijurtin var sortulyngið. Það var haft til að gera blek og lita skinn og vefn- að. Með því fékkst mósvartur lit- ur, en til að skýra hann og dekkja, var notuð sorta, leðja sem fékkst djúpt í mómýrum. Víða var geng- ið svo nærri sortulynginu, að sælq'a varð það í aðrar sveitir. Eins vom litunaijafni og litunar- mosi mikið notaðir. Séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal skrifaði bók sína Grasnytjar u.þ.b. 1775. Þar nefn- ir hann jurtalitun 45 sinnum. Nú á dögum er jurtalitun gleðigjafi, en ekki nauðsyn. Mun þægilegra er að kaupa gam úr búð og einfalt að velja nákvæm- lega réttan lit. En mörgum eru tengsl við fortíð og náttúru mik- ils virði. Jurtalitun er tímafrek og vandmeðfarin og eins er birtu- þol litanna oft takmarkað. Jurt- unum er oftast safnað meðan þær eru í sem mestum vexti, en litarstyrkurinn sem fæst er bæði háður vaxtarskilyrðum og ár- ferði. Oft er erfitt að fá nákvæm- lega sama litblæ frá einni litun til annarrar. Breytilegt er hversu mikið þarf að nota af jurtum, en al- gengt er að nota þrefaldan þunga ferskrar jurtar móti ullarbandi, en jafnt af hvoru séu jurtirnar þurrkaðar. Mismunandi litar- styrk má svo fá með því að breyta magni jurtanna. Ymis efnasambönd eru notuð við jurta- litun til að festa litinn, gera hann ljósþolinn, skýra eða breyta á ýmsa vegu. Algengast er að nota álún (aluminium-kalium-sul- fat), járnsúlfat, koparsúlfat, kal- íumkrómat og tinkl- óríð. Auk þess eru edik, ammoníak, vínsýra og mat- arsódi oft notuð. Skiptir þá máli hvort þessi efni komast í snertingu við ullina áður eða eftir að hún fer í lit- arbaðið. Með því að víxla saman notkun þessara efnasam- banda má fá tugi litbrigða með sama styrk jurtalitarins sjá]fs. íslenskar litunar- jurtir eru margar, en þó er erfitt að fá sterkrauða og bláa liti. Áður fyrr var notað kúahland til að lita rautt og sagt er að blátt hafi fengist með blágresi. Nú er indigo notað til að lita blátt en krapprót og kakt- uslús tii að lita rautt og þessi efni eru öll keypt í lyfjabúð. Sem dæmi um litunaijurtir má nefna beitilyng, blábeijalyng, sortu- lyng, fjalldrapa, fjallagrös, litun- aijafna, litunarmosa, hvönn og gulmöðru- og krossmöðrurót. En nú er hætt við að mörgum finnist nóg upp talið og svona listi eigi síst allra heima í Blómi vikunnar. Gróðurkápa íslands er svo gisin að ekki má skerða hana með neinu móti og jurtasöfnun- arferðir geta verið lífshættuleg- ar, a.m.k. í Svarfaðardal. En hér kemur garðræktandinn til sög- unnar. Áhugi á jurtalitun og garðrækt fer ágætlega saman. Ymsar jurtir vaxa í garði eða túni sem eru ágætlega fallnar til litunar. Nota má smárakolla og túnsúru, blóm brennisóleyjar gefa gula litartóna og faxið af snarrótarpuntinum græna. Úr grænmetisgarðinum fæst gulrót- argrasið, sem gefur rauðgulan lit og við grisjun rabarbara fellur alltaf til töluvert af rótum, en úr þeim má fá fallegan rauðleitan lit. Meira að segja njólinn og haugarfinn gera sitt gagn við litun. Og ekki má gleyma skrúð- garðinum. Með garðamaríu- stakki má laða fram ljósdrapp, gula, græna, brúna eða grá- svarta liti. Regnfangið gefur gula og græna tóna. Mikið fellur til af birkilaufi við klippingu, sem vel má nota og með birkiberki má fá bleika, lilla eða brúna liti. Eins er elri- og lerkibörkur góð- ur til litunar. Sölnað gulvíðis- og gljávíðislauf gefur mjög skemmtileg litbrigði af gulu, grænu og brúnu. Það er hægt að safna jurtum til litunar allt BLOM VIKUNNAR 374. þáttur L'msjón Ágústa Björnsdóttir KRISTJÁN BRYNJAR LARSEN + Kristján Brynjar Larsen fæddist á Akureyri 21. maí 1961. Hann lést 29. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Möðruvallakirkju hinn 10. október síðastliðinn í kyrr- þey að hans eigin ósk. Það sló þögn á félagahópinn, við fregnir af fráfalli vinar og skáta- bróður okkar Kristjáns. „Hann er farinn heim“ eins og við skátar segjum gjarnan þegar einn úr okk- ar hópi fellur frá. I þessum orðum felst þó miklu_ fleira en í fljótu bragði sýnist. í skátahreyfingunni er lögð höfuðáhersla á fórnfýsi, bræðralag, miðlun reynslu, styrks og vona. Það ryðst þess vegna fram mikið flóð minninga, þegar einn okkar kveður þennan heim til farar- innar löngu yfir móðuna miklu. Kristján Brynjar Larsen hafði um langa hríð deilt þessum undirstöð- um skátahreyfingarinnar með okk- ur félögunum, ekki síst í tengslum við Gilwell-starfíð, en það var ein- mitt á þeim vettvangi sem leiðir okkar fyrst lágu saman, árið 1993. Kynni mín af Stjána, áttu eftir að verða varanleg. Hann var tryggur sínum vinum og þó að hann á stund- um sýndi yfirborðsskráp og hvat- vísi, vissum við félagarnir allir að undir sló sólskríkjuhjarta. Hann var alltaf reiðubúinn til hjálpar og stuðnings hveijum sem á þurfti að halda. Aldrei kom maður að tómum kofunum hjá Kristjáni. Hann hafði óvenju víðtæka reynslu og þekkingu á ólíklegustu málum. Skipti þá engu hvort í umræðunni var skátastarfíð, sjómennska, náttúruvernd eða önn- ur viðfangsefni daglegs lífs. Hann var hafsjór hugmynda og drauma um betri veröld. Álltaf hafði hann eitthvað gagnlegt og uppbyggilegt fram að færa. A Gilwell-námskeið- inu 1993 vorum við Kristján nokkuð eldri en aðrir þátttakendur og kann að vera að það hafí ráðið því, að við kynntumst betur en ella. Við studdum enda og aðstoðuðum hvor annan eftir bestu getu, en Gilwell- þjálfunin er krefjandi og reynir mikið á aga, vilja og getu til sam- vinnu. það voru einmitt þessi atriði sem bundu okkur tryggðaböndum, sem aldrei rofnuðu. Eg minnist sér- staklega langar og strangrar keppni við að koma upp tjaldbúðum flokka. þessi vinna fór að miklu leyti fram á nóttunni, eftir að hefðbundinni dagskrá var lokið. Þó að keppnin væri mikil, gátum við alltaf leitað ráða og aðstoðar hvors annars og skiptu þá gagnstæðar fylkingar engu. Leiðir okkar áttu oft eftir að liggja saman og eru mér minnis- stæðar heimsóknir okkar hvors til annars. Þá kom í ljós svo ekki varð um villst, hversu miklir höfðingjar Kristján og Sigurbjörg, sambýlis- kona hans, voru heim að sækja. Leiðir okkar félaganna lágu fyrst og fremst saman á vettvangi skáta- hreyfíngarinnar, þó allt annað milli himins og jarðar bæri á góma á samverustundum okkar. Ég sakna aðeins þess eins, að máttarvöldin skuli ekki hafa ætlað okkur meiri tíma til þeirrar samveru, en eitt sinn skal hver deyja. Með Kristjáni Brynjari er .ekki aðeins genginn kjarkmikill maður, búin miklum mannkostum og hæfí- leikum, þar er einnig genginn drengur góður, vinur og skáti í raun og hjarta. Ég sendi Sigurbjörgu og öðrum ættingjum mínar innilegustu samúðarkveðjur, vitandi að missir þeirra er mikill. Við Gillwell-skátar kveðjum, öll sem eitt, góðan vin, sem farinn er til skátastarfa í öðrum heimi, þar sem leiðir okkar allra munu að lok- um liggja saman. Farðu í friði, kæri vinur. Sigurgeir Ólafsson, aðstoðarfélagsforingi Skátafélagsins Hraunbúa. ELÍN ÁRNADÓTTIR + Elín Árnadóttir fæddist 22. júlí 1961 í Vík í Mýrdal. Hún Iést á Sjúkrahúsi Suðurlands 11. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Víkur- kirkju 18. október. Mikið finnst manni lífið stundum ósanngjarnt, og það fannst einmitt mér þegar hún Ella systir var dáin, eftir að hafa háð erfíða baráttu við krabbameinið, en svona er nú lífið, enginn veit sinn vitjunartíma. Eftir stendur minningin um einstaka systur, vin og félaga, sem ævinlega bar hag annarra fyrir bijósti meira en sinn eigin. Ella var aðeins barn að aldri þegar henni var fengið það hlutverk að gæta að ömmu í Norður-Vík eftir að afi féll frá, en svo kölluðum við systkinin þau Arnbjörgu og Jón í Norður-Vík, en móðir okkar var alin upp hjá þeim hjónum frá 10 ára aldri. Ella passaði ömmu og amma hana á móti og held ég að þetta hafi mótað hana mjög mikið, t.d. vissi Ella ótrúlega mikið í ætt- fræði strax sem barn og unglingur. Hjálpsemi var henni ríkulega í blóð borin, ævinlega boðin og búin að hjálpa öðrum ef á þurfti að halda og oft var það þrautalendingin hjá mér og öðrum þegar redda þurfti einhveiju á síðustu stundu frá Sel- fossi að hringja bara í Ellu systur og hún bjargaði því sem bjargað varð. Systkinahópur okkar hefur átt því láni að fagna að vera sam- heldinn og sá móðir okkar ekki síst um þá hlið mála meðan hún lifði, en eftir að hún dó tók Ella við því hlutverki að hafa frumkvæði að sameiginlegum gjöfum og uppá- komum innan fjölskyldunnar, enda oft viðkvæðið hjá okkur hinum: „Hún Ella sér um það.“ Ella og Binni bundust ung trún- aði og eignuðust heimili sem alla tíð hefur verið gestkvæmt og vina- margt, enda þau bæði skemmtileg viðræðu hvort sem var um alvarleg mál eða gamansögur, enda bæði með góðan húmor og Ella var haf- sjór af bröndurum og gamansögum og tók sérstaklega vel eftir því sem börn sögðu henni og geymdi mörg gullkornin frá sínum börnum og annarra. Saman eignuðust Ella og Binni Sigrúnu Örnu og Böðvar Dór, þó ekki væri það eftir hefð- uundnum leiðum, en það stóð ekki í vegi fyrir henni systur minni að hafa fyrir þeim hlutum, svo mikið þráði hún að eignast og ala upp börn, og nú er mikið frá þeim tek- ið. í sorginni er gott að geta beðið og rifjað upp bænirnar sem við fór- um með systkinin á Háeyri áður en við fórum að sofa og minnast Ellu á þann hátt að alltaf var hún komin með nýjar og nýjar bænir um leið og hinni fyrri lauk svo stundum varð að stoppa hana af svo mikið -kunni hún. Er sárasta sorg okkur mætir, og söknuður huga vom grætir. Þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. Ég bil algóðan guð að styrkja Binna, börnin, pabba og alla ástvini í sorginni. Hermann. ÁRNI FRIÐÞJÓFSSON + Árni Friðþjófsson fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 5. júní 1940. Hann lést í Hafnar- firði 15. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víði- staðakirkju í Hafnarfirði 22. október. Það er með mikilli hryggð og söknuði í hjarta sem ég sest niður og skrifa niður þær góðu minningar sem ég á um þig, elsku Árni minn. Mig tekur það sárt að aðstæður mínar séu á þann veg að við höfum ekki hist í langan tíma og að þú skulir hafa fallið svo skyndilega frá. Ég átti auðvitað von á því að fá að hitta þig og Fribbu frænku fljótlega eftir að ég losnaði úr prís- undinni, en við getum víst ekki storkað örlögunum né þeim fyrir- ætlunum sem Drottinn setur okkur fyrir. Það voru ekki ófá sumrin sem þú, Fribba, Raggi og Finney tókuð á móti mér og létuð mig finna að ég væri einn af fjölskyldunni. Ég vil að þú vitir það að mér leið alltaf mjög vel hjá ykkur og mér fannst alltaf eins og að ég væri heima. Ég var tíu ára þegar ég kem fyrsta sumarið til ykkar og ég vil segja að þið höfðuð mikil og góð áhrif á mig og að hluta til ólst ég upp hjá ykkur. Ég man eftir sumrinu þegar að þú varðst gráhærður, ég hélt að það væri eitthvað að, en svo leið ekki það sumar að þú skiptir litum. Þér stökk nú oft bros á vör þegar ég var að kvarta yfir því að þurfa að reka rollurnar í bæjar- vinnunni með Gústa eða Gússa eins og þú kallaðir hann alltaf. Það var alltaf gott að tala við þig, og þeg- ar eitthvað bjátaði á hjá mér á meðan ég dvaldist hjá ykkur fyrir vestan gast þú ávallt talað við mig og bent mér góðlátlega á það sem betur mætti fara. Alltaf voruð þið tilbúin að leyfa mér að koma til ykkar á sumrin og ég mun aldrei gleyma þeim stundum er ég dvald- ist hjá ykkur. Mér er það ríkt í minningunni þegar ég í rauninni áttaði mig á því hver þú varst. Ég hef verið fimm til sex ára og alltaf að spá í það hvar pabbi hennar „Öbbu“ Fribbu frænku væri. Hún sagði mér að hann væri dáinn en einhvern veginn fannst mér það ekki vera rétt. Það var svo einn daginn að Abba frænka var í heimsókn hjá systur sinni, mömmu minni, á Eyrargötunni á Suðureyri, að ég var að horfa út um gluggann þegar ég sá þig koma gangandi eftir götunni og ég garg- aði í ákefð upp yfir mig: „Abba, Abba, pabbi þinn er ekki dáinn“ og hún kom hlaupandi til mín í gluggann og hún sá þig hvar þú komst labbandi eftir götunni. Hún frænka mín hló lengi og var nú ekki lengi að leiðrétta þetta fyrir mér, þú varst jú pabbi hans Ragga, uppáhalds frænda míns, maðurinn hennar. Ég er nú sjálfur orðinn fjöl- skyldufaðir og þú og þín fjölskylda fluttu til Hafnarfjarðar. En mér þykir það leitt að þó svo að fjar- lægðin á milli fjölskyldna okkar hafí styst, að í leiðinni hafí samvera okkar minnkað. En það sem situr hvað þyngst í mér er hvað það var langt síðan að við sáumst síðast, og að ég fái ekki að sjá þig aftur. Ég vildi fá að kveðja þig með þess- um í'áu orðum, elsku Árni minn, og segi að þín er sárt saknað. Ég og fjölskylda mín viljum votta fjölskyldu þinni, Fribbu, Ragnari, Finneyju Rakel, sem og foreldrum þínum og systkinum, okkar dýpstu og innilegustu samúð. Elmar Þór og fjölskylda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.