Morgunblaðið - 06.11.1997, Side 48

Morgunblaðið - 06.11.1997, Side 48
48 FIMMTUDAGUR 6. NÖVEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁLFRÍÐUR ÓLAFS- DÓTTIR + Málfríður Ólafsdóttir fædd- ist í Reykjavík 28. mars 1921. Hún lést á kvennadeild Landspítalans hinn 21. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Reykja- vík miðvikudaginn 29. október. Mig langar til að senda henni systur minni síðbúna kveðju. Fríða var í móðurætt komin af Jófríðarstaðaættinni við Kapla- skjólsveg. Við ólumst upp hvort í sínu umhverfínu, hún með móður- fólki sínu og ég með föður mínum og móður, sem var seinni kona pabba, og föðurömmu og afa. Jón- ína, móðir Fríðu og Inga bróður og pabbi höfðu skilið áður en ég kom til sögunnar. Þegar ég var á bams- aldri vissi ég óljóst að ég átti hálf- systkini, sem ég hafði ekkert kynnst. Þegar ég færði það í tal við pabba eða mömmu eða afa og ömmu var mér sagt að vera ekkert að hugsa um það, ég væri alltof ungur til að að skilja slíkt. Á þeim árum var ekki talað um hjónaskilnaði, þeim var ýtt undir teppið. En ég veiddi þó upp úr Lóu föðursystur minni, sem bjó þá á Sólvallagötu 5a og ég heimsótti iðulega, að pabbi hefði verið giftur áður og fyrri konan hans héti Jónína. Lóa hafði alltaf sterkar taugar til Jófríðarstaðafólks- ins. Heima þýddi ekkert að spytja, þar fengust engin svör. Það var meira að segja svo að þegar fólk sat saman yfir kaffibolla sló iðulega þögn á hópinn þegar ég nálgaðist og ég hélt í bamslegri einfeldni að fólkið hlyti að vera að tala um fyrra hjónaband pabba og hálfsystkini mín, þó það væri að tala um allt aðra hluti sem litlum stráklingi kom ekkert við. Þetta var á stríðsárunum þegar mikið var rætt um leyndar- mál og hemaðarleyndarmál. Móðir mín var norsk og foreldrar mínir áttu mikil samskipti við norska her- menn sem hér vom þá í setuliðinu. Ég varð á þeim tímum sannfærður um að þetta leyndarmál flokkaðist undir hemaðarleyndarmál og mér bæri því að þegja um það, enda aldr- ei rætt á mínu heimili. Þegar árin liðu kom Fríða þó stöku sinnum í heimsókn og ég vissi hver hún var, en hún var tólf ámm eldri en ég og því ósköp fjarlæg, enda kom hún til að heimsækja pabba, en ekki litla bróður. Þannig liðu árin án þess að ég kynntist nokkuð hálfsystkinum mínum eða þeirra fólki að ráði. Það var svo þegar ég var kominn á fullorðinsár og giftur maður að Ingi bróðir okkar giftist Emu Mar- ínósdóttir og haldin var brúðkaups- veisla í Borgamesi þar sem okkur hjónunum var boðið. Við þáðum boðið með hálfum huga, vitandi að þama mundi Jófríðarstaðafólkið einnig vera samankomið, sem ég ekkert þekkti og fannst hálft í hvom ærið leyndardómsfullt af því sem undan var gengið á æskuámnum, en pabbi hvatti okkur til að fara og vera fulltrúar föðurfjölskyldunnar. Mér var hinsvegar tekið sem tínda syninum af þeim öllum og ég gleymi aldrei þegar Jónína faðmaði mig að sér og sagði við mig: „Þú gætir eins vel verið sonur minn.“ Þessi brúð- kaupsveisla og kynnin af Jófríðar- staðafólkinu er sem gimsteinn í minningum mínum og verður ætíð. Því hef ég þennan formála að þarna kynntist ég Fríðu og hennar fólki fyrst. Smátt og smátt urðum við Fríða vinir. Fríða var hörð í lund og bar ekki sorgir sínar né erfiðleika á torg og líktist að því leyti föður okkar, sem var gamall sjómaður og kominn af sjómönnum langt aftur í ættir, en hún átti í harðri lífsbaráttu lengst af ævinnar. Hún kvartaði þó aldrei hvorki á þeim árum er vinátta okk- ar var að þróast eða á seinni árum. Pabbi var stoltur af þessari dótt- ur sinni þó hann hefði ekki mörg orð um það í daglegu tali. Sjómenn flíkuðu ekki tilfinningum sínum, en það skein þó í gegn þegar hún barst í tal. Ekki er mér líka grunlaust um að hann hafi stundum farið og rétt henni hjálparhönd þegar bar- átta hennar var hvað hörðust. Vinátta okkar Fríðu óx með ár- unum og nú síðustu árin áttum við oft trúnaðarsamtöl í síma þar sem við ræddum um fjölskyldur okkar og líf bæði fyrr og nú. Hún var svo stolt af börnunum sínum, þeim Guðrúnu, Óla, Nínu, Einari, Þóri og Jóhannesi og sagði mér í smáatr- iðum hvað þau höfðu fyrir stafni hverju sinni. Það var henni þungur missir er Einar lést svo sviplega. Hann bjó hjá mömmu sinni seinni árin og var henni ómetanleg hjálparhella þegar elli kerling og sjúkdómar fóru að sækja á þessa hörðu og viljasterku konu sem neitaði að láta bugast hvað sem á gekk. Fríða var KR-ingur og var oft tíðrætt um félagið sitt, enda bjó hún lengst af á Meistaravöllum, rétt við KR-völlinn og gat fýlgst með knattspyrnuleikjum þeirra út um gluggann. Það var heldur ekki til að draga úr áhuga hennar og ákafa að barnabarn hennar var þjálfari í yngrí flokkum KR. Að lokum fór svo að ég elskaði þessa systur mína sem ég hafði ekkert kynnst í æsku og fyrir mér var þá svo fjarlæg og dularfull. Ég vona af hjartans einlægni að hvar sem hún Fríða er nú líði henni vel. Hún á það svo sannarlega inni hjá almættinu. Tryggvi bróðir. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA HALLDÓRSDÓTTIR, Gnoðarvogi 14, lést þriðjudaginnnn 4. nóvember. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Ólaffa Kristín Kristófersdóttir. Ástkær amma okkar, systir og langamma, ELÍNBORG JÓNSDÓTTIR, Stangarholti 16, Reykjavík, lést á Landspítalanum laugardaginn 25. október síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Ellý A. Þorsteinsdóttir, Stefán Karl Guðjónsson, Sólrún Margrét Þorsteinsdóttir, Egill Þorsteinsson, Elísa Jónsdóttir, og barnabarnabörn. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMANN ADOLF GUÐMUNDSSON, Sandprýði, Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands þriðjudaginn 4. nóvember. Guðfinnur Guðmannsson, Eyrún Sæmundsdóttir, Fjóla Guðmannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS HÁLFDÁNS ÞORBERGSSONAR, Garðsenda 7, Reykjavik. Sérstakar þakkir til starfafólks deildar A-4 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fyrir einstaka umönnun og hlýju. Sigríður Ebenesersdóttir, RandverJónsson, Valgeir Ómar Jónsson, Guðlaug Traustadóttir, Ebeneser Jónsson, Lára Viðarsdóttir, Guðmundur Páll Jónsson, Berglind Benediktsdóttir, Elísabet Marfa Jónsdóttir, Jens Níelsson og barnabörn. RAGNHEIÐUR SIG URGEIRSDÓTTIR VILHJÁLMUR SIGURÐSSON + Ragnheiður Sigurgeirsdótt- ir fæddist á Eyrarlandi í Eyjafjarðarsveit 5. desember 1927. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 24. október síðastliðinn. Vilhjálm- ur Sigurðsson fæddist á Neðri- Dálksstöðum, Svalbarðsströnd, S-Þingeyjarsýslu, 16. mars 1926. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 16. ágúst 1993. Útför Ragnheiðar fór fram frá Akureyrarkirkju 30. októ- ber. „Það er nú ekki svo mikið fyrir mig, ég er nú að verða sjötug og allir mínir eru sjálfbjarga. Hugsaðu þér ungu mæðumar hér í kring sem em að deyja frá litlu bömunum sínum." Þannig mælti sú sem við kveðjum nú, er hún fékk úrskurð- inn, þann sem við óttumst og kvíð- um. En hún? Þvílík hugprýði! Þeim sem þekktu hana koma þessi orð ekki á óvart. Hún var þeirrar gerðar sem svo fágæt er. Henni hafði hlotnast auðlegð sem fólst í góðum gáfum og göf- ugu hjarta. Hún veitti af gnægta- bmnni kærleikans; setti hagsmuni annarra ofar sínum. Það má segja að hún hafí átt inni hjá lífinu, þótt slík hugsun hafí verið fjarri henni. Hún hét Ragnheiður Sigur- geirsdóttir og var borin og barn- fædd á menningarheimilinu Eyr- arlandi. Hún ólst upp við ástríki og skyldurækni á heimili þar sem bækur, tónlist og vandað málfar var í hávegum haft. Hún var næstelst fjögurra barna sæmdar- hjónanna Sigríðar Einarsdóttur og Sigurgeirs Sigfússonar, sem bjuggu þar myndarbúi frá fyrsta fjórðungi aldarinnar vel fram á þann þriðja. Ragnheiður naut samvista við afa sinn og ömmu, langömmu og frændfólk; fólk sem var auðugt í andanum og hefur eflaust mótað hana. Eyrarland hefur ætíð skipað sérstakan sess í huga hennar og hjarta sem og fólkið hennar sem bjó þar og býr. Ragnheiður nam ung í húsmæð- raskóla og um það leyti kynntist hún mannsefninu sínu, Vilhjálmi Sigurðssyni, bóndasyni frá Sval- barðsströnd. Saman gengu þau æviveginn, eignuðust fjögur börn en urðu að sjá á eftir frumburði sínum, efnilegum dreng, á ferm- ingaraldri. Þá var óbærilegur harmur kveðinn að þeim hjónum og fjölskyldunni allri. Börnin bera foreldrum sínum fagurt vitni, eru heilsteypt og heiðarleg, en þannig var lífsviðhorf Ragnheiðar og Villa; þau sýndu ráðdeild og fyrir- hyggju og flönuðu ekki að neinu. Bamabörnin urðu þeim dýrmæt og var kærleikurinn augljóslega endurgoldinn. Vilhjálmur féll frá 1993. Þar er genginn greindur og góður maður, vinnusamur og söngelskur. Hann var ekki allra, en tryggur vinur vina sinna og traustur fjölskyldu- faðir. Það húmar ótt. Ó, huggun mín. Ég hjálparvana flý til þín. Því ég er einn, og dagur dvín. Ó, Drottinn, vertu hjá mér. (P.S.) Já, presturinn hans hafði búið hann vel undir hina hinstu för og hann var kvaddur á fagran hátt frá Akureyrarkirkju. Og nú er komið að kveðjustund Ragnheiðar: Ég fylgi þér, mitt lífsins Ijós. Mín ljúfa von og hjartans rós. Það breytir sorg í sigurhrós. Og sælu’, ef þú ert hjá mér. (P.S.) Nú eru þau sameinuð á ný og verður Ragnheiður lögð til hvíldar við hlið Villa í kirkjugarði Akur- eyrar, á Höfða. Ég kveð ástkæra föðursystur mína með söknuði og þökk fyrir þann kærleika og þá umhyggju sem hún hefur sýnt mér og fjöl- skyldu minni alla tíð. Ennfremur vil ég þakka henni og þeim báðum þá einstöku umhyggju og liðsinni sem þau veittu hjartfólginni ömmu minni um langt árabil. Megi Guð allrar huggunar vera bömum þeirra og bamabömum nálægur. Guð blessi minningu Ragnheiðar og Vilhjálms og láti sitt eilífa ljós lýsa þeim. Veri þau kært kvödd í eilífri náðinni. Kristín Árnadóttir. ÓLAFUR JÓHANN JÓNSSON + Ólafur Jóhann Jónsson verkstjóri fæddist á Húsa- vík 1. febrúar 1957. Hann lést á Sjúkrahúsi Þingeyinga á Húsavík hinn 5. október síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Húsavíkurkirkju 10. októ- ber. Mig langar til að minnast í fáum orðum Óla frá Norðurhlíð eins og ég kallaði hann alltaf. Ég var svo heppinn að kynnast honum strax á unga aldri, þar sem Lilja systir hans hefur verið mín besta vinkona frá unga aldri. í Norðurhlíð bjuggu systkinin Óli og Lilja með foreldrum sínum þegar ég kynntist þeim. Mér er sérstaklega minnisstætt hvað mik- ið var af fallegum blómum inni sem úti. Garðurinn umhverfis húsið var áhugamál foreldra hans og unnu þau samhent og gerðu hann falleg- an. Móðir Óla var mikil hannyrða- kona og faðir hans laghentur mað- ur. Börnin lærðu snemma að ganga vel um heimili sitt og hefur það fylgt Óla æ síðan þegar hann fór sjálfur að búa, að hafa snyrti- mennskuna í fyrirrúmi. Oft fór ég með Lilju systur hans heim í Norð- urhlíð eftir að skóla lauk á daginn. Þá voru konur heimavinnandi hús- mæður og sinntu börnum og búi. í mörg hom var að líta, það þurfti til dæmis að baka allt brauð heima. Þá þekktist ekki að fara út í búð eftir brauði eða kexpakka. Kaffí- borðið var hlaðið gómsætu brauði. Við eldhúsborðið sátum við oft saman Óli, Lilja systir, Ævar Áka frændi þinn og ég. Þið frændur voruð ávallt léttir í lund, sögðuð okkur skemmtilegar sögur og reyttuð af ykkur brandara, svo við vinkonurnar skríktum af hlátri. Fleiri sögur mætti neftia af Óla og íjölskyldu hans í Norðurhlíð, en þessi litla æskuminning leitaði á huga minn er ég frétti af andláti Óla. Elsku Óli, bestu þakkir fyrir skemmtilegar stundir á æskuheim- ilinu á árum áður. Þú varst sann- kallaður gleðigjafí og hrókur alls fagnaðar. Elsku Kidda og drengimir, Lilja vinkona og aðrir aðstandendur. Guð gefí ykkur styrk í sorg ykkar. Ásdís Kjartansdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.