Morgunblaðið - 06.11.1997, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.11.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997 51 I I 1 I ( I ( ( 4 ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( FRETTIR Verslun með vörur frá Pakistan BRIDS Umsjón Arnór G. R a £ n a r s s o n Bridsfélag Suðurnesja GÍSLI Torfason, Pétur Júlíusson og Jóhannes Sigurðsson sigruðu í hausttvímenningnum, sem lauk sl. mánudagskvöld en þeir spiluðu 3 í pari. Spilað var í 4 kvöld og hæsta skor í 3 kvöld réð úrslitum til verð- launa í mótinu. Þeir félagarnir spil- uðu aðeins í þijú kvöld og skoruðu vel öll kvöldin og fengu 62,60% meðalskor. Garðar Garðarsson og Bjarni Kristjánsson urðu í öðru sæti með 61,89% skor en mistök urðu í útreikningi 3ja kvöldsins sem ollu því að skor þeirra lækkaði. Arnór Ragnarsson og Karl Hermannsson urðu í þriðja sæti með 60,12% skor en þeir skoruðu grimmt (65,48%) í síðustu umferðinni en áttu þó aldrei möguleika eftir slaka byijun fyrstu kvöldin. Gunnlaugur Sævarsson, Ragnar Öm Jónsson og íþrótta- kempan Sigurður Steindórsson urðu í 4. sæti með 55,76% og Óli Þór Kjartansson og Kjartan Ólason fimmtu með 55,5% skor. Hæsta skor í N/S síðasta spila- kvöld: Óli Þór Kjartansson - Kjartan Ólason 191 Gísli R. ísleifss. - Sigurður Siguijóns. 180 ÞrösturÞorláksson - Einar Júlíusson 179 Hæsta skor í A/V: Karl Hermannsson - Amór Ragnarsson 220 Gunnl. Sævarsson - RagnarÖm Jónsson 190 Sigfús Ingvason - Helgi Guðleifsson 185 Nk. mánudagskvöld hefst aðal- sveitakeppni vetrarins. Spilað er í Mána, félagsheimili hestamanna og bridsfélaganna á Suðurnesjum við Sandgerðisveg og hefst keppnin klukkan 19.45. Bridsfélag SÁÁ SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 2. nóv- ember 1997 var spilaður eins kvölds Mitchell-tvímenningur. 10 pör spil- uðu 5 umferðir, 5 spil á milli para. Meðalskor var 100 og efstu pör urðu þessi: NS Jóhann Mapússon - Kristinn Karlsson 122 FriðrikSteingrímsson-BjömBjömsson 96 AV JónH.Hilmarsson-GuðbjömÞórðarson 123 Þorleifur Þórarinsson - Rúnar Hauksson 113 Keppnisstjóri var að venju Matt- hías Þorvaldsson og verður haldið áfram með eins kvölds tvímennings- keppnir. Keppt er um verðlauna- gripi á hveiju sunnudagskvöldi og afhending verðlauna fer fram með formlegum hætti að lokinni spila- mennsku. Félagið vill hvetja sem flesta til að mæta,_spilað er í hús- næði Úlfaldans, Ármúla 40, og hefst spilamennska stundvíslega klukkan 19.30. Stórmót Bridsfélagsins Munins og Samvinnuferða-Landsýnar STÓRMÓT Bridsfélagsins Munins í Sandgerði og Samvinnuferða- Landsýnar fer fram laugardaginn 15. nóvember nk. í húsi félagsins við Sandgerðisveg. Heildarverðlaun verða 166 þús- und krónur. Fyrstu verðlaun eru 70 þúsund kr., önnur verðlaun 50 þúsund, þriðju verðlaun S/L-vinn- ingur að verðmæti 30 þúsund, 10 þúsund krónur eru fyrir 4. sætið og 6 þúsund kr. fyrir 5. sætið. Auk þess er boðið upp á léttar veitingar í mótslok. Keppnisgjald er 6000 krónur á parið. Bridsfélag Hafnarfjarðar MÁNUDAGINN 3. nóvember var þriðja spilakvöld í aðaltvímenningi félagsins, A. Hansen mótinu. Úrslit kvöldsins urðu þessi: Guðm. Magnúss. - Ólafur Þ. Jóhannss. 93 Bjami Ó. Sigursveinss. - Njáll G. Sigurðss. 66 Björn Bjömsson - Friðrik Steingrímsson 62 Þorsteinn Kristmundss. - Ársæll Vigniss. 24 Aðaltvímenningnum lýkur næsta mánudagskvöld 10. nóvember, en þá verða spilaðar 5 umferðir. Móti.ð er ennþá galopið á alla kanta þótt tvö pör hafi tekið nokkra forystu og ennþá getur allt gerst. Staða efstu para að loknum 16 umferðum er þessi: Guðm. Magnúss. - Ólafur Þ. Jóhannss. 125 Ómar Olgeirsson - Matthías Páll Imsland 94 Hulda Hjáimarsdóttir - Halldór Þórólfsson 54 Guðni Ingvarsson - Erla Siguijónsdóttir 52 Guðbr. Sigurbergss. - Friðþjófur Einarss. 49 Ásgeir Ásbjömsson - Dröfn Guðmundsd. 46 Spilarar eru svo minntir á að nú er orðið tímabært að fara að huga að myndun sveita fyrir aðalsveita- keppnina, sem hefst 17. nóvember. OPNUÐ hefur verið ný verslun í Ármúla 23 í Reykjavík, Kar- atchi, sem rekin er af Ester Sveinbjarnardóttur og Ásdísi Frímannsdóttur. Þar er boðið upp á handunn- ar vörur frá Pakistan, svo sem Félagsfund- ur Samtaka lungna- sjúklinga NÆSTI félagsfundur Samtaka lungnasjúklinga verður haldinn í dag, fimmtudag, í safnaðarheimili Hallgrímskirkju í Reykjavík kl. 20.30.. Á fundinum mun Þorsteinn Blöndal, yfirlæknir á Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkur halda fyrirlest- ur sem hann nefnir Nýtt og gam- alt um íslenskar og kínverskar lækningar. Félagsfundurinn er öll- um opinn jafnt félagsmönnum sem velunnurum Samtakanna. Markmið Samtakanna er að vinna að velferðar- og hagsmuna- málum lungnasjúklinga. Fræðsla er einnig ofarlega á dagskrá. Er borðstofuhúsgögn, sófasett, svefnherbergissett, kasmírull- argólfteppi, bastsófasett, Ieður- jakka, frakka og belti, pelsa, silkisatínrúmföt og gjafavörur úr tré, látúni og marmara, að því er segir í fréttatilkynningu. þessi fyrirlestur í röð fræðslufyrir- lestra og eru 3 aðrir fyrirhugaðir eftir áramót. Markmiðum sínum hyggjast samtökin ná með því m.a. að halda uppi öflugu félagsstarfi og efla þannig samkennd lungna- sjúklinga og aðstandenda þeirra, byggja upp forvarnir hvers konar, efla rannsóknir og koma upp öflugri fræðslu- og upplýsingamiðl- un. Matreiðslu- námskeið í jurtaréttum MATREIÐSLUNÁMSKEIÐ í jurta- réttum verður haldið í Suðurhlíða- skóla, Suðurhlíð 36 í Reykjavík dagana 9., 10., 11. og 12. nóvem- ber. Námskeiðin hefjast kl.19.45 hvert kvöld. Leiðbeinandi er Gabrí- elle Calderara, næringarfræðingur við sjúkrahús/heilsustofnun skammt frá Genf í Sviss. Hún er virkur meðlimur í félagi Banda- rískra næringarfræðinga og fylgist vel með nýjustu rannsóknum í nær- ingarfræði. Gabríelle, sem er frönsk að uppruna, hefur haldið fjölda fyr- irlestra um Evrópu og haldið fjölda matreiðslunámskeiða, segir í frétta- tilkynningu. Námskeiðin byggjast þannig upp að fyrst verður stuttur fyrirlestur, síðan sýnikennsla í matreiðslu og að lokum munu þátttakendur fá að bragða hina ýmsu jurtarétti og fá í hendur uppskriftir og fleira. í fyr- irlestri sínum mun Gabrielle fjalla um mikilvægi hinna mismunandi fæðuhópa og hvernig hægt sé að tryggja næringarlegt jafnvægi með fæðu úr jurtaríkinu. Einnig mun hún leitast við að svara spumingum eins og „Skiptir mataræði miklu máli varðandi hina ýmsu menning- arsjúkdóma svo sem beinþynningu, krabbamein og hjarta- og æðasjúk- dóma“? Öll námskeiðin verða þýdd á ís- lensku. Fundur um sorg og sorgarvinnu FUNDUR um sorg og sorgarvið- brögð verður í safnaðarheimili Langholtskirkju fimmtudaginn 6. nóvember kl. 20.30. Þessi fundur er samstarfsverk- efni Langholts- og Laugamessókna en er öllum opinn. Þar mun sr. Jón Dalbú Hróbjartsson fjalla um sorg- ina og úrvinnslu hennar en einnig munu sr. Jón Helgi Þórarinsson og Svala Sigríður Thomson, djákni, taka til máls. Þeim sem áhuga hafa verður síðan boðið upp á að taka þátt í 8-10 tíma námskeiði um sorg og sorgarviðbrögð sem hefst innan skamms, en þar verður farið yfir bók sr. Karls Sigurbjöms- sonar Til þín sem átt um sárt að binda. Allir eru velkomnir á þennan fund en nánari upplýsingar eru veittar í Laugarneskirkju og Lang- holtskirkju. AUGLYSINGA Er alnæmi úr sögunni? Námstefna um alnæmi verður haldin á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, föstudaginn 7. nóvem- ber kl. 13.15.-17.00. Námstefnan er haldin í samvinnu Alnæmis- samtakanna, Rauða kross íslands og Þjóðkirkj- unnar. Dagskrá: Dr. Haraldur Briem: Baráttan við alnæmi stendur enn Percy Benedikt Stefánsson: Vondur draumur eða veruleiki. Frá sjónar- hóli aðstandanda Sigurlaug Hauksdóttir félagsráðgjafi: Lítil rannsókn á aðstæðum alnæmissjúkra Séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir: Alnæmi og innri kreppa Rannveig Pálsdóttir læknir: Hvert er markmið forvarna? Fyrirlesarar svara spurningum úr sal. Námstefnustjóri: Elísabet Þorgeirsdóttir ritstjóri. Námstefnugjald er 500 kr. - kaffi og meðlæti innifalið. Allir velkomnir! Aðaffundur Hesta- mannafélagsins Fáks Aðalfundur Hestamannafélagsins Fáks verður haldinn í Félagsheimili Fáks að Víðivöllum miðvikudaginn 12. nóvember kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og lagabreytingar. Fáksfélagar, mætum allir. Stjórnin. Ferðaþjónusta á Suðurlandi Aðalfundur — afmælishátíð — uppskeruhátíð • Aðalfundur Ferðamálasamtaka Suðurlands verður haldinn á Hótel Geysi föstudaginn 14. nóvember 1997 kl. 10.00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar og önnur mál. • Lagt verður af stað í óvissuferð í tilefni fimmtán ára afmælis samtakanna kl. 14.00 frá Hótel Geysi. • Um kvöldið verður haldin uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Suðurlandi og hefst borðhald kl. 19.30. • Nánari upplýsingar veitir Jóhanna í síma 487 4840, Ásborg í síma 486 8810 og Svanur í síma 482 3440. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftítöldum fasteignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Breiðstaðir, Skarðshreppi, þingl. eigandi Benedikt Agnarsson, eftir kröfu Stofnlánadeildar landbúnaðarins, miðvikudaginn 12. nóvember 1997, kl. 11.00. Skagfirðingabraut 37, n.h., Sauðárkróki, þingl. eigandi Kristján Alex- andersson, eftir kröfu Samvinnusjóðs islands og Byggingarsjóðs rikisins, miðvikudaginn 12. nóvember 1997, kl. 13.30. Suðurgata 22, Sauðárkróki, þingl. eigandi Sigurður Kárason, eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Guðbjargar K. Jónsdóttur og Tollstjórans í Reykjavík, miðvikudaginn 12. nóvember 1997, kl. 14.00. Öldustígur 7, e.h. og bílskúr, Sauðárkróki, þingl. eigendur Jón B. Sigvaldason og Guðrún Stefánsdóttir, miðvikudaginn 12. nóvember 1997, kl. 13.15. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 6. nóvember 1997. Nauðungarsölur Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, fimmtudaginn 13. nóvember 1997 kl. 14.00 á eftirtöldum eignum: Bjarnargil, Fljótahreppi, þingl. eigandi Trausti Sveinsson, gerðarbeið- endur Fljótahreppur, Islansbanki hf., Vátryggingafélag íslands hf„ Ríkisútvarpið og Byggingarsjóður rfkisins. Hof, Hofshreppi, þingl. eigendur Jóhann Þór Friðgeirsson og Elsa Stefánsdóttir, gerðarbeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins. Sölvanes, Lýtingsstaðahreppi, þingl. eigendur Magnús Óskarsson og Elín Sigurðardóttir, gerðarbeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 4. nóvember 1997. HÚSNÆÐI OSKAST r Abyrg hjón í góðum stöðum meö tvö börn á menntaskólaaldri, óska eftir stórri íbúö, raöhúsi eða einbýli til leigu sem allra fyrst. Öruggar greiðslur. Upplýsingar í síma 567 3815 — 897 2221 eða tilboð beristtil afgreiðslu Mbl. fyrir 11. nóv. nk., merkt: „Ábyrg — 16822". Sm S. Eitt blað fyrir alla! - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.