Morgunblaðið - 06.11.1997, Side 68
AS/400
Mikið úrvai
viðskiptahugbúnaðar
Fyrstir meö
. ".....▼
Pe ntl «ji rri 11
HP Vectra PC
Tfw1 hewlett
m^tíM PACKARD
Sjáöu meira á www.hp.is
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Kúamjólk
gæti unnið
gegn syk-
ursýki
TALIÐ er mögulegt að sam-
setning á íslenskri kúamjólk geti
verið skýring á því að nýgengi
insúlínháðrar sykursýki í börn-
um og unglingum sé mun lægra
hérlendis en á hinum Norður-
löndunum. Arni V. Þórsson
læknir segir að rannsóknir
nýsjálensks sérfræðings á
próteinþáttum í kúamjólk bendi
til þessa.
Islenska kúakynið hefur
minna af beta-kasein A1 próteini
en það prótein getur skemmt
frumur í brisi sem mynda insúl-
ín. Inga Þórsdóttir næringar-
fræðingur segir að til að skýra
mun á nýgengi sykursýki milli
landa hafi erfðir og sýkingar ver-
ið rannsakaðar en einnig matar-
æði. Ami Þórsson leggur áherslu
á að ekki sé hægt að fullyrða
frekar um málið, frekari rann-
sóknir verði að fara fram.
Nýgengi insúlínháðrar sykur-
sýki meðal barna á Islandi, þ.e.
fjöldi nýgreindra á ári af hverj-
um 100 þúsund er 10, í Finnlandi
er það 40, tæplega 30 í Svíþjóð
og um 23 í Danmörku og Noregi.
■ Dregur íslensk/4
Morgunblaðið/Ömar Öskarsson
Veiðiköttur á villigötum
HEIMILISKOTTUR í veiðihug brá
sér í kirkjugarðinn við Suðurgötu,
þar sem spörfuglar eru fleiri en tölu
verður á komið. Veiðivonin teymdi
kisa á eftir bráð sinni fjóra metra
upp í tré. Þá snerist stríðsgæfan
honum í óhag. Fuglinn nýtti yfir-
burði sína í stöðunni og flaug burt.
Ný reglugerð um hitastig kranavatns
Blandara inn
á hvert heimili
SAMKVÆMT nýrri bygginga-
reglugerð, sem tekur gildi um
næstu áramót, má kranavatn á
heimilum ekki vera heitara en 65
gráður. Þetta er í samræmi við
EES reglur. Kranavatnið á höfuð-
borgarsvæðinu er núna allt upp í 80
gráðu heitt. Til þess að lækka hita-
stig kranavatnsins þarf að setja
blandara við inntaksrörin og það
hefur í fór með sér kostnað upp á
um 20 þúsund krónur fyrir hvert
heimili.
„Það þekkist hvergi í hinum iðn-
þróaða heimi að leyfilegt sé að hafa
svo heitt kranavatn sem hér er. 55-
65 gráðu heitt vatn er algengast í
Evrópu en það er allt upp í 80 gráð-
ur hér, t.d. í Hlíðahverfinu. I nýrri
byggingareglugerð sem tekur gildi
um áramótin kemur fram að krana-
vatn má ekki vera heitara en 65
gráður,“ sagði Sigurður Grétar
Guðmundsson framkvæmdastjóri
Félags pípulagningarmeistara.
Hann segir einnig aðkallandi að
notkun á galvaniseruðum stálpípum
og tengjum í neysluvatnslagnir
verði hætt. Dæmi séu um að stál-
pípur hafi ryðgað og skemmst á
fimm árum vegna þess hve súrefnis-
ríkt kalda vatnið sé.
„Þar sem það liggur fyrir að
krafa verður gerð um lækkun á
hitastigi heita kranavatnsins verður
ekki um aðra kosti að velja en að
setja upp millihitara á hvert heimili
og hita upp kalt vatn eða blanda
köldu vatni inn í hitaveituvatnið. Þá
erum við komin með sama ryð-
vandamál inn í heitavatnslögnina.
Það sem vakir aðallega fyrir okkur
núna er að hætta notkun galvan-
iseraðra stálpípa-1 í ný hús,“ segir
Sigurður Grétar.
Hefur Félag pípulagningar-
manna skorað á byggingayfirvöld í
sveitarfélögum á höfuðborgarsvæð-
inu að hætta með öllu notkun á gal-
vaniseruðum stálpípum.
Framlegð ÚA hefur tvö-
faldast á þremur mánuðum
FRAMLEGÐ bolfiskvinnslu Ut-
gerðarfélags Akureyringa til af-
skrifta og fjármagnskostnaðar hef-
ur tvöfaldast frá 5. ágúst síðastliðn-
um, eða á þeim tíma sem liðinn er
frá því að ný flæðilína var tekin í
notkun og gerður reynslusamning-
ur við starfsmenn um breytt vinnu-
tímafyrirkomulag og endurskoðun
bónuskerfis. Guðbrandur Sigurðs-
son, forstjóri UA, segist telja að
fyrirtækið hafi nú náð helmingi af
þeim árangri sem mögulegt sé að
ná vegna nýju flæðilínunnar.
Með framlegð er átt við þær
tekjur sem eru afgangs þegar
breytilegur kostnaður fyrirtækja
hefur verið greiddur. Afgangurinn,
framlegðin, getur því mætt föstum
kostnaði á borð við fjármagns-
kostnað og afskriftir.
I kjölfar UA hafa tvö önnur fyr-
Viðræður Vinnslustöðvar og starfs-
manna um breytt vinnutímafyrir-
komulag og bónuskerfi hófust í gær
irtæki, Útgerðarfélag Dalvíkinga
og Isfélag Vestmannaeyja, gert
samninga við starfsfólk um breytt
vinnutímafyrirkomulag. I gær
hófust viðræður Vinnslustöðvar-
innar hf. við verkalýðsfélög og full-
trúa starfsmanna í bolfiskvinnslu í
Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn
um breytingar á vinnutímafyrir-
komulagi og bónuskerfi í fyrirtæk-
inu.
Einhæfni
Jón Kjartansson, formaður
Verkalýðsfélags Vestmannaeyja,
sagði í gær að samningsaðilar hefðu
sammælst um að gefa ekki upplýs-
ingar um viðræðumar. Ljóst væri
að framhald yrði á fundahöldum.
Það kom fram hjá viðmælendum
blaðamanns úr hópi verkafólks að
þeir sem reynt hafa teldu helsta
ókost hins breytta vinnslufyrir-
komulags og breytinga á bónuskerfi
vera þann að störfin verði einhæfari
og fólk fái ekki í sama mæli og áður
að flytja sig milli vinnustöðva og
verkefna.
Meðaltalsfrystihúsið er nú rekið
með 10% halla en frystitogarar á
núlli, samkvæmt tölum Þjóðhags-
stofnunar. Hlutfall hráefnisverðs af
tekjum bolfiskvinnslunnar er nú
57-58% að meðaltali en Arnar segir
að það megi helst ekki fara yfir
50%. Minna framboð á afla og verri
samkeppnisstaða gagnvart frysti-
togurum veldur m.a. háu hráefnis-
hlutfalli. „Það, sem er erfiðara í
landi, er að á frystitogara eru hrá-
efni og laun ákveðið hlutfall af
kostnaði. Þótt varan lækki og þótt
gengið lækki er hlutfallið alltaf það
sama,“ segir Guðbrandur Sigurðs-
son, forstjóri ÚA. „Ef maður lítur á
launakostnað í frystitogurunum og
leggur hins vegar saman launa-
kostnað hjá ísfisktogara og land-
verkafólki kemur í ljós að sam-
settur launakostnaður er miklu
hærri; munurinn er um 10%,“ segir
Arnar Sigurmundsson.
■ Staða bolfiskvinnslunnar/34
Gert að endurgreiða
ly fj aeftirlitsgj ald
HERAÐSDOMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær ríkissjóð til að endur-
greiða Jóni Þórðarsyni, apótekara í
Hveragerðis Apóteki, 130 þúsund
kr. vegna lyfjaeftirlitsgjalds sem
hann var krafínn um sumarið 1996.
Apótekarinn greiddi gjaldið en
krafðist endurgreiðslu þar sem
hann taldi ekki rétt og löglega stað-
ið að ákvörðun upphæðar þess.
18,9 m.kr. inn-
heimtar í fyrra
Með reglugerð sem sett var árið
1996 með stoð í lyfjalögum frá 1994
var lagt lyfjaeftirlitsgjald á apótek.
Þeim var skipt í 6 flokka og gert að
greiða 130.000-360.000 krónur ár-
lega. Fram kemur í dóminum að
innheimt eftirlits-, leyfis- og skrán-
ingargjöld hafí þá numið um 18,9
milljónum króna en kostnaður
vegna þeirra 19,1 m.kr.
Sigríður Ingvarsdóttir héraðs-
dómari hafnaði þeim sjónarmiðum
apótekarans að gjaldið væri skattur
í skilningi stjórnarskrárinnar og
skattlagningarheimildin væri ófull-
nægjandi. Dómarinn taldi að um
þjónustugjald væri að ræða og féllst
á að raunverulegar forsendur við
ákvörðun fjárhæðarinnar væru
óljósar. Reglugerð um gjaldið upp-
fyllti ekki þau skilyrði sem verði að
gera um að slíkar ákvarðanir séu
skýrar og glöggar.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Sigmenn
framtíðar
FIMMTÁN strákar úr efstu bekkj-
um grunnskólans í Vík, sem eru fé-
lagar í TURKÍS, félagsskap táninga
innan Ungmennasamtaka Rauða
kross Islands, fóru í ferð út í óviss-
una.
Þeir vissu ekki hvað beið þeirra
en þrír félagar úr slysavarnasveit-
inni Víkverja í Vík fóru með þá að
eyðibýlinu Bólstað í Mýrdal og þiir
var þeim kennt að síga í björg.
Fyrst var sigið niður bratta brekku
þar sem þeir fengu tilfiimingu fyrir
því að sitja í sigbelti og síga en svo
gerðust brekkurnar brattari þar til
farið var niður þverhnípi.
Bæði unglingar og björgunar-
sveitarmenn voru ánægðir með
daginn, sem lauk i pizzuveislu i
Víkurskála.