Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Islenzkir ráðherrar um skipti á veiðiheimildum við Norðmenn
Skipti koma til greina
en þó ekki eingöngn
RAÐHERRAR í ríkisstjóm Islands segja að til
greina komi að gagnkvæm skipti á veiðiheimild-
um við Noreg verði hluti af lausn Smugudeilunn-
ar. Hins vegar komi ekki til greina að eingöngu
verði um veiðiheimildaskipti að ræða. Peter
Angelsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, sagði í
viðtali við Morgunblaðið í gær að samningar við
íslendinga um lausn Smugudeilunnar yrðu að
snúast um gagnkvæman kvóta.
Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að aðal-
atriðið í samningum við Noreg sé að Island telji
sig eiga rétt á veiðum í Smugunni. „Við höfum
sýnt að við getum veitt 30 til 40 þúsund tonn á
ári að meðaltali, þótt það geti verið minna eða
meira frá ári til árs. Við erum tilbúnir að draga
úr þessum veiðum og það er gjaldið, sem við
borgum fyrir að fá fastan kvóta. Síðan höfum
við sagt að slíkur grundvallarkvóti geti verið
bundinn ástandi stofna, þannig að fari þeir vax-
andi eða minnkandi hafi það áhrif á veiðar okk-
ar eins og annarra. Til þrautavara höfum við
nefnt að til gæti komið að við hefðum áhuga á
einhverjum skiptum að einhveiju leyti. En það
yrði aldrei eingöngu,“ segir Davíð.
Hann segir að Angelsen virðist gera ráð fyrir
að gegn því að íslendingar minnki veiðar á al-
þjóðlegu hafsvæði fái Norðmenn veiðiheimildir
innan íslenzkrar lögsögu.
Davíð segir að Kjell Magne Bondevik, forsæt-
isráðherra Noregs, hafí á fundi þeirra í fyrradag
lýst vilja sínum til að leysa Smugudeiluna. „Þótt
ekki sé hægt að gefa sér að það sé meiri vilji
en áður, er munurinn sá að norsk stjómvöld
burðast ekki með mjög harðorðar yfirlýsingar
eins og fyrri stjórn gerði, sem kallaði okkur inn-
brotsþjófa og ræningja. Það er ekki vinsælt að
eiga að semja við þessa sömu innbrotsþjófa og
ræningja," segir forsætisráðherra.
Lausn ekki fólgin í gagnkvæmum skiptum
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segir
að íslenzk stjórnvöld hafi litið svo á að samning-
ar hlytu aðallega að snúast um úthafsveiðikvóta
í Smugunni. „Lausn á deilunni um veiðar í
Smugunni getur f sjálfu sér ekki verið fólgin í
gagnkvæmum skiptum á veiðiheimildum," segir
Þorsteinn. „Við höfum hins vegar alltaf sagt að
ef Norðmenn hafi áhuga á því, hljóti það að
snúast um rétt til veiða innan þeirrar lögsögu.
Ef einhver hluti af því, sem um semst, yrði veitt
innan norskrar lögsögu, hefur ekki verið útilok-
að af okkar hálfu að til einhverrar gagnkvæmni
gæti komið. Hins vegar er mjög þröngt svigrúm
í þeim efnum og t.d. útilokað að Norðmenn
gætu fengið þorskveiðiheimildir."
Þorsteinn segist hafa rætt lengi við Angelsen
á fundi þeirra í Helsinki fyrr í vikunni og hafi
þeir farið yfir allt svið samskipta íslands og
Noregs í sjávarútvegsmálum. Þorsteinn segir
þetta samtal hafa verið á jákvæðum nótum, en
hann hafi þó ekki orðið var við mikinn áhuga á
samningum.
Hafa gert kröfur um línuveiðar, rækju-
og loðnukvóta
Norðmenn hafa áður sett fram kröfur um
gagnkvæm skipti á veiðiheimildum í samninga-
viðræðum um Smuguveiðarnar. Þegar upp úr
viðræðum slitnaði í júní í fyrra höfðu Norðmenn
og Rússar boðið 13.000 tonna þorskkvóta. Af
honum átti að veiða 4.000 tonn í rússneskri lög-
sögu, gegn því að Rússar fengju að veiða loðnu
innan íslenzku lögsögunnar. Norðmenn lögðu
þá til að hluti af kvóta íslands í Smugunni færð-
ist inn í lögsögu Noregs og á móti fengju Norð-
menn veiðiheimildir í íslenzkri lögsögu. Var
rætt um rækju á Dohrnbanka, línuveiðar fyrir
Suðurlandi og rýmri heimildir til loðnuveiða.
Nýjar til-
lögnr um
mjólkur-
framleiðslu
SJÖMANNANEFND hefur
skilað tillögum til landbúnað-
arráðherra um breytingar á því
umhverfi sem mjólkurfram-
leiðslan býr við. Ráðherra mun
kynna tillögurnar á ríkisstjórn-
arfundi í dag og síðan á blaða-
mannafundi.
Tillögurnar verða í framhald-
inu lagðar fyrir samningamenn
ríkisins og bænda, sem vinna
að gerð nýs búvörusamnings
fyrir mjólkurframleiðslu, en
núverandi samningurinn rennur
út 31. ágúst 1998. Viðræðum
um samninginn hefur miðað
hægt áfram í haust, fyrst og
fremst vegna þess að beðið
hefur verið eftir tillögum Sjö-
mannanefndar.
í Sjömannanefnd sitja full-
trúar frá Bændasamtökunum,
VSÍ, Vinnumálasambandinu,
BSRB og landbúnaðarráðu-
neytinu. ASÍ dró sinn fulltrúa
út úr nefndinni í fyrravetur.
Formaður nefndarinnar er Guð-
mundur Sigþórsson, skrifstofu-
stjóri í landbúnaðarráðuneyt-
inu.
Morgunblaðið/Björn Blöndal
tóbaksvarnanefnd. Við kynn-
inguna voru þrír nemendur
grunnskólans í Garði, þeir
Sveinn Ö. Steinarsson í 10.
bekk, Edvin Jónsson í 10. bekk
og Jón Berg Reynisson úr 9.
bekk, málaðir til að leggja
áherslu á skaðsemi reykinga,
en 9. bekkur skólans hefur nú
verið reyklaus í tvö ár.
Kjörinn
prestur í
Skálholti
SÉRA Egill Hallgrímsson, sóknar-
prestur í Skagastrandarprestakalli,
var í gær kjörinn næsti prestur í
Skálholtsprestakalli. Hlaut hann
helming greiddra atkvæða á kjör-
mannafundi í Skálholti í gær og
því lögmæta kosningu.
Séra Sváfnir Sveinbjarnarson,
prófastur í Rangárvallaprófasts-
dæmi, stýrði kjörinu, þar sem frá-
farandi Skálholtsprestur, séra Guð-
mundur Óli Ólafsson, er prófastur
í Arnesprófastsdæmi og taldi hann
eðlilegra að kalla til nágrannapróf-
ast.
Aðrir umsækjendur voru séra
Axel Árnason í Stóra-Núpspresta-
kalli, séra Baldur Kristjánsson bisk-
upsritari og séra Hörður Þ. Ás-
björnsson.
SVEITARSTJÓRN Gerða-
hrepps kynnti í gær átak sem
miðar að því að hreppurinn
verði orðinn reyklaus árið 2001.
Markmiðið er að samstaða um
að ná þessum árangri takist
með félagasamtökum, fyrir-
tækjum og öllum íbúum sveitar-
félagsins og verður leitað til
þessara aðila á næstunni, en
Garðurinn
reyklaus
árið 2001
unnið hefur verið að undirbún-
ingi átaksins í samvinnu við
Baráttumál Islendinga í samningum um
takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda
U mh ver fisráð-
herra bjartsýnn
á framgang mála
GUÐMUNDUR Bjarnason um-
hverfisráðherra segist vera nokk-
uð bjartsýnn á að sum af þeim
atriðum sem íslendingar hafa
verið að beijast fyrir í samninga-
viðræðum um aðgerðir til að
draga úr gróðurhúsaáhrifum nái
fram að ganga. í samtali við
Morgunblaðið nefndi hann að
þetta ætti t.d. við um að tekið
yrði tillit til mismunandi afstaðna
ríkja til að takast á við ákvæði
væntanlegs samnings og að viður-
kenna bindingu gróðurhúsaloft-
tegunda með gróðri.
„Við erum að taka þátt í samn-
ingaviðræðum og það verður auð-
vitað að koma í ljós hvernig þeir
samningar enda og hvort þeir
verða viðunandi fyrir okkur. Sá
endanlegi fundur er um miðjan
desember í Kyoto í Japan, og
þegar þetta liggur fyrir held ég
að fjölmargar ríkisstjórnir verði
að skoða það og gera upp við sig
hvort þær telja mögulegt að taka
þátt í því ferli sem þar verður
lagt upp með. Sumir hafa auðvit-
að ennþá efasemdir um að þetta
takist, en ég geri mér miklar von-
ir um það og finn ég að það er
mikill þrýstingur á það af hálfu
t.d. Evrópusambandsins og ann-
arra í þessu samningaferli,“ sagði
Guðmundur.
Ríkisstjórnin unnið
sameiginlega að málinu
Hann sagði að ríkisstjórnin
hefði öll unnið sameiginlega að
þessu samningaferli. Umhverfis-
ráðuneytið hefði stjórnað því og
fulltrúar allra ráðuneyta hefðu
átt aðild að því.
„Þannig að það vita allir ná-
kvæmlega hver staðan er og
hvernig þetta hefur gengið fyrir
sig. Við höfum verið að glíma
þarna við nokkur mál sem eru
okkur erfið og hefur ríkisstjórnin
í heild sinni lagt áherslu á það
að við ættum að vera aðilar að
samningum og legg ég mikla
áherslu á að okkur takist að und-
irrita hann ásamt með öðrum
þjóðum.
En ég hef líka auðvitað alltaf
haft þann fyrirvara að við getum
auðvitað ekki sagt um það endan-
lega fyrr en við bæði sjáum hvern-
ig okkar málum reiðir af og síðan
hver verður hin endanlega niður-
staða þessara samninga áður en
við getum gefið út um það fyrir
fram tilskipun um að við getum
staðið við það sem þar verður
lagt til,“ sagði Guðmundur.
Umræða um málið á Alþingi
næstkomandi mánudag
Hjörleifur Guttormsson, þing-
maður Alþýðubandalags, hélt því
fram á Álþingi í gær að túlka
mætti ummæli Davíðs Oddssonar
forsætisráðherra í fjölmiðlum um
Kyoto-ráðstefnuna svo að óvissa
væri um hvort íslendingar yrðu
aðilar að ályktunum ráðstefnunn-
ar.
Hélt Hjörleifur því fram að hér
væri um stórtíðindi að ræða, af
þessum ummælum mætti ráða að
orðið hefði kúvending á afstöðu
íslenskra stjórnvalda til málsins.
Hjörleifur krafðist þess að
málið yrði rætt á Alþingi og ósk-
aði eftir umræðu utan dagskrár
um málið í gær. Því var hafnað,
að hans sögn þar sem forsætis-
ráðherra gaf ekki kost á því í gær.
Davíð sagði að umræða færi
fram næstkomandi mánudag um
skýrslu um framgang viðræðna
sem eru undanfari Kyoto-ráð-
stefnunnar. Sagði hann að farið
yrði ítarlega yfir þessi mál við
þá umræðu en tjáði sig ekki efnis-
lega um málið.
<
.
<
i
i
i
í
,
*
C
C
«
c
V
c.
V
B
t
i