Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 27
Nýjar bækur
• / NÆRVERU sálar - Einar
Hjörleifsson Kvaran, maðurinn
og skáldið er
eftir Gils Guð-
mundsson.
í bók þessari
rekur Gils Guð-
mundsson ævi-
feril Einars Hjör-
leifssonar Kvar-
ans (1859-
1938). Greinter
frá ritstjórnar-
ferli hans vestan
hafs og austan
og sögð þróunar-
saga hans sem
rithöfundar,
hvernig hann
náði miklum ár-
angri sem ljóð-
skáld, leikrita-
skáld og skáld-
sagnahöfundur.
Rakin eru af-
skipti Einars af
sálarrannsóknum, þar sem hann var
frumkvöðull og stóð í fylkingar-
bijósti um áratugi, allt til dánardæg-
urs. Því er hér lýst hvernig Einar
varð er leið á ævina vinsælasta skáld
þjóðarinnar og lék sér að því að fylla
stærstu samkomuhús, í hvert sinn
sem hann auglýsti fyrirlestur eða
upplestur á nýjum verkum sínum.
Árið 1923 var Einar meðal þeirra
sem tilnefndir voru til bókmennta-
verðlauna Nóbels. Ekki hlaut hann
verðlaunin, en tilnefningin vakti at-
hygli hér heima og olli hörðum deil-
um, svo sem rakið er í bókinni.
„Sá var tilgangur höfundar þess-
arar bókar að færa Einar H. Kvaran
og samtíð hans eins nálægt lesend-
um og honum var auðið. 1 nærveru
sálar er fyrsta ritið sem skrifað er
um einhvern mesta andans mann
sinnar kynslóðar á íslandi."
Útgefandi er Setberg. Bókin er
350 síður og kostar 3.228 kr.
• ÆVINTÝRALEGT samband er
eftir Andrés Indriðason.
Bókin fjallar
um Dúdda og
Júlíönu, sam-
band þeirra og
fleira ævintýra-
legt og skemmti-
legt. En hver er
hann í raun og
veru þessi gosi
sem er kallaður
Dúddi? Hvaða
umskipti verða í
lífi hans daginn sem hann byrjar í
níunda bekk? Hvað er það sem eng-
inn má vita nema skólastjórinn og
Júlíana sem hann er bálskotinn í?
Hvernig verður henni við þegar hann
segir henni sannieikann um sjálfan
sig? - Af hverju er samband þeirra
ævintýralegt og hvað er það sem er
lyginni líkast?
í kynningu segir: „Ævintýralegt
samband er fyndin, spennandi og
vel skrifuð saga eftir hinn vinsæla
höfund, Andrés Indriðason, en hann
hefur fengið margs konar verðlaun
og viðurkenningar fyrir vandaðar
bækur sínar á undanförnum árum.“
Útgefandi erÆskan. Bókin er
130 bls. ídemi-broti. XYZETA aug-
lýsingastofa teiknaði kápumynd og
hannaði útlit kápu. Hagprent/Ing-
ólfsprent ehf. annaðist umbrot og
prentun, K-prent filmuvinnu, Flatey
hf. bókband.
• GRÝLA er eftir Gunnar Helga-
son. Hann vakti athygli sem stjórn-
andi barnatíma
Sjónvarpsins fyr-
ir nokkrum
árum.
„Og enn hugs-
ar Gunnar til
barnanan þegar
hann segir þeim
söguna umjóla-
hald Grýlu,
Leppalúða og
jólasveinanna á
þann hátt sem honum einum er lagið.
Grýla er heillandi og hressileg
bók, prýdd stórskemmtilegum
myndum Þórarins Blöndal. Það fer
enginn í Jólaköttinn sem les Grýlu,
svo mikið er víst,“ segir i kynningu.
Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar.
Verð kr. 1.690.
Andrés
Indriðason
Einar H.
Kvaran
Gils
Guðmundsson
*
Utgáfutónleikar í Þjóð-
leikhúskj allaranum
NÝR geisladiskur með Jó-
hönnu V. Þórhallsdóttur og
hljómsveit er kominn út. Af því
tilefni verða haldnir útgáfu-
tónleikar í Þjóðleikhúskjallar-
anum sunnudaginn 16. nóvem-
ber kl. 20.30.
I kynningu segir: „A geisla-
diskinum sýnir Jóhanna á sér
nýja hlið, sem tengist þó upp-
hafi ferils hennar, enda nýtur
hún nú m.a. stuðnings gamalla
félaga sinna úr Diabolus In
Musica.“
t hljómsveitinni eru þau
Aðalheiður Þorsteinsdóttir,
píanóleikari, Páll Torfi Onund-
arson, gítarleikari, Sveinbjörn
I. Baldvinsson, gítarleikari,
Tómas R. Einarsson, bassaleik-
ari og Þorbjörn Magnússon,
kongatrommuleikari. Einnig
leikur Wilma Yong á fiðlu og
fram koma dansararnir Hany
Hadaya og Bryndís Halldórs-
dóttir. Þá mun Aagot V. Ósk-
arsdóttir syngja með Jóhönnu
gömul Diabolusarlög.
HLJÓMSVEIT Jóhönnu V. Þórhallsdóttur: F.v. Páll Torfi Önund-
arson, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir,
Tómas R. Einarsson. Fjarverandi var Þorbjörn Magnússon.
PHILIPS
gæði
á lágu verði
PHILIPS
28" sjónvarp
69.900
PHIIIPS
myndbandstæki a
‘V'
Philips PT4423 er nýtt
28" gæða sjónvarpstæki
á ótrúlegu verði.
Philips PT4423:
Nicam Stereo
Blackíine D myndlampi
Einföld og þægileg
fjarstýring
íslenskur leiðarvísir
Gerðu hörðustu kröfurtil
heimilistækja.
Fjárfestu í Philips!
27.900.
Tveggja hausa myndbandstæki frá
Philips á sérlega hagstæðu verði.
Einfalt í notkun og áreiðanlegt.
íslenskur leiðarvísir.
PHILIPS
-alltaf ódýrast hjá okkur!
ihf
Umboðsmenn um land allt.
SÆTÚN8 SÍMI 569 1500
http.//www.ht.ls
| AN/EGJUABVRGO |
&Sé kaupandi ekkl ánæpflur
með vðruna má hann sklla
henniinnan 10 dagal
JL