Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
^stóðsf Finnskur málaliði grun-
elgsprófið aður um stríðsglæpi
TRABANTINN með tvígengis-
vélinni frá 1950 stóðst hið
iliræmda „elgspróf" eins og ekk-
ert væri, en sem kunnugt er vait
nýja „A“ gerð Mercedes Benz er
hún undirgekkst þetta próf fyrir
skemmstu. Þýska blaðið Thurin-
ger Allgemeine Zeitung stóð fyr-
ir Trabantprófuninni og lýsti því
síðan yfir í gær að Trabbinn væri
öruggari en Baby-Benzinn. Að
sögn blaðsins fór Trabbinn gegn-
um prófíð á 75 km hraða, eða tíu
km hraðar en nýi Benz-smábíll-
inn fór er hann valt.
Helsingfors. Morgiinblaðið.
FINNSKA dómsmálaráðuneytið
hefur hafið rannsókn til þess að
ákveða hvort atvinnuhermaður
sem tók þátt í stríðinu í Bosníu
skuli leiddur fyrir rétt vegna
meintra stríðsglæpa. Hermaðurinn
sem heitir Marco Casagrande hef-
ur birt bók sem segir frá atburðum
sem munu teljast stríðsglæph-.
Meðal þess sem Casagrande segir
frá er að hann hafi skotið særða
sem kölluðu á hjálp.
Málið er nokkuð snúið því einu
sannanir sem liggja fyrir eru frá-
sagnir Casagrande í bókinni. Casa-
grande er af ítalskri ætt sem flutt-
ist til Finnlands á síðustu öld.
Þessa bók skrifaði hann hins vegar
undir dulnefni og af þeim orsökum
hefur stríðsglæpadómstóllinn í
Haag ekki tekið mál hans fyrh’.
Lögfræðingar telja að Casa-
grande geti fullyrt að sögur sínar
hafi verið ýktar. Með þessu gæti
hann sloppið úr klóm réttarkerfis-
ins. Hins vegar er haft eftir full-
trúum útgefanda Casagrande að
tveir sérfræðingar hafi skoðað
handritið gaumgæfilega og metið
það sem heimildarbók um þá at-
burði sem þar er lýst.
Mál Casagrande kom upp vegna
kæni frá Petru Naukkarinen
lögfræðinema við háskólann í Hels-
ingfors. Hún segist hafa lesið bók
Casagrande og blöskrað vegna
þess að margar atburðir í bókinni
hafi beinlínis verið brot á
alþjóðlegum samþykktum um
framgöngu hermanna á stríðs-
svæðum. Hún hefur gert lög-
fræðilega úttekt á þeim atburðum
en niðurstöður verða birtar í tíma-
riti finnskra lögfræðinga innan
skamms.
Ekki er vitað hvar Casagi-ande
heldur sig. Hann gengdi herskyldu
í Finnlandi en hefur ekki verið at-
vmnuhermaður þar. Er ekki vitað
til þess að hann hafi verið atvinnu-
hermaður annars staðar en í gömlu
Júgóslavíu.
Reuters
Benz biðst afsökunar
Frankfurt, Bonn. Reuters.
Sjöundi fundur Samtaka frönskumælandi rfkja
Mannréttindamál ekki
rædd opinberlega
Reuters
UNDIRBÚNINGUR fyrir fund Samtaka frönskumælandi ríkja, sem
fram fer í Víetnam um helgina, hefur verið gífurlegur enda von á
hundruðum þátttakenda.
MERCEDES-Benzbflaverksmiðj-
urnar í Þýzkalandi báðust í gær
opinberlega afsökunar á því að
komið hefði í ljós að nýi „A“-
smábfllinn, sem nýverið var settur
á markað, væri ekki eins öruggur
og til hefði staðið.
í fyrradag tilkynntu talsmenn
fyrirtækisins að hætt yrði að selja
„A“-bfla um sinn. Sögðu þeir að
engir slfldr bflar yrðu afhentir frá
verksmiðjunum í þrjá mánuði, á
meðan gerðar yrðu endurbætur á
bflnum sem tækju af allan vafa um
að hann fullnægði öryggiskröfum.
Fyrirtækið bætti um betur í gær
með heilsíðuauglýsingum í
þýzkum dagblöðum, þar sem það
reynir að útskýra hvers vegna
ákveðið hefði verið að grípa til
þessara róttæku ráðstafana.
„Við viljum binda enda á
umfjöllun um öryggi A-línunnar.
Fyrir fullt og allt.“ Þannig
hljómar yfirskrift auglýs-
ingarinnar. „Vinsamlega veitið
okkur þennan frest og sýnið
þolinmæði."
Það vakti einnig athygli á nýja
Benz-smábflnum í gær, að
vikublaðið Bild am Sonntag
útnefndi hann „bfl ársins".
Hanoi, Ho Chi Minh City. Reuters
JACQUES Chirac forseti Frakk-
lands, sem verið hefur í opinberri
heimsókn í Víetnam, sagðist í Ho
Chi Minh City í gær ekki eiga von á
því að mannréttindamál yrðu rædd
opinberlega á sjöunda fundi Sam-
taka frönskumælandi ríkja, La
Francophonie, sem hefst í Víetnam í
dag.
Forsetinn sagði það ekki þjóna
neinum tilgangi að niðurlægja aðild-
arríkin með opinberum yfirlýsing-
um. Mannréttindamál hefðu þó
komið upp í viðræðum hans við Tr-
an Duc Luong, forseta Víetnam,
enda telji hann vænlegra til árang-
urs að ræða viðkvæm mál í bróðemi
fyrir luktum dyrum. Þá sagði
Frakklandsforseti að Hubert
Vedrine, utanríkisráðherra Frakka,
mundi afhenda starfsbróður sínum
lista yfir 40 víetnamska fanga sem
franska stjórnin hefði sérstakar
áhyggjur af.
Deilur um mann-
réttindabrot
Deilur um mannréttindabrot hafa
varpað skugga á undirbúning fund-
arins, sem er fyrsti alþjóðlegi fund-
urinn sem fram fer í Víetnam. Það
er því mikilvægt fyrir valdhafa þar
að vel takist til.
Fundurinn er einnig talinn
tímamótafundur í starfsemi sam-
takanna sem hingað til hefur ein-
ungis náð til afmarkaðra samstarfs-
verkefna. Nú stendur hins vegar til
að gerð verði uppstokkun á hlut-
verki þeirra og starfsemi. Stefnt er
að því að beita samtökunum í aukn-
um mæli í pólitískum tilgangi og
vonast aðildarríkin til að í kjölfar
þess verði rödd þeirra sterkari á
alþjóðavettvangi. Þá mun nú í
fyrsta sinn verða kosinn fram-
kvæmdastjóri samtakanna og er
Boutros Boutros-Ghali, fyrrverandi
framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, eini frambjóðandinn í
stöðuna.
Missterk tengsl
í samtökunum eru 49 ríki með
tengsl við franska tungu og menn:
ingu. Þessi tengsl eru þó missterk. í
Víetnam talar t.d. einungis 1% íbúa
frönsku enda nærri hálf öld frá því
nýlendutíð Frakka leið þar undir
lok. Engin ákveðin skilyrði eru fyrir
þátttöku í samtökunum og m.a. var
Búlgaríu, Moldavíu og Póllandi
boðið að vera meðal áheyrnarfull-
trúa að þessu sinni, þannig að bak-
grunnur fulltrúa yrði sem
fjölbreyttastur.
Nokkrar aðildarþjóðanna munu
hins vegar ekki mæta til fundarins í
Hanoi. Meðal þeirra sem ekki
svöruðu boði um þátttöku voru
Kongó Brazzaville og Lýðveldið
Kongó.
Upplýst um fjöldamorð
á Serbum í Sarajevo
VOPNAÐAR sveitir múslima, sem
skipulögðu vamir Sarajevo í
stríðinu í Bosníu árið 1992, myrtu
hundruð óbreyttra, serbneskra
borgara, að því er fram kemur í
skýrslu sem lögð var fram fyrir
bosnískum herrétti og sagt er frá í
The International Herald Tribune.
Er þetta íyrsta opinbera staðfest-
ing þess að múslimar hafi framið
stríðsglæpi í borginni.
Hlutar skýrslunnar voru birtir
opinberlega í bosnísku dagblaði og
af þeim má ráða að grimmd
múslimsku sveitanna var engu
minni en Serba, sem myrtu
fjölmarga múslima og Króata.
Talið er að sveitir múslima hafi
myrt á milli 1.000 og 2.000 manns
en Serbar eru sagðir hafa drepið
tugi þúsunda óbreyttra borgara.
Skýrslan var tekin af mönnum
sem þátt tóku í morðunum og var
vitnisburður þeirra notaður til að
dæma hermenn fyrir þremur ár-
um. Þyngsti dómurinn hljóðaði
upp á sex ára fangavist en flestir
voru dæmdir í nokkurra mánaða
fangelsi.
Ekki nógu hart tekið
á glæpum múslima
Ástæða þess að skýrslan er gerð
opinber nú eru áhyggjur marga
embættismanna af því að
stjórnvöld hafi ekki tekið nógu
hart á afbrotum mannanna. Her-
mennirnir fullyrtu að morðin
hefðu verið framin með vitneskju
lögreglunnar en því neita bosnísk-
ir embættismenn.
Það hefur hins vegar vakið
grunsemdir manna að uppgröftur
á fjöldagröf sem geymdi lík
serbneskra íbúa Sarajevo, var
hætt skömmu eftir að hún hófst.
Fullyrðir ritstjóri bosníska
dagblaðsins Dana að uppljóstranir
um það sem átt hafi sér stað í
borginni muni án efa verða mörg-
um múslimum geysilegt áfall, þar
sem fólk hafi talið sig vita hvað átt
hafi sér stað. Annað hafi komið á
daginn.
I vitnisburði hermannanna kem-
ur fram að flestir Serbamir hafi
verið skornir á háls. Fólkið var
tekið með valdi, flestir voru fluttir
að víglínunni og myrtir. Mörg
dæmi voru um að verið væri að
hefna dauða múslima, t.d. er sex
börn létu lífið er Serbar vörpuðu
sprengju á Sarajevo.
Sjá lengra
út í geiminn
London. The Daily Telegraph.
STJÖRNUFRÆÐINGAR telja
lfldegt að þeim haíl nýverið tekist
að sjá lengra út í geiminn en
nokkru sinni fyrr, og fengið eldri
merki en áður hafa þekkst. Með
nýju tæki sem sett var á sjónauka á
Hawai-eyjum sáu
stjörnufræðingarnir hóp áður
óþekktra vetrarbrauta sem eru svo
fjarlægar jörðinni að Hubble-
stjörnusjónaukinn dugar ekki til að
koma auga á þær.
Stjörnufræðingarnir telja að
geislunin sem þeir námu hafi
losnað frá vetrarbrautunum fyrir
13 þúsund milljónum ára, en
geislunin hefur þó enn ekki verið
endanlega aldursgreind.
Sjónaukinn sem notaður var nemur
útvarpsbylgjur, en nýtt tæki,
svonefnt Scuba, var bætt á hann,
en þetta tæki leitar uppi aðra
tegund geislunar en Hubble-
sjónaukinn nemur. Með þessu móti
er unnt að nema merki f gegnum
ljós frá vetrarbrautum sem eru
nær jörðinni og staðsetja
vetrarbrautir sem eru fjær. Scuba
nemur ljós frá stjörnum með
óbeinum hætti. Svonefndar
geimrykagnir gleypa Ijós frá
stjörnum en losa það aftur sem
hátíðniútvarpsbylgjur.
Andrew Bain, viðstjörnufræði-
stofnun Cambridgeháskóla á
Englandi, Ian Smail, við Háskólann
í Durham, og Rob Vison, við
Edinborgarháskóla, náðu ntyndum
af hópi sex vetrarbrauta í ágúst sl.
„Við vitum enn ekki nákvæmlega
hversu fjarlægar þær eru,“ sagði
Bain. „Vera kann að þær daufustu
séu fjarlægustu vetrarbrautir sem
nokkru sinni hafa sést, en við
ætlum fyrst að skoða þær
bjartari."