Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 46
^6 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓN ÓLAFUR SIGURÐSSON + Jón Ólafur Sig- urðsson fæddist á Siglufirði 14. ágúst 1918. Hann lést í Reykjavik 4. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sigurður Arnason trésmiður, ættaður frá Tréstöðum í Hörgárdal í Eyja- firði, f. 5. ágúst 1881, d. 17. janúar 1959, og kona hans Sal- björg Engilráð Jóns- dóttir, ættuð frá Lundi í Fljótum í Skagafirði, f. 28. apríl 1878, d. 2. mars 1954. Jón var einkabarn þeirra. Uppeldissystir Jóns var Ólöf Steinþórsdóttir, d. 28. júlí 1984. Þau voru systrabörn. Jón kvæntist Unni Helgu Möll- er frá Siglufirði, f. 10. desember 1919, og voru þau búsett þar. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Björgvin Sigurður, f. 9. febrú- ar 1942, búsettur á Siglufirði. Eiginkona hans er Halldóra Ragna Pétursdóttir. Börn þeirra eru Halldóra Salbjörg, Jón Ólaf- v , ur og Sigurður Tómas. 2) Stein- unn Kristjana, f. 22. janúar 1943, búsett á Siglufirði. Eiginmaður hennar er Freyr Sigurðsson. Börn þeirra eru Helga, Sigurður og Katrín. 3) Brynja, f. 18. ágúst 1944, búsett á Akranesi. Eigin- maður hennar er Hallgrímur Jónsson. Börn þeirra eru Andrés Helgi, Unnur og Sigrún Margrét. 4) Salbjörg Engilráð, f. 28. júní 1947, búsett í Grindavík. Eigin- maður hennar er Sigurður Vil- mundsson. Börn þeirra eru Vil- mundur, Jón Ólafur, Gígja Rós og Harpa Ósk. Jón og Unnur slitu samvistum. Eftirlifandi kona Jóns er Valdís Ar- mannsdóttir, f. 6. mars 1930 á Hofi á Höfðaströnd, hún fluttist ung til Siglu- fjaröar. Valdís er starfsmaður á Hrafn- istu í Reykjavík. Þau eignuðust tvo syni. 1) Guðmundur Kristinn, f. 6. nóvember 1959, búsettur í Reykjavík. Eiginkona hans er Halldóra Pét- ursdóttir. Börn þeirra eru Valdís Björt og Pétur Mikael. 2) Sigurð- ur, f. 20. september 1972, búsettur í Reykjavík. Sambýliskona hans er Elísabet Þorvaldsdóttir. Sigurður á einn son, Sigurð Pálma. Langa- fabörn Jóns eru orðin fimmtán. Jón starfaði fyrst sem verka- maður hjá Sfldarverksmiðjum ríkisins en hóf ungur störf sem verkstjóri hjá Friðriki Guðjóns- syni í Hrímni hf. við fiskverkun og sfldarfrystingu. Jón festi síðan kaup á Hrímni hf. ásamt fleiri at- hafnamönnum og var þar starf- rækt sfldarsöltunarstöð ásamt sfldarfrystingu öll sfldarárin. Jón var sfldarmatsmaður í nokkur ár og ferðaðist mikið um landið. Jón fluttist til Reykjavíkur árið 1969 og hóf sama ár störf sem tjóna- skoðunarmaður hjá Sjóvá og starfaði þar til ársins 1989 þegar hann lét af störfum vegna aldurs. Jón verður jarðsunginn frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Elsku pabbi, þitt kall kom alltof fljótt og óvænt. Þegar við Siggi komum í Breiðholtið á mánudaginn varst þú ekki heima, þú hafðir farið í þína daglegu sundferð. Við sett- umst niður með Valdísi og fengum okkur kaffi, eins og svo oft áður. Við vorum á hraðferð og ætluðum ekki að bíða eftir þér, þar sem okkur skildist að þú kæmir vanalega heim úr sundinu klukkan sjö. En í þetta skipti komst þú óvænt fyrr heim, þannig að við hittumst og spjölluð- um saman. Þú varst svo kátur og glaður að sjá okkur, samt fannst mér þú vera þreyttur eftir sundið. Þú sagðist hafa komið fyrr heim ji^egna þess að það hefðu verið svo fáir í sundlauginni til að tala við. Mikið er ég fegin því núna, að hafa fengið þetta tækifæri til að sjá þig, halda utan um þig og kyssa þig bless þennan dag, því sólarhring seinna varst þú farinn frá okkur þangað sem við öll fórum að lokum. Það eru margar minningar sem hafa runnið gegnum hugann undan- farna daga. Á uppvaxtarárunum hefði ég vilj- að eiga fleiri stundir með þér, en þú rakst síldarverkun ásamt fleirum og þurftir þar af leiðandi að vinna mik- ið yfir sumarið meðan síldin var söltuð á Sigló. En stundum gafst stund milli stríða, og þá var reynt að gera eitt- hvað saman. Þar koma fyrst upp í hugann sunnudagsbíltúramir. Síðar urðu þáttaskil í lífi okkar beggja. Þú flytur suður til Reykjavíkur og stofnar nýtt heimili. Um svipað leyti fer ég að heiman, giftist og byrja t Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, RÚNA ADOLFSDÓTTIR, Borgarhrauni 13, Grindavík, andaðist á Landspítalanum miðvikudaginn 12. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, rí K Sigurjón P. Magnússon. a Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR GUTTORMSSON bóndi, Hleinargarði, verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju laugar- daginn 15. nóvember kl. 14.00. Guðbjörg Jóhannesdóttir, dætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. minn búskap í Grindavík. Afabörnin í Grindavík eru fjögur, öll uppkomin. Þau eiga margar góð- ar minningar um þig og þeim þótti ákaflega vænt um þig og höfðu altaf gaman af heimsóknunum í Breið- holtið. Stundum töluðum við um þá ein- kennilegu tilviljun að ég, Salbjörg, giftist Sigurði og við létum skíra yngi-i son okkar Jón Ólaf. Þarna var komin ný kynslóð og endurtekning á nöfnum. Efst í huga mér nú er þegar þú komst í sumar í Húsafell á afmælis- daginn minn, ásamt flestum úr fjöl- skyldunni. Við stóðum saman á pall- inum við sumarbústaðinn og horfð- um yfir hópinn. Þú sagðist ekki al- mennilega hafa gert þér grein fyrir því hversu mörg við værum fyrr en þarna, og hvað þú værir stoltur og þakklátur Guði fyrir þennan fríða og föngulega hóp. Enda varstu sannkallaður ættfaðir og barst þína kórónu með sóma þann dag. Þegar fjölskyldan fjölmennti norður á Siglufjörð til að vera við- stödd brúðkaup seinni part sumars, varstu hress og glaður yfir að kom- ast til Siglufjarðar enn einu sinni, og að eyða þar nokkrum dögum með þeim sem þér þótti vænst um var þér mjög dýrmætt. Þú talaðir ekki mikið um þínar tilfinningar og vildir ekki hafa mörg orð um hlutina. Því ætla ég að láta hér staðar numið. Þín verður sárt saknað, en minn- ingarnar eigum við og nú þegar komið er að kveðjustund þakka ég og fjölskyldan í Grindavík fyrir allt og biðjum við Guð að varðveita og geyma þig. Æskutímann við öll viljum geyma, unaðsstundir frá árunum þeim. Eitt er víst að við öll látum dreyma um að komast til þín aftur heim. (Magnús Pálsson.) Elsku Valdís og aðrir ættingjar og vinir, megi Guð vera með okkur í sorginni. Salbjörg og fjölskykla. Okkur bræðrunum barst sú sorg- arfrétt á dögunum að afi Nonni væri dáinn. Hann afi, þessi hressi karl sem ekki hafði breyst nokkurn skapaðan hlut, hvorki í útliti né við- móti, síðan við fyrst munum eftir okkur. Við höfðum eiginlega reikn- að með að þannig yrði það a.m.k. nokkur ár í viðbót. Það er af ýmsu að taka þegar minnast á manns eins og afa okkar, Jóns Ólafs Sigurðssonar. Afi Nonni, eins og við barnabörnin kölluðum hann alltaf, var um margt litríkur persónuleiki sem fyrst og fremst var mótaður af átthögunum á Siglu- firði. Sannur Siglfirðingur er eigin- lega það fyrsta sem manni dettur í hug þegar leitað er að einhverjum samnefnara fyrir manninn. Við höf- um sjálfsagt ekki verið nema þriggja til fjögurra ára gamlir þeg- ar við munum fyrst eftir honum. Þá bjuggum við á hæðinni fyrir neðan afa og ömmu á Hverfisgötunni og oftar en ekki var stórum hluta dags- ins eytt á efri hæðinni. Okkur finnst vindlalykt góð vegna þess að þegar það var vindlalykt á efri hæðinni þá var afi heima. Þá átti afi það gjarn- an til að troða í okkur hákarli, síld og öðru „góðgæti“. Það var reyndar hápunkturinn hjá gamla manninum hin síðari ár þegar hann gat orðið sér úti um þennan gamla íslenska mat sem óðum er að hverfa af borð- um landsmanna. Kannski var það einmitt þetta sem hélt honum svona vel ernum og hressum allt fram á síðasta dag. Til marks um það þá var hann enn að aka bíl - orðinn 79 ára gamall. Ein bernskuminningin er einmitt tengd bílnum hans afa. Glæsikerran, sennilega Fiat, freist- aði ungra drengja einn blíðan sum- ardag og Nonni yngri klifraði inn og rak sig alveg óvart í einhverja stöng eða pedala og fór því sína fyrstu „prívat" ökuferð niður Hverfisgöt- una. Allt endaði nú vel að lokum og þörf áminning kom frá afa, enda var hann m.a. ökukennari á þessum ár- um. Hann fyrirgaf Nonna yngri líka þegar hann kveikti í geymslunni með kveikjaranum sem hann fékk „lánaðan" hjá afa á aðfangadag þeg- ar haldin voi'u „stór-jól“ á Hverfis- götunni. Afi var alltaf fljótur að fyrirgefa, og hann hafði þá einstöku eiginleika að eiga létt með að tala við fólk, hann gaf sér alltaf tíma til að tala við og hlusta á fólk. Þegar við bræð- urnir vorum litlir vorum við sann- færðir um að afi Nonni þekkti alla í heiminum, kannski var heimurinn minni þá. Ekki er ætlun okkar að rekja ævi og störf afa í þessari stuttu grein, en það væri hins vegar auðsótt mál því sögurnar og frásagnirnar af samferðamönnum skipta sjálfsagt tugum ef ekki hundruðum. Hann upplifði síldarævintýrið á sínum bestu árum og tók virkan þátt í því. Vann sig upp af síldarplaninu og stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Hrímni hf., ásamt félögum sínum. Saman komu þeir upp söltunarstöð og síld- arfrystingu. „Síldin farin - fer ég líka,“ segir í góðum söngtexta og það var líka hlutskipti Jóns Sigurðssonar, því eftir að silfur hafsins hætti að ber- ast á land í lok sjöunda áratugarins þá flutti hann suður og hóf búskap með seinni konu sinni, Valdísi Ár- mannsdóttur. Heimsóknirnar til afa og Valdísar í Æsufellið voru yfirleitt góð blanda af miklum matarveislum og sögustund. Hlutir eins og tertur, bollar og borðvenjur gátu orðið til- efni til langra og skemmtilegra sagna. Flestar tengdust þær Siglu- firði á einhvern hátt enda var afi gangandi alfræðibók um sögu Siglu- fjarðar og siglfirskt líf. En afi var líka mikill fjölskyldu- maður og lagði ávallt ríka áherslu á að halda stórfjölskyldunni saman. Bamaböm og barnabarnabörn skipta tugum þannig að það var ær- ið verkefni í ellinni að fylgjast með öllum þessum hópi. Lengi vel reyndi hann að leggja alla afmælis- daga á minnið og hringja í viðkom- andi, en núna síðustu árin var orðið ansi erfitt að leggja bara nöfnin á minnið - hópur afkomenda er orð- inn þetta fjölmennur og var hann afar stoltur af honum. Hann fylgd- ist vel með og alltaf var hann fljótur að hringja ef eitthvað bjátaði á eða ef einhverjir voru ósáttir. Afi var ætíð fús til að hjálpa og leggja til góð ráð. Það er við hæfi að þakka afa og Valdísi fyrir þann samastað sem okkur stóð alltaf opinn á heimili þeirra. Fyrst þegar við sem ung- lingar vorum að koma í bæinn að norðan og síðan þegar við vorum við nám og störf í Reykjavík. Þá var alltaf gott að koma í sunnudags- steikina eða hnallþórur af ýmsum gerðum. Enginn fór svangur heim og oft var maður leystur út með gjöfum, kanelsnúðum eða síld í fötu. Þangað var gott að koma og verður eflaust enn á meðan Valdísar nýtur við. Blpssuð sé minning afa Nonna, Jóns Olafs Sigurðssonar frá Siglu- firði. Jón Olafur Björgvinsson, Sigurður Tómas Björgvinsson. Hann elsku afi okkar er dáinn. Hver hefði trúað því þegar við hitt- umst í haust á Siglufirði í brúðkaupi Sigga og Gunnu að það væri í síð- asta sinn sem við værum öll saman? Þú varst svo stoltur af stóra hópn- um þínum. Afa Nonna þótti alltaf gaman að koma til Siglufjarðar þar sem hann bjó lengi. Þá var gjarnan keyrt um allan fjörð og hann sagði okkur frá ýmsu sem gerðist þegar hann var ungur. Þegar við fórum til Reykjavíkur var það ómissandi að fara í heim- sókn til afa Nonna og Valdísar og alltaf var jafn gott að koma til þeirra. Þar beið okkar veisluborð í hvert sinn og svo var setið og spjall- að um allt mögulegt. Og allar ferð- irnar sem hann fór með okkur um borgina og nágrenni þegar við vor- um að koma sem krakkar í heim- sókn til afa og þá fylgdu alltaf sögur með um hvern stað. Hann afi hafði svo gaman af að keyra um, hann lét sig ekki muna um að keyra niður á bryggju og kaupa sér nýjan fisk og keyra svo til Hveragerðis og kaupa sér gott brauð. Afa Nonna fannst mjög gaman að hitta fólk og spjalla og alltaf munum við hvað hann var ánægður ef hann gat sagt okkur að hann hefði nú hitt gamlan Siglfirðing. Elsku afi Nonni, bestu þakkir fyrir allar stundir okkar saman. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, Mn ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Pinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Helga, Sigurður og Katrín. Elsku afi. Nú ert þú sofnaður og vaknar aldrei aftur. En manstu afi þegar við fórum stundum, þegar ég gisti hjá ykkur ömmu, út að labba eða bak við hús að leika við krakkana á meðan amma steikti uppáhaldið mitt, fiskibollur? En ef það var leið- inlegt veður og við komumst ekki út þá stóðum við saman úti við glugg- ann í svefnherberginu og horfðum á bílana og spjölluðum um daginn og veginn. En elsku afi Jón, ég veit að þú ert kominn til guðs og englanna og ég veit líka að þeir passa þig vel. Astarfaðir himinhæða, heyr þú bama þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. Takk fyrir allt, elsku afi. Sigurður Pálmi. Elsku afi. Nú ert þú kominn til guðs. Ég man þegar ég var lítil og fór með þér og ömmu í Kolaportið, ég man líka að þú þekktir alla. Ef þeir þekktu þig ekki, þá varst þú ekki lengi að kynnast þeim. Ég man líka þegar við vorum að taka upp jólapakkana um jólin, og hvað ég öfundaði þig alltaf af öllum pökkunum sem þú fékkst. Ég veit að það eru margir sem eiga eftir að sakna þín, og þar á meðal ég. En dauðinn er eitthvað sem enginn getur komist hjá. Guð geymir þig vel, ég veit það. Margs er að minnast, margterhérað þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þeni tregatárin stríð. (V. Briem.) Ég sakna þín. Valdís Björt Guðniundsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, KRISTÍN SIGRÍÐUR FÆRSETH frá Siglufirði, Mosabarði 14, Hafnarfirði, andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 12. nóv- ember síðastliðinn. Gunnlaugur Guðlaugsson Svava Gunnlaugsdóttir, Kristinn Garðarsson, Jakobína Gunnlaugsdóttir, Rúnar Þorvaldsson, Guðlaugur J. Gunnlaugsson, Susan A. Björnsdóttir, Hörður Gunnlaugsson, Jónína Hilmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.