Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FOSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 47 « MAGNUS F. BJARNASON + Magnús Jóhann Bjarnason fædd- ist í Akureyjum í Helgafellssveit 9. nóvember 1911. Hann andaðist á Hrafnistu í Hafnar- firði 6. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ólöf Jóhanna Sig- mundsdóttir hús- freyja frá Akureyj- um (f. 2. júní 1878, d. 29. sept. 1957) og Bjarni Jónsson frá Sellátri (f. 19. feb. 1867, d. 11. des. 1929) útvegs- bóndi í Akureyjum. Börn Ólafar og Bjarna voru: Jón (f. 7. sept. 1900, d. 17. sept. 1948), Salbjörg Ástrós (f. 30. okt. 1901, d. 14. mars 1956), Andrea Ágústa (f. 1. ágúst 1903, d. 23. nóv. 1988), Lilja Vigdís (f. 26. maí 1906, d. 23. júm' 1996), Sigmundur (f. 14. sept. 1910) og er hann nú einn eftir þeirra systkina, Magnús Jó- hann (f. 9. nóv. 1911, d. 6. nóv. 1997). Síðar fæddust drengirnir Hannes og Gunnar sem báðir dóu í frumbernsku. Magnús ólst upp í Akureyjuin við hefðbundin sjáv- ar- og sveitastörf. Árið 1942 brá fjöl- skyldan búi, flutti suður og eyjamar voru seldar ári sfðar. Eiginkona Magn- úsar var Sigurfljóð Ólafsdóttir frá Vind- heimum í Tálknafirði (f. 3. jan. 1908, d. 21. sept. 1996), þau voru barnlaus. Magnús var einn vetur í Hér- aðsskólanum á Laug- arvatni og lærði síð- an skipasmíðar hjá Júlfusi V.J. Nyborg og Sigmundi bróður sínum. Jafn- framt innritaðist hann í Iðnskól- ann í Hafnarfirði haustið 1943 og útskrifaðist þaðan sem skipa- smiður vorið 1946. Að námi loknu vann hann hjá Skipasmíðastöð Hafnfirðinga eða fram til ársins 1952 að hann hóf störf við Báta- smfðastöð Breiðfirðinga sem sfð- ar fékk nafnið Bátalón hf. og gerðist hann einn af meðeigend- um þess árið 1957. Þar vann hann fram á mitt ár 1986. Utför Magnúsar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Móðurbróðir minn Magnús J. Bjarnason lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði hinn 6. nóvember eftir stutta legu. Þegar ég kom til hans kvöld- inu áður var hann óvenju hress og velvakandi svo fréttin um lát hans kom mér á óvart þótt ljóst væri að hverju stefndi. Mig langar að minn- ast þessa góða manns nokkrum orð- um. Mínar fyrstu minningar um Magga frænda eru frá þeim tíma að ég þriggja ára stelpuhnokki var send í sveit til ömmu minnar í Akur- eyjum. Eftir þá dvöl þóttu mér þær sveitir ómerkilegar sem ekki þurftu báta við heyflutninga. Lengi var músalaust í eyjunum en svo kom að því að þær bárust þang- að eftir árið 1935, að öllum líkindum með korni, og er sú minning mér ógleymanleg þegai- Maggi frændi veiddi tvær mýs í glerkrukku og fóðraði á osti. Ámma mín bjó í eyj- unum í 12 til 13 ár eftir lát manns síns og var Magnús móður sinni stoð og stytta en svo kom að því ár- ið 1942 að búskap var hætt, flutt suður og eyjarnar seldar ári síðar. Fjölskyldan settist að í Hafnar- firði og keypti Dalbæ, lítið timbur- hús með tveimur herbergjum í sitt hvorum enda og eldhúsi fyrir miðju. I eldhúsinu var kolaeldavél sem í mínum huga var miðpunktur Hafn- arfjarðar því frá henni kom matar- lyktin, pönnukökurnar og kleinurn- ar. I þessum bæ bjó fjölskyldan meðan bræðurnir Magnús og Sig- mundur byggðu húsið á Merkur- götu 10. Dalbærinn var svo seldur og honum fundinn staður í hrauninu við ströndina íyrir neðan Hrafnistu. Á Merkurgötunni minnist ég jóla- boðanna þar sem fólkið sat og spil- aði vist og svo kom kaffí og síðan matur og svo aftur kaffi og oft var hlegið dátt. Við krakkarnir sóttum alltaf í Magga frænda því hann var svo ljúfur og hlýr og aldrei man ég eftir að hann hafi skammað okkur þótt við ólmuðumst og ærsluðumst við hann og vorum hreint útsagt óþolandi. Svo var hvammurinn á bak við húsið þar sem fólk sat prúð- búið að sumarlagi, skrafaði saman og þáði veitingar. Á þessum tíma fannst mér alltaf eitthvað spennandi vera að gerast í Hafnarfirði eins og þegar Hellis- gerði var opnað á vorin með pomp og prakt og nýju bátunum hjá Blómabúðiri Gai'ðskom v/ T-ossvogskif'Ujuga^S Skipasmíðastöð Hafnfirðinga vai- gefið nafn og síðan hleypt af stokk- unum. Það var á þessum árum sem Magnús ákvað að læra skipasmíðar eins og bróðir hans hafði gert. Hann taldi sig fullgamlan til að setjast á skólabekk en móðursystir hans hvatti hann þá með þeim orðum, að hann gæti þá bara lifað nokkrum árum lengur, sem og hann gerði því hann vann við skipasmíðar fram á mitt ár 1986 og hætti nokkrum mánuðum fyrir 75 ára afmæli sitt. Forsjálni og fyrirhyggja er nauð- synleg þeim sem eyjamar byggja og ekki geta hlaupið út í búð ef eitt- hvað vantar. Eitt vorið varð kart- öflulaust um tíma í verslunum og að sjálfsögðu voru þeir bræður aflögu- færir og seldu kaupfélaginu það sem þeir gátu séð af. Þeir geymdu kartöflurnar í gryfju á hlöðugólfinu (en hlaðan fylgdi lóðinni) og Maggi sagði mér að hann breiddi striga- poka allt í kring um þær. Þessar kartöflur litu út eins og nýupptekn- ar eftir vetrargeymslu og oft verður mér hugsað til þeirra þegar ég sé dökkbrúnar óaðlaðandi kartöflur út í búð auglýstar sem nýja uppskeru. Magnús hafði gaman af ferðalögum og ferðaðist þó nokkuð innanlands á sínum yngri árum og var ég mjög upp með mér þegar Gestur Guð- finnsson heitinn, sá mikli útivistar- maður, sagði mér að hann hefði ver- ið góður ferðafélagi. Magnús kvæntist árið 1957 Sig- urfljóðu Ólafsdóttur harðduglegri konu úr sextán systkina hópi frá Vindheimum í Tálknafirði en hún var þá ekkja eftir Gunnar Gissurar- son frá Byggðarhomi. Magnús taldi sig mikinn gæfumann að hafa kynnst henni. Þau bjuggu fyrstu ár- in við Kirkjuteig í Reykjavík en fluttu síðan á Merkurgötuna á með- an þau byggðu sér hús við Svölu- hraun 6, þar sem þau bjuggu allt þar til þau fluttu á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir u.þ.b. fjórum ár- um. Á Svöluhrauninu fór mikill tími þeirra hjóna í að fegra og snyrta garðinn og voru rósimar þeirra ein- staklega fallegar enda hlúð að þeim og breytt yfir þær eftir þörfum. Magnús bjó til lítinn garðskála fyrir viðkvæmustu blómin og Sigurfljóð nostraði við þau. Þegar þau hjónin komu í heimsókn til okkar garðleys- ingja höfðu þau oftast fallegan blómvönd meðferðis. Böm vom vel- komin til þeirra og til að gleðja þau smíðaði Magnús lítið dúkkuhús sem Sigurfljóð skreytti síðan og var það lengi {garðinum hjá þeim. Þau eignuðust góða vini í ná- grenninu, ekki bara meðal fólksins heldur einnig hjá smáfuglunum að vetri til og oftar en ekld var matar- skál með fiski í við bakdyrnar handa svöngum ferfætlingunum sem bjuggu í hrauninu og áttu leið framhjá. Það er mér og fjölskyldu minni minnisstætt þegar villiköttur einn sem bjó í hrauninu launaði þeim hjónum matarbitann. Köttur- inn sem hafði komið til þeirra dag- lega í langan tíma, lét ekki sjá sig lengur og fiskurinn lá ósnertur á disknum. Þau veltu fyrir sér hvað hefði komið fyrir köttinn en héldu samt áfram að setja út mat. Svo kom að því að kötturinn kom aftur og skildi nýfæddan kettling eftir við hlið matarskálarinnar. Þannig þakkaði hann fyrir sig. Einn vetur bjó ég ásamt móður minni og börnum þjá þeim hjónum. Þau reyndust okkur afskaplega vel og eigum við hlýjar minningar það- an. Nú þegar Magnús er allur streyma minningarnar fram frá þessum tíma. Bömin minnast þess hversu gott var að leiða hann og spjalla við á meðan þau röltu saman út í búð. Hann lánaði þeim forláta sleða sem hann smíðaði úr jái-nplötu og tveimur járnslegnum timbur- kjálkum. Þennan vetur var oft farið upp í brekku með sleðann sem gat teldð fjóra í einu og rann hraðar en allir nýju plastsleðarnir. Eftir að Magnús hætti að vinna fór hann að stytta sér stundir við að skera út því iðjuleysi var honum ekki að skapi. Hann smíðaði m.a. kambalá og skreytti með útskurði, skar út hillur og einnig skar hann út rúmfjalir með mynstri frá gömlum ættargrip. Eftir að heilsu hrakaði og þau hjónin fluttu á Hrafnistu leið ekki langur tími þar til Sigurfljóð fór á hjúkrunardeild. Sat þá Magnús hjá henni yfir daginn en á morgnana fór hann ýmist í sund eða í gönguferðir um nágrennið. Hann var mjög sátt- ur við veru sína á Hrafnistu og var þakklátur starfsfólkinu fyrir um- hyggju þess. Og ósk sína um að vera ekki lengi rúmfastur fékk hann uppfyllta. Að leiðarlokum kveð ég öðlinginn hann frænda minn sem öllum vildi vel og ekki lagði stein í götu nokkurs manns og þakka hon- um samverustundirnar. Gunnur Salbjörg Friðriksdóttir. Slmi. 554 0500 Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinai- til birtingar enaurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (minningþmbl.is) - vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinai- um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildii- sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tviverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrái-. Þá eru ritvinnslukerfm Word og Wordperfect einnig auðveld í úivinnslu. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SELMA ÁSMUNDSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Eir, lést miðvikudaginn 12. nóvember. Halldór Á. Arnórsson, Þórarinn Arnórsson, Sjöfn Arnórsdóttir, Dúna Halldórsdóttir, Nína Brá Þórarinsdóttir, fris Hrund Þórarinsdóttir, Marion Arnórsson, Rannveig Þorvarðardóttir, Kristinn Bergsson, Úlfur R. Halldórsson, Styrmir Snær Þórarinsson, Arnór Bergur Kristinsson, Kristinn Kristinsson. + Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR GREEVES frá Núpi, Haukadal, Dal., Birmingham og Braunton, Englandi, lést á Sjúkrahúsi Norður-Devon héraðs, Englandi, þann 6. nóvember sl. Jarðarförin ferfram í dag, 14. nóvember, í Braunton, Devon, Englandi. Fyrir hönd vandamanna, lan Greeves, Thomas Greeves, Heater Greeves, Oliver Greeves, Alastair Greeves, Geraldine Greeves, Helga Greeves, Gary Greeves og barnabörn. + Eiginkona mín, móðir okkar, amma og tengda- móðir. RAGNA G. G. RAGNARSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Seljakirkju mánudaginn 17. nóvember kl. 13.30. Garðar Hallgrímsson, Guðmundur R. Ólafsson, Sjöfn Garðarsdóttir, Rúnar Unnsteinsson, Eiísabet M. Garðarsdóttir, Ólafur V. Ólafsson, Hallgrímur H. Garðarsson, Björk Rafnsdóttir og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, HALLGRÍMUR GfSLASON, lést í Sjúkraskýlinu á Þingeyri aðfaranótt laug- ardagsins 8. nóvember. Útför hans fer fram frá Þingeyrarkirkju laugar- daginn 15. nóvember kl. 14.00. Ragnheiður Samsonardóttir, Jens Hallgrímsson, Ingi S. Þórðarson, Jóhanna Helga Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýnt hafa okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför GUÐMUNDAR PÉTURS ÁGÚSTSSONAR frá Djúpuvík, Mýrargötu 2, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Ester Magnúsdóttir. Ágúst Guðmundsson, Ása Sigurjónsdóttir, Magnús Guðmundsson, Jóhanna Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.