Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 53 i I : > : I ' i> Í> m m m m m EJS býður stúdentum til Microsoft-þings „ÞANN 10. október síðastliðinn hélt EJS námstefnu undir nafninu Microsoft-þing. Námstefnan fékk frábærar viðtökur og yfir 270 manns úr atvinnulífinu sóttu hana, einkum fagmenn í upplýsinga- tækni og stjórnendur. Microsoft- þing 1997 er því einhver stærsta íslenska upplýsingatækniráðstefn- an sem haldin hefur verið,“ segir í fréttatilkynningu frá EJS. „Við undirbúning Microsoft- þings urðu starfsmenn EJS varir við áhuga skólafólks á efni þings- ins og því var tekin sú ákvörðun að halda sérstakt Microsoft-þing fyrir stúdenta með völdum fyrir- lestrum af Microsoft-þinginu 10. október. Félag tölvunarfræðinema er samstarfsaðili EJS við undirbún- ing þingsins. Microsoft-þing er einkum ætlað stúdentum með tæknilegan bakgrunn og áhuga, sem eru úr skólum á háskólastigi, s.s. Háskóla íslands, Tölvuháskóla Verzlunarskólans og Tækniskóla íslands. Aðgangur er ókeypis og öllum frjáls meðan húsrúm leyfir. Microsoft-þing fyrir stúdenta verð- ur haldið laugardaginn 15. nóvem- ber í sal 2 í Háskólabíói kl. 13-17.30. Tilgangur EJS með því að bjóða stúdentum til Microsoft-þings er að efla tengsl fyrirtækisins við skólana og gefa skólafólki tæki- færi á að fræðast um tækni sem nýtur vinsælda í atvinnulífinu og hvað er á döfinni hjá stærsta og áhrifamesta hugbúnaðarfyrirtæki heims. Það verða starfsmenn EJS sem flytja fyrirlestra," segja þeir jafn- framt. Dagskrá þingsins er eftirfar- andi: Kl. 13.00-13.55: Inngangur og yfirlit. Kl. 14.00-14.45: Windows NT 5.0. Helstu nýjungar í NT 5.0. Kl. 14.50-15.35: Active Server Pages. Kynning, yfirlit og forritun á Active Server Pages-síðum ásamt noktun Active Data Objects við gagnagrunnstengingar á vef. Kl. 15.35-15.50: Hlé. Kl. 15.50-16.35: COM. Hluta- forritun og dreifð vinsla. ActiveX miðlarar og stjórntæki. Grundvall- aratriði COM. Hagnýting DCOM. Kl. 16.40-17.25: Gagnvirkar vefsíður. Dynamic HTML, virkir gagnastraumar. Kl. 17.25-17.30: Þingslit. Aðalfundur Landverndar á laugardag AÐALFUNDUR Landverndar verður haldinn í Norræna húsinu laugardaginn 15. nóvember kl. 10. Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Hjörleifur Guttormsson al- þingismaður fjalla um leiðina frá Ríó og stöðu Islands. Erindi Hjörleifs, sem hefst kl. 13, fjallar um stöðu íslands vegna þátttöku í alþjóðasamningum um umhverfismál. í fréttatilkynningu frá Landvernd kemur fram að Hjör- leifur Guttormsson hafi tekið þátt í umræðum um umhverfis- og nátt- úruverndarmál hérlendis og erlend- is um áratuga skeið og sat hann m.a. heimsráðstefnu SÞ í Ríó. Námskeið fyrir foreldra við skilnað í GERÐUBERGI verður námskeið fyrir foreldra við skilnað eða sam- búðarslit, á morgun, laugardag. Námskeiðið stendur frá kl. 13-18 og er leiðbeinandi Helga Hannes- dóttir bama- og unglingageðlæknir. Á námskeiðinu er farið yfír mis- munandi tilfinningaviðbrögð barna eftir aldri, hvernig böm upplifa skilnað foreldra, hvað eiga foreldr- ar að segja barni við skilnaðinn, hvemig geta foreldrar hjálpað barni við skilnað, hvernig er hægt að forðast „skilnaðarbrellur", ár- angursrík tjáskipti foreldra meðan á skilnaði stendur, samstarf for- eldra meðan á skilnaði stendur og eftir hann, hvernig myndast ný fjöl- skyldutengsl, áhrif tímaplana o.fl. Laugardaginn 29. nóvember nk. mun svo Gerðuberg í samvinnu við Helgu standa fyrir fyrirlestri um skilnaðinn sem sérstaklega er ætl- aður bömum og unglingum á aldr- inum 7-14 ára en hann verður auglýstur nánar síðar. Fundur um háskólalög STÚDENTARÁÐ Háskóla íslands stendur fyrir hádegisfundi í dag, föstudag, í stofu 101 Odda. Yfir- skrift fundarins er Ný lög um há- skóla: Kúvending á íslenskri menntastefnu? Frummælendur verða Bjöm Bjarnason, menntamálaráðherra; Páll Skúlason, rektor Háskóla ís- lands og Haraldur Guðni Eiðsson, formaður Stúdentaráðs. Meðal þess sem rætt verður er upptaka skólagjalda við Háskóla íslands, ráðherraskipaðir fulltrúar í háskólaráði og ráðherraskipun rektors. Opinn fundur um kynferðis- ofbeldi OPINN kynningarfundur verður haldinn í safnaðarheimili Landa- kirkju á starfsemi neyðarmóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur vegna nauðgana laugardaginn 15. nóvem- ber kl. 9. Þar mun Guðrún Agnarsdóttir læknir tala ásamt fjómm öðmm sérfræðingum sem starfa að þessu málefni. Er almenningi boðið að koma til kynningarfundar sem jafn- framt er ætlaður fagaðilum í Eyj- um. Kl. 10.30 hefst framhaldsfund- ur sem eingöngu er ætlaður þeim fagaðilum sem koma að þessu mál- efni í starfi sínu. Auk Guðrúnar mun lögmaður, læknir, ráðgjafi og hjúkrunarfræðingur taka til máls og hver og einn géra grein fyrir hlutverkum sínum. Markmið fundarins er tvíþætt. Annarsvegar að kynna almenningi fagleg vinnubrögð og viðhorf í þess- um málaflokki og hinsvegar að samhæfa störf fagaðila að þessum málum í Vestmannaeyjabæ. Sýslumannsembættið, Heilsu- gæslan, Vestmannaeyjabær og Landakirkja standa að fundinum og er fólk hvatt til þátttöku. Basar Dóm- kirkjukvenna á laugardag HINN árlegi basar Kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar verður laugardaginn 15. nóvember í Safn- aðarheimili Dómkirkjunnar í Gamla Iðnskólanum, Lækjargötu 14a, og hefst hann kl. 14. Þetta er kökubasar ásamt handavinnu. Einnig verður selt kaffi og vöfflur með rjóma. Ágóð- inn af basarnum fer til að styrkja það starf, sem kirkjunefndin vinnur fyrir Dómkirkjuna og til líknar- mála. SJÖTÍU manna hópur í hnattreisu með Heimsklúbbi Ingólfs er nú staddur í Ástralíu. Hér er hópur- inn við höfnina í Sydney með óperuhúsið í baksýn. Heimsklúbburinn á Is- Nóvembervaka lendingahófi í Sydney ^kfuk^ HNATTREISA Heimsklúbbs Ingólfs gengur samkvæmt áætl- un og er hópurinn nú staddur í Sydney íÁstralíu. Annað kvöld stendur íslendingafélagið þar ásamt Heimsklúbbnum fyrir ís- lendingahófi fyrir hópinn. í Sydney hafa ferðalangarnir skoðað Óperuhúsið og í dag er farið í Bláfjöllin sem eru þekkt NÚ á haustmánuðum eru haldin fermingarbarnanámskeið í sum- arbúðunum KFUM í Vatnaskógi, þar sem um 2.000 börn, aðallega af suðvesturhorni landsins, koma til þess að fræðast um grundvall- aratriði kristinnar trúar. í sumar voru rúmlega 1.000 strákar í sumarbúðunum, auk karlaflokks og tveggja feðga- flokka, en vinsældir feðgaflokk- MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Guð- mundi Guðmundssyni fyrir hönd Sementsverksmiðjunnar hf. vegna fréttar um áform dansks fyrirtækis um að koma upp aðstöðu í Þorláks- höfn og sölu á sementi hér á landi. Fréttin er byggð á upplýsingum Guðmundar Hermannssonar sveit- arstjóra Ölfushrepps og fleiri í Morg- unblaðinu á miðvikudag: 1. Fram kemur að innflutningur sements sé nú orðinn frjáls. Hið rétta er, að innflutningur á sementi hefur yerið frjáls í rúma tvo áratugi. 2. Fram kemur, að virkjanir á landinu séu byggðar úr dönsku sem- enti. Hið rétta er að allar stórvirkjan- ir á íslandi eru byggðar úr íslensku sementi nema Búrfellsvirkjun en í hana var notuð blanda af dönsku og íslensku sementi, sem framleidd útivistarsvæði og þar verða einnig skoðaðar vínekrur. Áður var komið við í Perth en alls dvelur hópurinn vikutíma í Ástr- aliu áður en haldið verður áfram. Segir í frétt frá hópnum að ferðin hafi gengið með ágæt- um, hún sé þægileg og gagn- stætt því sem margir héldu - ekki erfið. anna hafa aukizt að mun frá því að þeir byrjuðu fyrir fjórum árum. Um þessar mundir er verið að loka nýjum vistaskála í Vatna- skógi fyrir veturinn, og mun hann leysa af þreyttan skála, sem nefndur er Laufskáli, fyrrver- andi starfsmannaskáli við Búr- fellsvirkjun, svo hann var veru- lega kominn til ára sinna. var í Sementsverksmiðjunni. Á þeim tíma var talin hætta á alkalíþenslu í steypunni þar. Steypan með ís- lenska sementinu í stórvirkjunum hérlendis hefur reynt mjög vel, þrátt fyrir ströng umhverfisáhrif á hálend- inu. Áhugavert er því að niðurstöður rannsókna á steypu í íslenskum virkjunum hafa aðeins á einum stað sýnt merki um alkalíþenslu, en það er í dönskum steypubitum, sem fiutt- ir voru til landsins í brú tengda Búrfellsvirkjun (Heimild: Sveinbjörn Sveinbjörnsson, verkfræðistofunni Hönnun, erindi flutt á „steinsteypu- degi^ 1995). 3. Fram kemur, að viðkomandi sement sé selt á 60% lægra verði í Danmörku en íslenskt sement hér. Skv. upplýsingum Sementsverk- smiðjunnar er hér ekki um sambæri- leg verð að ræða. KFUM og KFUK í Reykjavík efna til nóvembervöku sunnudagskvöld- ið 16. nóvember kl. 20. Á samverunni mun Þorvaldur Halldórsson söngvari leiða lofgjörð og söng. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri félaganna, flyt- ur hugleiðingu. Boðið er til fyrir- bænar fyrir þá sem þess óska. Nóvembervakan er öllum opin. Mánaðarlegar vökur í starfi félag- anna koma til viðbótar fjölskyldu- samkomum sem eru kl. 17 alla sunnúdaga. Skipstjóri með fyrirlestur KEN KNOX, skipstjóri frá Hull, heldur fyrirlestur í Hátíðarsal Sjó- mannaskólans kl. 15.00. Fyrirlest- j urinn fjallar um samstarfshóp ] skipstjóra „North Atlantic Fishing ; Captains Liaison Group“. Samstarfshópur skipstjóra á fiskiskipum við Norður-Atlantshaf hefur fjallað um betri nýtingu á auðlindum hafsins og sjávarbotns- ins með tilliti til fiskveiða, leit eft- ir olíu og gasi ásamt því hvar neðansjávarlagnir, sæsíma- og raf- ! magnskaplar, olíu-, gas- og vatns- leiðslur eru lagðar og liggja á botni j sjávar. Ennfremur verður fjallað um öryggismál og þær hættur sem eru < samfara fiskveiðum, vegna nátt- ! úruafla og af mannavöldum vegna f mannvirkja og lagna á sjávarbotni. LEIÐRÉTT Grein um París í LOKAFRÁGANGI greinar um^ París í ferðablaði Morgunblaðsins 9. nóvember sl. urðu nokkur mis- tök. Myndatextar víxluðust neðar- lega á opnunni þannig að Orsay- listasafnið var sagt nýtt lands- bókasafn og öfugt. Þá voru misvís- andi greinarskil sett í upptalningu áfangastaða í fyrsta dálki ramma neðst á opnunni og texti rammans hafði engan endi, en blaðamaður hafði lokið honum með setningu um Versali: „barokk Lúðvíks XIV í höll hallanna." Beðist er velvirðingar á þessum. mistökum. Beskytteren RANGT var farið með nafn á dönsku varðskipi, sem nú er í flot- kvínni í Hafnarfirði, í frétt í blað- inu í gær. Skipið heitir Beskytteren og er beðist velvirðingar á mis- tökunum. Fermingarbamanám- skeið í V atnaskógi Athugasemd við sementsfrétt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.