Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINIUINGAR FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 49 sínu og eftir það tók hann við stöðu yfirlæknis Sjúkrahússins í Keflavík. Ég kynntist fyrst Kristjáni og fjöl- skyldu hans þegar þau fluttu til Reykjavíkur frá Patreksfirði og elsti sonur þeirra Valgerðar, Halldór, varð bekkjarbróðir minn í gagnfræða- skóla. Við áttum mýmörg sameigin- leg áhugamál og vorum heimagang- ar á heimilum hvor annars. Það er ef til vill undarleg tilviljun að vegir fjölskyldna okkar höfðu skarast áður þegar Kristján, foreldr- ar hans og systkini bjuggu enn í Hælavík á Hornströndum og afi minn Karl var vitavörður á Hombjargsvita upp úr 1930. Eftir að Kristján og fjölskylda fluttu til Keflavíkur varð nokkurt hlé á sam- bandi við hann og flölskyldu hans. Undirritaður hóf síðan nám við Læknadeild og þegar komið var á síð- ustu árin voru nemendumir oft á tíðum sendir út um land til afleysinga og það kom í minn hlut að fara til Kefla- víkur. Þar hitti ég fyrir heiðursmann- inn Kristján Sigurðsson yfiriækni, sem allir augsýnilega báru mikla virðingu fyrir. Að auki voru þar valinkunnir menn í hveiju starfí, bæði á sjúkrahús- inu og heilsugæslunni. Fyrir ungan mann sem var að stíga sín fyrstu og reikulu spor í lækningunum var Kristján mikill viskubrunnur. Hann kunni ráð við, ! að mér fannst, öllum kvillum en hafði þó næmt skyn fyrir takmörkum sín- 1 um og hikaði ekki við að leita ráða i til sér fróðari manna um flókin mál. Handbragð hans við aðgerðir var einstakt. Þar var augljóslega lista- maður á ferðinni, mjög handlaginn og fljótur að sjá bestu lausnirnar. Það er sagt að bestu ummæli sem læknar fá sé þegar starfsbræður leita lækninga til þeirra. Hiklaust hefði ég lagst undir hnífinn hjá Kristjáni Sigurðssyni. Kristján var dugmikill kennari og | sagði sífellt til um hin ýmsu vanda- | mál. Það vakti og undrun mína hve vel hann var að sér í nýjustu lyfja- meðferð. Ég hafði verið á sjúkrahús- unum í Reykjavík stuttu áður og taldi þau eins og gengur Mekka allr- ar læknisfræði á landinu. Þar skipti ég fljótt um skoðun. Með úrvals- mönnum er hægt að stunda bestu læknisfræði hvers tíma á litlum sjúkrahúsum. Kristján Sigurðsson í var gott dæmi um þetta. i) , Frú Valgerður og afkomendur: I Ég votta ykkur mína dýpstu samúð " þegar við kveðjum einstakan af- bragðsmann. Arthur Löve. Þegar menn kveðja þennan heim og halda á fund eilífðarinnar hafa þeir skilið eftir sig spor í þessu jarð- j ríki sem grópast misdjúpt. Sumir hafa ■ verið svo lánsamir að skilja eftir sig minningar sem eftirlifendur geta omað ? sér við, hvort sem um er að ræða | nánustu ættingja, vini, samstarfsmenn 9 eða kunningja. Slíkir menn eru láns- amir því þeirra verður minnst með virðingu, enda hafa þeir skilið eitthvað eftir af sjálfum sér öðrum til góðs. Þeirra braut er rósum stráð. Slíkan mann hafði Kristján Sigurðsson að geyma. Hann var einn af síðústu full- trúum þeirrar kynslóðar læknastéttar- s innar sem „allt“ gat. Allt í þeim skiln- ingi að margar þær sérfræðigreinar | handlækninga sem nú er dreift á milli Imanna í ljósi sérhæfingarinnar sam- einuðust i höndum þessa manns. Þann- ig sinnti hann samtímis almennum skurðlækningum, kvensjúkdómum, háls-, nef- og eymalækningum, þvag- færaskurðlækningum, bæklunarlækn- mgum og almennum lækningum, svo nokkuð sé nefnt. Ekki aðeins að hann sinnti þeim, heldur var orðstír hans slíkur að sjálfsagt þótti að sérfræðing- amir sjálfír sendu honum verkefni til | að leysa fyrir sig. I® Þessi prúði, hægláti maður átti hjörtu allra, bæði sjúklinga og sam- starfsfólks. Hann virtist kunna að leysa öll vandamál án eftinnála. Hann skellti ekki hurðum á eftir sér °g gekk ekki á tréskóm á fólki. Honum féll aldrei illt orð til nokk- urs. Hann kunni hins vegar listina að bregðast við á hljóðlátan hátt þannig að meiningin skildist. Þegar flautið hans eða lagstúfurinn sem ■ hann raulaði fyrir munni bárust eyr- um samstarfsfólksins var eins og | værð kæmist á annars erilsaman starfsvettvang. Undirritaður kynnt- ist Kristjáni ekki fyrr en á seinni hluta starfsferils hans en fann strax að nærvera við hann gerði manni gott. Hvorki örbirgð bernskuáranna né sólarhringsvaktir árum saman höfðu náð að rýra þann mannkær- leika sem hann bar fyrir samferða- fólki sínu. Hann hélt sinni reisn og færni í starfi ajlt til starfsloka og þegar hann kvaddi sjúkrahúsið eftir giftusaman starfsferil þótti sjálfsagt að leita til hans aftur ef sóst var eftir tímabundinni afleysingu. Við starfsfólk Sjúkrahúss Suður- nesja sem nú kveðjum þennan fyrr- verandi starfsfélaga viljum votta frú Valgerði Halldórsdóttur og börnum þeirra hjóna okkar dýpstu samúð. Við minnumst þessa manns sem góðs drengs og sanns yfírlæknis. Konráð Lúðvíksson, yfir- læknir fæðingardeildar Sjúkrahúss Suðurnesja. Elsku Kristján, nú ert þú hjá Guði. Ég trúi að hann hafí sent engla sína að taka á móti þér og að litli engill- inn minn hafi verið þar á meðal. Hvíl þú í friði í Jesú nafni. Þegar ég sá þig í fyrsta sinn á Otrateignum fyrir 20 árum sast þú og last í blaði. Þú hafðir hvíta hanska á höndum. Skýringin var sú að þú hafðir haft exem eða ofnæmi og varst að veija hendur þínar. Skurð- lækningar voru þitt ævistarf og hendumar verkfæri þín í starfinu. Hvítu hanskarnir voru táknrænir fyrir góðverkin þín. Ég fékk að njóta verka þinna oft- ar en einu sinni og finna hve blíðar og læknandi hendur þínar voru. Þú varst ekki margmáll og flíkað- ir ekki tilfinningum þínum. Vand- virkur, kvikur og léttur í hreyfingum söngst þú fyrir munni þér sama á hveiju gekk. Fyrstu búskaparárin okkar Hjalta bjuggum við í kjallaranum á Otra- teignum undir verndarvæng ykkar Valgerðar. Oft vorum við líka hjá ykkur í Keflavík um helgar og í fríum. Hvergi var betra að lesa und- ir próf en hjá ykkur. Ró og friður og regla á öllum hlutum. Á menntaskólaárum mínum fékk ég vinnu tvö sumur á sjúkrahúsinu þínu í Keflavík. Þar sá ég hversu mik- il virðing var borin fyrir þér og störf þín mikils metin. Þú leyfðir mér einu sinni að vera viðstödd skurðaðgerð og útskýrðir allt svo vei fyrir mér. Oft hafíð þið Valgerður komið okk- ur Hjalta til hjálpar á erfiðum stund- um. Ég gleymi ekki hve fegin ég var að sjá ykkur í Svíþjóð þegar við vorum nýflutt þangað með Tryggva nýfædd- an og Trausta 4 ára. Eg veiJctist og búslóðin var óupptekin, og ryk og skítur um allt. Hjalti varð að byija að vinna í nýrri vinnu. Þið komuð eins og englar af himni og komuð öllu í samt lag og veittuð okkur ör- yggi og hlýju eins og ávallt. Þær áttu eftir að verða fleiri heimsóknimar ykkar til Svíþjóðar. Yndislegt var líka að hafa ykkur þegar Ámi Garðar okkar fæddist og var skírður á Lasa- rettinu í Vasterás. Þá leiddir þú söng; inn er við sungum skímarsálminn Ó blíði Jesú blessa þú og sænski prestur- inn var alveg heillaður. Þakka þér, Kristján, fyrir alla hjál- pina. Það var sama hvað ég bað þig um þú tókst því ávallt vel. Þær vom ófár ferðirnar sem nú fórst með okk- ur Ragnheiði Perlu á Landspítalann, þegar hún var veik og þurfti að mæta til rannsókna og lækninga iðu- lega eldsnemma á morgnana. Alltaf vaknaðir þú fyrstur, hitaðir bílinn og gerðir allt sem þú gast til að gera okkur veikindi hennar léttbær- ari. „Hringiði þegar þið eruð búnar.“ Og svo varstu kominn Eiríksgötu- megin. „Hvernig gekk?“ og svo spjölluðum við um læknana og rann- sóknirnar og þú útskýrðir fyrir mér það sem ég skildi ekiri. Síðustu ár eftir að þú varst hættur störfum í Keflavík komstu stundum að leysa af í Eyjum. Þú varst þá í kjallaranum hjá okkur, það var svo þægilegt að hafa þig í húsinu. A Þjóðhátíð ’95 varstu hjá okkur og við fórum saman í Dalinn bæði að upplifa Þjóðhátíðarsteinmningu í fyrsta sinn. Hjalti var á vakt og átti ekki heimangengt en þú hjálpaðir mér með barnakerruna í og úr bekkj- arbílnum og saman nutum við brenn- unnar, flugeldanna og brekkusöngs- ins sem þú tókst undir með þinni góðu söngrödd. Þessar minningar eru mér mjög dýrmætar. Aldrei kvartaðir þú þótt heilsan væri farin að bila síðustu árin, þú barst erfiðleika þína í hljóði, vildir ekki íþyngja neinum. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Valgerður og börn, Guð blessi ykkur öll. Vera Björk Einarsdóttir. Kristján Stefán Sigurðsson verður til moldar borinn hinn 14. nóvember, nákvæmlega 73 árum eftir að hann kom í heiminn vestur í Hælavík. Leið- ir mínar og þessa ágæta starfsbróður míns lágu ekki saman fyrr en ég tók nokkrar helgarvaktir á Sjúkrahúsi Keflavíkurlæknishéraðs, eins og það nefndist þá. Var ég þá aðstoðarlækn- ir, en Kristján yfírlæknir sjúkrahúss- ins. Nokkur aldursmunur var á okk- ur, Kristján langt kominn með læknis- fræðina þegar ég fæddist nokkru sunnar í Strandasýslunni. Þegar kynni okkar hófust var Kristján því kominn yfír sextugt og hárið sem áður bar svarta „Strandalitinn" skart- aði silfri. Hann var enn kvikur í hreyf- ingum, skarpleitur, augun snör en ósjaldan í þeim kímnisglampi. Hann var læknir Suðumesjamanna frá febr- úar 1971 og sinnti því starfi í meira en tuttugu ár. Starf það var erilsamt í meira lagi og lengi framan af má segja, að hann hafí verið á stöðugri vakt nætur sem daga. Hann hafði sem sérgrein almennar skurðlækningar, en sinnti í raun einnig slysum hvers konar svo og fæðingum og kvenlækn- ingum, ófáir eru þeir hér sem hann hjálpaði í heiminn. Ekki voru til stað- ar bæklunarlæknar eða kvenlæknar svo Kristján gerði að brotum, skar keisaraskurði og allar almennar að- gerðir auk þess að sinna hér sjúkra- deildinni. Var læknir í besta skilningi þess orðs. Þau hjónin bjuggu lengst af í lækn- isbústað gengt sjúkrahúsinu, og ófáar allar þær ferðir sem hann fór þar á milli á nóttu sem degi. Við sem störf- um í dag eigum erfitt með að setja okkur í þau spor og mundi eflaust hijósa hugur \dð slíku vinnuálagi. Aldrei heyrði ég Kristján þó æðrast yfir þessu né öðru, en ef um var rætt svaraði hann af sinni venjulegu hógværð. Árið 1990 flutti égtil Kefla- víkur og hóf störf við hlið Kristjáns og þó kynni okkar hafí ekki staðið lengur en þetta tel ég mig þekkja manninn vel. Það eru sennilega fáar aðferðir betri til að finna hvem mann menn geyma, en að vinna með þeim alla daga oft í erilsömu og krefjandi starfí. Ef menn síðan þurfa að deila móttökuhúsnæði og koma sér saman um nýtingu skurðstofu vill nú oft reyna á þolrifín. Aldrei bar minnsta skugga á samstarf okkar Kristjáns þessi ár og aldrei fór hnjóðsyrði á milli. Ég hefði ekki getað óskað mér betri yfírlæknis hér og hefði gjaman viljað njóta félagsskaparins og reynslu hans og þekkingar lengur en varð. Það fór ekki framhjá okkur vinnufélögunum, að líkamleg heilsa hans á þessum árum var farin að gefa sig og hann varð nokkrum sinn- um alvarlega veikur. Hann gerði þó sem minnst úr því sjálfur og tók því sem að höndum bar af sínu venjulega æðruleysi. Eftir að hann lét af störf- um kom hann þó og leysti af á sjúkra- húsinu í tvígang og ekki laust við að glaðnaði yfír starfsfólki og sjúkling- um er heyrðist flautaður lagstúfur frammi, og kunnuglegt fótatak færð- ist inn ganginn. Kristján lætur eftir sig þann besta minnisvarða sem nokkur maður get- ur óskað sér, börnin sín fimm sem bera vitni góðu upplagi og uppeldi hans og Valgerðar konu hans. Kristján minn, ég votta þér virð- ingu mína sem læknis og þakka þér samstarfið okkar allt. Einhvern veg- inn tókst þér alltaf að koma fram við mig eins og jafningja alveg frá því að ég kom hér aðstoðarlæknir og væntanlega verið ósköp blautur bak við eyrun. Ég er efins um að stofugangar tíðkist hinum megin og trúlega er ekki kastað þar flugu í hyl, en illa þekki ég þig ef þú verður þar aðgerðarlaus til lengdar. Þér, Valgerður mín, og afkomendum ykk- ar vottum við hjónin samúð okkar og hluttekningu. Við og aðrir vinnu- félagar ykkar munum ætíð minnast hans með hlýhug og virðingu. Hrafnkell Óskarsson. Matur og matgerð Regla í frystikistunni og unghænu- uppskrift Eins o g fleirum hefur Kristínu Gestsdóttur gengið illa að hafa reglu á matvælum í frystikistunni, en nú þykist hún hafa fundið lausnina. HVER kannast ekki við að hafa leitað að því sem við vitum að við eigum í kistunni en ekki fundið? Um daginn vantaði mig stóran plastpoka undir kæfu í smá- plastpokum sem ég ætlaði að frysta en átti engan. Þá greip ég gamalt munstrað kodda.ver í stað- inn, þar með var lausnin fundin. Plastpokar eru hver öðrum líkir og þeir vilja rifna. Ég tók saumavélina fram og saumaði nokkra mislita poka úr ýmsu efni sem til féll, setti snúru í þá og skrifaði með tússpenna á þá hvað í þeim er eða hengdi pappamiða í snúruna. Síðan skrifaði ég lista yfir þetta og límdi á vegginn fyrir ofan frystkistuna og nú er loks regla á hlutunum í kistunni. Pokana er auðvelt að fínna, eng- ir tveir eru eins. Matvælin í tau- pokunum eru að sjálfsögðu í plastpokum. Þegar ég var að flokka matvælin í pokana, fann ég á botninum unghænu sern ég hafi keypt um daginn en ekki fundið þegar til átti að taka. Unghænur eru ódýr matur og oft á tilboði. Talsverð fita er utan á þeim sem fáir kæra sig um að borða, því verður að ná henni af. Ég hamfletti hænuna og fjar- lægði mestalla fitu og notaði skæri við það, en það er talsverð vinna og heldur leiðinleg. Sumir sjóða hænuna í súpu eða pottrétt og fleyta fituna ofan af eftir suðu. Við erum bara tvö í heim- ili og ekki þurftarfrek og fyrr- nefnd hæna dugði í tvær máltíð- ir handa okkur. Bringubitarnir tveir fóru í eins konar djúpsteik- ingu, aðferð sem ég nota lítið, en voru geysigóðir. Hitt fór í pottrétt. Hálfdjúpsteiktar unghænubringur (notió litinn pott) 2 bringubitar af einni hænu __________'h tsk. salt_____ mikið af nýmöluóum pipar ____________1 e99__________ ________2 msk. eplosafi____ ________1 dl brauðrasp_____ ________1 + 2 msk. hveiti__ 2 dl matarolía, já þetta er lítið 1. Losið lundirnar frá en sker- ið bringubitana í breiðar ræmur. Stráið salti og pipar á kjötið. 2. Sláið eggið í sundur með eplasafa og 1 msk. af hveiti. 3. Stráið 2 msk. af Jiveiti á kjötbitana, veltið síðan upp úr eggjahrærunni og loks raspinu. 4. Hitið matarolíu í pottinum, steikið bitana í olíunni í um 15 mínútur. Snúið bitunum oft og minnkið hitann allverulega, þeg- ar skorpa er komin á. Látið lokið vera á pottinum undir lokin. Meðlæti: kartöflur og hrásalat. Unghænugpott- réttur meó eóa án bringu 1 unghæna sem búið er að fituhreinsa og hamfletta 'h-1 tsk. salt 1 hálfdós niðursoðnirtómatar 2 dl vatn 1 lárviðarlauf 6 svört piparkrn 1 frekar lítill laukur 2 hvítlauksgeirar fersk steinselja 2 msk. hreinn rjómaostur hveitihristingur 1. Klippið hænuna í sundur, setjið í pott, stráið salti yfir. 2. Setjið tómata og safa úr dósinni í pottinn ásamt vatni, piparkornum og lárviðarlaufi. 3. Afhýðið lauk og hvítlauk, skerið smátt og setjið út í. Takið leggina af steinseljunni og sjóðið með en geymið laufið. 4. Sjóðið þetta við hægan hita í lz-2 klst. 5. Takið kjöt og bein upp úr soðinu, kælið örlítið og losið allt kjöt af og setjið aftur út í soðið en fleygið beinum. Takið stein- seljuleggi og lárviðarlauf úr. 5. Búið til hveitihristing og jafnið sósu, látið sjóða í 3 mínút- ur. Hrærið ijómaost út í. Gott er að bræða hann örlítið áður en hann er settur saman við, það má gera í örbylgjuofni. Klippið steinseljulauf yfír og berið á borð. Meðlæti. Soðin hrísgijón og heitt brauð. Sprotakál-h«lurp»ki 6ulr*tur-gulur —: Rauákál-rðsóttur- Rabartari-grínn- Fiskur- Ulár — Hakk-doppóttur- Svinakjöt-rauður- Kæfa-grirpoki Biauð- brúnn- i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.