Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 23
MORGUNB LAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 23 FRÉTTIR Rannsókn FBI á TWA-slysinu formlega lokið Reuters BRESKA barnfóstran Louise Woodward kemur út af skrif- stofu lögfræðinga sinna í Boston í Bandaríkjunum sl. miðviku- dagskvöld ásamt foreldrum sín- um og fylgdarmönnum. Wood- ward hefur haldið sig innan- dyra á hóteli frá því dómur yfír henni var mildaður 10. nóvem- ber sl. Hafa fjölmiðlar setið um hótelið. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst stuðningi við þá ákvörðun Hill- ers Zobels, dómara í máli Wood- ward, að ómerkja úrskurð kviðdóms, sem fann hana seka Clinton styður úr- skurðinn um morð að yfírlögðu ráði, og úrskurða hana seka um mann- dráp af gáleysi, en henni er gefíð að sök að hafa valdið dauða Matthews Eappens, átta mánaða drengs sem hún gætti. Fulltrúi forsetans sagði að Clinton telji að ákvörðun dómar- ans hafi verið réttmæt til þess að réttlætið næði fram að ganga, og það ætti einnig við um dóm Zobels, er gerði Woodward að sæta fangelsi í 279 daga, sem hún hefur þegar afplánað. Talsmaður Woodward- fjölskyldunnar sagði á miðviku- dagskvöld að hún reyndi nú að lifa eðlilegu lífí, eftir að Louise var látin laus. Hún getur þó ekki yfírgefíð Massachusettsríki fyrr en áfrýjunarmöguleikar í málinu hafa verið kannaðir. Bæði saksóknari og verjendur Louise hafa sagt að þeir hyggist áfrýja úrskurði og dómi Zobels. New York. Reuters. BANDARÍSKA alríkislögreglan, FBI, hefur formlega lokið rannsókn á hrapi Boeing 747 þotu bandaríska fiugfélagsins TWA úti fyrir New York á síðasta ári. í niðurstöðum FBI segir að „alls engar vísbendingar hafi fundist" um að glæpur hafi verið framinn, að því er New York Times greindi frá í gær. Að sögn blaðsins sendi aðalrann- sakandi lögreglunnar bréf þar sem greint var frá þessari niðurstöðu til fjölskyldna þeiiTa er fórust með vélinni. 230 manns, áhöfn og farþegar, voru um borð og komst enginn lífs af. Fulltrúar lögreglunnar sögðu að bréfin, undirrituð af James Kall- ström, yfirmanni New York-skrif- stofu FBI, hafi verið send til þess að það kæmi ættingjum þeirra er fórust ekki að óvörum er tilkynn- ing um lok rannsóknarinnar yrði gerð opinber næstkomandi þriðjudag. í bréfinu segir Kallström að starfsmenn sínir hafi yfirheyrt rúmlega 7000 manns, gert um- fangsmiklar tilraunir og ráðist í „mestu endurbyggingu flugvélar í sögu farþegaflugsins" án þess að finna eina einustu vísbendingu um að glæpur hafi verið framinn, að því er New York Times segir. Kallström segir ennfremur í bréfinu að öll hugsanleg atriði hafi verið rannsökuð til hlítar og banda- rísk stjórnvöld hafi gert sitt ýtrasta til þess að rannsóknin yrði sem ítarlegust. FBI hefur ætíð sagt að engar vísbendingar væru um að þotunni hafí verið gi’andað með sprengju eða flugskeyti, en með bréfinu er rannsókninni formlega hætt. FBI hóf rannsókn málsins strax eftir að þotan fórst, skömmu eftir flugtak frá JFK flugvelli við New York 17. júlí í íyrra. Rannsakendur bandaríska samgönguöryggisráðsins hafa haldið því fram síðan í fyrra að orsök slyssins hafi verið sú, að eldsneytisgufa hafi safnast saman í miðeldsneytistanki vélarinnar, en ekki hefur komið í ljós hvað hafi valdið því að kviknaði í gufunni. Reuters GORAN Persson og Tony Blair ræddu Evrópumál á fundi sínum í Downingstræti 10. Persson segir Svíþjóð ekki vera að einangrast London, Kaupinannahöfn. Reuter. GÖRAN Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, vísar því á bug að landið sé að einangrast í auknum mæli inn- an Evrópusambandsins vegna þeirr- ar ákvörðunar ríkisstjórnar hans að Svíþjóð verði ekki stofnríki Efna- hags- og myntbandalags Evrópu (EMU) eftir rúmt ár. Persson ræddi um Evrópumál við Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, í stuttri vinnu- heimsókn til London. „Við erum nánast í nákvæmlega sömu stöðu og ríkisstjórnir Bretlands og Dan- merkur. Við höfum sagt að við viljum bíða og sjá og að við verðum ekki með frá byrjun,“ sagði Persson eftir fund sinn með Blair. „Við erum nógu sterkir til að ganga inn, en við erum líka nógu sterkir til að bíða.“ Persson sagði að ástand ríkisfjár- mála væri einna bezt í Danmörku, Svíþjóð og Bretlandi. Þess vegna gætu öll ríkin tekið þátt í EMU, „en fyrst viljum við fá umræðu." Persson sagði að Svíþjóð myndi, eins og Bretland, berjast fyrir því að verða ekki útilokuð frá ákvörðunum um myntbandalagið, þótt landið stæði um sinn utan þess. Danir vilja fá að vera með í EMU-ráðinu Dönsk stjórnvöld munu einnig gera kröfu um að verða ekki útil- okuð frá óformlegum umræðum aðildarríkja EMU, að því er Niels Helveg Petersen greindi frá í fyrra- dag. Frakkland og Þýzkaland hafa komið sér saman um tillögu þess efnis að sett verði á fót óformlegt „EMU- ráð“ ríkja, sem taka þátt í mynt- bandalaginu. Gert er ráð fyrir að ráðið komi saman fyrh’ fundi fjár- mála- og efnahagsmálaráðherra Evrópusambandsins og ræði mál- efni myntbandalagsins. „Franska tillagan, sem Þýzkaland styður, um að aðeins ríki sem nota evróið taki þátt, er ekki að okkar skapi,“ sagði Helveg Petersen. „Þetta myndi j-ýða að Danmörk yi’ði útilokuð frá samræðum um mikilvæg hagsmunamál okkar, þ.e.a.s. innri markaðinn og gengissamstarfið.“ samM SAAÍBÍ SAM®Í FRUMSYND I DAG KRINGLUB8 SYND KL. 5, 6.30, 9 og 11 m iii nii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.