Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Eitt merkasta listaverkasafn í einkaeign boðið upp í New York eftir helgina
Fjórtán milljarð-
ar fengust fyrir
55 verk
New York. Reuters.
SAFN listaverka frá þessari öld,
sem talið er hið merkasta sem boðið
hefur verið til sölu á uppboði, seld-
ist fyrir hærri upphæð í New York
á mánudag en dæmi eru um með
listaverkasöfn í einkaeigu. Verkin
55 sem voru í eigu Victors og Sally
Ganz, seldust fyrir um 200 milljónir
dala, um 14,4 milljarða ísL kr. Um
2.000 manns tróðu sér inn í upp-
boðssalinn, fleiri en nokkum tíma á
listaverkauppboðum.
Hæst verð fékkst fyrir „Le
Reve“, (Drauminn) eftir Pablo
Picasso, 48,4 milljónir dala, um 3,4
milljarðar ísl. kr. Er það næsthæsta
verð sem fengist hefur fyrir
Picasso-verk. Alls voru tólf
Picassoverk seld fyrir 164 milljónir
dala, um 11,8 milljarða ísl. kr.
Af öðrum verkum má nefna að
„Kona situr i hægindastól" seldist á
um 24,7 milljónir dala, um 1,7 millj-
arða ísl. kr. og eitt af fimmtán verk-
um úr myndröðinni „Konumar frá
Algeirsborg" sem seldist fyrir um
31,9 milljónir dala, um 2,3 milljarða
ísl. kr. Þá fengust um 8,3 milljónir
dala fyrir „Lík og spegil" eftir Ja-
sper Jones, og 2,2 milljónir fyrir
höggmyndina „Ólokin, án titils eða
ekki enn“ eftir Evu Hesse.
Ganz-hjónin söfnuðu listaverkum
í hálfa öld en „Draumurinn“ var eitt
Reuters
„DRAUMURINN" sem Pablo Picasso málaði af ástkonu sinni, Marie-
Therese Walter.
CHRISTOPHER Burge hjá Christie’s uppboðsfyrirtækinu býður upp
mynd úr myndröðinni „Konurnar frá Algeirsborg" fyrir troðfullum sal
í New York.
keypti Sally aðeins eitt verk, ,Án 39 milljónir ísl. kr. Sally lést í janú-
titils“ eftir Jasper Jones, sem seld- ar sl.
ist á mánudag fyrir 550.000 dali, um
fyrsta verkið sem þau festu kaup á.
Greiddu þau um 7.000 dali fyrir
verkið árið 1941. Um tíma áttu þau
stærsta safn Picasso-verka í einka-
eign í Bandaríkjunum en auk
Picasso-verkanna söfnuðu Ganz-
hjónin verkum eftir Jasper Jones,
Robert Rauschenberg, Frank Stella
og Evu Hesse.
Safn hjónanna samanstóð af mál-
verkum, verkum unnum með bland-
aðri tækni, litógrafíum og högg-
myndum. Ganz-hjónin létu lítið á
sér bera og því fór fjarri að þau
teldust vellauðug. Victor Ganz smíð-
aði skartgripi og eiginkona hans
starfaði í stórverslun áður en þau
gengu í hjónaband.
Óbrigðult auga fyrir efnilegum
listamönnum
Hjónin reyndust hafa óbrigðult
auga fyrir efnilegum listamönnum
og góðum listaverkum. Voru þau á
meðal þeirra fyrstu sem uppgötv-
uðu Johns og Stella, en báðir urðu
listamennimir góðvinir hjónanna.
Þau fóru að jafnaði á milli listasafna
og gallería á laugardögum og skoð-
uðu listaverk.
Eftir að Victor settist í helgan
stein, var hann gerður að varafor-
seta stjórnar Whitney-listasafnsins.
Hann lést árið 1987 og eftir það
Keith Reed
syngur á
Egilsstöðum
KEITH Reed heldur einsöngstón-
leika í Egilsstaðakirkju laugardag-
inn 15. nóvember kl. 17. Tónleikarnir
eru á vegum Tónlistarfélags Fljóts-
Á efnisskrá
eru lög úr ýms-
um söngleikjum.
Undirleikari
verður Ólafur
Vignir Alberts-
son píanóleikari.
Keit er sigurveg-
ari í TónVakan-
um, tónlistar-
keppni Rfldsút-
varpsins 1997.
Þetta eru
fyrstu opinberu
tónleikamir sem
hann heldur á
Egilsstöðum en
þangað flutti
hann í fyrra frá
Þýskalandi.
Hann söng í ís-
lensku óperanni
og í Þjóðleikhús-
inu m.a. í Nifl-
ungahringnum eftir Wagner. Á að-
ventu mun hann stjóma flutningi á
óratóríunni Messíasi eftir G.F.
Hándel með heimamönnum.
----------------
Fyrirlestrar í MHÍ
NANA Petzet, þýskur myndlistar-
maður og gistikennari við MHÍ,
fremur gjöminginn „Endurvinnsla,
nei takk“, í Málstofu, fyrirlestrarsal
MHI í Laugamesi, mánudaginn 17.
nóvember kl. 12.30.
Anna Fjóla Gísladóttir ljósmynd-
ari og starfandi kennari við MHI
verður með fyrirlestur um konur,
sem starfað hafa sem ljósmyndarar
fyrr og nú, í fyrirlestarsalnum
Barmahlíð, Skipholti 1, miðvikudag-
inn 19. nóvember kl. 12.30.
dalshéraðs.
Ólafur Vignir
Albertsson
Hínn japanski Pan
iómim
Listasafn íslands
EINLEIKSTÓNLEIKAR
Einleiksverk eftir Yun, Takemitsu,
Fukushima, Yuasa, Lavista og Soll-
berger fyrir flautu án undirleiks.
Kolbeinn Bjarnason, flauta/alt-
flauta/bassaflauta. Listasafni ís-
lands, miðvikudaginn 12. növem-
ber kl. 20.30.
HÓGVÆRÐ hefur alltaf verið
talin til höfuðdyggða. En of mikið
má úr öllu gera. Á tímum þegar af-
þreyingarframboð síeykst, þarf að
berja bumbur til að draga áheyr-
endur upp úr hægindum heimil-
anna, og þarf sá sláttur núorðið að
vera meiri en nokkra sinni fyrr til
að kafna ekki í gylliboðaflóði
skrumsins. Fyrir aldarfjórðungi
hefði sú forkynning að einleikstón-
leikum Kolbeins Bjarnasonar sem
nú lokkaði um 20 manns á staðinn
eflaust nægt til að fylla sal Lista-
safns íslands (hefði hann verið til
þá) horna á milli. í dag þarf greini-
lega meira til.
Því er ástæða til að nefna þetta,
að gæði tónverka, og þó sérstak-
lega flutnings, voru hér í engu
samræmi við aðsókn. Þeim áheyr-
endum fyrirgefst kannski að vilja
„forðast eldinn" er oftar en einu
sinni hafa brennt sig á nýrri tón-
list, enda þótt liggi í hlutarins eðli
að slíkir tónleikar eru alltaf meira
happdrætti en þegar aldareynd
meistarastykki eru á boðstólum.
En í þessu tilfelli vék svo við, að
mörg tónverkin höfðu þegar sann-
að gildi sitt, þrátt fyrir tiltölulega
ungan aldur, og túlkun þeirra var
það framúrskarandi, að umsagn-
araðilji verður að hafa sig allan við
til að falla ekki í gryfju þórðar-
gleðinnar og núa fjarstöddum tón-
listarunnendum rækilega um nas-
ir hvað þeir misstu af mikilli upp-
lifun.
Það kann að vera ákveðin freist-
ing fyrir virtúósa eins og Kolbein
Bjarnason að takast stundum á
við verk sem gera tröllauknar
tæknikröfur umfram tilhöfðunar-
gildi, væntanlega ekki bara til að
sýna getu sína - í því hefur Kol-
beinn sannað sig fyrir löngu -
heldur ekki síður til að færa miðl-
ungsverk skör ofar í vitund
áheyrandans. Um gildi slíkrar , já-
kvæðrar blekkingar" má deila,
enda þótt varla leiki vafi á, að við-
komandi tónskáld hljóti að vera
meira en lítið þakklát, þegar svo
ber við. Þó var aðeins eitt verk á
dagskrá að þessu sinni, Hara fyrir
altflautu (1978), sem að mati und-
irritaðs gæti hugsanlega fallið
undir þá skilgreiningu, jafnvel
þótt svigrúm flytjandans hafi ver-
ið óvenju takmarkað, því skv.
munnlegri kynningu einleikarans
næðu túlkunarforskriftir tón-
skáldsins þar niður í nánast hvert
smáatriði. Ekki skorti höfund
þekkingu á blásturstækni, því
nærri því öllu var tjaldað sem síð-
ari áratuga framsækni hefur látið
sér til hugar koma, svo sem tví-
hljómabeiting, „Flatterzunge",
takkasmellir, örtónbil, glissandó,
hvísl á innsogi eða útsogi, söngur
með spili o.s.frv. En þrátt fyrir
hnökralausan og 100% málamiðl-
unarlausan flutning kom verkið
hlutfallslega flatast út í óneitan-
lega góðum hópi brátt sígildra nú-
tímaverka fyrir flautu án undir-
leiks, kannski ekki sízt fyrir þá
sök, að tvö síðustu verk fyrir hlé
voru sérlega áhrifamikil lítil
meistaraverk.
Þessar tvær einleiksperiur fyrir
C-flautu, Itenerant (1989) eftir
Toru Takemitsu og Mei (1962) eft-
ir Kazuo Fukushima, sköruðu
óhjákvæmilega nokkuð fram úr
hinum verkunum sex, þökk sé
miklu inntaki, vídd og spennu, sem
að hluta átti rætur að rekja til
blómlegrar náttúrulýríkhefðar
Japans. Mátti þar gruna, að ef Pan
væri uppi í dag, léki hann ekki á
syrinx, heldur á shakuhachi. Kol-
beinn blés af sérlega næmri innlif-
un, sem frábær tækni hans færði í
slíkt veldi, að skáldskapurinn hélzt
ávailt í fyrirrúmi, líkt og sönnum
listamanni sæmir bezt. Sjaldan
hafði maður heyrt aðra eins
styrkvídd eins og í þessum tveim
meistaraverkum, er báru öll merki
sígildleikans, allt niður í 5 p eða 6,
eins og þegar Kolbeinn lék
aipeggíó á yfirtónaformöntum,
svo að maður hélt í fyrstu að
kæmu lengst utan úr götu.
Salur Listasafnsins virtist í
flestu heppilega valinn fyrir
flautueinleik, því minni flautu-
gerðirnar, einkum G-flautan,
hljómuðu afar fallega, þó að óm-
tíminn hefði kannski mátt vera
ívið lengri fyrir hið dúnmjúka ang-
urværa bassaflautustykki Mexikó-
ans Lavistas, Lamento (1984),
sem ásamt Nocturno hans fyrir
altflautu (1982), er m.a. státaði af
afar fallegri tvíhljómanotkun, var
meðal hápunkta dagskrár. Minni í
sniðum, en engu að síður þokka-
full, voru verkin tvö eftir Kóreu-
búann Isang Yun, Æfíng (1974) og
Salomo, svo og hið japanska
Mai-Bataraki II fyrir altflautu
(1987) eftir Joji Yuasa.
Tónleikar þessir voru mikill sig-
ur, bæði fyrir nútímaflautuleik og
fyrir Kolbein Bjarnason, en hefðu
að sönnu mátt fara fram í minni
kyrrþey en raun bar vitni.
Ríkarður Ö. Pálsson
Málþing um
Árna Magn-
ússon
FÉLAG um átjándu aldar fræði
heldur Árnaþing um Árna Magnús-
son laugardaginn 15. nóvember í
Þjóðarbókhlöðunni, fyrirlestrarsal á
2. hæð. Máþingið hefst kl. 13.30 og
því lýkur um kl. 16.30.
Á málþinginu verður m.a. fjallað
um ákveðið efni sem varðar Árna og
hafa ekki verið gerð mikil skil áður.
Flutt verða fjögur erindi: Már Jóns-
son fjallar um réttlætiskennd Árna
Magnússonar og íslenskan almúga í
byrjun 18. aldar; Guðrún Asa
Grímsdóttir: Ofurfjöldi bréfa. Um
hlutdeild Árna Magnússonar í
Jarðabókaverkinu; Sigurður Pét-
ursson fjallar um latínukveðskap
tengdan Árna Magnússyni; sr.
Gunnar Kristjánsson kallar erindi
sitt: Stígvélaði kavílerinn. Um
Arnas Arnæus.
Að erindunum loknum fara fram
pallborðsumræður með þátttöku
fyrirlesara. Fundarstjóri verður
Kári Bjarnason, handritavörður.
Öllum er heimill ókeypis aðgangur.
-----------------
Er kirkjan í
takt við trúna?
“ÞAÐ telst vissulega til tíðinda þeg-
ar Gunnar Dal rithöfundur sendir
frá sér nýja bók. Bókin Lífið eftir
lífið er líka að því leyti einstök að
hún er mystísk skáldsaga en þó
byggð á persónulegri upplifun
Gunnars. Hann lýsir því í lok bókar-
innar hvað gerist þegar menn fæð-
ast til jarðarinnar, en slíka frásögn
er hvergi að finna í öðrum bókum,“
segir í tilkynningu frá IV-bókaút-
gáfunni.
í tilefni af útkomu bókarinnar er
boðað til almenns fundar sunnudag-
inn 16. nóvember kl. 14 í Borgartúni
6 í Reykjavík. Á þessum fundi mun
Gunnar Dal gera stutta grein fyrir
bókinni og flytja erindi sem hann
kýs að kalla: Er kirkjan í takt við
trú fólksins í landinu? Að erindinu
loknu mun Gunnar svara fyrir-
spurnum. Auk þess munu örfá mál-
verk Gunnar verða til sýnis. Hann
hefur málað alls um 30 myndir og
prýðir eitt þeirra forsíðu bókarinn-
ar.
Fundurinn er öllum opinn og er
aðgangur ókeypis.
-------♦-♦-♦-----
Ingunn Eydal
sýnir glerlist-
muni
INGUNN Eydal heldur sýningu á
glerlistmunum í vinnustofu sinni,
Vogaseli 9, dagana 15.-30. nóvem-
ber.
Ingunn hefur haldið tólf mál-
verka- og grafíksýningar hér
heima og erlendis og tekið þátt í
u.þ.b. 150 samsýningum um allan
heim.
í kynningu segir: „Nú hefur Ing-
unn kynnst töfrum glersins og unn-
ið af eldmóði við glerbræðslu og
listmunagerð og sýnir afraksturinn
í réttu umhverfi í vinnustofu sinni.“
Sýningin er opin daglega frá kl.
16-19 í nóvember. Vinnustofan
verður opin daglega frá kl. 16-19
til jóla.
-------♦♦♦-------
Nýjar bækur
ÍSLENSKT söngvasafn, sem verið
hefur ófáanleg um nokkurra ára
skeið, er endurútgefið. Fáar
nótnabækur hafa reynst tónmennt í
landinu eins notadrjúgar og
íslenskt söngvasafn. Val texta og
laga, en sérlega þó raddsetning
Sigfúsar Einarssonar tónskálds er
án efa undirstaða þeirra vinsælda,
sem bækurnar hafa notið.
Útgefancii er Bókafélagið. Bókin
er 240 bls. Leiðbeinandi verð er kr.
2.195.