Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 68
Mewu£d -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐID, KHINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI569II00, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK NÝJA B 757-200 þotan, sem Flugleiðir fá afhenta upp úr miðjum janúar, á að fara í fyrsta reynsluflug sitt um helgina. Myndin var tekin nýlega þegar vélin var á lokastigi í framleiðslulínu Boeing-verksmiðjanna. Ný þota Flugleiða í loftið um helgina SMÍÐI nýrrar Boeing 757-200 þotu Flugleiða lýkur nú í vikunni og er ráðgert að hún fari í fyrsta reynsluflug sitt um helgina. Flugleiðir munu taka við henni upp úr miðjum janúar og fer hún þá í vetraráætlun félagsins. Flug- leiðaþotan nýja fær skráningar- stafina TF-FIN. Flugleiðir hafa ákveðið kaup á tveimur B 757-200 þotum og tveimur B 757-300, sem er ný gerð og sjö metrum lengri, og síðan á félagið kauprétt á allt að átta B 757 þotum til viðbótar. Gætu þær komið til afhendingar á næstu átta árum. B 757-200 þotur geta flutt 224 farþega en TF-FIN verður hjá Flugleiðum með 189 sætum eins og aðrar B 757-200 sem félagið rekur. Til samanburðar má nefna að stærri þotan, B 757-300 gerðin, mun taka 228 farþega eins og hún verður útbúin fyrir Flugleiðir. í farþegarými nýju þotunnar verða 27 sjónvarps- skjáir af nýjustu gerð. Fyrstu vikurnar eftir að þotan er tilbúin til flugs verður hún lán- uð Boeing-verksmiðjunum til prófana á nýjum fjarskiptabúnaði um gervihnetti og ýmsum öðium rafeindabúnaði sem tengist sér- stakri áætlun Alþjóða flugmála- stofnunarinnar um flugleiðsögu- kerfi framtíðarinnar. I þeiri’i áætlun felst að fiugfjarskipti, flugleiðsaga og eftirlit með flug- umferð muni í framtiðinni að mestu fara fram um gervihnetti. Slíkur búnaður verður fyrst um sinn aðallega í flugi yfir Kyrra- hafi en mun síðar breiðast út til annarra svæða heimsins, meðal annars í flugi yfir Atlantshafið. A__ SIF gerir kaup- tilboð í físk- vinnslu í Noregi Er hluti af samsteypu Kjell Inge Rökke SÍF hf. hefur ásamt norskum sam- starfsaðilum í Noregi gert kauptil- boð í Hovden Fiskindustri as. í Bö í Vesteraalen. Eigendur Hovden Fiskindustri hafa tekið tilboðinu, en stjórnir fyrirtækjanna eiga eftir að samþykkja kaupin. Saman eiga SÍF - 'Áí. og norsku aðilarnir fyrirtækið Loppafisk í Finnmörku. Hovden Fiskindustri as. er í eigu Melbu Fiskindustri, en það er hluti af sjávarútvegssamsteypu norska kaupsýslumannsins Kjell Inge Rökke, Norway Seafood. Hovden Fiskindustri hefur verið leigt út að undanfornu, en um þessar mundir er verið að frysta síld þar. Róbert B. Agnarsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri SÍF, segir að í Hovden hyggist SÍF og norskir samstarfsaðilar leggja áherzlu á bolfisksöltun og síldarfrystingu. Með því móti aukist umsvif SIF í sölu á saltfiski, en auk þess er mikið af síld unnið hjá dótturfyrirtæki þess, Nord Morue, í Frakklandi. SIF hf. á nú fyrirtækið Mar-Nor í Tromsö, en það kaupir og selur fisk, mest saltfisk; helmingshlut í Loppa- fisk í Oksfjörd, sem einbeitir sér að bolfisksöltun og loks Hovden Fiskindustri með samstarfsaðilum sínum, gangi þessi kaup eftir. Auk þessa á SÍF hf. meðal ann- ars fyrirtækið Nord Morue í Frakklandi, rekur söluskrifstofu á Ítalíu og dótturfyrirtæki á Spáni og keypti nýlega fískvinnslufyrir- tækið Sans Souci á Nova Scotia í Kanada. Forsætisráðherra um Byggðastofnun ‘ Lánveitingrmi hugsanlega hætt DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að til álita kæmi að Byggðastofnun hætti með öllu lánveitingum til fyrirtækja á landsbyggðinni. Davíð sagði að miklar breytingar hefðu orðið á íjármálamarkaði frá 'dpVí lög um Byggðastofnun voru sett. „Með eflingu hlutabréfamark- aðar orkar meira tvímælis en áður að opinberir aðilar stundi áhættu- sama lánastarfsemi, þar sem komið hefur fyrir að ián séu afskrifuð jafn- harðan og þau eru veitt. Það er ljóst að lánveitingar stofnunarinnar skarast að nokkru leyti við starf- Sjsmi Nýsköpunarsjóðs atvinnulífs- ins, sem tekur til starfa um næstu áramót. Ég tel því að það komi til álita að hætta alfarið lánveitingum á vegum Byggðastofnunar um leið og starfsskipulag og hlutverk stofnun- arinnar verði endurskoðað,“ sagði forsætisráðherra. Hann sagði að stjórnvöld yrðu að horfast í augu við að þær aðferðir sem þau hafa beitt til þessa, til að reyna að viðhalda jafnvægi í byggð landsins, hafi ekki gert það gagn sem vonast var til. Þá yrðu stjórn- völd að horfast í augu við að mögu- leikar þeirra til að ákvarða eða hafa stjórn á fólksflutningum væru næsta takmarkaðir. Aðgerðir gegn fólksfækkun/10 Morgunblaðið/Þorkell AFLI Skarfakletts var færður í land til að létta trilluna og að unnt væri að kanna skenimdir. Skipverjar gengu í land TÆPLEGA sex tonna trilla, Skarfaklettur GK 3 frá Sand- gerði, strandaði við Setberg, um einn km sunnan Sandgerðis laust fyrir klukkan 20 í gærkvöld. Tveggja manna áhöfn trillunnar var engin hætta búin enda blíðu- veður og gengu skipverjar í land. Björgunarsveitir höfðu strax mikinn viðbúnað enda ekki vitað um aðstæður á strandstað né hvort unnt væri að bjarga mönn- unum frá landi eða af sjó. Milli 15 og 20 menn frá björgunarsveitun- um Sigurvon í Sandgerði og Ægi í Garði voru komnir á strandstað innan við hálftíma eftir útkall. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig köiluð út en aðstoð hennar afþökkuð áður en hún fór í loftið þar sem ijóst var að hægt var að bjarga mönnunum úr landi. „Þegar ég sá hversu stutt var í land varð mér ljóst að engin hætta var á ferðum,“ sagði Gunn- ar Þór Grétarsson, skipstjóri, á strandstað í gærkvöld þar sem hann var að bjarga aflanum frá borði með aðstoð björgunarsveit- armanna. Gunnar sagði að ein- hver sjór hefði komist í vél og hugsanlega í lestina enda fór bát- urinn nánast á hliðina þegar hann tók niðri á grynningunum en þá var að falla út. Sagði hann að þegar skemmdir hefðu verið kannaðar væri hægt að ákveða hvort hann yrði dreginn á flot eða hreinlega upp í sandfjöruna og fluttur burt. Björgunarskipið Elding GK var einnig kallað á strandstað og var til taks ef draga ætti bátinn á flot í nótt. Gunnar vildi ekki geta sér til um ástæðu strandsins en bátur- inn var á leið til hafnar í Sand- gerði. Gunnar gaf skýrslu hjá lögreglu á strandstað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.