Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Plastprent hlýtur íslensku gæða- verðlaunin PLASTPRENT hlaut íslensku gæðaverðlaunin, sem afhent voru í fyrsta sinn í gær, fyrir framúrskarandi gæði á sviði rekstrar og stjórnunar. Davíð Oddsson forsætisráðherra veitti Eysteini Helgasyni, framkvæmdastjóra Plast- prents, verðlaunin við hátíð- lega athöfn á Kjarvalsstöðum og er myndin tekin við það tækifæri. Islensku gæðaverðlaunin eru samstarfsverkefni Alþýðu- sambands Islands, forsætis- ráðuneytisins og Framtíðar- sýnar hf. Markmið þeirra er að veita fyrirtælqum og stofn- unum viðurkenningu fyrir raunverulegan árangur í gæðamálum og hvetja fyrir- tæki til að setja sér skýr mark- mið og meta stöðu sína. I umsögn matsnefndar verð- launanna segir að Plastprent hafi lengi verið í frumkvöðla- sveit íslenskra fyrirtækja á sviði stjórnunar og unnið af einurð eftir aðferða- og hug- myndafræði gæðastjórnunar undanfarin ár. Fyrirtækið sé með vottað gæðakerfi sam- kvæmt alþjóðlega staðlinum ÍSTISO 9002 en hafi þó síður en svo látið staðar numið í upp- byggingu gæðastjórnunar fyr- irtækisins við það. Meðal ann- ars hafi Plastprenttekið hug- búnaðinn Innskyggni, sem mæl- ir árangur gæðastarfs, í notkun fyrir tveimur árum og náð góð- um tökum á að nýta hann sem stjórntæki. „Plastprent hefur náð um eða yfir 50% árangri í flestum af níu meginþáttum Innskyggnis. Hæsta einkunn hefur fyrirtækið fengið í stefnumörkun, rekstrarárangri og nýtingu tækni, upplýsinga og aðfanga. I þessum þáttum hefur fyrirtækið náð nær 70% árangri samkvæmt matsreglum Innskyggnis, sem þykir mjög gott á alþjóðlegan mæli- kvarða,“ segir í niðurstöðum nefndarinnar. Morgunblaðið/Þorkell Afkoma kúabúa versnaði til muna á síðasta ári Hagnaður dróst saman og skuldirjukust AFKOMA og fjárhagur sérhæfðra kúabúa versn- aði til muna á árinu 1996. Hagnaður búanna til greiðslu á launum eigenda og vöxtum af eigin fé nam að meðallali 1.313 þúsund krónum og hafði lækkað að raungildi um 6,6% frá árinu 1995. Lækkaði hlutfall hagnaðar af veltu úr 23% 1995 í 21% 1996. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagþjónustu landbúnaðarins um niðurstöður bú- reikninga fyrir árið 1996. Niðurstöður stofnunarinnar byggjast á upplýs- ingum um rekstur 160 sérhæfðra kúabúa víðsveg- ar um landið á árinu 1996, en með sérhæfðum kúabúum er átt við bú sem eru með yfir 70% tekna af reglulegri starfsemi sinni af nautgripum. Þessi bú voru með 92 þúsund lítra framleiðslu- rétt á mjólk á árinu 1996 og hafði hann aukist úr tæplega 88.700 lítrum frá árinu 1995 eða um 3,8%. Tekjur hjá hverju búi voru að meðaltali 6,2 milljónir og hækkuðu um 2,7%. Lakari afkomu má einkum rekja til þess að afskriftir jukust að meðaltali um fimmtung á árinu 1996 og munar þar mest um niðurfærslu greiðslumarks, þ.e. vegna kaupa búanna á framleiðslurétti. Einnig hækkuðu vaxtagjöld um 9% á milli ára og sem hlutfall af veltu fóru þau úr 6,5% í 7%. Skuldir jukust um hálfa milljón Samkvæmt efnahagsreikningum búanna juk- ust skuldir um rúmlega 10% að meðaltali og eða úr nær 6 milljónum í rúmlega 6,5 milljónir. Að sama skapi lækkar eiginíjárhlutfallið um 3% á milli ára. Þá lækkar veltufjárhlutfall búanna úr 0,39 í 0,33, en veltufjárhlutfall sýnir hæfni bús til að inna af hendi greiðslur í náinni framtíð. Að sögn Jónasar Bjarnasonar, forstöðumanns Hagþjónustu landbúnaðarins, ber aukning skulda, rýrnun eiginfjárhlutfalls og rýrnun veltufjárhlutfalls vott um verri fjárhagslega stöðu árið 1996 en árið 1995. Nauðsynlegt sé að ræða nánar hvernig tryggja megi afkomu búgreinar- innar til framtíðar. „Það þarf að auka framleiðni í greininni, en jafnframt taka tillit til hertra reglna í nýrri mjólkurreglugerð. Auk þess þarf að hafa hliðsjón af þeirri samkeppni sem er framundan með meiri markaðsaðgangi erlendra mjólkurfram- leiðenda." Batnandi afkoma í sauðfjárrækt Hagþjónustan fjallar ennfremur um afkomu í sauðljárbúskap í skýrslu sinni og styðst þar við úrtak með 77 sauðfjárbúum. Þar er skýrt frá því að búin hafí að meðaltali til ráðstöfunar 673 þúsund krónur upp í laun eiganda og vexti af eigin fé. Eykst hagnaðurinn fyrir laun eiganda á milli ára um 8,5%. Hækkar hlutfall hagnaðar af veltu úr 22,5% á árinu 1995 í 23,5% á árinu 1996. Hins vegar hafa hreinar skuldir aukist úr rúmlega 2,3 milljónum að meðaltali í 2,5 milljónir. Lækkar eig- iníjárhlutfall milli ára um 1%. Jónas segir að sauðfjárbúin hafi verið að sýna betri árangur á árinu 1996, en vegna aukinna fjár- festinga hafi eiginfjárstaðan rýmað um 1 prósentu- stig. Eiginfjárhlutfall sé eigi að síður mjög hátt í þessari grein. „Afkoman hefur verið afar slæm undanfarin ár en nú hefur hægt mikið á afkomurým- uninni og það gæti bent til þess að botninum sé náð.“ Þróunar- sjóður sýknaður af kröfum Mata ehf. HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað Þró- unarsjóð sjávarútvegsins af kröfum Mata ehf. og 22 annarra aðila, sem kröfðust þess að forkaupsréttur þeirra að hlutafé Þróunarsjóðs í Búlandstindi hf., að nafnvirði tæp- lega 70 milljóna króna, yrði viður- kenndur. Með þessu staðfestir Hæstiréttur dóm héraðsdóms í mái- inu. Málið var höfðað af heildverslun- inni Mata ehf. og aðilunum 22 eftir að Þróunarsjóður hafði hafnað kröfu aðilanna um forkaupsrétt á hluta- bréfum sjóðsins í Búlandstindi. Mata og aðilarnir 22 áfrýjuðu þá málinu til Hæstaréttar í febrúar síðastliðn- um eftir að dómur héraðsdóms hafði failið Þróunarsjóði í vil. Aðilarnir kröfðust þess að viðurkenndur yrði forkaupsréttur þeirra allra að hluta- fé Þróunarsjóðs í Búlandstindi, sem boðið var til sölu í september 1996, til jafns við aðra forkaupsréttarhafa, sem gerðu kröfu til þess að nýta forkaupsrétt sinn að þessu hlutafé á meðan forkaupsrétturinn var virk- ur._ I dómi Hæstaréttar segir m.a. að á grundvelli lagaákvæða um Þróun- arsjóð verði að líta svo á að framsal áfrýjandans Mata efh. á hlutabréfum í Búlandstindi hf. til áfrýjanda geti ekki fært þeim forkaupsrétt að hlutabréfum Þróunarsjóðs í félaginu eins og áfrýjendurnir héldu fram. ----------» ♦ ♦--- Avöxtun ríkisbréfa lækkar ALLS bárust 7 tilboð að fjárhæð 519 milljónir króna að söluverði í útboði Lánasýslu ríkisins á ríkis- bréfum á miðvikudag. Bréfin eru með gjalddaga 10. október. Tekið var tilboðum fyrir 360 milljónir króna að söluverði. Meðal- ávöxtun samþykktra tilboða í bréfin var 7,98%. í kjölfar útboðsins á miðvikudag lækkaði ávöxtun ríkis- bréfa á Verðbréfaþingi um 19 punkta. Ávöxtunin hækkaði hins vegar í gær um 3 punkta. Lánasýslan bauð einnig út svo- kallaða VSK-víxla til 95 daga sl. mánudag. Alls bárust 5 gild tilboð að fjárhæð 2.050 milljónir króna. Tekið var tilboðum fýrir 1.200 millj- ónir króna, en þar af tók Seðla- banki íslands 400 milljónir króna á meðalverði samþykktra tilboða. Meðalávöxtun útboðsins var 6,87%. Næsta útboð ríkisverðbréfa er útboð ríkisvíxla þriðjudaginn 18. nóvember. Eitt verð Eitt verð Eitt verð Eitt verð Eittverð ÍFMT8 RG 1145 RG 1285 RG 2240 • H: 85 B:51 D:56cm • H:147 B:55 D:60 cm • H: 140 B:50 D:60cm • Kælir:! 14 Itr. • Kælir: 232 Itr. • Kælir:181 Itr. • Frystir: 14 Itr. • Frystir: 27 Itr. • Frystir: 40 Itr. RG 2255 • H:152 B: 55 D:60 cm • Kælir:183 Itr. • Frystir:63 Itr. RG 2290 • H:164 B:55 D:Ó0 cm Kælir:215 Itr. Frystir: 67 Itr. 4^ indesil KÆU- SKÁPAR ...I -þú fínnur örugglega skáp sem hentar þér! GC 1335 H:165 B:60 D:60 cm Kælir: 232 Itr. Frystir: 66 Itr. | Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi.Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúð.Búöardal Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi.Skagfiröingabúö.Sauöárkróki.KEA, Siglufiröi. KEA, ólafsfiröi. KEA byggingavörur.Lónsbakka, Akureyri.KEA, | Egilsstööum.Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði.Verslunin Vík, Neskaupstaö.Kf. Fáskrúðsfiröinga, Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn.KASK, Djúpavogi.Kf Stööfiröinga, Rás, Þorlákshöfn.Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavik. FIT, Hafnarfiröi Lágmúla 8 • Sími 533 2800 Umbobsmenn um land allt Vestfiröir: Geirseyrarbúðin.Patreksfiröi.Rafverk, Bolungarvik.Straumur.ísafiröi.Norðurland: Kf. Steingrímsfjarðar.Hólmavfk.Kf. V-Hún., Dalvík. Kf. Pingeyinga, Húsavík. Lóniö, Pórshöfn.Urö, Raufarhöfn. Verslunin Ásbyrgi, Kópaskeri. Austurland: Sveinn Guömundsson, , Stöövarfiröi.Hjalti Sigurösson, Eskifiröi. Suöurland: Klakkur.Vfk. Rafmagnsverkstæði KR, Hvolsvelli.Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.