Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 54
. 54 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens GfcWÆ> þAP/AÐTTL //£> ÁZ/Hjs/ / S/TÓ6A(ZFE££>/MJ /*>£& 1 telÐIEFnftL / TSMA NNlNUM, j VEfZEHJ/U \//£>A£> F/ 7CHSA 1 yr/R ÖV/NAS/SE&i ... 'Tx \(W* 1-tí ii <Qr<, i<ao/ 01997 Tribuoe Media Servkas. Inc. All rights reservea. Grettir Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand Smáfólk Vertu stolt af mér, Magga ... ég er búin að vera í heilan klukkutíma hér í mini-golfinu ... Ég er afar stolt af þér, herra ... og þú hefur aðeins týnt fimm golfkúlum... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Fráleit frýjunarorð Frá Árna Matthíassyni: EKKI þótti mér gott að sjá að þeim Davíð Haukssyni og Kjartani Vil- hjálmssyni, aðdáendum hljómsveit- arinnar Maus að eigin sögn, þyki plata hljómsveitarinnar, Lof mér að falla að þínu eyra, svo slök að ekki sé hægt að skilja lofsamleg ummæli mín um hana nema sem háð (sjá Bréf til blaðsins 13. nóv.). Vissulega er smekkur manna ólíkur og dómur sem sá sem varð bréfriturum tilefni skrifanna hlýtur að byggjast á mín- um smekk fyrst og fremst. Ekkert er við það að athuga að þeir tónlist- arunnendur Davíð Hauksson og Kjartan Vilhjálmsson hafí annan smekk fyrir tónlist en ég, en leitt að þeir komi ekki umbúðalaust að efninu. Ég hef fengið þakkir á fleiri plöt- um en ég hef á tölu, en jafnan talið að þar séu menn frekar að þakka Morgunblaðinu en mér og þá fyrir þá ræktarsemi sem blaðið leggur við íslenska menningu, íslensk ung- mennamenning meðtalin. Þakkir á plötuumslagi eru því alls ekki vís- bending um að ég hafi komið að gerð plötunnar á einn eða annan hátt eða þá að ég eigi einhverra hagsmuna að gæta vegna útgáfunn- ar. Reyndar óska ég þess helst að allar íslenskar plötur „seljist í bíl- förmum“ því íslensk plötuútgáfa er dijúgur hluti íslenskrar menningar. Dómur minn um plötu Mausverja var vissulega jákvæður, þótt fráleitt hafi annað eins „lof ... varla birst á prenti í lýðræðisríki" (sérkennileg staðhæfing). Ég stend með þeirri skoðun minni að plata Mausliða sé framúrskarandi góð, tel hana tví- mælalaust með bestu innlendu plöt- um sem ég hef heyrt á þessu ári, þótt þeir félagar Davíð og Kjartan kunni ekki að meta hana. Kunningsskapur hlýtur ævinlega að vera vandamál í fámennisþjóðfé- lagi og eftir umfjöllun um íslenska tónlist í á annan áratug er ég vissu- lega málkunnugur grúa tónlistar- manna, þar á meðal liðsmönnum hljómsveitarinnar Maus. Þó mér sé vissulega vel til piltanna, líkt og allra sem eru að feta sig áfram á tónlistar- brautinni, eru okkar samskipti tengd því starfi mínu að fjalla um það sem hæst ber og vert er að kynna í ung- mennamenningu. Sú fullyrðing að „Mausarar og Árni eru mestu mát- ar“ vekur því furðu mína; má ekki eins segja að við Rúnar Júlíusson séum „mestu mátar“ vegna þess að ég tók við hann viðtal sem birtist sl. sunnudag, eða þá að við Noel Gallagher Oasis-liði séum „mestu mátar“ í ljósi þess að ég tók eitt sinn við hann viðtal eða að við Bono söngvari U2 séum „mestu mátar" vegna þess að við ræddumst við baksviðs eftir tónleika fyrir löngu? Virðist reyndar sem Davíð og Kjart- an telji það eitt að viðtalið sé skemmtilegt aflestrar, eins og þeir orða það, benda til þess að ég hafi verið að ræða við vini mína. Það hlýtur að vera aðal hvers blaða- manns að samskipti hans og viðmæ- landa séu óþvinguð og ef vinsamlegt viðmót, sem ég sýni vissulega fleir- um en liðsmönnum Maus, skilar sér í blaðaviðtali er það ekki til marks um annað en fagleg vinnubrögð. Enn og aftur: Ekki er við því að amast að þeir Davíð og Kjartan hafi aðra skoðun á nýrri plötu hljóm- sveitarinnar Maus en þá sem birtist í dómi mínum í Morgunblaðinu, en fráleit þau frýjunarorð að skrifum mínum ráði vinskapur við hljóm- sveitina. Dómurinn var að mínu mati vel grundaður og unninn á löngum tíma, frá því löngu áður en platan kom út, og ég stend við hann. ÁRNI MATTHÍASSON tónlistargagnrýnandi. Yar raunverulegt tap á raðsmíðinni? Frá Andrési Guðnasyni: í FRÉTTUM að undanförnu hefur mjög verið rætt um tap ríkisins á smíði fjögurra fiskiskipa, sem smíðuð voru á Akureyri 1982-1987. Menn greinir á um hvort tapið sé átta hundruð og sextíu milljónir króna, þrettán hundruð milljónir eða jafnvel sautján hundruð milljónir króna. Það fer eftir því hvemig menn reikna dæmið. En hvað sem rétt er í þessu þá eru þetta hrikalegar tölur, ekki síst vegna þess að þær eru til komn- ar vegna stjórnleysis í kerfinu. Af hveiju var smíði skipanna ekki boðin út hér innanlands í stað þess að láta menn vera að dútla við þetta í at- vinnubótavinnu? Af hveiju voru skip- in ekki boðin kaupendum á sam- keppnishæfu verði miðað við þau skip, sem útgerðarmenn voru að kaupa erlendis frá á sama tíma? Ef framleiðslukostnaður hér innanlands hefur verið hærri, hefðu stjórnvöld getað látið reikna út hveija skattpen- inga ríkið fengi af öllum þeim sem að framleiðslunni komu. Þótt ríkið hefði þurft að endurgreiða þeim sem að framleiðslunni komu. Þótt ríkið hefði þurft að endurgreiða alla þessa skatta til að jafna verðið á innlendri framleiðslu og innfluttri, hefði það borgað sig því þá var þó fagþekking- in eftir í landinu. En það er alveg sýnilegt að hér, eins og í svo mörgum öðrum tilfellum, hafa embættismenn átt að leysa vanda sem þeir höfðu ekki vit á. Á sama tíma og allur skipaiðnað- ur var að leggjast af hér á landi, voru íslenskir útgerðarmenn að byggja upp skipasmíðastöðvar í Nor- egi með styrkjum frá norska ríkinu. Af hveiju gat ekki íslenska ríkið eins gert íslenskum skipasmíða- stöðvum kleift að framleiða skip á samkeppnisfæru verði með styrkj- um, sem það fengi síðan end- urgreidda í sköttum? Þegar menn fullyrða að tap ríkissjóðs hafi orðið á annan milljarð króna vegna smíði skipa innanlands væri ekki úr vegi að draga frá þá skatta sem ríkið fékk vegna þessarar starfsemi. En það vill brenna við að menn fullyrði að hagkvæmara sé að kaupa vörur fullunnar erlendis frá vegna þess að þær séu ódýrari, en gleyma marg- feldinu, sem hver klukkustund unnin innanlands gefur þjóðarbúinu. ANDRÉSGUÐNASON, Langholtsvegi 23, Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fróttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sórblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: MBL(S)CENTRUM.IS / Áskriftargjald 1.800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.