Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 33
Alþj óðlegnr dagur
sykursjúkra
Á DEGI sykur-
sjúkra koma í hug orð
Vilmundar Jónssonar
fyrrum landlæknis
sem sagði árið 1938
að sykursýki væri
mjög sjaldgæfur sjúk-
dómur á íslandi og að
það væri alveg sér-
stakt fyrir lækni að
rekast á sjúkling með
þann sjúkdóm. Ekki
er þessi sjúkdómur þó
sjaldgæfari en svo að
nú eru um 500 íslend-
ingar sem þurfa dag-
lega að sprauta sig
með insúlíni og árlega
eru 4.000 komur á
sykursýkisgöngudeild fullorðinna á
Landspítalanum.
Sykursýki er dæmi um sjúkdóm
þar sem einkennum hefur verið
ítarlega lýst og meingerð rækilega
rannsökuð. Sú vinna hefur vísað
veginn og verið undirstaða mark-
vissrar meðferðar til þess að bæta
einstaklingnum skort hans á insúl-
íni, með insúlínsprautum eða öðr-
um sykursýkislyfjum. Jafnframt
hefur þróast umhverfi sem byggist
á stöðugu eftirliti og teymisvinnu
er miðar að því að mæta þörfum
sjúklingsins um ýmsa fræðslu, s.s.
um næringu og mataræði og að-
stoð við að mæta því álagi sem
langvinnur og vandasamur sjúk-
dómur er. Árangur þessa teymis
hvílir mikið á því að vel takist að
virkja sjúklinginn sjálfan og að-
standendur þegar um
barn er að ræða.
Nýgengi sjúkdóms-
ins hérlendis er með
því lægsta sem gerist.
Þannig er nýgengi
meðal barna á hinum
Norðurlöndunum á bil-
inu 23-43/100.000
meðan íslensk rann-
sókn frá 1991 sýnir
að talan hér er 9,4.
Talið er að umhverfis-
þættir eigi hér hlut að
máli þótt ekki sé vitað
nákvæmlega hveijir
þeir eru.
Það má gleðjast yfir
því að nýgengi skuli
hér vera svo lágt en það er ástæða
til að vera hreykin af því hversu
fagfólki hérlendis hefur tekist vel
í dag þurfa 500 íslensk-
ir sykursjúklingar, segir
Ingibjörg Pálmadótt-
ir, að sprauta sig dag-
lega með insúlíni.
við meðferð og eftirlit. Rannsóknir
víða um heim hafa sýnt, svo ekki
verður um villst, að árangur sem
næst í því að fyrirbyggja alvarleg-
an skaða s.s. í augum, nýrum og
taugakerfi tengist gæðum eftirlits
og meðferðar.
Eftirlit og meðferð sykursýki er
talandi dæmi um það sem við ger-
um vel í íslenska heilbrigðiskerf-
inu. Þar byggir á færu og áhuga-
sömu fagfólki og góðu samstarfi
þeirra er annast sjúklingana og
hafa sérhæft sig á þessu sviði.
Þannig er nú veitt skipulögð
greiningar- og göngudeildarþjón-
usta fyrir sykursjúk börn á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur og göngudeild
fyrir fullorðna á Landspítalanum.
Eftir greiningu tekur við margvís-
leg fræðsla og síðan eftirlit á
göngudeild. Þar er fylgst með blóð-
sykri og lagt á ráðin með insúlín-
gjafir eða önnur sykursýkislyf en
jafnframt fylgst með því hvort
fram komi líffæraskemmdir, s.s. í
augum, nýrum eða æðakerfi.
Sá árangur sem hér hefur náðst
hefur vakið eftirtekt. Þannig er
tíðni blindu meðal sykursjúkra hér-
lendis með því lægsta sem gerist
í heiminum. Tíðni blindu í þessum
sjúklingahópi er minni en 1% hér
á landi en víða er hún allt að tíu
sinnum hærri. Sama gildir um tíðni
nýrnasjúkdóma, en mjög sjaldgæft
er að grípa þurfi til nýrnavélar til
blóðskilunar hérlendis vegna af-
leiðinga sykursýki.
Þriðji þátturinn sem gjarnan er
litið til hvað varðar meðferð sykur-
sjúkra er hvernig til tekst með
meðgöngu og fæðingu hjá sykur-
sjúkum konum. Á árunum 1970-
1975 var burðarmálsdauði hjá
þessum hóp um 10%. Hér hefur
orðið breyting á og á árunum
Ingibjörg
Pálmadóttir
1980-1990 var hann kominn niður
í rúm 2%. Frá 1983 hefur ekki
orðið dauðsfall barns er rekja
mætti til sykursýki móður á með-
göngu. Hér hefur sem sagt náðst
það markmið að ekki er munur á
hvort konan er sykursjúk eður ei.
Þótt ástandið hérlendis sé betra
en víðast annars staðar má alltaf
gera betur. Þannig er nú verið að
stækka aðstöðu göngudeildarinnar
á Landspítala og bæta þarf aðstöðu
göngudeildarinnar á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur.
Hver dagur hins sykursjúka er
sykursýkisdagur. Alþjóðasykur-
sýkisdagurinn minnir hina á að
gæta að heilsunni og undirstrikar
mikilvægi þess að sykursýki sé
leitað vegna þess hve mikilvæg
rétt viðbrögð eru. Hann á að minna
einstaklinginn á að sinna skilaboð-
um líkamans og láta ekki dragast
að leita læknis ef grunur vaknar
um sykursýki. Alþjóðasykursýkis-
dagurinn er síðast en ekki síst
hvatning til okkar að gera enn
betur til að auðvelda sykursjúkum
að lifa sem eðlilegustu lífi þrátt
fyrir erfiðan sjúkdóm.
Höfundur er heilbrigðis- og
tryggingaráðherra.
( N
BIODROGA
snyrtivörur
Mikrá úrval rf
fðllegum rúfflffltnaái
- kjarni málsins!
Munið
Ráðstefnudaginn 1997
ii nóvember 1997
að Kjarvalsstöðum
Skráning stendur yfir
(I)
Ráðstefnuskrifstofa
ÍSLANDS
SÍMI: 562 6070
BRÉFASÍMI: 562 6073
<N
o
Gæði prentunarinnar í Epson Stylus Photo
prentaranum eru hreint út sagt frábær,
þökk sé hinni nýju Epson PRQ tækni
(Photo Reproduction Quality). Nú getur
þú notið þess að fylgjast með Ijósmynd-
unum þínum verða að veruleika heima
hjá þér.
Með því að taka myndirnar á stafræna
myndavél frá Epson, vista þær inn á tölv-
una þína og prenta út með Epson Stylus
Photo bleksprautuprentaranum, losnarðu
við hið hefðbundna framköllunarferli.
Auk þess getur þú lagfært og breytt eigin
myndum eftir smekk og prentað út eins
mörg eintök og þú þarft, allt upp í A4
stærð.
Ljósmyndaprentun hefur aldrei verið
auðveldari en einmitt núna.
TOLVUDEILD
PÚR HF
Armúla 11 - Blml BB8-1SOO
Tæknival
Skeifunni 17 Reykjavlkurvegi 64
Sfmi 550 4000 Sfml 550 4020
www.taeknival.iswww.taeknival.is
•pifr** . '
EPSON
Ljósmyndaprentun auðveldari en nokkru sinni fyrr
með nýja Epson Stylus Photo bleksprautuprentaranum
PHOTO REPRODUCTION
Q U A L I T Y
Stafræn myndavél frá Epson eða Epson filmuskanni, ásamt tölvunni þinni
og Epson Stylus prentara, mynda hið fullkomna Epson myndastúdló.