Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Fjögurra stjarna kammerspil Nýjar bækur • TÖFRADALURINN er eftir Elías Snæland Jónsson. í dal bókanna, þar sem öll æv- intýrin verða til, eru undar- legir hlutir að gerast. Bóka- nornin ill- ræmda er með áform sem geta haft skelfilegar af- leiðingar fyrir Elías Snæland ævintýrin Og jónsson ævintýraper- sónumar. Jenna Jeremías og Júlíus vinur hennar halda af stað í ferð til að stöðva nornina og bjarga hetjum ævintýranna. Les- andinn fylgir þeim inn í furðu- heima og dregst brátt með þeim inn í æsilega atburðarás sem ekki sér fyrir endann á. í kynningu segir: „Töfradalur- inn er einkar skemmtileg og spennandi saga úr veröld ævin- týranna eftir hinn kunna verð- launahöfund Elías Snæland Jónsson, sem skrifað hefur fjölda vinsælla bóka fyrir böm og ung- linga.“ Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 127 bls. Bókin er brotin um hjá Vöku-Helgafelli en prent- uð og bundin í Prentsmiðjunni Odda. Leiðbeinandi verð er 1.880. • SKÁLDSAGAN Falskur fugl er eftir Mikael Torfason. Sögu- sviðið er Reykjavík nútímans. Arnaldur Gunnlaugsson er 16 ára og býr hjá vel stæðum foreldrum sín- um í Grafar- vogi. Hann er myndarlegur, gáfaður og fer sinna ferða í leigubílum - auk þess er Mikaei hann traflaður Torfason á gegj „Falskur fugl er nöpur og hrottaleg lýsing á heimi sem allir þekkja en fæstir þora að horfast í augu við. Stjómlaust lendum við í árekstri við óskabarn þjóðarinn- ar, sem um leið er hennar versta martröð,“ segir í kynningu. Útgefandi er Plúton ehf., Laugavegi 66. Listaverð er 2.200 kr. Bókin er 160 blaðsíður. • PÝRAMÍDAR er eftir Anne Millard í þýðingu Haraldar Dean Nelson og er fræðslubók fyrir börn. Bókin geymir fjölbreyttan fróðleik um pýramída í Egypta- landi og Ameríku og enn fremur slíkar byggingar í nútímanum. Höfundurinn veltir fyrir sér ýmsum spumingum og skoðar málið frá mörgum óvæntum hliðum. Útgefandi er Máli og menning. Bókin er 62 blaðsíður, litprentuð, í stóru broti og kostíir 1.590 krónur. • BARNABÓKIN Kappi á Krossgötum er eftir Stefán Aðal- steinsson. Jói er ellefu ára, lendir stundum í slagsmálum og leiðist lærdóm- urinn. Um vor- ið fer Jói í sumardvöl í sveit þar sem hann kynnist gjörólíkum lífs- háttum og fær tækifæri til að sanna hvað í hon- um býr. Stefán lýsir kátum krökkum sem stöðugt finna sér ný við- fangsefni. Hér segir af hverfaslag, hestamennsku, lax- veiðum, útilegu, draugagangi, réttarferð og fleiru. I söguna er íléttað miklum fróðleik, ekki síst um lífið í sveitinni. Freydís Kristjánsdóttir mynd- skreytti söguna sem Mál og menning gefur út. Bókin er 170 blaðsíður, prentuð í Svíþjóð og kostar 1.390 krónur.- • TÍGRISDÝRIÐ og vindhviðan mikla, myndabók fyrir börn er eftir Arngunni Yr Gylfadóttur listamann. Sagan er byggðá afrísku ævin- týri og fjallar um dýr í frið- sælum dal. Þar er lítill lækur og fallegt ávaxtatré sem Tígri tígrisdýr situr einn að meðan hin dýrin svelta. En Klók- ur kanína hefur ráð undir rifi hverju og leikur á tígrisdýrið eig- ingjarna. Útgefandi er Mál og menning. Allar 24 síður bókarinnar eru skreyttar litmyndum og bókin sem prentuð er í Danmörku kostar 1.390 krónur. • ÞJÓÐ Guðs - sögur úr Gamla testamentinu er barnabók í end- ursögn Geraldine McCaughrean. Gamla testamentið er saga þjóðar, þjóðar Guðs á Biblíutím- anum. Geraldine McCaughrean hefur hér endursagt vinsælar úr- valssögur úr því, en hún hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir endur- sagnir á gullaldarbókmenntum. Útgefandi er Mál og menning oggefur út samtímis upphaflegri útgáfu í Bretlandi. Vilborg Dag- bjartsdóttir íslenskaði ogAnna Cynthia Leplar myndskreytti bókina sem er 120 litprentaðar síður. Verðið er 1.890 krónur. • UNGLINGABÓKIN Galdra- stafir og græn augu er eftir Önnu Heiðu Pálsdóttur. Sveinn finn- ur galdrastaf ristan í stein suður í Selvogi og er í sömu svipan hrifinn aftur til ársins 1713, en á þeim tíma bjó þar þekkt þjóðsagnaper- sóna, séra Ei- ríkur í Vogsósum. Sveinn kynnist lífsháttum 18. aldar og Stína, fyrsta ástin, heillar hann með grænu augunum sínum. Hann vill samt komast aftur til nútím- ans. Spumingin er hvort það tekst því galdrapresturinn legg- ur fyrir hann ýmsar snörar. Mál og menninggefur út bók- ina sem er 170 blaðsíður, prentuð í Svíþjóð og kostar 1.880 krónur. • ARNALDUR refur og grísirn- ir þrír er eftir Georgie Adams og Selina Young. í kynningu frá útgefanda seg- ir: „Arnaldur refur og grísimir þrír er skemmtileg saga af góð- hjörtuðum ref sem dag nokkurn skömmu fyrir jól fer með vinum sínum grísunum þremur að leika söguna um grimma úlfinn og grísina þrjá. En þá fara óvæntir atburðir að gerast!" Útgefandi er Vaka-Helgafell. Valgerður Benediktsdóttir þýddi. Bókin er prentuð í Danmörku. Leiðbeinandi verð er 1.290 krónur. • LITLIVÆNGUR er eftir Mats Wánblad og Per Gustavsson. Sagan fjallar um ungakríli með agnarsmáa vængi sem tekst að finna hamingjuna á óvenjulegan hátt. Hann á í mesta basli með að læra að fljúga en gefst samt ekki upp! I kynningu segir: „Litlivængur er bráðskemmtileg saga þar sem óvæntir hlutir gerast!“ Útgefandi er Vaka-Helgafell. Pétur Ástvaldsson þýddi söguna. Bókin er prentuð í Danmörku. Leiðbeinandi verð er 1.290 krónur. TONLIST Búslaöakirkju KAMMERTÓNLIST Viðfangsefni eftir Prokofiev, Bartók og Beethoven. Flytjendur, Einar Jd- hannesson, Anna Guðný Guðmunds- ddttir, Sigrún Eðvaldsddttir, Sigur- laug Eðvaldsddttir, Helga Þdrarins- ddttir, Richard Talkowsky, Richard Korn, Josef Ognibene og Hafsteinn Guðmundsson. 9. ndvember kl. 20.30. Kammermúsikklúbburinn stóð að þriðju tónleikunum á 41. starfsári sínu í kvöld og það fyrir svo gott sem fullsetinni Bústaðakirkju. Mér er næst að halda að einsdæmi sé hvað tónleikar klúbbsins era vel sóttir og er ein sönnun þess að bygging tónlistarhúss ætti að vera í forgangsröð verkefna þess opinbera og einu sinni sett fram fyrir íþrótta- mannvirkin og bankaslotin. Sá stjómmálaflokkur sem þorir að taka á því verkefni fengi öragglega margar heilbrigt hugsandi sálir til liðs við sig og gerir um leið upp við sig hvort hann kýs stundargamanið eða hefur hugsjónir og vit tU að standa með þróun og þroska mann- lífs á plánetu okkar. Öll framþróun hefur orðið til fyrir áhættu og sá DJASS Alternatc Views HLJÓMDISKUR Hljdmdiskurinn Alternate Views. Flytjendur: Wolfert Brederode píand, Gunnlaugur Guðmundsson kontra- bassi og Eric Ineke trommur. Útgef- andi: A-Records, Amhem, Hollandi. HOLLENDINGAR era ekki sérstaklega kynntir hér á norðlæg- um slóðum sem miklir djassmenn en þeir sem sóttu tónleika ví- brafónleikarans Fríts Landes- bergen á Rúrek hátíðinni 1995 vita að mikil djassæð er í þjóðarsál Nið- urlendinga. Philip Catherine, sem lék með Birni Thoroddsen og fé- lögum á Rúrek í fyrra, er líka stórt nafn í hollenskum djassi. I hljómsveit Landesbergen var Islendingurinn Gunnlaugur Guð- mundsson á kontrabassa og vakti mikla athygli. Hann leikur einnig á diski sem gefinn var út í Hollandi fyrir skemmstu og heitir Alternate Views. Með Gunnlaugi leika píanó- leikarinn Wolfert Brederode og Eric Ineke á trommur sem er einn eftirsóttasti hljóðversspilarinn í Hollandi og er talsvert eldri en Wolfert og Gunnlaugur. Efnið sem þeir flytja er að mestu leyti djassstandardar með per- sónulegum og dálítið ljóðrænum sem engu þorir að hætta hlýtur að mást út og visna. Upptaktur tónleik- anna var Forleikur eftir Sergei Prokofiev um hebresk stef, samin fyrir klarinett, strengjakvartett og píanó op. 34, skrifað upphaflega fyr- ir hóp rússneskra tónlistarmanna sem Prokofiev hitti fyrir í New York. Klai-inettið setti í upphafi rétta stemmningu í flutninginn og þessari stemmningu hélt hópurinn til enda. Ekki er hér um mjög erfitt verk að ræða í flutningi, en náist ekki rétta andrúmsloftið í spilið, fer ekki mikið fyrir flutningnum. Tekið skal fram að allir flytjendur tónleik- anna í kvöld era fyrsta sætis hljóð- færaleikarar og komu þannig ekki á óvart. Þó má benda sérstaklega á Sigrúnu Eðvaldsdóttur, sem sýndi í þessu fyrsta verki og enn skýrar í þeim verkum sem síðar komu, að hún er áberandi góður kamm- ermúsiker og leiðari. Anna Guðný undirstrikaði og, bæði í Prokofiev og Bartók, sem á eftir kom, hve traust- ur og ágætur meðleikari hún er. Andstæður (Contrasts) eftir Béla Bartók segir kannske einskonar sögu um það hvernig ungverskir þorpspiltar vora plataðir til að gegna herþjónustu, glæsihliðar her- mennskunnar blinduðu piltana svo formerkjum. Brederode og Gulli (eins og Gunnlaugur er nefndur í aðfaraorðum á plötuumslagi) eiga þó sitt hvort lagið. Diskurinn er á ljúfu nótunum og flutningurinn allur pottþéttur. Brederode er þrátt fyrir ungan aldur þroskaður og hugmyndarík- ur í sínum spuna. Stíll hans minnii- talsvert á Chick Corea og áhrifin leyna sér ekki í klipptum og flókn- um laglínum hægri handar, öllum bláu nótunum, og hófsemi í sam- leik. Vert er að leggja við hlustfr þegar Brederode situr við slag- hörpuna. Ineke er kjölfestan í þessu ágæta tríói og setur kúrsinn jafnan með þýðum simbalastrokum. Hann er líka hófsamur á sláttinn þannig að undiraldan úr strengjum kontrabassans kemur eins og úr djúpunum. Gunnlaugur hefur síðustu ár stundað nám í kontrabassafræðum í Hollandi og hefur nú haslað sér völl sem djassleikari þar í landi. Framlag hans á Alternate Views sýnir að þar fer tæknilega góður og rytmískur bassaleikari með þykkan og hreinan hljóm og full- komnar tímasetningar. Alternate Views er diskur sem hægt er að mæla með við alla djassunnendur. að þeir tóku að dansa „sebes“, sem táknaði að þeir voru um leið skráðir í herinn. I þrem þáttum verksins, herski'áningardansinum, hvíldinni og Sebes, hraða dansinum, upplifði maður söguna og hér brilleruðu þau Sigrún, Anna og Einar í kadensum og villtum leik, enda verkið skrifað fyrir tvo virtúósa þessarar aldar, þá Benny Goodmann og Joseph Szi- geti, báðir heimsfrægir hljóðfæra- leikarar. Síðasta og kannske veigamesta viðfangsefni kvöldsins var Septett- inn í Es-dúr fyirir klarinett, horn, fagott, fiðlu, lágfiðlu, knéfiðlu og bassafiðlu (eins og stendur í tón- leikaskrá). Hér sýndi Sigrún enn og aftur að hún er frábær leiðari í kammermúsik og hver segir að Beethoven hefði verið á móti þeim sígaunalitaða tóni, sem auðheyri- lega er hluti af persónu Sigrúnar. Septettinn er ekki á þeim alvarleg- ustu nótum sem einkenna höfund- inn, frekar að hver þáttur einkenn- ist sem skemmtitónlist og þannig var hann einmitt fluttur, og þrátt fyrir sjö hljóðfæraleikara, einn besti kammermúsikflutningur íslenskur sem undirritaður minnist. Fjórar stjörnur. Sýningar í anddyri Nor- ræna hússins í ANDDYRI Norræna hússins hafa verið opnaðar tvær sýningar sem tengjast Non-ænu bóka- safnsvikunni sem stendur yfir 10.-16. nóvember og ber yfirskrift- ina f ljósaskiptunum - Orðið í norðri. Sýningarnar eru: A norrænni slóð sem fjallar um Norðurlöndin og íbúa þeirra. Hér er um að ræða samstarfsverkefni sem unnið var undfr merkjum Nordliv verkefnis- ins, sem Norrænu félögin á Norð- urlöndum áttu framkvæðið að og hófst það 1995 og lýkur á þessu ári. Tilgangurinn er að efla almenna þekkingu á norrænni sögu og sam- félagsgerð, sérstaklega meðal ungs fólks. Sýningin A noiTænni slóð er unnin af danska rithöfundinum Ebbe Klpvedah Reich, arkitektin- um Soren Sass og verkefnisstjóran- um Jesper Boysen. Þetta er far- andsýning og hefur hún verið sýnd í bókasöfnum víða um land og er Norræna húsið endastaður hennar. Einnig verið sett upp lítil sýning frá Annegárdens Konstcentrum í Helsingfors, en þar eru haldin myndlistarnámskeið fyrir börn og unglinga og er unnið eftir ákveðnu þema á hverju ári. Sýningin nefnist Líkamsski'eytingar eða Kropps- dekorationer. Það eru börn og unglingar sem hafa skreytt og litað líkamann með ýmsum hætti og leita m.a. til skreytihefðar meðal frumbyggja og frumstæðra þjóðflokka. Arangur- inn má líta á spjöldum sem hanga uppi í anddyrinu. Einnig eru til sýnis „skartgripir", sem búnir eru til úr gömlum og verðlausum hlut- um og endurnýttir á listrænan hátt. í bókasafni Norræna hússins er til sýnis handunnin bók eftir sænsku listakonuna Inger Anders- son. Inger nefnfr bókina Café París og inniheldur hún grafíkverk með myndum og texta með minningar- brotum frá íslandsdvöl 1993-94. In- ger Andersson er fædd 1967 og lauk myndlistamámi í Svíþjóð. Hún var Nordplus styrkþegi og sótti tíma í Myndlistar- og handíðaskóla íslands veturinn 1993-94. Sýningarnar standa út nóvem- bermánuð. Guðjón Guðmundsson. Píanótónleikar á Siglu- fírði og Sauðárkróki ÞORSTEINN Gauti Sigurðsson píanóleik- ari heldur píanótón- leika á Siglufirði laug- ardaginn 15. nóvember kl. 17 í Tónlistarskól- anum. A efnisskránni era þekkt verk eftir Chopin, Liszt, Rachmaninoff, Debus- sy og Skrjabin. Þorsteinn Gauti hef- ur víða komið fram sem einleikari, bæði erlendis og innanlands Þorsteinn Gauti Sigurðsson en þetta mun vera í fyrsta skipti sem hann leikur á Siglufirði. Tónleikar á Sauðárkróki Einnig heldur Þor- steinn Gauti píanótón- leika á Sauðarkróki sunnudaginn 16. nóv- ember kl. 16 í Tónlist- arskólanum. A efnisskránni eru sömu verk og flutt verða á Siglufirði. Stefán Aðalsteinsson Arngunnur Ýr Gylfadóttir Ragnar Björnsson. Píanótríó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.