Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Davíð Oddsson forsætisráðherra í þingumræðum um Byggðastofnun
Aðgerðir gegn fólksfækkun
hafa ekki komið að gagni
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
sagði á Alþingi í gær, er hann flutti
þinginu skýrslu um Byggðastofnun,
að til álita kæmi að stofnunin hætti
lánveitingum til atvinnufyrirtækja.
I máli forsætisráðherra kom fram
að Byggðastofnun skilaði 127 millj-
óna kr. hagnaði á síðasta ári. Eigið fé
var um seinustu áramót 1.170 millj.
kr. Almenn framlög ríkissjóðs til
stofnunarinnar hafa verið um 200
millj. kr. á ári síðustu ár. Á seinasta
ári lét stofnunin 128,5 millj. kr. renna
til Vestfjarðaraðstoðar og 61 millj.
vegna viðauka í búvörusamningi frá
1991. Byggðastofnun lánaði 1.600
milljónir kr. á seinasta ári og er það
hærri fjárhæð en á árunum þar á
undan. Heildarútlán uxu í fyrsta sinn
í langan tíma um 300 millj. kr. og
voru 7.600 millj. í árslok. „Skil á lán-
um hafa ekki verið betri í annan tíma
og námu vanskil aðeins 4,4% um ára-
mót,“ sagði Davíð.
Hallar undan fæti þar sem
áður ríkti stöðugleiki
Davíð vék sérstaklega að fólks-
fækkun á landsbyggðinni og flutningi
fólks til höfuðborgarsvæðisins. „Þær
vísbendingar sem gefnar hafa verið
um þróunina innanlands, það sem af
er þessu ári, gefa því miður ekki til-
efni til bjartsýni, því enn heldur þessi
stríði straumur áfram. Ríkisstjórnin
hefur nýlega rætt þá öru fækkun
fólks sem átt hefur sér stað undan-
farin ár á mörgum stöðum á lands-
byggðinni. Þessi þróun er váleg fyrir
margra hluta sakir, ekki síst vegna
þess að hallað hefur undan fæti í
byggðarlögum þar sem áður ríkti
stöðugleiki,“ sagði Davíð.
Forsætisráðherra sagði orsakir
fólksflutninga af landsbyggðinni
flóknar og enginn hægðarleikur væri
að snúa þróuninni við. Hann benti á
að fækkun fólks hefði ekki síður verið
í byggðarlögum þar sem atvinnuá-
standið væri traust og afkoma fólks
með því sem best gerðist í landinu
miðað við meðallaun. Ekki væri held-
ur hægt að halda því fram að fólks-
flutningar ættu sér einkum stað frá
stöðum þar sem opinber þjónusta
væri ekki talin fullnægjandi.
„Ólíkt því sem margir hafa vænst
hefur betra árferði í efnahagsmálum
undanfarið og bætt staða sjávarút-
vegs ekki orðið til að draga úr fólks-
fiutningum af landsbyggðinni og síð-
ustu tölur um fólksflutninga benda til
þess að sá árangur sem þama hefur
HJÁLMAR Árnason,
Morgunblaðið Ámi Sæberg
Framsóknarflokks, í ræðustól í um-
ræðunum um Byggðastofnun.
náðst muni ekki
hafa afgerandi
áhrif til hins
betra. Þessar töl-
ur benda raunar í
þveröfuga átt,
þ.e. að betra
ástand á atvinnu-
markaði auðveldi
fóiki flutninga,“
sagði hann.
Síðar í umræð-
unni um skýrsl-
una, sem stóð langt fram eftir degi,
setti Davið fram tilgátu um hvað ylli
þessu, að fólk streymdi til höfuðborg-
arsvæðisins jafnvel frá byggðarlög-
um þar sem ástand atvinnu og þjón-
ustu væri hvað best. „Kannski eru
þetta eftirreitur," sagði Davíð, og út-
skýrði þannig, að það los sem endur-
skipuiagning undanfarins áratugar í
atvinnugreinum eins og sjávarútvegi
og landbúnaði hefði komið af stað hjá
mörgu fólki úti um land skilaði sér í
þessum búferlaflutningum, sem
stæðu yfir í nokkur ár fram yfir þann
tíma sem kreppan var verst, líkt og
skriðþungi olíuflutningaskips ylli því
að það staðnæmdist ekki fyrr en 10-
15 km eftir að fyrst er reynt að
stöðva það. „Það tekur tíma að snúa
þessu við,“ sagði Davíð og lýsti því
yfir að þær skipulegu aðgerðir sem
Byggðastofnun ynni að muni þegar
fram liðu stundir auðvelda „varnar-
baráttu byggðanna."
Davíð sagði að stjómvöld yrðu að
horfast í augu við
að þær aðferðir
sem þau hafa
beitt til þessa, til
að reyna að við-
halda jafnvægi í
byggð landsins,
hafa ekki gert
það gagn sem
vonir stóðu til.
Forsætisráð-
herra sagði
einnig að sam-
keppni um eignarhald fyrirtækja
hefði orðið virkari á seinustu árum og
dregið hefði úr þörfinni á því að opin-
berir aðilar gripu inn í ef á bjátaði í
rekstri fyrirtækja. „íslenskur fjár-
málamarkaður hefur einnig breyst.
Með eflingu hlutabréfamarkaðar ork-
ar meira tvímælis en áður að opin-
berir aðilar stundi áhættusama lána-
starfsemi, þar sem komið hefur fyrir
að lán séu afskrifuð jafnharðan og
þau eru veitt. Það er ljóst að lánveit-
ingar stofnunarinnar skarast að
nokkru leyti við starfsemi Nýsköpun-
arsjóðs atvinnulífsins, sem tekur tii
starfa um næstu áramót. Ég tel því
að það komi til álita að hætta alfarið
lánveitingum á vegum Byggðastofn-
unar um leið og starfsskipulag og
hlutverk stofnunarinnar verði endur-
skoðað," sagði forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, þingflokki
jafnaðarmanna, spurði forsætisráð-
herra sérstaklega út í hvort ekki
væri fyrirhugað að grípa til ráðstaf-
i ' y, ■ H < 'h , .
fycp - m'ym 4p;
/ -ii'
mwM,
ALÞINGI
ana til að bæta atvinnuhorfur kvenna
úti á landsbyggðinni. Davíð sagðist
ekki sjá þörf á því að grípa beri til
„stórfelldra sértækra aðgerða" vegna
þess að atvinnuleysi mældist meira
hjá konum en körlum; það ástand
ætti sér skýringar sem kölluðu ekki á
slíkar aðgerðir af hálfu ríkisins.
Skýrsla Aflvaka talin sleggju-
dómar og óhróður
Miklar umræður urðu um byggða-
þróun á Alþingi í gær. í máli nokk-
urra þingmanna kom fram hörð
gagnrýni á nýútkomna skýrslu Afl-
vaka hf. á vegum Reykjavikurborgar
um framlög ríkisvaldsins til lands-
byggðar og höfuðborgarsvæðis.
Töldu þingmennimir ýmsar niður-
stöður og ályktanir skýrslunnar frá-
leitar, s.s. um að ríkið verji árlega 32
milljörðum kr. til að koma í veg fyrir
byggðaröskun og þar af séu tæpir 13
milljarðar beinir styrkir.
Davíð Oddsson sagði skýrsluna
ekki til þess fallna að þjóna sem
hjálpargagn „hvorki fyrir höfuðborg-
ina né fyrir hina sem telja sig vinna
að málefnum og heill landsbyggðar-
innar.“ Sumt í skýrslunni sagði hann
„nánast algjörlega út í bláinn“.
Jón Kristjánsson Framsóknar-
flokki fór hörðum orðum um skýrsl-
una og sagðist hafa orðið skelkaður
við lestur hennar. I henni væri að
finna sleggjudóma um byggðaþróun
og stuðning við landsbyggðina, sem
væri umræðu um þau mál síst til
framdráttar, heldur kyndi skýrslan
undir deilum á milli landsbyggðar og
höfuðborgarsvæðis. Sagði Jón að for-
svarsmenn borgarstjórnarmeh-ihlut-
ans yrðu að svara því hver væri til-
gangurinn með þessari útgáfu. Krist-
inn H. Gunnarsson Alþýðubandalagi
og Magnús Stefánsson Framsóknar-
flokki tóku einnig undir gagnrýni á
skýrsluna. Magnús sagði skýrsluna
setta frarn með þessum hætti til að
etja saman höfuðborgarbúum og
landsbyggðarbúum og borgarstjórn-
armeirihlutinn bæri íyrst og fremst
ábyrgð á því. Kristinn sagði margt
missagt í skýrslunni, margt væri
hreinn rógburður og óhróður.
„Ég vil segja til þeirra sem þessa
skýrslu skrifa, að þeir mega hafa það
í huga að þeir sem úrslitum ráða í
borgarstjórnarkosningum í Reykja-
vík er fólkið sem áður bjó á lands-
byggðinni, og hefur flutt þúsundum
saman til Reykjavíkur á síðustu ár-
um og áratugum," sagði Kristinn.
Samkeppnisstofnun
athugar banka
og kortafyrirtæki
FINNUR Ingólfsson viðskiptaráð-
herra sagði í svari við fyrirspurn
Tómasar Inga Olrich alþingismanns
á Alþingi í fyrradag að Samkeppnis-
stofnun ynni nú að athugun á ýmsum
viðskiptaháttum greiðslukortafyrir-
tækjanna í landinu. Einnig ynni hún
að athugun á ýmsu samstarfi við-
skiptabankanna með það fyrir augum
að kanna hvort samstarfið stangist á
við samkeppnislög.
Fyrirspumir Tómasar Inga sner-
ust um markaðshlutdeild stærstu
fyrirtækja í átta greinum og hvort
ástæða væri til sérstakrar lagasetn-
ingar til að takmarka umsvif fyrir-
tækjanna.
Dagblöð
og tímarit
Viðskiptaráðherra kvaðst ekki
telja ástæðu til sérstakrar lagasetn-
ingar sem takmarka umsvif og starf-
semi Arvakurs hf. og Frjálsrar fjöl-
miðlunar hf., stærstu fyrirtækjanna
í útgáfu dagblaða hér á landi, um-
fram það sem samkeppnislög segja
til um.
í svari viðskiptaráðherra kom
fram að samkvæmt skýrslu Sam-
keppnisstofnunar frá desember 1994
um stjórnunar- og eignatengsl í ís-
lensku atvinnulífi voru Árvakur hf.
og Frjáls fjölmiðlun hf. stærstu fyrir-
tækin í útgáfu dagblaða. Sú breyting
hafi orðið að þessi fyrirtæki eru einu
útgefendur dagblaða hér á landi. í
svari ráðherra kom fram að ekki hafi
verið aflað sérstakra gagna um veltu
fyrirtækjanna tveggja á dagblaða-
markaðnum. Ráðherra sagði að sam-
keppni ríkti á dagblaðamarkaðnum
auk þess sem samkeppni væri milli
prentmiðla og ljósvakamiðla. Ekki
hafi orðið vart við samkeppnishindr-
anir þannig að ekki sé ástæða til sér-
stakrar lagasetningar í framan-
greindu skyni.
Ráðheirann sagði að svo virtist
sem virk samkeppni væri á tímarita-
markaði og ekki ástæða til sérstakr-
ar lagasetningar til að takmarka um-
svif og starfsemi. Ekki hafi verið afl-
að upplýsinga um veltu allra fyrir-
tækja á þessum markaði svo sjá megi
markaðshlutdeild tveggja stærstu
fyiirtækjanna í dag.
Greiðslukortafyrirtækin
Tómas Ingi beindi þeirri fyrir-
spurn einnig til viðskiptaráðherra
hvort hann hefði upplýsingar um
markaðshlutdeild stærstu greiðslu-
kortafyrirtækja landsins og hvort
ástæða væri til að setja sérstök lög
sem takmarka umsvif og starfsemi
þeirra með tilliti til markaðshlut-
deildar umfram það sem samkeppn-
islög segja til um.
Viðskiptaráðherra upplýsti .. að
samkvæmt rekstrarreikningum fyrir
árið 1996 væri markaðshlutdeild
Greiðslukorta hf. 66% og Kreditkorta
hf. 34%. Hann sagði að greiðslu-
koi-tamarkaðurinn væri skilgi’eindur
sem fákeppnismarkaður.
„Samkeppnisstofnun vinnur að at-
hugun á ýmsum viðskiptaháttum
greiðslukortafyrirtækjanna og er nið-
urstöðu að vænta fljótlega. Stofnunin
fylgist í þessu sambandi náið rneð því
sem er að gerast í Evrópu. Ég tel
heimildir í lögum nægilegar til að
hafa eftirlit með þessum markaði og
þvi ekki ástæðu til sérstakrar laga-
setningar í framangreindu skyni,“
sagði ráðherrann meðal annars.
Matvæla- og gos-
drykkjamarkaður
Viðskiptaráðherra telur heldur
ekki ástæðu til sérstakrar lagasetn-
ingar til að takmarka umsvif og
starfsemi tveggja stærstu fyrirtækja
á íslenskum matvælamarkaði. Hann
upplýsti að samkvæmt skýrslu Sam-
keppnisstofnunar frá 1994 voru Slát-
urfélag Suðurlands, 26%, og Kjötum-
boðið hf., 11%, stærst á þessum
Keflavíkurflugvöllur
Islend-
ingar yfír-
taki rekst-
urinn
STEINGRÍMUR J. Sigfússon og
þrír aðrir þingmenn Alþýðubanda-
lags og óháðra ásamt tveimur þing-
konum Kvennalista hafa lagt fram
þingsályktunartillögu þess efnis að
Islendingai' yfirtaki rekstur Kefla-
víkurflugvallar.
Lagt er til að kosin verði nefnd
skipuð fulltrúum allra þingflokka
undb' forystu formanns, sem utan-
ríkisráðhen-a skipar án tilnefning-
ar, til að ganga til viðræðna við
bandarísk stjórnvöld um yfirtöku
íslendinga á rekstri vallarins áður
en gildandi samkomulag við banda-
rísk stjórnvöld um umfang starf-
seminnar á Keflavíkurflugvelli
rennur út.
Áfangaskýrsla til Alþingis í
kjölfar könnunarviðræðna
Gert er ráð fyrir að nefndin skili,
að undangenginni athugun og
könnunarviðræðum, áfangaskýrslu
til Alþingis eigi síðar en í árslok
1998, þannig að nægur tími gefist
til samninga um málið áður en upp-
sagnarákvæði gildandi samnings
verði virkt, sem er í apríl árið 2000,
eða hann renni út, í apríl 2001.
Alþingi
Samanburður á stöðu
eldri borgara
ÞINGFLOKKUR jafnaðarmanna
hefur óskað eftir því á Alþingi að
forsætisráðherra hlutist til um
gerð skýrslu um stöðu eldri borg-
ara og samanburð við önnur ríki
innan OECD.
I greinargerð er bent á að nú
eru um 27 þúsund manns yfir 67
ára aldri en eftir um 30 ár verði
fjöldi aldraðra tæplega 20% þjóð-
arinnar. I greinargerðinni er því
haldið fram að hérlendis sé varið
langminnstum fjármunum til
aldraðra og félags- og heilbrigð-
ismála á öllum Norðurlöndum.
Heildarútgjöld opinberra aðila og
annarra, s.s. lífeyrissjóða, til aldr-
aðra sem hlutfall af landsfram-
leiðslu séu 7,7% hér á landi, en
15,8% í Danmörku, 15,2% í Finn-
landi, 13% í Noregi og 17,5% í
Svíþjóð.
markaði árið 1993. Síðan skýrslan
var unnin hafi orðið breytingar á
markaðnum þannig að hlutfallstölur
sem þá giltu eigi ekki lengur við.
Ráðherra telur að virk samkeppni sé
á þessum markaði og ekki hafi orðið
vart við samkeppnishindranir.
Samkvæmt sömu skýrslu Sam-
keppnisstofnunar voru tvö stærstu
fyrirtækin í öl- og gosdiykkjafram-
leiðslu árið 1993 Vífilfell hf. og Öl-
gerðin Egill Skallagrímsson ehf.
Ráðherra telur að virk samkeppni sé
á þessum markaði og því ekki ástæða
til sérstakrar lagasetningar.
Viðskiptabankar og sparisjóðir
Viðskiptaráðherra upplýsti að sam-
kvæmt rekstrarreikningum við-
skiptabanka og sparisjóða fyrir árið
1996 hafi markaðshlutdeild þriggja
stærstu fyrirtækjanna í bankastarf-
semi verið sem hér segir: Landsbanki
íslands 34%, íslandsbanki 26% og
Búnaðarbanki Islands 18%. RáðheiT-
ann telur ekki ástæðu til að setja lög
sem takmarka umsvif og starfsemi
fyrirtækja í bankastarfsemi umfram
það sem samkeppnislög segja til um.
Markaðurinn sem viðskiptabankar
starfa á hafi verið skilgreindur sem
fákeppnismarkaður og Samkeppnis-
stofnun vinni að athugun á ýmsu sam-
starfi viðskiptabankanna með það
fyrir augum að kanna hvort samstarf-
ið stangist á við samkeppnislög.