Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 55
BRÉF TIL BLAÐSIIMS
MORGUNBLAÐIÐ
Vöndum valið
Frá Andra Júlíussyni:
VIÐ stöndum nú mörg í þeim spor-
um að mega kjósa í bæjar- og
sveitarstjórnarkosningum í fyrsta
sinn næsta vor. Margir eru
ákveðnir en þó enn fleiri óákveðn-
ir. Ég tel óhætt að segja þeim að
valið er óvenju auðvelt að þessu
sinni.
Undanfarið hafa sjálfstæðis-
menn nýtt öll færi til að klekkja
á okkur borgarbúum. Samgöngu-
ráðherra vildi til dæmis hækka
símareikning okkar upp úr öllu
valdi og auka enn á gróða ríkis-
hlutafélagsins Pósts og síma. Þar
greip þó forsætisráðherrann í
taumana og gerði tilraun til að
bjarga ímynd flokksins með því
að lækka mistök samgönguráð-
herra um nokkur prósent. En
framkvæmdasemi samgönguráð-
herrans dreifist því miður ekki
jafnt á alla hans málaflokka, því
hann dregur lappirnar í hveiju
hagsmunamáli höfuðborgarbú-
anna á fætur öðru. Nægir þar að
nefna Gullinbrú og Reykjavíkur-
flugvöll. Það er þó engin nýlunda
þar sem samgönguráðherrann á í
hlut því hann hefur ávallt verið
ráðherra eins kjördæmis fremur
en annarra en ekki ráðherra allra
landsmanna eins og honum ber
að vera. Svo má spytja: Hvar eru
þingmenn okkar Reykvíkinga og
borgarfulltrúar úr röðum sjálf-
stæðismanna? Ekki heyrist hátt í
þeim þegar hagsmunir borgarbú-
anna eru fyrir borð bornir. Friðrik
Sophusson fjármálaráðherra sem
á að heita þingmaður Reykvíkinga
er ekki einungis þögull hvað varð-
ar hagsmunamál okkar borgarbúa
heldur beitir sér sérstaklega fyrir
því að skera niður fjárveitingar
til Sjúkrahúss Reykjavíkur, svo
mikið að líkur eru á að það verði
óstarfhæft á næsta ári.
Líklegt má telja að rót vandans
felist í því að atkvæði okkar Reyk-
víkinga vegur nú orðið harla lítið
í samanburði við atkvæði í dreif-
býli. Þeim sem bera ábyrgð á
þessu óréttlæti finnst það því lítið
atriði að kjósendur hér í höfuð-
borginni sitji á hakanum. Þing-
menn Reykjavíkur með Davíð
Oddsson í broddi fylkingar virðast
láta sér það í léttu rúmi liggja þó
að við borgarbúar búum við stór-
lega skert lýðréttindi og að hagur
okkar sé fótum troðinn. Það var
þó eitt sinn mikið baráttumál sjálf-
stæðismanna að jafna atkvæðis-
rétt landsmanna en ekki fer mikið
fyrir því nú. Getur það verið að
við viljum fólk úr flokki sem þess-
um til að stjórna borginni okkar?
Mitt svar er nei! Við skulum taka
höndum saman og tryggja það að
Reykjavíkurlistinn með Ingibjörgu
Sólrúnu í forystu haldi borginni í
kosningunum í vor.
ANDRIJÚLÍUSSON,
Neðstaleiti 3, Reykjavík.
Til hvers var svargreinin?
Frá Valgerði Einarsdóttur:
SJALDAN hef ég lesið jafn ámát-
legar afsakanir og yfirklór _um
verk R-listans og það sem Árni
Þór Sigurðsson fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins í R-listanum viðhafði
i grein í Mbl. 11. nóv. sl. Þar var
hann að svara Árna Sigfússyni.
Árni hafði skýrt frá því í stuttri
grein í Morgunblaðinu að hann
hefði staðið fyrir því að hætt var
við endurbyggingu Korpúlfsstaða,
að kostnaður við Listasafn í Hafn-
arhúsi væri að nálgast 700 milljón-
ir króna og að fjölgun bama á leik-
skólum hafi verið meiri á síðasta
kjörtímabili en þessu. Þetta þótti
alþýðubandalagsmanninum greini-
lega hið versta mál og varð að
svara einhveiju. En svör hans eru
einfaldlega staðfesting á því sem
Árni Sigfússon var að segja.
Alþýðubandalagsmaðurinn mót-
mælir og segir Áma fara með
rangt mál en sýnir svo í rökum
að Árni Sigfússon hefur rétt fyrir
sér. Stundum sleppir alþýðubanda-
lagsmaðurinn rökum. T.d. þegar
hann útskýrir að fjölgun bama á
leikskóla sé ekki eins mikil og á
síðasta kjörtímabili. Það gerir hann
bara með því að segja að ástandið
hafi verið afar slæmt fyrir 5 árum
en nú viti allir að það sé gott.
Hann forðast að nefna tölurnar,
því þær sýna að hér er ekkert bet-
ur unnið en á síðasta kjörtímabili
D-listans. Það er auðvitað grát-
legt, því margir halda því fram að
það eina sem standi eftir sem efnt
loforð R-listans, tengist leikskóla-
málum, það er ekki rétt. R-listinn
lofaði að útrýma biðlistum. Það
þurfti hann að gera til að yfirbjóða
D-Iistann. Þetta loforð stendur
hann svo ekki við, en nær svipuð-
um árangri og D-listinn gerði á
síðasta kjörtímabili. Það gerir hann
þó með mun meiri kostnaði fyrir
borgarbúa.
VALGERÐUR EINARSDÓTTIR,
Laugamesvegi 40, Reykjavik.
Athugasemd
Frá Jóni Viðari Jónssyni:
í MORGUNBLAÐINU í gær (12.
nóv. 1997) tekur Þröstur Helga-
son blaðamaður sér fyrir hendur
að lýsa efni greinar eftir mig, sem
birtist í 2. tölublaði tímaritsins
Fjölnis. í þessari „endursögn“, eða
hvað á að kalla það, gætir því
miður bæði ónákvæmni og mis-
skilnings, sem ég get ekki látið
standa án leiðréttingar.
Svo virðist sem Þröstur telji
aðaltilgang greinarinnar vera að
deila á leikstjórnarferil Þórhildar
Þorleifsdóttur. Hann vitnar beint
í alllöngu máli í orð mín um það
efni, en minnist hins vegar ekki á
meginatriði málsins, sem er staða
Leikfélags Reykjavíkur og Borg-
arleikhússins nú í haustbyrjun
1997, fyrr en rétt í lokin. í grein
minni rifya ég upp það, sem hefur
verið að gerast innan leikhússins
síðustu misseri, og reyni að greina
helstu orsakir þess ömurlega
ástands, sem þar blasir við. M.a.
deili ég á borgaryfirvöld fyrir að-
gerðir þeirra, eða öllu heldur að-
gerðaleysi, í málum leikhússins.
Ég geri það að vísu ekki fyrr en
undir lok greinarinnar, en þá hef-
ur blaðamaðurinn sennilega verið
farinn að flýta sér við lesturinn.
Álit mitt á leikstjórn Þórhildar
er aðeins einn þáttur í þessari
umfjöllun. Þórhildur ber sem leik-
hússtjóri sannarlega sína ábyrgð
á því, hvernig komið er, en því fer
víðs fjarri, að ég geri hana að ein-
hvetjum persónugervingi fyrir
niðurlægingu LR og Borgarleik-
hússins. í greininni ber ég lof á
hana fyrir að hafa veitt nýju leik-
stjórnar-blóði inn í leikhúsið og
sagt gamalgróinni stöðnun stríð á
hendur, en gagnrýni fyrir misráð-
ið verkefnaval. Þó að flutningur á
tveimur verkum Jökuls sé vissu-
lega rós í hnappagatið, breytir það
ekki því, að leikritavalið hefur á
heildina litið verið mjög misráðið
frá því hún tók við stjórnartaum-
um. Að þessu leyti þykist ég sjá
ákveðna hliðstæðu milli leikstjór-
ans Þórhildar og leikhússtjórans:
tilhneigingu til að ofmeta mikil-
vægi ytri fagmennsku í sýningar-
vinnunni, en vanmeta innihaldið,
skáldskapargildi verkanna sjálfra.
Það er að sjálfsögðu ánægju-
legt, að Morgunbláðið skuli verja
rými sínu til að fjalla um hina
tímabæru og einkar þörfu tilraun
Gunnars Smára Egilssonar til að
koma á fót óháðu og metnaðar-
fullu menningartímariti á íslandi.
Fyrir nokkru gagnrýndi ég blaðið
fyrir að minnast ekki á slíka út-
gáfustarfsemi og fagna því þá að
sjálfsögðu, að það skuli hafa tekið
upp nýja og betri hætti. En þá
verður líka að ætlast til þess af
blaðamönnum, að þeir gefi ekki
lesendum villandi mynd af því,
sem þeir eru að skrifa um.
JÓN VIÐAR JÓNSSON
leiklistargagnrýnandi.
Gull- og silfurskórnir
komnir í st. 30-36
Verð kr. 2.290
Smáskór
í bláu húsi við Faxafen
Sími 568 3919
FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 55