Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 21 VIÐSKIPTI Dan Rather Peter Jennings Tom Brokaw Dan Rather og CBS News semja til 2002 New York. Reuters. CBS News sjónvarpsfréttamaður- inn Dan Rather hefur endurnýjað samning sinn í þrjú ár í viðbót, eða til ársins 2002, og hækka laun hans í 6,5 milljónir dollara - þannig að þau verða álíka há og keppinauta hans hjá ABC og NBC. Starfsbróðir Rathers hjá ABC News, Peter Jennings, hefur einnig samið til þriggja ára í viðbót og mun því stjórna fréttaflutningi fram til ársins 2000 samkvæmt heimild- um. Gengið var frá langtímasamn- ingi Toms Brokaws og NBC í sum- ar. Þessir síðustu samningar gera að engu tilraun CNN-fréttasjón- varpsins til að ráða til starfa frétta- kynni eins hinna þriggja sjónvarps- risa Bandaríkjanna. CNN hafði átt í samningaviðræð- um við Brokaw og leitað hófanna hjá Rather, sem var fastráðinn til 1999, en án árangurs. CBS stendur vel að vígi í sama mund og samið er við Rather. Þótt kvöldfréttir CBS séu í þriðja sæti í vinsældakeppni stóru sjónvarps- stöðvanna hefur CBS dregið á keppi- naut sinn í 2. sæti, ABC, sem hefur misst töluvert marga áhorfendur. Áhorfendum frétta fjölgar Kvöldfréttir NBC voru í fyrsta sæti í fyrravetur í fyrsta skipti í einn áratug og áhorfendum NBC heldur áfram að fjölga. í haust hefur áhorfendum kvöld- frétta í Bandaríkjunum fjölgað lítil- lega eftir langt timabil dvínandi áhuga á fréttum. Rather þakkar uppsveiflu CBS því að stöðugt hafi verið lögð áherzla á „harðar fréttir" og umíjöllun um erlend málefni. Margir halda því aftur á móti fram að slíkar fréttir fæli frá vaxandi hóp áhorfenda, sem vilji helzt léttmeti og hneykslisfréttir. Erfitt að brjótast inn í Saab 9-5 Stokkhólmi. Reuters. SAAB 9-5 var eini billinn af 30, sem sænsku neytendasamtökin prófuðu, sem þjófar þurftu meira en tvær mínútur til að bijótast inn í. Samkvæmt niðurstöðum próf- ana samtakanna á dyralásum bif- reiða tekur aðeins fjórar eða fimm sekúndur að bijótast inn í nýjan Mitsubishi Carisma GLX, Seat Toledo og Toyota Corolla. „Af þeim 30 gerðum, sem voru prófaðar, voru aðeins átta, sem stóðust innbrotstilraun lengur en í ema mínútu,“ segja samtökin. Á eftir Saab 9-5 voru örugg- ustu bílarnir Opel Astra GL, sem eina mínútu og 48 sekúndur þurfti til að bijótast inn í, og Ford Scorpio, ein mínúta og 45 sekúnd- ur. Sænska lögreglan og trygg- ingafyrirtæki tóku þátt í prófun- unum. Qfflglas miðvikudag til laugardags b<»® t A 10, 15, 20 og 25% afsláttur af nýjum og nýlegum vörum! BOLTAHIDUÍINN LAUGAVEGI 23 • SÍMI S51 5599 H O N D A Stór fjórhjóladrifinn bill á frábæru verði FRÁKRI 2.ip.000,- Á6ÖTUNA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.