Morgunblaðið - 14.11.1997, Síða 21

Morgunblaðið - 14.11.1997, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 21 VIÐSKIPTI Dan Rather Peter Jennings Tom Brokaw Dan Rather og CBS News semja til 2002 New York. Reuters. CBS News sjónvarpsfréttamaður- inn Dan Rather hefur endurnýjað samning sinn í þrjú ár í viðbót, eða til ársins 2002, og hækka laun hans í 6,5 milljónir dollara - þannig að þau verða álíka há og keppinauta hans hjá ABC og NBC. Starfsbróðir Rathers hjá ABC News, Peter Jennings, hefur einnig samið til þriggja ára í viðbót og mun því stjórna fréttaflutningi fram til ársins 2000 samkvæmt heimild- um. Gengið var frá langtímasamn- ingi Toms Brokaws og NBC í sum- ar. Þessir síðustu samningar gera að engu tilraun CNN-fréttasjón- varpsins til að ráða til starfa frétta- kynni eins hinna þriggja sjónvarps- risa Bandaríkjanna. CNN hafði átt í samningaviðræð- um við Brokaw og leitað hófanna hjá Rather, sem var fastráðinn til 1999, en án árangurs. CBS stendur vel að vígi í sama mund og samið er við Rather. Þótt kvöldfréttir CBS séu í þriðja sæti í vinsældakeppni stóru sjónvarps- stöðvanna hefur CBS dregið á keppi- naut sinn í 2. sæti, ABC, sem hefur misst töluvert marga áhorfendur. Áhorfendum frétta fjölgar Kvöldfréttir NBC voru í fyrsta sæti í fyrravetur í fyrsta skipti í einn áratug og áhorfendum NBC heldur áfram að fjölga. í haust hefur áhorfendum kvöld- frétta í Bandaríkjunum fjölgað lítil- lega eftir langt timabil dvínandi áhuga á fréttum. Rather þakkar uppsveiflu CBS því að stöðugt hafi verið lögð áherzla á „harðar fréttir" og umíjöllun um erlend málefni. Margir halda því aftur á móti fram að slíkar fréttir fæli frá vaxandi hóp áhorfenda, sem vilji helzt léttmeti og hneykslisfréttir. Erfitt að brjótast inn í Saab 9-5 Stokkhólmi. Reuters. SAAB 9-5 var eini billinn af 30, sem sænsku neytendasamtökin prófuðu, sem þjófar þurftu meira en tvær mínútur til að bijótast inn í. Samkvæmt niðurstöðum próf- ana samtakanna á dyralásum bif- reiða tekur aðeins fjórar eða fimm sekúndur að bijótast inn í nýjan Mitsubishi Carisma GLX, Seat Toledo og Toyota Corolla. „Af þeim 30 gerðum, sem voru prófaðar, voru aðeins átta, sem stóðust innbrotstilraun lengur en í ema mínútu,“ segja samtökin. Á eftir Saab 9-5 voru örugg- ustu bílarnir Opel Astra GL, sem eina mínútu og 48 sekúndur þurfti til að bijótast inn í, og Ford Scorpio, ein mínúta og 45 sekúnd- ur. Sænska lögreglan og trygg- ingafyrirtæki tóku þátt í prófun- unum. Qfflglas miðvikudag til laugardags b<»® t A 10, 15, 20 og 25% afsláttur af nýjum og nýlegum vörum! BOLTAHIDUÍINN LAUGAVEGI 23 • SÍMI S51 5599 H O N D A Stór fjórhjóladrifinn bill á frábæru verði FRÁKRI 2.ip.000,- Á6ÖTUNA.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.