Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 38
38 FOSTUDAGUR 14. NOVEMBBR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Sambandsslit
Selljamarness
og Kópavogs
SIJMAR ákvarðanir
breyta oft sögunni og
oft er erfítt að átta sig
á hvaða ákvarðanir
þetta eru fyrr en eftir
á.
Tökum nokkur
dæmi:
1) Sambandsslit Sel-
tjarnarness og
Kópavogs f. 50
árum.
2) Binding aflaheim-
ilda við veiðiskip
1984- kvótakerfið.
3) Sala BÚH til Sam-
heija.
4) Sala Guggunnar til
Samheija.
5) Áhrif kvótakefísins á land-
vinnsluna.
6) Áhrif af afnámi línutvöföldun-
ar.
7) Áhrif sjófrystingar á land-
vinnslu.
Sambandsslit Seltjarnarness
og Kópavogs fyrir 50 árum
Seltjarnarneshreppur hinn forni
náði yfír allt Nesið, sem liggur á
milli Kollafjarðar og Skeijafjarðar
og allt til fjalla, Bláfjöll og Vifíls-
fell. Sífellt var gengið á lönd Sel-
tjarnarness, þegar þéttbýliskjamar
mynduðust í hreppnum. Reykjavík
þurfti alltaf meira land. Skildinga-
> nes í Skeijarfírði var tekið af
hreppnum og lagt til Reykjavíkur
með lögum frá Alþingi 1932.
Skipting hreppsins milli Kópa-
vogs og Seltjamarness var hins
vegar innan hrepps mál. Við aukna
þéttbýlismyndum í Kópavogi fór
svo í hreppnefndarkosningunum
1946 að listi Framfarafélags Kópa-
vogs fékk hreinan meirihluta eða
3 fulltrúa af 5. Þessu undu hrepps-
nefndarmenn hinnar gömlu
hreppsnefndar Framnessins (Sel-
tjarnamess) afar illa.
Sumarið 1947 gengu undir-
skriftalistar um Nesið, þar sem
farið var fram á skiptingu hrepps-
ins. Undirskrifendur urðu 222 eða
^ rétt yfir tveimur þriðju atkvæðis-
bærra manna.
Söfnun undirskriftanna var lok-
ið snemma í september og 20.
þess mánaðar var boðaður almenn-
ur fundur um skipt-
inguna. Þar hafði Sig-
uijón Jónssons fram-
sögu og lagði hann
áherslu á að erfítt
væri fyrir eina hrepps-
nefnd að vinna að
hagsmunamálum
fólks, sem byggi á
tveimur aðskildum
svæðum.
Kom nú til kasta
yfirmanna félags-
málaráðuneytisins og
óskaði það eftir tillög-
um frá hreppsnefnd-
inni um landamörk
hinna tveggja hreppa,
fjárhagsaðskilnað og
loks nöfn nýju hreppanna. Nú kom
sér illa fyrir Seltirninga að vera í
minnihluta í hreppsnefnd, því
Fimmtíu ár eru frá sam-
bandsslitum Seltjamar-
ness og Kópavogs. Guð-
mundur Ingason veltir
fyrir sér hvort þær tíma-
mótaákvarðanir hafi
verið réttar í dómi sög-
unnar.
Kópavogsbúar vildu fá allan „Upp-
hreppinn", en Seltirningar vildu
halda a.m.k. Lækjarbotnum,
Gunnarshólma og Vatnsenda auk
afréttarlanda.
Fór svo að lokum að Kópa-
vogsbúar fengu allan Upphrepp-
inn, en Seltirningar óljósan sam-
eiginlegan afnotarétt.
Undirritaður hefur alist upp og
síðan stofnað til heimilis á báðum
stöðum þ.e. Seltjarnarnesi og
Kópavogi. Hefði ekki komið til
skiptingar hreppanna fyrir 50
árum hefði ég búið innan sama
sveitarfélagsins.
Seltimingar gáfu fyrir sjálf-
stæðið það sem þeim er dýrast og
fágætast í dag þ.e. land til vaxtar.
Þessu ætti Kópavogsbær ekki að
gleyma.
Guðmundur
Ingason
Mynd/Oddur Sigurðsson/Orkustofnun
Selljarnarneshreppur
hinn forni.
Framsal alls þessa lands til
Kópavogs er í dag 50 árum seinna
ómetanleg verðmæti og óbætan-
leg, sérstaklega fyrir bæjarfélag
eins og Seltjarnarnes sem á lítið
land og verður búið með allt sitt
byggingarland upp úr aldamótum.
Kópavogsbúar hafa verið trylltir
hin síðustu ár að byggja hin nýju
lönd. Vaxtarhraði Kópavogs má
helst líkja við „óhefta frumuskipt-
ingu“. Vonandi verður það þeim
til góðs.
Var rétt og skynsamleg af Sel-
timingum að krefjast aðskilnaðar
hreppanna eftir að þeir töpuðu
meirihluta í hreppsnefndinni 1946
og vera með undirskriftarsöfnun
þessu til staðfestingar 1947? Vom
menn full fljótir á sér?
Eftir á má ef til vill segja að
við hér á Framnesinu hefðum ekki
ráðið við Kópavog, frekar en
Reykjavík á sínum tíma. Við sáum
ekki við margnum. I ljósi þess var
aðskilnaður ef til vill réttur.
Þéttbýlismyndunin var hæg hér
á Nesinu og mun hægari en í Kópa-
vogi. Hreppsnefndarmennirnir hin-
ir gömlu hafa óttast að Framnesið
yrði nokkurs konar „hornreka" í
hinum nýja hreppi, Kópavogi.
Nálægðin við höfuðborgina /
þéttbýlið hefur orðið Seltjarnes-
hreppi hinum forna dýrkeypt.
En þrátt fyrir þetta líður okkur
bara vel hér á Framnesinu.
Við metum sjálfsæði okkar ef
til vill meira en margir vegna þess
að við gerum okkur ljóst hvað við
erum búnir að tapa miklum land-
svæðum til þess að fá að halda því.
Seltimingar töpuðu löndum,
héldu sjálfstjórn og forni frægð.
En hefðum við getað náð betri
samningum um skiptingu hrepp-
anna fyrir 50 árum?
Heimild: Seltirningabók 1991,
Heimir Þorleifsson.
Höfundur er líffræðingur og
framkvæmdastjóri.
Hver er að skrökva?
í EINKAMÁL-
GAGNI Kristjáns
Ragnarssonar, Útveg-
inum, 2. tbl. 6. árg.
apríl 1997, er mikil
breiðsíða send öllum
„öfundarmönnum"
hinna göfugu kvóta-
eigenda ... „Bestir í
heimi að mati OECD“.
Það þarf enginn að
velkjast í vafa um það,
hveijir eru beztir í
heimi hér. Það eru
auðvitað þeir sem
framlenging LÍÚ í
stjómarráðinu heldur
að séu undur heimsins
og öfundarefni um
gervalla heimsbyggðina - sem sé
** sægreifamir. Nú hefur Bjami Haf-
þór Helgason gengizt við því að
hafa skrifað þessa frétt um af-
burði íslenzka kvótakerfísins. í
símtali við mig kveðst hann ekki
vita hvaðan hann hafi þær tölur
sem hann byggir þetta á en í frétt-
inni vísar hann á „Hagfræðideild
Háskóla íslands" (sic!). Ég talaði
við forstöðumann
Hagfræðistofnunar
Háskólans, Tryggva
Þór Herbertsson, sem
ber af sér alla ábyrgð
á þessum tölum, en
fínnst líklegt að þær
séu frá Ragnari Árna-
syni, prófessor í fiski-
hagfræði, og einum
eindregnasta tals-
manni séreignar sæað-
alsins í íslenzkum
fiskimiðum. Nú þegar
Benedikt Valsson,
hagfræðingur hefur
sýnt fram á að tölur
þessar era heilaspuni
vaknar sú spuming
hvaðan þessar tölur koma. Ég veit
að Bjarni Hafþór er góður hagyrð-
ingur eins og hann á kyn til en
ég er samt nokkuð viss um að
hann hefur ekki skáldað þessar
tölur. Hann hefur þær frá einhveij-
um sem hann hefur tekið mark á.
Ég hef ítrekað reynt að ná tali af
Ragnari Árnasyni til þess að spyija
hann hvort hann hafí komið þess-
Ég bið hvern þann sem
kann að upplýsa, segir
BárðurG. Halldórs-
son, hvaðan þessar töl-
ur um arðsemi kvóta-
kerfisins eru komnar.
um misskilningi í höfuðið á útvegs-
mönnum, að þeir væru beztir í
heimi en án árangurs. Nú bið ég
hann og hvern þann sem kann að
upplýsa, hvaðan þessar tölur era
komnar um arðsemi íslenzka
kvótakerfísins. Það er nóg lagt á
íslenzka útvegsmenn að vera Stup-
or mundi (undur heimsins) og öf-
undarefni um allar jarðir fyrir gjaf-
ir íslenskrar alþýðu þó þeir þurfí
ekki að standa undir því að vera
. . . „bestir í heimi. . . “
Höfundur er varaformaður
Samtaka um þjóðareign.
Bárður G.
Halldórsson
Yfir lækinn
eftir vatni
VEGNA einkenni-
legra speglasjóna Afl-
vaka í Reykjavík um
starfsemi Landsbanka
íslands á Vestfjörðum
og Austurlandi er
ástæða til að vekja at-
hygli á eftirfarandi: Á
Austurlandi rekur
Landsbankinn 12 útibú
og afgreiðslur, Bún-
aðarbankinn eitt útibú,
og tveir sparisjóðir
starfa í ijórðungnum.
Landsbankinn hefur
því yfírburðastöðu í
landshlutanum.
Tíðum leika afurða-
lánin ein á einum millj-
arði - eittþúsundmilljónumkróna -
til fyrirtækja í viðskiptum við bank-
ann á Austurlandi, en afurðalán
eru, svo sem kunnugt ætti að vera,
flýtilán út á afurðir, þar til greiðsla
berst við sölu. Þetta dæmi eitt og
sér nægir til að sýna fram á hald-
leysi í útlistun Aflvaka á lánastarf-
semi Landsbankans þar eystra.
Sama máli gegnir um Vestfirði.
Innlán í Landsbankanum á Vest-
fíörðum nema rúmum 1.800 millj-
ónum kr. Afurðalán geta nú talizt
um 800 milljónir kr. Nýleg endur-
fjármögnun skips sem kom úr við-
skiptum við annan banka nam 700
milljónum kr. Ef ekkert annað er
sniðið af heildarútlánum bankans á
Vestfíörðum eins og þau eru í dag
nema þau um 2.400 milljónir kr.
Margfeldistal Aflvakamanna milli
inn- og útlána er því út i hött.
Austurland og Vestfirðir eiga það
sammerkt að þar snýst
atvinnulífið að mestu
um fískveiðar og
vinnslu. Sveiflur í Iána-
fýrirgreiðslum banka
eru því tíðar og mjög
miklar t.d. vegna af-
urðalána. Ennfremur,
eins og nefnt var, getur
tilflutningur eins skips
riðið mikinn bagga-
mun.
Ályktanir Aflvaka-
manna vegna útlána-
stefnu Landsbankans í
þessum tveim lands-
hlutum eru því á hæpn-
um stoðum reistar, svo
ekki sé meira sagt.
Sérfræðingar þar á bæ hafa farið
yfír bæjarlækinn eftir vatni sem
Ályktanir Aflvaka-
manna eru á hæpnum
stoðum reistar, segir
Sverrir Hermannsson,
að því er varðar útlána-
stefnu Landsbankans.
þykir þarfleysa bæði eystra og
vestra.
Landsbankinn setur hag og
nauðsyn atvinnulífsins á oddinn og
vinnur þannig einnig einstaklingum
og samfélaginu bezt.
Höfundur er bankastjóri.
Sverrir
Hermannsson
Sögulegar umræður
á kvótaráðstefnu
LAUGARDAGINN
8. nóv. hélt Sjávarút-
vegsstofnun Háskól-
ans merkilega ráð-
stefnu um eignarhald
á kvóta. Allvel hefur
verið greint frá fram-
söguerindum og þar á
meðal frá einkar at-
hyglisverðu erindi Þor-
geirs Örlygssonar, en
ég hef ekki orðið var
við frásagnir af um-
ræðum, sem mér fund-
ust sögulegar fyrir
a.m.k. tveggja atburða
sakir. Orðalag man ég
því miður ekki upp á
hár, en umræðurnar
munu vera til á segulbandi hjá
Sjávarútvegsstofnun Háskólans og
einhveijum fíölmiðlum.
Annars vegar var Ragnar
Árnason, prófessor, spurður að
lokinni framsögu út í ummæli í
erindi hans. Þar sagði hann, eftir
að hafa lýst kostum kvótakerfís-
ins, að ef sóst væri eftir einhveij-
um félagslegum markmiðum,
mætti ná þeim fram eftir öðram
leiðum. Spurningin, sem beint var
til hans, snerist um hvað hann
hefði átt við og hvort hann þekkti
einhveijar slíkar leiðir sem ekki
fælu í sér beina gjaldtöku af sjáv-
arútvegi. Hann svaraði að meðal
slíkra leiða væri t.d. gjaldtaka.
Mig rekur ekki minni til að hann
hafi nefnt önnur dæmi um færar
leiðir. Ég hygg að hann hafí árétt-
að þessi ummæli í almennum
umræðum eftir að aðrir frummæ-
lendur höfðu lokið máli sinu.
Hitt sem mér finnst frásagnar
vert tengist því að í framsögu hafði
Birgir Þór Runólfsson, dósent,
mælt með því að núverandi kvóta-
kerfi yrði fest í sessi og eignarrétt-
ur útgerðarmanna á veiðiréttinum
gerður skýr og ótvíræður, sem
m.a. hefði í för með
sér að hann nyti
stjórnarskrárvemd-
ar. í almennu umræð-
unum var Birgir beð-
inn að ráðleggja al-
mennum, kvótalaus-
um kjósanda sem vildi
greiða atkvæði sam-
kvæmt pyngjuhags-
munum sínum, hvernig
hann ætti að velja milli
hugmynda Birgis og
hugmynda sem Pétur
Blöndal og fleiri hafa
haft uppi um að senda
hveijum íslendingi
jafnan hlut í árlegum
kvóta. Birgir færðist
undan að gefa slíkar ráðleggingar
og sagðist ekki hafa forsendur
eða líkön til að gera þennan sam-
anburð.
Fréttnæmt er, segir
Markús Möller, þegar
helstu stuðningsmenn
gjafakvótans í hópi hag-
fræðinga eru svo hik-
andi sem umræðan bar
vitni.
Nú er það að vísu svo, að menn
eiga leiðréttingu orða sinna og
treysta sér stundum til að ganga
lengra að hugsuðu máli en í óundir-
búnum umræðum. Engu að síður
finnst mér það í frásögur færandi
að þeir tveir hagfræðingar sem
helst hafa haldið fram ágæti gjafa-
kvótakerfisins í opinberri umræðu
eru svo hikandi í stuðningi sínum
sem þessi umræða bar vitni.
Höfundur er hagfræðingur.
Markús
Möller