Morgunblaðið - 14.11.1997, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 14.11.1997, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 27 Nýjar bækur • / NÆRVERU sálar - Einar Hjörleifsson Kvaran, maðurinn og skáldið er eftir Gils Guð- mundsson. í bók þessari rekur Gils Guð- mundsson ævi- feril Einars Hjör- leifssonar Kvar- ans (1859- 1938). Greinter frá ritstjórnar- ferli hans vestan hafs og austan og sögð þróunar- saga hans sem rithöfundar, hvernig hann náði miklum ár- angri sem ljóð- skáld, leikrita- skáld og skáld- sagnahöfundur. Rakin eru af- skipti Einars af sálarrannsóknum, þar sem hann var frumkvöðull og stóð í fylkingar- bijósti um áratugi, allt til dánardæg- urs. Því er hér lýst hvernig Einar varð er leið á ævina vinsælasta skáld þjóðarinnar og lék sér að því að fylla stærstu samkomuhús, í hvert sinn sem hann auglýsti fyrirlestur eða upplestur á nýjum verkum sínum. Árið 1923 var Einar meðal þeirra sem tilnefndir voru til bókmennta- verðlauna Nóbels. Ekki hlaut hann verðlaunin, en tilnefningin vakti at- hygli hér heima og olli hörðum deil- um, svo sem rakið er í bókinni. „Sá var tilgangur höfundar þess- arar bókar að færa Einar H. Kvaran og samtíð hans eins nálægt lesend- um og honum var auðið. 1 nærveru sálar er fyrsta ritið sem skrifað er um einhvern mesta andans mann sinnar kynslóðar á íslandi." Útgefandi er Setberg. Bókin er 350 síður og kostar 3.228 kr. • ÆVINTÝRALEGT samband er eftir Andrés Indriðason. Bókin fjallar um Dúdda og Júlíönu, sam- band þeirra og fleira ævintýra- legt og skemmti- legt. En hver er hann í raun og veru þessi gosi sem er kallaður Dúddi? Hvaða umskipti verða í lífi hans daginn sem hann byrjar í níunda bekk? Hvað er það sem eng- inn má vita nema skólastjórinn og Júlíana sem hann er bálskotinn í? Hvernig verður henni við þegar hann segir henni sannieikann um sjálfan sig? - Af hverju er samband þeirra ævintýralegt og hvað er það sem er lyginni líkast? í kynningu segir: „Ævintýralegt samband er fyndin, spennandi og vel skrifuð saga eftir hinn vinsæla höfund, Andrés Indriðason, en hann hefur fengið margs konar verðlaun og viðurkenningar fyrir vandaðar bækur sínar á undanförnum árum.“ Útgefandi erÆskan. Bókin er 130 bls. ídemi-broti. XYZETA aug- lýsingastofa teiknaði kápumynd og hannaði útlit kápu. Hagprent/Ing- ólfsprent ehf. annaðist umbrot og prentun, K-prent filmuvinnu, Flatey hf. bókband. • GRÝLA er eftir Gunnar Helga- son. Hann vakti athygli sem stjórn- andi barnatíma Sjónvarpsins fyr- ir nokkrum árum. „Og enn hugs- ar Gunnar til barnanan þegar hann segir þeim söguna umjóla- hald Grýlu, Leppalúða og jólasveinanna á þann hátt sem honum einum er lagið. Grýla er heillandi og hressileg bók, prýdd stórskemmtilegum myndum Þórarins Blöndal. Það fer enginn í Jólaköttinn sem les Grýlu, svo mikið er víst,“ segir i kynningu. Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar. Verð kr. 1.690. Andrés Indriðason Einar H. Kvaran Gils Guðmundsson * Utgáfutónleikar í Þjóð- leikhúskj allaranum NÝR geisladiskur með Jó- hönnu V. Þórhallsdóttur og hljómsveit er kominn út. Af því tilefni verða haldnir útgáfu- tónleikar í Þjóðleikhúskjallar- anum sunnudaginn 16. nóvem- ber kl. 20.30. I kynningu segir: „A geisla- diskinum sýnir Jóhanna á sér nýja hlið, sem tengist þó upp- hafi ferils hennar, enda nýtur hún nú m.a. stuðnings gamalla félaga sinna úr Diabolus In Musica.“ t hljómsveitinni eru þau Aðalheiður Þorsteinsdóttir, píanóleikari, Páll Torfi Onund- arson, gítarleikari, Sveinbjörn I. Baldvinsson, gítarleikari, Tómas R. Einarsson, bassaleik- ari og Þorbjörn Magnússon, kongatrommuleikari. Einnig leikur Wilma Yong á fiðlu og fram koma dansararnir Hany Hadaya og Bryndís Halldórs- dóttir. Þá mun Aagot V. Ósk- arsdóttir syngja með Jóhönnu gömul Diabolusarlög. HLJÓMSVEIT Jóhönnu V. Þórhallsdóttur: F.v. Páll Torfi Önund- arson, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir, Tómas R. Einarsson. Fjarverandi var Þorbjörn Magnússon. PHILIPS gæði á lágu verði PHILIPS 28" sjónvarp 69.900 PHIIIPS myndbandstæki a ‘V' Philips PT4423 er nýtt 28" gæða sjónvarpstæki á ótrúlegu verði. Philips PT4423: Nicam Stereo Blackíine D myndlampi Einföld og þægileg fjarstýring íslenskur leiðarvísir Gerðu hörðustu kröfurtil heimilistækja. Fjárfestu í Philips! 27.900. Tveggja hausa myndbandstæki frá Philips á sérlega hagstæðu verði. Einfalt í notkun og áreiðanlegt. íslenskur leiðarvísir. PHILIPS -alltaf ódýrast hjá okkur! ihf Umboðsmenn um land allt. SÆTÚN8 SÍMI 569 1500 http.//www.ht.ls | AN/EGJUABVRGO | &Sé kaupandi ekkl ánæpflur með vðruna má hann sklla henniinnan 10 dagal JL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.