Morgunblaðið - 18.11.1997, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Framhaldsskóli Vestfjarða
Bannað að sofa
í tímum
Lífeyrisþegar í LSR eiga kost á að velja sér viðmiðun
Lífeyrir tekur mið
af meðaltalslaunum
LIÐLEGA 1.000 lífeyrisþegar hjá
Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins
hafa valið að láta lifeyrisgreiðslur
sínar taka mið af meðalbreytingum
á föstum launum opinberra starfs-
manna fremur en launum eftir-
manns í starfi. Hluti af þessum hóp
velur þetta vegna þess að breyting-
ar hafa verið gerðar á þvi starfi sem
sjóðfélaginn gegndi og því er eng-
inn eftirmaður til að miða sig við.
í tengslum við breytingar á lög-
um um Lífeyrissjóð starfsmanna
ríkisins var gerð sú breyting að líf-
eyrisþegum var boðið upp á að velja
um hvort þeir vildu miða lífeyrinn
sinn við laun eftirmanns í starfi eða
taka mið af meðalbreytingum á
föstum launum opinberra starfs-
manna. Samkvæmt eldri lögum var
eingöngu miðað við eftirmannsregl-
una.
Haukur Hafsteinsson, fram-
kvæmdastjóri LSR, sagði að um
5.000 lífeyrisþegar ættu kost á því
að velja milli eftirmannsreglu og
meðaltalsreglu. Nú þegar hefðu lið-
lega 1.000 lífeyrisþegar valið meðal-
talsregluna. Lífeyrisþegar hafa
tíma til 1. desember til að velja.
Haukur sagði að þær breytingar
sem gerðar hefðu verið á opinber-
um rekstri gerðu það að verkum að
oft væri erfitt að sjá við hvað lífeyr-
isgreiðslurnar ætti að miða. Fyrir
þennan hóp væri heppilegt að miða
sinn lífeyri við meðaltalsregluna.
Einnig væru til störf þar sem launa-
þróun væri með þeim hætti að með-
altalsreglan kæmi betur út en eftir-
mannsreglan. Haukur sagði að hins
vegar væru önnur störf þar sem
heppilegra væri íyrir lífeyrisþega
að halda sig við eftirmannsregluna.
Kennarar væru t.d. stétt sem lík-
lega kæmi betur út með því að miða
áfram við eftirmannsregluna.
200 hafa fært sig í A-deild
Aðeins um 200 opinberir starfs-
menn hafa tekið ákvörðun um að
flytja sig úr B-deild Lífeyrissjóðs
starfsmanna ríkisins yfir í A-deild-
ina. Þetta er talsvert minna en
reiknað var með. Frestur til að færa
sig yfir í A-deildina rennur út 1.
desember nk.
ísafirði. Morgunblaöið.
NEMENDUR Framhaldsskóla
Vestfjarða á fsafirði mega búast
við því að á næstu vikum og miss-
erum muni ríkja meiri agi við
skólann en þeir hafa vanist.
Þetta kemur fram í nýjasta
fréttabréfi skólans en þar segir
m.a.: „Nemendur komast ekki
upp með það að sofa rólegir
heima þegar þeir eiga að vera í
skólanum því skólameistari
hringir heim til þeirra hafi þeir
ekki tilkynnt forföll fyrir kl. 9.
Þá verður ekki látið viðgangast
að nemendur sofi í timum eða
hafi í frammi truflandi áhrif á
kennslu."
Þá verða reykingar með öilu
bannaðar á lóð skólans frá og
með næstu áramótum og bendir
aðstoðarskólameistarinn, Jón
Reynir Sigurvinsson, því nem-
endum á að nú sé kjörið tækifæri
til að hætta þessum lífshættulega
ósið. Þá segir í fréttabréfinu að
framvegis verði upplýsingar um
niðurstöður prófa gefnar jafnóð-
um og þær berast frá kennurum
og að þær verði í möppu fyrir
framan ritaralúgu skólans.
„Nemendur eiga alls ekki að
trufla yfirferð úrlausna og aðra
starfsemi á skrifstofu skólans
með spurningum um niðurstöður
úr prófunum. Óþarft ætti að vera
að taka fram að kennarar vilja
ekki fremur en annað fólk láta
trufla heimilisfrið sinn með sím-
hringingum þar sem nemendur
eru að spyrja um einkunnir. Eng-
ar einkunnir verða gefnar upp í
sfma, hvorki lijá ritara né kenn-
\ urum skólans," segir í fréttabréf-
inu.
Gildandi útvarpsleyfí í landinu
30 útvarpsstöðv-
ar og 53 sjón-
varpsstöðvar
SAUTJAN langtímaleyfi til út-
varpsrekstrar, 12 sjónvarpsleyfí og
leyfi til að endurvarpa dagskrám 25
erlendra sjónvarpsstöðva, eru nú í
gildi í landinu, að frátöldum leyfum
Ríkisútvarpsins til útvarps- og sjón-
varpsrekstrar og heimildum Pósts
og síma til útsendinga á 24 sjón-
varpsrásum og 11 útvarpsrásum um
breiðband.
Alls hafa því verið veitt leyfi til út-
sendinga 30 útvarpsstöðva og 13
sjónvarpsstöðva hér á landi og til
endurvarps 40 erlendra stöðva.
35 rásir á breiðbandi
Pósts og síma
Tölurnar eru byggðar á upplýs-
ingum á heimasíðu útvarpsréttar-
nefndar. Auk þess er fram komið að
Póstur og sími hefur í hyggju að
hefja útsendingar á breiðbandi og
nær leyfi fyrirtækisins til 24 sjón-
varpsrása og 11 útvarpsrása.
íslenska útvarpsfélagið - Fjöl-
miðlun hf., sem hefur sjónvarpsleyfi
Stöðvar 2 og útvarpsleyfi Bylgjunn-
ar og Stjömunnar, ræður auk þess
yfir sjónvarpsleyfi því sem Stöð 3
var veitt og einnig er leyfi Sýnar hf.
í eigu sömu aðila. Samtals hafa ís-
lenska útvarpsfélagið og dótturfé-
lög þess leyfi til að endurvarpa
dagskrám 12 erlendra sjónvarps-
stöðva.
Til viðbótar er leyfi til endur-
varps erlendra stöðva í höndum
fyrirtækja í Vestmannaeyjum, á
Húsavík og Suðurlandi.
Fínn miðill hf., sem er sameinað
fyrirtæki rekstraraðila Aðalstöðvar-
innar og FM 95,7, hefur einnig út-
varpsleyfi í nafni X-ins og Klassíkur
FM og hefur nýverið fest kaup á út-
varpsstöðinni Sígildu FM og Brosi á
Suðumesjum. Þá teljast 6 útvarps-
stöðvar á vegum þeirra aðila.
Auk hljóðvarpsrása Ríkisútvarps-
ins hafa Bylgjan og Stjarnan leyfi
sem ná til landsins alls. Hið sama á
við um sjónvarps- og endurvarps-
leyfi á vegum Islenska útvarpsfé-
lagsins og Sýnar.
Utvarpsleyfi Fíns miðils nær til
Reykjavíkur og nágrennis og leyfi
annarra eru takmörkuð við ákveðna
kaupstaði eða landshluta.
Sjónvarpsleyfi Barnarásarinnar,
sem hyggst senda út barnaefni, tek-
ur gildi frá og með 1. desember, að
sögn Sigrúnar Jónsdóttur, starfs-
manns útvarpsréttarnefndar.
Morgunblaðið/Ásdís
Beðið eftir strætó
GOTT er að vera vel búinn þegar allra veðra er von. Hnátunni þótti viss-
ara að renna upp í háls meðan hún beið eftir strætisvagninum.
Sundsamband fslands
Vilja innilaug sunnan
við Laugardalslaugina
BÆKUR, sérblað Morgun-
blaðsins um bækur og bók-
menntir, fylgir blaðinu í dag.
Meðal efnis er greinin Potað í
póstmódernismann þar sem
meðal annars er vikið að sam-
félagi og bókmenntum og
grein um nýja ljóðabók eftir
Nóbelsskáldið Derek Walcott
og minnst Orkneyjaskáldsins
George Mackay Brown sem
lést í fyrra.
FORMANNAFUNDUR Sund-
sambands Islands hefur skorað á
borgarstjórn Reykjavíkur að hefja
strax undirbúning að byggingu 50
metra innilaugar í Laugardal sem
uppfyllir kröfur um alþjóðleg sund-
mót. í tillögum nefndar sem skipuð
var sl. sumar af borgarstjórn er
gert ráð fyrir innilaug sunnan við
Laugardalslaugina sem nýtti bún-
ingaaðstöðu Laugardalslaugarinn-
ar með rými fyrir um 500 áhorf-
endur. Nefndin skilar tillögum af
sér í dag. Gert er ráð fyrir að
ákveðnir fjármunir verði á fjár-
hagsáætlun næsta árs vegna for-
sagnagerðar og hönnunar innilaug-
ar.
Sævar Stefánsson, formaður
Sundsambands Islands, segir að
kostnaður vegna byggingar
innilaugar gæti hugsanlega verið
um 300 milljónir kr.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri segir að verið sé að
skoða þetta mál og það tengist við-
gerðum sem þarf að gera á laugar-
keri Laugardalslaugarinnar.
Ingibjörg Sólrún segir að nauð-
synlegt sé að gert verði við laugar-
kerið en framkvæmdin hafi ekki
verið tímasett. Ljóst þykir að við-
gerðin verði afar umfangsmikil og
kostnaðarsöm og hefði í för með
sér að loka yrði útilauginni.
„Við gerum ráð fyrir því að það
verði ákveðnir fjármunir á fjár-
hagsáætlun næsta árs til forsagna-
gerðar og hönnunarvinnu," segir
Ingibjörg Sólrún varðandi nýja
innilaug á lóð sunnan megin við
Laugardalslaugina. Gert er ráð
fyrir að tengibygging verði milli
lauganna tveggja og búningsað-
staða nýtist báðum laugum.
Ingibjörg Sólrún kvaðst ekki
viss um að tilvonandi innilaug
myndi kosta 300 milljónir kr.,
hugsanlega yi-ði kostnaður lægri.
Kostnaður vegna viðgerða á laug-
arkerinu yrði eflaust svipaður og
byggingakostnaður nýrrar inni-
laugar. Viðgerðin tengist hug-
myndum um yfirbyggðu laugina á
þann hátt að hún geti tekið við
sundlaugargestum á meðan við-
gerð á útilauginni færi fram.
Islenskun
Windows stýri-
kerfísins
Microsoft
ekki úti-
lokað ís-
lenskun
NÝ útgáfa af Windows,
Windows 98, kemur um mitt
næsta ár og Microsoft hefur
ekki útilokað að notendaskil
verði á íslensku í framtíðinni,
að sögn Jóhanns Áka Bjöms-
sonar hjá Einari J. Skúlasyni,
aðalumboðsmanni Microsoft.
Það er hins vegar útséð með
að Windows 95 verði íslenskað
og Microsoft hefur einnig lýst
því yfir að sjái ekki ástæðu til
að íslenska bara stýrikerfið
heldur einnig Word og Excel.
I Morgunblaðinu á sunnu-
dag kemur fram að í stefnu
menntamálaráðuneytisins um
upplýsingastefnu sé að finna
það markmið að notendaskil
Windows stýrikerfisins verði á
íslensku. Björn Bjarnason,
menntamálaráðherra, sagði að
það hafi gengið erfiðlega að ná
þessu markmiði. Þar sé glímt
við Mierosoft, fyrirtæki Bill
Gates, auðugasta manns í
heimi. Sagði menntamálaráð-
herra í blaðinu að ef ekki tæk-
ist að íslenska Windows stýri-
kerfið yrði annarra leiða leitað.
Aðspurður um hvaða leiðir
væri að ræða sagði mennta-
málaráðherra í samtali við
Morgunblaðið í gær að ekki
væri tímabært að skýra frá því
á þessu stigi.
85% stolið
Jóhann Áki sagði að
Microsoft hefði einnig vísað til
niðurstaðna BSA, samtaka
hugbúnaðarrétthafa, að á með-
an áætlað sé að 85% af hug-
búnaðamotkun á íslandi sé
stolin, sé markaðsstærðin
langan veg frá því að standa
undir kostnaði af íslenskun.
Hann sagði að Microsoft
hefði sett upp þýðingarmiðstöð
fyrir Evrópu á írlandi og væri
það stefna fyrirtækisins að sjá
sjálft um þýðinguna. Microsoft
hefði aldrei útilokað íslenskun
kerfisins, en hefði rætt um það
að endurskoða afstöðu sína
þegar markaðurinn færi að
nálgast það sem gerðist í Evr-
ópu.