Morgunblaðið - 18.11.1997, Side 11

Morgunblaðið - 18.11.1997, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 11 FRÉTTIR Nýtt kennarafélag í burðarliðnum SAMÞYKKT var tillaga um að halda áfram undirbúningi að sam- einingu kennarafélaganna tveggja, Hins íslenska kennarafélags og Kennarasambands Islands á aðal- fundi HIK um helgina. Þá voru einnig samþykktar ályktanir um kjaramál, drög að skólastefnu fyrir nýtt kennarafélag og fleira. Tillagan um sameiningu félag- anna felur í sér að HIK skipai’ full- trúa í sameiginlega milliþinganefnd sem hefur það hlutverk með hönd- um að vinna áfram með tillögur að sameiningu kennarafélaganna. Nefndin á að bera tilögur sínar um stofnun nýs félags og uppbyggingu þess undir fulltrúaráð félaganna eigi síðar en í lok árs 1998 og hljóti þær samþykki þar skal kynna þær fé- lagsmönmim eigi síðar en í ársbyrj- un 1999. í framhaldi af því fer fram allsherjaratkvæðagreiðsla um það hvort stofna beri nýtt félag og verði tillagan samþykkt taki nýtt kenn- arafélag til starfa í ársbyrjun 2000. Rúmlega 5.000 manna félag Tillögunni fylgja drög að lögum og starfskipulagi nýs félags, drög að skólastefnu, siðareglum og sameig- inlegri stefnu í grunn-, framhalds- og endurmenntun, auk hugmynda um endurmenntunarsjóð í nýjum kennarasamtökum. I Kennarasambandi Islands eru nærfelllt 4.000 manns og í HÍK hálft þrettánda hundrað. Bæði fé- lögin hafa innan sinna vébanda bæði gi'unnskóla- og framhaldsskóla- kennara. Elna Katrín Jónsdóttir, formaður HIK, sagði að auk sameiningar- málsins sem borið hefði hátt á fund- inum, hefðu verið samþykktar kjaramálaályktanir, bæði um kjara- samninga í framhaldsskólum og einnig í grunnskólum. I fyrrnefndu ályktuninni væri sá dráttur sem orðið hefði á gerð þeirra samninga gagnrýndur harðlega, en samning- arnir voru gerðir í júní í sumar eða utan starfstíma skólans. Þar væri lögð megináhersla á að hækkun dagvinnulauna væri brýnasta við- fangsefnið. Þá hefði einnig verið lögð mikil áhersla á að félagið ein- beiti sér að því að leiðrétta strax vinnumatið í prófakafla kjarasamn- ingsins frá því í sumar. Elna sagði að kjarasamningurinn frá því í sumar hefði í för með sér miklar breytingar á vinnutímakerfi kennara og hefði ekki reynst alfull- kominn. Það hefði valdið dálítilli ólgu úti í framhaldsskólunum og óvissu um ávinning af þessum þætti samningsins. Því áréttaði aðalfund- urinn að þeirri leiðréttingarvinnu sem sé hafín verði hraðað, þannig að þeir hópar sem telji sig koma illa út úr vinnumati á prófatíma fái leið- réttingu á sínum hlut. Þá ályktaði fundurinn einnig um nýgerðan kjarasamning í grunnskólunum, sem alls ekki leiðrétti laun grunn- skólakennara nægilega, og um skólasamninga í framhaldsskólum. Þar er varað við því að þeir verði til þess að hagur minni framhaldsskóla versni enn og að námsframboð í framhaldsskólum minnki vegna of þröngra skilyrða um stærð nem- endahópa. Erfiður fundur í kjöri til stjórnar HÍK fékk Dan- fríður Skarphéðinsdóttir, MR, flest atkvæði eða 452 og Elna Katrín Jónsdóttir, Kvennaskóla, næstflest eða 441. 1.244 voru á kjörskrá og greiddu 767 atkvæði eða 61,62%. I formannskjöri fékk Elna Katrín 271 atkvæði en aðrir voru ekki í fram- boði til formanns. Um leynilega alls- herjaratkvæðagreiðslu er að ræða sem fram fór í októbermánuði. Elna sagði að ólgan og óvissan vegna hins nýja kjarasamnings end- urspeglaðist í þessu stjórnarkjöri að hennar mati. Niðurstaðan ylli henni mjög miklum vonbrigðum, því væri ekki að leyna. Aðalfundurinn hefði verið erfiður og menn haft mikla þörf fyrir að tala út um málin. Fundurinn hefði þó staðfest í öllum aðalatriðum þá stefnu sem forysta félagsins hefði rekið undanfarin ár. „Eg met það svo að við stöndum sterkari eftir aðalfundinn og að við stöndum í raun kannski sterkari heldur en úrslit í þessu stjórnar- kjöri sýna. En ég dreg hins vegar ekki dul á það að út frá mínum per- sónulegu forsendum hefði mér kannski verið skapi næst að afþakka þennan heiður. Eg sé hins vegar ekki að það sé sérstaklega stór- mannlegt að ganga burt frá þessu núna þegar við erum að byrja að framkvæma alveg spánnýjan kjara- samning og við erum jafnframt að reyna að sameina kennarafélögin," sagði Elna Katrín ennfremur. VÍ um ríkisfyrirtæki í samkeppni Fagráð- herrar fari ekki með eignarráð VERSLUNARRÁÐ íslands hefur leitað álits Samkeppnisstofnunar á því hvort það geti torveldað sam- keppni ef ráðherrar fari bæði með eignaiTáð í opinberum samkeppnis- fyrirtækjum og reglugerðarvald á viðkomandi sviði. Telur Verslunar- ráð að það sé engin nauðsyn að eign- arráðum opinberra fyrirtækja sé komið fyrir hjá fagráðherrum þar sem hin almenna regla sé sú að fjár- málaráðherra eigi að fara með þau. í erindi VÍ til Samkeppnisstofnun- ar er bent á að áhersla í réttarþróun undanfarinna ára haíi verið á jafn- ræði, hlutleysi og samkeppni. „Það verður að teljast í hæsta máta óheppilegt að sami aðili eigi bæði að fara með æðsta vald í fyrirtæki sem hluthafi og setja síðan almennar leiki-eglur sem gilda eiga fyrir alla aðila á markaði. Slíkt býður þeim hættu heim að stjórnvaldsreglur taki mið af hagsmunum eins aðila um- fram annan, en slíkt er til þess fallið að verka letjandi á samkeppni," seg- ir m.a. í erindi Verslunan'áðs. --------------- Óbreytt fjárveiting til kaupa á lesefni í HI Engin bók keypt í raun- vísindadeild KAUP á bókum og tímaritum fyrir deildir Háskóla Islands munu drag- ast mjög saman á næsta ári, að mati Þorleifs Jónssonar, forstöðumanns aðfangadeiidar Landsbókasafns ís- lands. I fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir sömu upphæð og á síðustu fjár- lögum til kaupa á öllum bókum og tímaritum fyrir Háskólann. Þorleifur telur hins vegar nærri lagi að áætla að áskriftargjöld tímarita hafi hækk- að um 15%. Því verði að skera niður kaup á bókum og tímaritum. Þetta kemur fram í fréttabréfi Háskólans. Deildir Háskólans geta miklu ráð- ið um hlutfall tímarita og bóka og hafa almennt viljað halda sem mestu af þeim tímaritaáskriftum sem eftir eru. Vegna hækkana áskrifta minnk- ar þá fé til bókakaupa. Verst er ástandið í raunvísindadeild þar sem engar bækur verða að óbreyttu keyptar. Nicoretté innsogslyf Þegar líkaminn saknar nikótins og hendurnar sakna vanans. Ef þú reykir þekkir þú líklega vandamál er geta komið upp þegar þú hættir að reykja; líkaminn saknar nikótínsins sem hann er vanur að fá og hendurnar sakna vanans sem skapast við það að halda á sígarettu. A stundum sem þessum gæti nýja Nicorette® innsogslyfið hjálpað þér. Rör sem inniheldur nikótín er settí í munnstykkið. Smellt saman og sogið. Nicorette® innsogslyfið inniheldur nikótín til að draga úr löngun í sígarettu en urn leið fá hendurnar verkefni. Enn ffeinur kemur enginn reykur og þú ert laus við tjöru og kolsýring. Rétt handbragð skrefi nær. Ef þú ákveður að hætta að reykja prófáðu þá nýja Nicorette® innsogslyfið. NICDRETTE Njóttu lífsins - reyklaus Nicorette® innsogslyf. Hvert rör inniheldur: Nikotín 10 mg. Lyfiö kemur í staö nikótíns viö reykingar og dregur þannig úr fráhvarfseinkennum og auöveldar fólki aö hætta aö reykja. Nicorette® innsogslyf er því hjálpartæki þegar reykingum er hætt. Innandaður skammtur af nikótíni fellur aö mestu út í munnholi og loöir viö munnslímhúö. Þaö nikótínmagn sem fæst úr einu sogi af Nicorette® innsogslyfi er minna en úr einu sogi af sígarettu. Til aö fá sem mest magn af nikótíni úr innsogslyfinu skal nota þaö í 20 mínútur. Nicorette® innsogslyf má nota í lengri tíma þaö er háö þeirri tækni sem beitt er hverju sinni viö notkun. Algengur skammtur er 6 rör á dag en þó ekki fleiri en 12 á dag. Það er mikilvægt aö meöferöartími só nægilega langur. Mælt er meö aö meðferð standi yfir í a.m.k. 3 mánuði. Aö þeim tíma liðnum á aö minnka nikótínskammtinn smám saman á 6-8 vikum. Venjulega skal Ijúka meðferðinni eftir 6 mánuði. Nicorette® innsogslyf getur valdiö aukaverkunum eins og hósta, ertingu í munni og hálsi. Höfuöverkur, brjóstsviði, ógleöi, hiksti, uppköst, óþægindi í hálsi, nefstífla og blöörur í munni geta einnig komiö fram. Viö samtímis inntöku á gestagenöstrógen lyfjum getur, eins og viö reykingar, veriö aukin hætta á blóðtappa. Nikótín getur valdið bráöum eitrunum hjá börnum og er efnið því alls ekki ætlað bömum yngri en 15 ára nema í samráöi viö lækni. Gæta skal varúðar hjá þeim sem hafa hjarta- og æðasjúkdóma. Þungaöar konur og konur meö barn á brjósti ættu ekki aö nota lyfiö nema í samráöi viö lækni. Lesið vandlega leiöbeiningar sem fylgja hverri pakkningu lyfsins.Markaösleyfishafi: Pharmacia&Upjohn, Danmörk. Innflytjandi: Pharmaco hf., Hörgatúni 2, Garöabæ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.