Morgunblaðið - 18.11.1997, Síða 16

Morgunblaðið - 18.11.1997, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Sameining’ sveitarfélaga samþykkt í Skagafirði Urslit í kosningum um sameiningu sveitarfélaga í Skagafirði TILLA.GA um sameiningu ellefu hreppa í Skagafirði í eitt sveitarfélag var samþykkt í öilum hreppunum í kosningum á laugardaginn var. í flestum hreppunum var sameiningin samþykkt með miklum meirihluta. Sameiningin var hins vegar naum- lega samþykkt í Lýtingsstaðahreppi með 50,6% atkvæða. í sveitarstjórn- arkosningunum í vor verður því kjör- in sameiginleg sveitarstjórn fyrir Skagafjörð sem verður eitt sameinað sveitarfélag ef undan er skilinn Akrahreppur, en atkvæðagreiðsla um sameiningu fór ekki fram í því sveitarfélagi. Bjarni Egilsson, oddviti Skefil- staðahrepps og formaður sameining- arnefndar, sagðist vera mjög ánægð- ur með niðurstöðu atkvæðagreiðsl- unnar, sem hefði verið afgerandi nema í einum hrepp. „Þetta er sterk- ur grunnur að byggja á,“ sagði Bjarni. Hann sagðist ekki hafa átt von á svona afgerandi úrslitum, þótt hann hefði átt von á að niðurstaðan yrði með þessum hætti í megindráttum. Mikið starf væri framundan varð- SAMÞYKKT var með meirihluta greiddra atkvæða að sameina sveit- arfélögin þijú, Eskifjörð, Neskaup- stað og Reyðaríjörð, í kosningu sem fram fór sl. laugardag. Verða þau sameinuð við næstu sveitar- stjórnarkosningar. íbúar verða alls tæplega 3.400 í stærsta sveitarfé- lagi Austurlands. í Neskaupstað var sameiningin samþykkt með mestum meirihiuta eða 82% á móti 16,1%. Þar greiddu 788 manns atkvæði sem eru 69% þeirra sem á kjörskrá voru. Já sögðu 646, 127 sögðu nei og auðir og ógildir seðlar voru 14. Á Reyðarfirði voru 470 á kjör- skrá og kusu 389 eða 82,8%. Já sögðu 276 eða 70,1%, nei 108 eða andi undirbúning sameiningarinnar, bæði hvað snerti að ljúka þeim mál- um sem sneru að einstökum sveitar- félögum áður en sameiningin tæki gildi og búa þau í hendur á nýrri sameiginlegri sveitarstjórn og eins færu menn nú að huga að framboð- um til nýrrar sveitarstjórnar. Aðspurður hvort það breytti ein- hveiju að Akrahreppur hefði ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslunni sagði Bjarni svo ekki vera. Sveitarfélög í Skagafírði hefðu leyst mjög mörg mál sameiginlega. Farið yrði yfir þá málaflokka og væntanlega gerðir tvíhliða samningar við Akrahrepp um þá málaflokka sem menn teldu að þyrftu að vera sameiginlegir áfram. 4.400 íbúar Með sameiningunni verður til sveitarfélag með rúmlega 4.400 íbúa, sem er ein landfræðileg heild. Bjarni sagðist ekki eiga von á öðru en sameiningin ætti eftir að ganga vel fyrir sig. Niðurstaða atkvæða- greiðslunnar væri gott vegarnesti og eitt sameiginleg sveitarfélag væri 27,8% og auðir og ógildir seðlar voru 5. Á Eskifirði voru 675 á kjörskrá og kaus þar 561 eða 83,1% og var þar mest kjörsókn. Þar voru 340 fylgjandi sameiningu eða 60,6%, nei sögðu 216 eða 38,5% og var því minnstur munur þar í sveitarfé- lögunum þremur. Auðir og ógildir seðlar á Eskifirði voru fimm. Heppilegt vegna framhaldsins „Mér finnst sérstaklega ánægjulegt að úrslitin skyldu vera svona afdráttarlaus, ekki síst hér á Eskifirði," sagði Sigurður Freys- son, einn þriggja fulltrúa í sam- starfsnefnd sveitarfélaganna um miklu betur í stakk búið til þess að leysa þau verkefni sem framundan væru. Aðspurður hvort nafn á nýja sveit- arfélaginu vefðist fyrir mönnum eins og hefur verið raunin í sumum tilvik- um þegar sveitarfélög hafa samein- sameiningu en aðrir í nefndinni voru Smári Geirsson á Neskaup- stað og Þorvaldur Aðalsteinsson á Reyðarfirði. „Það er líka heppilegt vegna framhaldsvinnunnar að nið- urstaðan er svo skýr, málið hefði allt verið erfiðara í framkvæmd ef munurinn hefði aðeins verið fá atkvæði. Þetta sýnir bara að fólk trúir því að þetta sé framtíðin," segir Sigurður einnig. Næstu skref segir hann verða að stjórnmálaöflin á hverjum stað hugi að framboðsmálum og sveitarstjórnarmenn að fjárhagsá- ætlunum næsta árs. „Ég geri ráð fyrir að fjárhagsáætlanir verði unnar í meiri nálægð en verið hef- ur þótt engar ákvarðanir hafi ver- ast, sagði Bjarni svo ekki vera. „Þetta sveitarfélag umlykur Skaga- fjörð á alla vegu, þennan fjörð okkar sem við erum stoltir af, og það er alveg einboðið að við hann verður sveitarfélagið kennt,“ sagði Bjarni að lokum. ið teknar um það.“ Ný sveitar- stjórn sameinaðs byggðarlags verður skipuð 11 fulltrúum á fyrsta kjörtímabilinu en fækkað í 9 á því næsta. Ákvörðun hefur einnig verið tekin um það að á hveijum stað fyrir sig verði rekin skrifstofa nýs sveitarfélags þótt aðalskrifstofa þess verði aðeins á einum stað. Segir Sigurður óráðið hvar það verður. „Síðan er fyrirhuguð algjör upp- stokkun í stjórnkerfinu og aðeins verði skipaðar fimm aðalnefndir. Þetta þýðir að ekki verða nema um 40 manns í bæjarstjórn og nefndum í stað hátt í 200 eins og er í sveitar- félögunum í dag en nokkrir eru að vísu í fleiri en einni nefnd.“ Starfsfólk í heilbrigð- isþjónustu á Húsavík Öryggi íbúa stefnt í hættu AÐALFUNDUR Deildar starsfólks í heilbrigðisþjónustu innan Verka- lýðsfélags Húsavíkur sem haldinn var 14. nóvember átelur harðlega stefnuleysi stjórnvalda í málefnum héraðssjúkrahúsa á landsbyggðinni. í ályktuninni segir: „Á síðustu árum hefur mjög fast verið sótt að tilverurétti þessara stofnana með endalausum skerðingum á fjárfram- lögum til þeirra, þrátt fyrir að stjórnendur hafi sýnt aðhald í rekstri og starfsmenn hafi mátt þola veru- legar kjaraskerðingar og aukið vinnuálag vegna sparnaðaraðgerða sem ekki er séð fyrir endann á. Fundurinn hafnar öllum hug- myndum sem miða að því að draga enn frekar úr starfsemi Sjúkrahúss Þingeyinga en orðið er. Með því að draga úr umsvifum Sjúkrahússins á Húsavík er verið að stefna öryggi íbúa á svæðinu í hættu. Sé það hins vegar stefna stjórn- valda að færa alla þjónustu, þar með talda heilbrigðisþjónustu, til höfuðborgarsvæðisins, eiga menn að tala hreint út í stað þess að tala um við hátíðleg tækifæri og fyrir kosningar að nauðsynlegt sé að efla byggð í landinu. Eigi byggð að hald- ast á landsbyggðinni verður fólk að hafa aðgang að öflugri og öruggri heilbrigðisþjónustu. Þá auglýsir fundurinn eftir af- stöðu þingmanna í Norðurlandskjör- dæmi eystra á stöðu og framtíð Sjúkrahússins á Húsavik. Áður hafði Verkalýðsfélag Húsavíkur sent þingmönnum kjördæmisins bréf og óskað eftir afstöðu þeirra í málinu. Því miður hefur svörunin verið léleg sem hlýtur að benda til þess að þeir hafí ekki skoðun á stöðu og framtíð Sjúkrahússins á Húsavík og verður það að teljast mjög alvar- legt fyrir íbúa Þingeyjarsýslna." ------------» ♦ ♦----- Sjálfstæðis- konur funda á Hellu Hveragerði - Sjálfstæðiskonur í Suðurlandskjördæmi héldu fund á Hellu fyrir skömmu þar sem rætt var vítt og breitt um stjórnmálaþátt- töku kvenna. Hvemig hægt er að hvetja konur til þátttöku í stjómmál- um og stuðla þannig að auknum hlut kvenna við komandi sveitar- stjómarkosningar. Framsögumenn á fundinum voru Ingunn Guðmunds- dóttir, Selfossi, Drífa Hjartardóttir, Keldum, Aldís Hafsteinsdóttir, Hveragerði, og Helga Þorbergsdótt- ir, Vík. Til stóð að Ásdís Halla Braga- dóttir, formaður SUS, kæmi á fund- inn en hún forfallaðist á síðustu stundu. Á fundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða. „Helmingur þjóðarinnar er konur því hljóta viðhorf þeirra til samfélagsins að skipta máli. Sveitarfélögin eru mikilvægar grunneiningar í stjóm- sýslunni, því er nauðsynlegt að sem flest sjónarmið komist að við stjórn- un þeirra. Við síðustu sveitarstjóm- arkosningar komst hlutfall kjörinna kvenna upp í 25% á landsvísu og 28% í Suðurlandskjördæmi. í ein- stökum sveitarstjómum kjördæmis- ins varð hlutfallið allt að 44%, en í tveimur þeirra eru engar konur, Grímsneshreppi og Olfushreppi- Fundurinn hvetur konur til að gefa kost á sér við sveitarstjómarkosning- amar 1998 og kjósendur til að hvetja þær og styðja til þátttöku.“ Mikil og góð stemning var á fund- inum og fundarkonur ákveðnar í því að láta ekki sitt eftir liggja til að hlutur sjálfstæðiskvenna við kom- andi sveitarstjómarkosningar verði sem mestur. Dvalarheimilið Lundur, Hellu Fékk þrjár milljónir að gjöf Hellu - Á stjórnarfundi Dvalarheimilisins Lundar á Hellu, sem nýverið var haldinn, var tilkynnt að heimilinu hefði borist vegleg pen- ingagjöf frá fyrrum vistmanni heimilisins. Um er að ræða fjárhæð að upphæð 3.000.000 kr. sem Oddur Árnason frá Hrólfs- staðahelli í Holta- og Landsveit arfleiddi heim- ilið að. Oddur, sem lést i apríl sl., 84 ára að aidri, hafði verið vistmaður á Lundi í tæp tvö ár þar áður. Að sögn hjúkrunarforstjóra, Jóhönnu Frið- riksdóttur, er hlýhugur sem þessi og allar góðar gjafír sem heimilinu hafa borist þakk- aðar af alhug þeirra sem að heimilinu standa. Dvalarheimilið Lundur er í eigu fjögurra sveitarfélaga í utanverðri Rangárvallasýslu, Rangárvallahrepps, Djúpárhrepps, Ásahrepps og Holta- og Landsveitar. DVALARHEIMILIÐ Lundur á Hellu. Afdráttarlaus úrslit sameiningarkosningar á Austfjörðum Minnstur munur á Eskifirði en mestur í Neskaupstað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.