Morgunblaðið - 18.11.1997, Síða 18

Morgunblaðið - 18.11.1997, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI RÍKISKAUP hafa fyrir hönd Ríkis- endurskoðunar efnt til forvals vegna endurskoðunar á reiknings- skilum Landsbanka íslands hf., Búnaðarbanka íslands hf. og Fjár- festingarbanka atvinnulífsins hf. Endurskoðunarskrifstofur verða í framhaldi af því valdar til þátttöku í fyrirhuguðu útboði á þessu verk- efni. Um er að ræða þtjú sjálfstæð og aðskilin endurskoðunarverkefni. Hvert um sig verður væntanlega til fimm ára og geta endurskoðun- arfyrirtæki einungis vænst þess að fá samning um eitt þessara verk- efna. Sigurður Þórðarson ríkisend- urskoðandi sagði við Morgunblaðið að um leið og ríkisbönkunum yrði breytt í hlutafélög, þá félli öll endur- skoðun undir Ríkisendurskoðun. Bjóða út endur- skoðun ríkisbanka „Það var tekin ákvörðun um að bjóða þetta verkefni út,“ sagði hann. „Þegar búið verður að meta það hvetjir eru hæfir til þessa verk- efnis þá þurfa fyrirtækin að keppa í verði. Þetta er liður í breytingum hjá okkur eftir úttekt bresku ríkis- endurskoðunarinnar. Við munum halda áfram á þessari braut með önnur verkefni, enda er það í sam- ræmi við þann vilja að bjóða út verkefni á vegum ríkisins og EES- samninginn." HÁDEGISVERÐAR FUNDUR Fimmtudaginn 20. nóvember 1997, kl. 12:00 í Skála, Hótel Sögu. Subcontracting and Procurement for International construction Projects SKANSKA’s Experience Ræðumaður: Stig Eriksson Stig Eriksson er verkfræðingur og deildarstjóri virkjana- og jarðgangnagerðar hjá verktaka- fyrirtækinu SKANSKA í Svíþjóð. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Fundargjald kr. 2000.- (hádegisverður innifalinn). Fundurinn er öllum opinn en vinsamlegast tilkynnið þáttöku fyrirfram í síma 520 1230. Á vit nýrra tíma á fjármálamarkaði! Fimmtudaginn 20. nóvember 1997, boöar Félag viöskiptafræöinga og hagfræöinga tii morgunveröarfundar frá kl. 8:00-9:30 aö Hótel Sögu, Sunnusal 1. hæð (áður Átthagasalur). | Framsögumenn á fundinum verða: I Bjarni Ármannsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingarbanka atvinnuiífsins. Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóös atvinnulífsins. Þeir munu m.a. fjalla um eftirfarandi atriöi: • Hver eru hlutverk Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins? • Hvernig ætla þessi fyrirtæki að ná fram markmiðum sínum? • Hvaða áhrif hefur það á fjármálamarkaðinn í heild? • Hver er framtíð banka og sparisjóða á íslandi. • Þróun fjármálamarkaðarins á næstu árum. Opinn fundur - gestir velkomnir. FELAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Fundurinn hefst kl. 8:oo, stendur til kl. 9:30 og er öllum opinn. Páll Kr. Pálsson Aðeins þau fyrirtæki verða talin hæf sem að mati Ríkisendurskoðun- ar hafa faglegt, fjárhagslegt og tæknilegt bolmagn til að vinna verkið. Þátttakendur þurfa t.d. minnst að hafa þrjá löggilta endur- skoðendur starfandi og nægjanlega fjölda starfsmanna til að sinna end- urskoðun af þessari stæðargráðu. Sigurður sagði að sum fyrirtæki í eigu ríkisins væru endurskoðuð hjá Ríkisendurskoðun t.d. Póstur og sími. Sett hefði verið stofn sér- stök deild í þessu skyni innan Ríkis- endurskoðunar, þar sem sömu fag- legu kröfur væru gerðar og hjá al- mennum endurskoðunarfyrirtækj- um. Stofnunin nyti einnig aðkeyptr- ar þjónustu löggiltra endurskoð- enda í nokkuð ríkum mæli. Sömu endurskoðendur hjá ríkisbönkunum um árabil Bæði Landsbankinn og Búnaðar- bankinn hafa haft sömu endurskoð- endur um langt árabil. Tryggvi Jónsson, endurskoðandi hjá KPMG Endurskoðun hf., hefur um langt árabil annast endurskoðun hjá Bún- aðarbankanum. Árni Tómasson, endurskoðandi hjá Löggiltum end- urskoðendum hf., hefur hins vegar annast endurskoðun hjá Lands- bankanum undanfarin ár. J. Hinriksson og Iðnþróunarsjóður Hluthafasamningur hjá Poly-Ice Mexico NYLEGA tók Iðnþróunarsjóður þátt í hlutafjáraukningu í Poly-Ice Mexico S.A. de C.V. og á nú 25% hlutfjár í félaginu. Hefur verið gerð- ur sérstakur hluthafasamningur milli Iðnþróunarsjóðs og J. Hinriks- sonar ehf. þar að lútandi, að því er segir í frétt. J. Hinriksson ehf. stofnaði þetta fyrirtæki í Mexíkó árið 1996. Fyr- irtækið hefur fjárfest í húsnæði og tækjabúnaði í Mazatlán á vest- urströnd Mexíkó. Það framleiðir og selur toghlera og skyldar vörur fyr- ir rækju- og bolfiskveiðar í Mexíkó og hófst starfsemin síðla árs 1996. J. Hinriksson hefur í tugi ára selt framleiðslu sína á erlendum mörk- uðum, m.a. til Suður- og Norður- Ameríku, Ástralíu og Nýja-Sjá- lands. Tilgangurinn með stofnun fyrirtækisins í Mexíkó var m.a. sá að bæta samkeppnisstöðuna á þess- um mörkuðum. í aðalstjórn Poly-Ice Mexico voru kjörnir ívar Trausti Jósafatsson, formaður, Atli Már Jósafatsson og Þorvarður Alfonsson. í varastjórn eiga sæti Birgir Þór Jósafatsson og dr. Ingvar Emilsson, sem lengi hef- ur unnið að og stjórnað hafrann- sóknum í Mexíkó. Sproti selur áfengis- verksmiðju sína ÁFENGISVERKSMIÐJA Sprota hf. í Borgarnesi, sem framleitt hef- ur Icy-vodka undanfarin ár, hefur verið auglýst til sölu. Verksmiðjan er í rekstri og í sölulýsingu kemur fram að leiðbeiningar um fram- leiðslu, hráefni og leyfí fyrir tiltekin vörumerki geti fylgt verksmiðjunni. Henni fylgir samstæða til áfeng- isframleiðslu, áfyllingarvélar, færi- bönd, sjálfvirk tappavél, sérstök samstæða fyrir smáflöskufram- leiðslu og fleira. Þá er hún sögð geta nýst til framleiðslu á ýmiss konar drykkjarvörum. með Gerhard Schröder Þýsk - íslenska verslunarráðið og viðskiptaskrifstofa Utanríkisráðuneytisins bjóða til hádegisverðarfundar með Gerhard Schröder, forsætisráðherra Neðra Saxlands og líklegasta kanslaraefni jafnaðarmanna (SPD) í þingkosningunum í september 1998. Samkvæmt skoðanakönnunum er hann með vinsælustu stjórnmálamönnum Þýskalands um þessar mundir. Á fiindinum heldur Schröder erindi um stöðu og þróun efnahagsmála og ræðir stjórnmálaástandið í Þýskalandi. FUNDURINN VERÐUR í VÍKINGASAL HÓTELS LOFTLEIÐA, FÖSTUDAGINN 21. NÓV. KL.11.30 -13.15. Fundarstjóri Gerliard Schrödcr er lögfræðingur að mennt. Páll Kr. Pálsson formaður Þýsk - íslenska verslunarráðsins Verð með hádegisverði 1.900 kr. Skráning fer fram hjá okkur ÞÝSK-ÍSLENSKA VERSLUNARRÁÐIÐ Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7 103 Reykjavík Sími: 588 6666 Fax: 568 6564 Netfang: kristin@chamber.is Hann sat á Sambandsþinginu í Bonn frá 1980 -1986. Hann hefurverið í flokksstjóm jafnaðarmanna frá 1986 og frá sama tíma setið á þingi Neðra - Saxlands. Schröder varð forsætisráðherra Neðra - Saxlands | : 1990. í síðasta mánuði tók hann við forsæti | efri deildar þýska sambandsþingsins en þar | sitja allir forsætisráðherrar ; sambandslandanna 16. | Utanríkisráðuneytið VIÐSKIPTASKRIFSTOFA Ráðinn til Fjárfesting- arbankans •ERLENDUR Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fyr- irtækjasviðs Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins (FBA). Með ráðn- ingu Erlendar er framkvæmdaráð bankans nú full- skipað, en í því sitja auk Erlend- ar, Bjarni Ár- mannsson, for- stjóri, Svanbjörn Thoroddsen, framkvæmdastjóri við- skiptastofu, og Tómas Kristjánsson, framkvæmdastjóri skulda- og áhættustýringar. Erlendur Magnússon er fæddur í Reykjavík 1956. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1977, BA prófi í alþjóða- samskiptum með áherslu á stjórn- málafræði frá Hamline University, St. Paul, Minnesota 1982, og MSc prófi í alþjóðasamskiptum með áherslu á hagfræði frá London School of Economics 1983. Erlendur var framkvæmdastjóri AFS á íslandi 1978-80, starfaði hjá Eimskip 1983-88, þar af þrjú ár sem markaðsstjóri Norður-Atlantshafs- flutninga félagsins. Frá byijun árs 1989 hefur Erlendur starfað við fjármálaviðskipti í London. Fyrst hjá Scandinavian Bank (1989-90) en síðan 1991 hjá Nomura Bank International. Síðustu árin hefur Erlendur annast viðskiptatengsl Nomura Bank við Norðurlönd og Eystrasaltsríkin. Eiginkona Erlendar er Carla Magnusson. Þau eiga tvö börn. „Spennandi banki“ Erlendur sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa ákveðið að breyta til vegna þess að hér væri um mjög áhugavert tækifæri að ræða. „Það er verið að stofna mjög spennandi banka og ég held að hann geti gert hluti _sem ekki hafa verið gerðir áður á íslandi. Ég hef búið erlendis síðastliðin 17 ár með tveggja ára hléi, en var ekki að leita sérstaklega eftir því að flytja til íslands. Það var fyrst og fremst starfið sem varð þess valdandi að ég ákvað að slá til.“ ♦ ♦ ♦ Fyrstu nám- stefnurBerk- eleyháskóla á íslandi FYRSTU námstefnur í samstarfi Stjórnunarfélags íslands og Berk- eley háskóla í Kaliforníu verða haldnar í Reykjavík dagana 24. til 28. nóvember n.k. Samstarfið miðar að því að leggja íslenskum yfir- stjórnendum og millistjórnendum til fræðsiu um nýjungar á sviði stjórn- unar- og markaðsmála. Að þessu sinni eru boðnar fjórar sjálfstæðar námstefnur í Reykjavík. Sérhver þátttakandi fær viðurkenningar- skjal frá U.C. Berkeley. Fyrsta námstefnan 24. nóvember fjallar um raunhæfar leiðir til mark- aðssetningar á Netinu. Fyrirtæki í Kaliforníu hafa verið fljót að tileinka sér nýjungar á þessu sviði. Nám- stefnan 25. nóvember fjallar um leiðir alþjóðlegrar markaðsnálgunar til að ná árangri á heimamarkaði eða í útflutningi. Þriðja námstefnan 26. nóvember fjallar um ákvarðanir um verðstefnu og leiðir til að gera þær að stjórn- tæki í fyrirtækinu, sem sjaldnast er raunin. Síðasta námstefnan 27. nóvember fjallar um nýjar leiðir í sölustjórnun. Námstefnumar eru haldnar á Hótel Loftleiðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.