Morgunblaðið - 18.11.1997, Page 32

Morgunblaðið - 18.11.1997, Page 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Myndlistarstarfsemi í ógöngum? s Aratuga eyður í sögu nútíma- myndlistar Önnur hæð var sýningarsalur sem Pét- ur Arason, verslunareigandi, og Ingólf- ur Arnarsson, myndlistarmaður, ráku saman um 5 ára skeið að Laugavegi 37. Hulda Stefánsdóttir ræddi við bá um forsendur starfseminnar og stöðu myndlistar hér á landi. Morgunblaðið/Ámi fíæberg ÞEIR listamenn sem kynntir voru á Annarri hæð voru Giinter Umberg, Donald Judd, Louise Bourgeois, Dan Plavin, Elke Krystufek, Fritz Grosz, Franz Graf, Adrian Schiess, Alan Johnston, Ludwig Gosewitz, Roni Horn, Svavar Guðnason, Stanley Brouwn, Karin Sander, Richard Tuttle, Ilya Kabakov, Alan Uglow, Kristinn Pétursson, Roger Ackling, Josef Albers, Henriette van Egten, Andrea Tippel, Tomas Schmit, Richard Long, Alan Charlton, Lesley Foxcroft, Vincent Shine, Hamish Fulton, Carl Andre, On Kawara, Lawrence Weiner, Eyborg Guðmundsdóttir og Max Neuhaus. I flestum tilfellum fylgdu erlendu lista- mennirnir verkum sinum hingað og settu þau upp sjálfír. Ingólfur Arnarsson Pétur Arason • • ONNUR hæð var ein af fjöl- mörgum galleríum sem myndlistamenn hafa komið á fót á heimili sínu. „Heimagalleríið“ sem hvað lengst hefur verið starf- rækt og sýnir enn reglulega, er Gallerí Gangur á heimili Helga Þorgils Friðjónssonar. Tvær stofur á heimili Péturs og Rögnu Róberts- dóttur, myndlistamanns, voru lagð- ar undir starfsemina og einn dag í viku hverri var sýningarsalurinn opinn almenningi. Sýningarsalinn segjst þeir Pétur og Ingólfur hafa rekið á eigin forsendum og ekki hafa sóst eftir styrkjum nema til sérverkefna á Listahátíð. Þeir hafí leyft sér að vera eigingjarnir og sýnt þá tegund myndlistar sem höfðaði til þeirra sjálfra og hafði verið lítt kynnt hérlendis. Þeir taka skýrt fram að rekstrinum hafí ekki verið hætt vegna óánægju. „Þetta var ánægjulég starfsemi sem hafði sinn tíma,“ segir Pétur. Hugmynd þeirra var sú að kynna íslendingum betur erlenda mynd- list og lítt þekkta íslenska myndlist, erlenda listamenn sem Pétur og Ingólfur höfðu komist í kynni við og vildu nota tækifærið og kynna myndlist þeiiTa hérlendis. Þeir myndlistamenn sem sýndu á Annarri hæð eru margir fulltrúar nútímamyndlistar frá 7. áratugn- um, listamenn sem voru stefnu- markandi í myndlistaheiminum á þeim tíma þegar áherslur í mynd- list tóku miklum breytingum frá því sem áður hafði verið. A þessum árum varð myndlistin almenningi sífellt torskildari hér á landi. Göml- um gildum var storkað þegar fram komu listform eins og gerningar, ljósmyndalist, hugmyndalist, flux- Us, minimalismi, hljóðlist, og mynd- bandslist. „Þessi umbylting mætti algeru skilningsleysi hér á landi, m.a. vegna afskiptaleysis safnanna, skólakerfísins og fjölmiðla. Það er 20 ára eyða í listasögu þjóðarinnar og mikið sem þarf að vinna upp áð- ur en til þess kemur að almenning- ur getur sett sig inn í það sem er að gerast í listgreininni í dag. Mynd- listin verður ekki skilin nema af samhengi sögunnar og við töldum mikilvægt að fylla í eyðu sem orðið hafði vegna áratuga vanrækslu,“ segir Ingólfur. Hann tekur dæmi af sýningum á Annarri hæð sem stundum voru gagnrýndar fyrir að gera ekki málverkinu nægileg skil. „Staðreyndin er sú að þeir lista- menn sem sýndu hjá okkur og unnu út frá forsendum málverksins voru þvert á móti mjög margir. Þetta eru málarar sem vinna ekki samkvæmt almennri skilgreiningu málverksins heldur miðuðu að því að útvíkka gömul gildi málverksins og vinna með þau á nýjan hátt,“ segir Ingólfur. Skilgreiningin „málverkasýning" hefur fengið allt aðra merkingu í dag og segir oft mest lítið um verk- in. Þá eru mörkin milli málverksins og höggmyndar- innar gjarnan óljós. „Þessir stimplar segja ekkert leng- ur. Þegar myndlist- armenn koma sam- an í dag reynast þeir oft eiga fátt sameiginlegt annað en titilinn," segir Pétur og Ingólfur bætir við að myndlistarmenn í dag séu oft að vinna með gildi sem ekki hafí til- heyrt listinni fram til þessa. Því sé vel skiljanlegt að almenningur eigi erfítt með að nálgast nútímamynd- list. Einhversstaðar verði þó að byrja. AÐ að ekkert varanlegt safn nútímalistar skuli vera á Is- landi segja þeir að geri fólki enn erfiðara fyrir að setja sig inn í það sem gerst hefur í myndlistar- heiminum síðustu áratugi. „Við höf- um orðið af mörgum einstökum tækifærum síðastliðin 30 ár þegar íslenskir myndlistamenn komust í samband við erlenda myndlista- menn að einhverju marki sem oft urðu stefnumarkandi á sínu sviði,“ segir Pétur. „Ef opinberu listasöfn- in hefðu verið vakandi ættum við nú vísi að mjög góðu nútímalista- safni sem við hefðum fengið fyrir lítið, vegna sérstaks velvilja og skilnings listamannanna á aðstæð- um hérlendis." Hann segir beinlínis grátlegt að horfa upp á þetta þar sem margir þessara listamanna tengist auk þess með beinum hætti íslenskri myndlistasögu með tengslum sínum við land og þjóð. Nauðsynlegt sé að söfnin geri upp við sig hvort þau ætla að safna er- lendri myndlist og ef svo er, þá hverju. „Þessu hafa menn kannski aldrei velt fyrir sér af fullri alvöru og kaupin hafa því fremur verið happ og glapp en að sýnilegri stefnu hafi verið fylgt,“ segir Ingólfur. Áskorun þeirra til nýrra forstöðumanna á listasöfnum ríkis og borgar er sú að halda áfram og efla enn frekar hlut innlendrar og erlendrar nútímamyndlistar á söfn- um. Ánægjulegt framtak sé ljós- myndasýningin Að skapa raun- veruleikann sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum. Þar sé almenningi veitt innsýn í listform sem mjög hafí verið í brennidepli undanfarin ár en hefur síður verið þekkt af al- menningi hér á landi, sýningar sem þessi hafí því mikið menntunar- gildi. „Þegar tekist er á við gerjun í alþjóðlegum myndlistarheimi þá verður sú gerjun raunverulegur hluti af listasögu þess lands,“ segir Ingólfur. „Rétt eins og góðar þýdd- ar bókmenntir eru hluti af íslenskri bókmenntasögu, verður íslensk myndlist aldrei skilin frá erlendum straumum í myndlist. Við höfum okkar sérkenni en við erum jafn- framt þátttakendur í alþjóðlegu listferli.“ Talið berst að íslenska bók- menntaarfmum sem enn virðist laða útlendinga til landsins. „Eitt af því sem kom mér mikið á óvart var það hversu margir erlendir lista- menn sem sýndu hjá okkur höfðu víðtæka þekkingu á íslendingasög- unum. Þær hafa beinlínis haft áhrif á þeirra hugsunargang," segir Ingólfur. Pétur fullyrðir að margir af þeim listamönnum sem þeir leit- uðu til hefðu aldrei fallist á að koma nema vegna þess að boðið kom frá sýningarsal í Reykjavík. „í raun er þessi áhugi á íslandi mjög dularfullt fyrirbæri," segir Pétur. VÍÐAST hvar erlendis eru framleiddir vandaðir sjón- varpsþættir um einstaka listamenn og ákveðin tímabil lista- sögunnar sem eru bæði aðgengileg- ir og fræðandi fyrir almenning. Ingólfur og Pétur benda á að hér- lendis sé myndlist í sjónvarpi gerð skil með óvenju fábrotnum hætti. Þeir segja fjölmiðla hafa verið sinnulausa gagnvart öllum nýjung- um í myndlist svo áratugum skipti. Slíkt hafí auðvitað mjög mótandi áhrif á viðhorf almennings og sé ekkert annað en sögufólsun. í stað þess að hjálpa fólki til meiri skiln- ings á myndlist sé oft alið á for- dómum í hennar garð. „Margir málsmetandi aðilar í þjóðfélaginu hafa beitt áhrifum sínum á nei- kvæðan hátt til að gera nútímalist tortryggilega," segir Ingólfur. „Ég geri þá kröfu til fólks að ætli það sér að vera á móti nútímamyndlist þá verði það að minnsta kosti að mótmæla henni af einhverri þekk- ingu.“ EIR vilja alls ekki kenna listamönnum sjálfum um við- horf fólks til listgreinarinnar. „Rétt eins og áhersla er lögð á mik- ilvægi tónlistaruppeldis fyrir skynjun á tónlist þarf að byggja upp næmi fyrir myndlist og hún þarf að vera hluti af lífí fólks,“ segir Ingólfur. „Ég hef aldrei skilið þá ofurkröfu sem gerð er til lista- manna um að koma til móts við al- menning. Listamaðurinn á fyrst og fremst að vera skapandi,“ segir Pétur. „í raun er það vanvirðing við almenning að halda því fram að listamaðurinn þurfí að afla sér vin- sælda fólksins því hver veit hvað al- menningur hugsar.“ Farsælast fyr- ir listamenn telur Ingólfur vera heiðarleika gagnvart sjálfum sér. „Stundum fara vinsældir saman við góða listsköpun en vinsældir mega aldrei vera mælikvarði á gæði list- arinnar.“ NDANFARIN . ár hefur myndlistin tileinkað sér tölvutækni upplýsingarald- arinnar og samruni myndlistar við aðrar listgreinar, sem og fræði- greinar eins og félagsfræði, sál- fræði og umhverfisvernd, gerir það að verkum að hugtakið myndlist verði sífellt óljósara. „Blöndunin er svo mikil í dag að til hefur orðið fyrirbæri sem erfitt er að kalla myndlist í gömlu merkingu þess orðs en segja mætti að væri listræn starfsemi af ýmsum toga,“ segh- Ingólfur. „Upplausnarástand hefur ríkt í myndlist undanfarið og nú er eitthvað nýtt og spennandi að koma fram í kjölfarinu. Það þýðii- ekki að loka augunum fyrir nýjungunum og segja að hér sé ekki um list að ræða. Þróunin á sér stað og menn verða að reyna að skilja hana í stað þess að afneita henni í sífellu." Til þess að vekja áhuga fólks á að kaupa myndlist segja þeir að fyrst þurfi að vekja ást fólks á myndlist svo viðkomandi hafi tilfínningu fyr- ir gildi þess að eignast góða list. Margir geti ekki hugsað sér mynd- list öðruvísi en í gylltum römmum og þegar viðmið myndlistar breyt- ast og gylltu rammarnir hverfa, stendur fólk skilningsvana frammi fyrir þróuninni og veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. Ingólfur segir að ástandið í dag einkennist af ákveðinni hræðslu og skorti á vit- neskju sem leiði auðvitað til þess að of fáir hafi ánægju af nútímamynd- list. „Mér er óskiljanlegt hvers vegna fólk sem hefur áhuga á nú- tímanum hefur ekki áhuga á mynd- list, þessum spegli tímans. Ástríðu- fullir áhugamenn um myndlist, sem ekki leggja stund á listgreinina sjálfir, eru hverfandi fáh-. Nútíma- myndlist hefur aldrei verið fjölda- hreyfing en staða hennar hérlendis er virkilega alvarlegt mál,“ segir Pétur. EIR eru sammála því að erfitt sé að reka gallerí hér- lendis á viðskiptalegum for- sendum. Ymist sé um sýningarsali að ræða, eins og Önnur hæð var, eða gjafavöruverslanir. Til þess að fagleg umboðsgallerí beri sig telja þeir að söfnin verði að kaupa verk fyrir milligöngu þeirra og hætta að leita beint til listamannanna eins og tíðkast hefur hingað til. „Nær- tækara væri að opinberar stofnanir keyptu myndlist af galleríunum frekar en að veita þeim beina styrki nema þá vegna sérstakra verk- efna,“ segir Pétur. „Það verður þá líka að vera ákveðin trygging og gæðastimpill fólgin í að skipta við viðkomandi gallerí." Þeir segja myndlistarstarfsemi hér á landi alltof háða opinberum styrkjum, fjölbreyttari forsendur skorti sárlega. „Það væri gaman að sjá hvort 2-3 gallerí til viðbótar gætu ekki borið sig hér. Gallerí sem væiai hvert um sig vandað en með ólíkum áherslum," segir Pétur. Hann er þó ekki bjartsýnn á rekstrargrundvöll slíkrar starfsemi eins og málum er háttað í dag. Seg- ir nauðsynlegt að gera skýran greinarmun á sýningarsölum og faglegum gallerírekstri og að þessu tvennu megi aldrei blanda saman. Smæð landsins geri það hins vegar að verkum að erfítt geti verið að halda hlutverkunum skýi-um. „Nýlistasafnið er gott dæmi um listastarfsemi sem ekki gæti borið sig án styrkja. Sú tegund myndlist- ar sem þar er kynnt selst ekki,“ segir Ingólfur. „En safnið er vel þekkt út um allan heim svo það leikur enginn vafi á mikilvægi starfseminnar fyrir íslenskt mynd- listarlíf.“ Hann segir að vegna smæðarinnar verði ríki og bæjarfé- lög að taka stóran þátt í að halda úti menningarstarfsemi. „Vanda- mál smæðarinnar eru mörg. Styrk- ur okkar gæti verið fólginn í því að vanda enn frekar til þess litla sem við gerum. Við höfum ekki efni á að bjóða upp á allt það sem fram fer í alþjóðlegum myndlistarheimi en við gætum sett markið á það besta.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.