Morgunblaðið - 18.11.1997, Page 42

Morgunblaðið - 18.11.1997, Page 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Fleiri deyja úr ein- angrun o g einmana- leika en peningaleysi ERU samtök borgara á réttri Hafa samtök borgara „rétta“ myndafræði? samtök eldri borgara yfirleitt einhveija hug- myndafræði? Væri þörf á að fara niður í kjölinn á þessum spurningum? Er kom- inn tími til að ræða umbúðalaust um til- gang og markmið þessara samtaka eldri borgara? SamtÖk eldri borg- ara hljóta að hafa verið stofnuð til að vinna að hagsmunamálum fullorðins fólks. Þessvegna hlýtur grundvallar- spumingin að vera þessi: Hver eru hagsmunamál eldri borgara? Það verður að svara því hvort einhliða „kjaramál“ eiga að hafa forgang í starfi samtakanna eða er félagslegi þátturinn kannski mikilvægastur? Hvar kreppir mest að í lífi og til- veru eldri borgara? Hér verður því haldið fram að samtök eldri borgara hafi enga hugmyndafræði. Að starf samtak- anna sé ómarkvisst og tilviljana- kennt. Að hluta til er í starfi sam- takanna haldið áfram „kjarabar- ^ áttu“ á hefðbundnum nótum. Arf- leifð frá baráttu verkalýðshreyfing- arinnar með hefðbundnum uppá- komum. Hver þekkir ekki „útifund- inn“ og samkomuna á tröppum þinghússins? Svolítinn plástur á báttið. Síðan uppsafnaður vandi og nýr fundur og ný samkoma á tröpp- unum. Þessar baráttuaðferðir eru fram- hald af baráttuaðferðum verkalýðs- hreyfingarinnar sem teknar voru upp um og uppúr miðri öldinni og hafa ekki skilað varanlegum ár- angri eins og dæmin sanna. Hér verður því haldið fram að samtök eldri borgara þurfi nýja hugmyndafræði. Hugmyndafræði sem byggir meira á félagslcgum þörfum í breyttu þjóðfélagi. Hug- myndafræði sem byggir á nýrri hugsun og nýjum áherslum í starf- inu. Til að rökstyðja þetta verður að skilgreina hvernig staða eldri borg- ara er í dag. Félagsleg staða eldri borgara í þjóðfélaginu er ekki góð. Fólk stendur á nýjum og ótraustum Hrafn Sæmundsson grunni. Stórfjölskyldan er hrunin. Gömul gildi bændasamfélagsins eru ekki virt. Kaldur „borgarveruleiki" blas- ir víða við. Og vinnu- markaðurinn verður ekki síst eldri borgur- um stöðugt erfiðari. Þeirri skoðun er í vaxandi mæli haldið fram af ráðamönnum að eldri borgarar séu og verði í framtíðinni „félagslegt" vandamál. Baggi á þjóðfélaginu. Nú þegar er fullorðið fólk oft skilið frá fjölskldu sinni. Það er Eigum fyrirliggjandi handlyftivagna á frábæru verði. Verð frá kr. 37.842.- með vsk. Á tvöföldum hjólum, 2500 kg. lyftigeta. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN SUNDABORO 1. RVK • SÍMI568 3300 • FAX 568 3305 oft rekið út í einangrun vegna þess að unga fólkið getur ekki haft mannlega og félagslega ábyrgð tii að tengja kynslóðirnar. Þessar staðreyndir og margar Það ræðst á næstu árum, segir Hrafn Sæ- mundsson, hvort þjóð- félagið klofnar effcir kynslóðum. aðrar blasa við. Það vita til dæmis þeir sem um áraraðir þurftu að tala við fólk sem var að missa vinnuna vegna atvinnuleysis, aldurs eða heilsubrests en eitthvað af þessu liggur fyrir meginþorra fólks. Á þessum tímamótum ævinnar er mesta félagslega áhættan. Þessar aðstæður bjóða oft upp á einangr- un. Félagslegum grunni er þá stundum kippt undan fólki. Stund- um sér maður fólkið „deyja“ fyrir augunum á sér. Það deyja fleiri úr einangrun og einmanaleika en pen- ingaleysi! Hvað hinn aðalþáttinn í starfi eldri borgara varðar, almennt fé- lagslíf, er þar einnig tekið við arf- leifð úr fortíðinni eins og í „kjara- baráttunni". Félagsvistin og hóp- ferðirnar og utanlandsferðirnar og bíngóið og raunar mörg önnur starfsemi er af því góða. En þarna eru ekki á ferðinni frumlegar nýj- ungar sem vísa til framtíðarþarfa eldra fólks í nýju og breyttu þjóðfé- lagi. Dálitlar tilraunir hafa verið gerð- ar í Kópavogi síðastliðin 14 ár þar sem fólk hefur komið á fót annars konar félagslegri starfsemi þar sem frumkvæði einstaklinganna og frjáls sjálfsákvörðunarréttur er lagður til grundvallar og byggt á nýrri róttækri hugmyndafræði sem fólkið hefur sjálft mótað gegnum árin. Það væri vissulega mikil þörf á að safna þessari hugmyndafræði saman og kynna hana, bæði í félög- um eldri borgara og einnig opinber- lega og í skólum og æðri menta- stofnunum. Framundan eru miklir umbrota- tímar í þjóðfélaginu. Það ræðst á næstu árum hvort þjóðfélagið verð- ur klofið í eldri og yngri kynslóðir, þar sem eldri kynslóðin sætir því hlutskipti að vera „vandamál" og mega þakka fyrir að hafa frumþarf- irnar einar. Þetta mun gerast ef eldri borgarar bijótast ekki úr her- kvínni og taka sameiginlega og ekki síður hver um sig frumkvæði um breyttan lífsstíl og nýtt gildis- mat. Til að þetta geti orðið verða sam- tök aldraðra meðal annars að lækka aldursmörkin í 55 ár og ganga þar með næsta skrefið til að bijóta nið- ur kynslóðabilið. Og eitt af því sem nú er að ger- ast í þróun eldri borgara er að stór- ir árgangar af fólki sem fór í fram- haldsnám í miklu meira mæli en áður, er nú að koma inn á lífeyris- aldurinn. Þessi liðsauki þarf að koma á fullri ferð inn í Kópavogstil- raunina og í félög eldri borgara í landinu. Inn í þá nýju og róttæku hugmyndafræði sem stefnir full- orðnu fólki inn í þjóðfélagið en ekki út úr því. Fólk með fulla reisn og fijálsan sjálfsákvörðunarrétt. Þá verður „baráttan" ekki háð „fyrir“ eldri borgara, heldur með þeim. Þá þarf ekki að tala um „sátt“ milli kynslóðanna í landinu. Það verður aðeins ein þjóð! Höfundur er fulltrúi á Félagsmálastofnun Kópavogs. Níu árum síðar HÚN Kristín var nemandi í mennta- skóla í Noregi. Eitt sinn skrapp hún yfír helgi til Oslóar til að taka sér hvíld frá próf- lestri. Á sunnudegi hélt hún síðan heim á leið aftur með lest eft- ir vel heppnaða helgi í höfuðborginni. Þegar hún kemur inn í lestina sest hún hjá góðlegum manni, sem var svona rétt yfir miðjum aldri. Þau tóku spjall saman og fór vel á með þeim. Þau töluðu saman um alla mögulega og ómögulega hluti. Þeg- ar Kristín svo yfirgaf lestina gaf maðurinn henni lítið Nýja testa- menti að skilnaði um leið og hann þakkaði henni kærlega fyrir ánægjulega ferð og spjall. Kristín tók við bókinni með þökk- um og setti hana ofan í töskuna sína. Þegar heim var komið tók hún Nýja testamentið og kom því fyrir á góðum stað í skrifborðinu sínu. Þar lá bókin óhreyfð í mörg ár. Sigurbjörn Þorkelsson Mörgum árum seinna Mörgum árum seinna, er hún var að taka til í skrifborðinu sínu, rakst hún á þessa litlu bók. Það flaug í gegnum huga hennar hvar og hvernig hún eignaðist hana. Jú, henni þótti vænt um þessa bók og þá minn- ingu sem henni voru tengdar. Hún ákvað því að hafa hana í veskinu sínu. Það ætti nú varla að saka, hún var hvort sem er ekki svo fyrirferðarmikil. Henni varð æ oftar hugsað til litlu bókarinnar og brátt fór hún að kíkja í hana. Um þetta leyti dó amma hennar, sem hún saknaði mjög. Leitaði Kristín sér nú hugg- unar í litla Nýja testamentinu. Síðar hafði hún upp á manninum sem hafði verið samferða henni í lestinni þarna um árið, hún sendi honum bréf þar sem stóð m.a. þetta: Það sem unga fólkið sér I VESTUR-Evrópu fer þeim nemendum fækkandi sem sækja i raungreinanám. Af ýmsum ástæðum virð- ist hvatinn til að fara í raungreinanám ekki vera nægilegur fyrir nemendur í dag. Hver kynslóð á sína drauma og fyrirmyndir. Ef við lítum til fyrir- mynda unga fólksins í dag þá koma þær úr heimi kvikmynda og tónlistar. Þeir sem sýnilega græða pen- inga eru athafnasamir lögfræðingar, við- skiptamenn og tölvusnillingar. Vís- indamenn eru vart sýnilegir á svið- inu. Mönnum finnst að búið sé að skrifa um og skrá niður öll undur Með þátttöku í Hugvísi, segir Guðrún Þórs- dóttir, gefst ungu fólki tækifæri til að kynnast spennandi verkefnum og hugmyndaríkum ein- staklingum. og stórmerki veraldar. Flestar framfarir birtast í tækniheiminum þar sem þráðlaus og pappírslaus samskipti blómstra. Þar eru nægir peningar til nýsköpunar. Á sama tíma er heilbrigðiskerfið að sliga ríkiskassann og læknavísindin standa andspænis ólæknandi sjúk- dómum sem breiðast út með ógnar- hraða. Umhverfísmál eru sett í hóp með mengun og óleysanlegum vandamálum. Þeir sem leggja fyrir sig raungreinanám enda oft í lág- launakennslustarfi eða öðru lág- launastarfi hjá ríkinu. Margt af okkar efnilega unga fólki sér fram- tíð sinni betur borgið innan t.d. tölvu-, ferða- og viðskiptaheimsins. Fréttaflutningur Þær eru ófáar blaðsíðurnar og dálkarnir sem flytja fréttir af stór- leikurum, sýningarstúlkum og söngvurum nútímans á hveijum degi. Fréttir af afrek- um í vísindum eru oft- ast smáar og mynd- lausar klausur. Andlit og æviferill vísinda- manna er ekki aðdrátt- arafl fyrir ljósmyndara og fréttamenn. Fjöl- miðlar hafa ómælt vald til að móta hug- myndir unga fólksins um tilveruna og gildis- mat þess. Ungt fólk hefur alltaf áhuga á að lesa um ungt fólk. Þess vegna er umfjöll- un um árangur ungs fólks í rannsókn- arstarfi tilvalið frétta- efni og hefur áhrif til lengri tíma. Ein leið til að breyta viðhorfum Evrópukeppni ungra vísinda- manna hefur verið haldin á vegum Evrópusambandsins í 9 ár en áður hélt Phillips-fyrirtækið keppnina í 19 ár. Rannsóknir um árangur keppn- innar sýna ótvírætt að 66% þeirra sem vinna til verðlaun halda áfram á vísindabrautinni. Á íslandi verður Hugvísir - keppni ungra vísinda- manna 15-20 ára haldin í fjórða sinn í Hinu húsinu 25. apríl 1998. Með þátttöku í Hugvísi gefst ungu fólki á íslandi tækifæri til að tak- ast á við spennandi verkefni og kynnast hæfileikaríku fólki. ísaga hf. styrkir keppnina að mestu og heldur rannsóknarsjóð sem þátt- takendur Hugvísis geta sótt í. í peninganauð skólanna er ekki mik- ið svigrúm til nýsköpunar og því er sjálfsagt að nýta alla kosti sem gefast. Fordæmi er fyrir því að framhaldsskóli setji upp valáfanga fyrir nemendur sem taka þátt í Hugvísi. Nú eru tveir framhalds- skólar með valáfanga í framtaks- verkefnum með áherslu á að styrkja frumkvæði nemenda og gera þá betur sjálfbjarga í atvinnu- lífinu. Rannsóknir krefjast m.a. frumkvæðis og framtaks. Keppend- urnir, sem hafa náð í úrslit í Hug- vísi, bera allir að þátttakan hafi verið á við lærdómsríkasta nám- skeið sem þeir búi alltaf að. Höfundur er ritari Hugvísis og Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda. „Það er alveg ótrúlegt hve þessi litla bók hefur veitt mér mikla hjálp og styrk. Ég les nú reglulega í Nýja testamentinu sem þú gafst mér, en það munu líklega vera níu ár síðan við hittumst í lestinni frá Ósló, manstu? Ég er svo þakklát. Þegar við urðum samferða og þú gafst mér bókina gat ég ekki ímyndað mér Kærleikur Guðs er alltaf skýr, segir Sigurbjörn Þorkelsson, og hann birtist okkur í syni hans, ________Jesú Kristi.________ að þetta ætti eftir að gerast. Ég vil endilega að þú vitir hversu dýr- mæt bókin hefur verið mér og hvað ég var heppin að hitta þig, þótt ég hafi að vísu ekki litið í bókina mörg ár á eftir. Ástæðan fyrir því að ég tók hana og fór að lesa var sú að amma mín dó og það gerðist svo margt innra með mér. Ég varð ákaflega döpur því mér þótti svo vænt um ömmu. Á þeim tíma mundi ég eftir.litla Nýja testamentinu sem þú gafst mér. Nú var ég tilbúin að lesa í því og leita, já og finna það sem ég veit núna að er það mikilvæg- asta í lífinu. Það er að þekkja Jesú. Orð Krists í Nýja testamentinu reyndust mín besta huggun. Þótt ég sakni nú ennþá elsku ömmu, er ég bara svo þakklát fyrir huggunar- rík orð Jesú í Nýja testamentinu. Yfir mig hefur færst einhver ólýsan- leg ró og fullvissa um eilíft líf.“ Fel Drottni vegu þína Sumt sem í Biblíunni stendur skiljum við ekki alltaf. Það held ég að ég bara ósköp eðlilegt. Biblían er nefnilega Guðs orð og við skiljum Guð ekki alltaf enda við bara menn. Gefumst samt ekki upp við að lesa í Biblíunni því heilagur andi Guðs lýkur því upp fyrir okkur sem hann ætlar okkur að skilja hveiju sinni og blessa okkur með. Kærleikur Guðs er þó alltaf skýr og við honum megum við alltaf taka. Kærleikur Guðs birtist okkur fyrst og fremst í skyni hans Jesú Kristi frelsara okkar. Treystum al- gjörlega á hann. „Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.“ (Davíðssálmur 37:5). Höfundur er m.a. framkvæmdastjóri Gídeonsfélagsins á Islandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.