Morgunblaðið - 18.11.1997, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 43
AÐSENDAR GREINAR
Yfirlýsing
MORGUNBLAÐIÐ
hefur verið beðið að
birta eftirfarandi yf-
irlýsingu frá Agli
Ólafssyni, safnstjóra á
Hnjóti í Rauðasands-
hreppi í Vestur-
Barðastrandarsýslu,
vegna máls er varðar
minnisvarða um
breska sjómenn, sem
bæjarstjórn Vestur-
byggðar hyggst reisa á
Patreksfirði. Yfirlýs-
ingin er svohljóðandi:
„Vegna umfjöllunar
fjölmiðla um það fram-
tak mitt, að reistur
verði minnisvarði um
breska sjómenn sem drukknað
hafa hér við land, vil ég vekja at-
hygli á eftirfarandi:
1. Minnismerki það um breska
sjómenn, er látist hafa við ísland
á þessari öld og ákveðið hafði
verið að setja upp við Minja-
safnið á Hnjóti með aðild
fjögurra breskra og skoskra
sveitarfélaga, er minning bresku
þjóðarinnar um látna ástvini. Það
væri mikill sómi fyrir íslensk
stjórnvöld að sýna bresku
þjóðinni vináttu og samúð með
því að koma að þessu máli og sjá
til þess að gerð minnismerkisins
nái tilgangi sínum.
2. Það voru íbúar Rauðasands-
hrepps, sem stóðu að björgunar-
afrekinu við Látrabjarg árið 1947
og björgun skipverja af togaran-
um Sargon árið 1948. Björgunara-
frekið við Látrabjarg er sennilega
mesta afrek í björgunarsögu
þjóðarinnar á þessari öld. Togar-
inn Sargon strandaði í nágrenni
Hnjóts og tók ég sjálfur þátt í
björgun skipverjanna.
Þetta var í fyrsta sinn
í heiminum sem
björgun hefur verið
kvikmynduð. Á Minja-
safninu á Hnjóti eru
varðveittir ýmsir
munir viðkomandi
þessum skipsköðum,
þar á meðal heiðurs-
merki, viðurkenningar
og þakkir frá bresku
og íslensku þjóðinni.
Það hlýtur að teljast
eðlilegt að minnis-
merki, sem reist
verður þegar hálf öld
er liðin frá þessum at-
burðum, verði staðsett
á Hnjóti.
3. Hugmyndin að minnismerk-
inu var að öllu leyti mín. Eg undir-
bjó málið vandlega og fékk full-
tingi þjóðþekkts listamanns til að
gera frumdrög að minnismerki til
að leggja fyrir þá sem síðar kæmu
að málinu. Þá óskaði ég eftir
aðstoð íslenska utanríkisráðuneyt-
isins við að ná samvinnu við breska
aðila, sem kynnu að vilja koma að
málinu. Var það gert með bréfi 2.
febrúar 1996. Helgi Ágústsson
ráðuneytisstjóri tók málaleitun
minni ákaflega vel og fól sendi-
herra fslands í London fram-
kvæmdina, sem aftur kvaddi að
málinu Jón Olgeirsson, ræðismann
íslands í Grimsby. Fjölmiðlar þar
kynntu málið sem hugmynd Egils
Ólafssonar og gengust fyrir söfn-
unarátaki til minnismerkis að
Hnjóti.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar
kom aldrei að málinu á löngum
undirbúningsferli þess, og hafði
mér vitanlega engin áform um að
Mér sýnist sem bæjar-
stjórn Vesturbyggðar,
segir Egill Qlafsson, sé
að verða íslensku
þjóðinni til skammar
með framkomu sinni í
þessu máli.
minnast þessara björgunarafreka.
4. Þegar fulltrúar fjögurra
breskra og skoskra sveitarfélaga
komu til fundar hér að Hnjóti hinn
5. ágúst síðastliðinn ásamt sendi-
herra Breta hér á landi, var
staðsetning minnismerkisins
ákveðin og aðeins efth’ að ganga
frá formlegri afgi’eiðslu bæjar-
stjórnar Vesturbyggðar á málinu.
Ég tel að fulltrúar bresku og
skosku sveitarfélaganna hafi
verið beittir blekkingum, þegar
bæjarstjórnin tilkynnti þeim
rúmum mánuði síðar allt aðra
staðarákvörðun minnismerkisins
en gengið hafði verið út frá fram
að þessu.
5. Sú blekking var í því fólgin
að jafnframt því að tilkynna að
minnismerkið skyldi staðsett á
Patreksfirði, voru boðin fram
húsakynni Minjasafnsins að
Hnjóti fyrir sýningu um sjósókn
Breta við ísland á þessari öld.
Með því leit út fyrir að ég væri
samþykkur ákvörðun meirihluta
bæjarstjórnar. En sannleikurinn
er sá, að þetta var gert án nokk-
urs samráðs við mig eða aðra
ráðamenn safnsins. Ég vil minna
á, að Minjasafnið að Hnjóti er
safn um íslenska sjósókn á þess-
ari öld og fyrri öldum. Sýning um
breska sjósókn yrði þar alger stíl-
brjótur, þótt sjálfsagt væri viðeig-
andi að setja upp slíka sýningu á
þeim stöðum, sem á sínum tíma
veittu breskum togurum
þjónustu, eins og viðgerða- og
læknisþjónustu. Ég ánafnaði
safnið á sínum tíma héraðsnefnd
Vestur-Barðastrandarsýslu. Því
hefur verið skipuð sérstök stjórn,
og í gjafabréfinu var sérstaklega
fram tekið, að meðan ég væri ofar
foldu réði ég öllu um tilhögun
safnsins. Af minni hálfu kemur
slík sýning ekki til greina og hef-
ur aldrei komið. Ég hlýt að koma
þeirri synjun minni á framfæri við
hina bresku og skosku aðila og
útskýra að ég eigi engan hlut að
þeim vandræðagangi, sem kom í
málið eftir afskipti bæjarstjórnar
af því á síðustu tveimur
mánuðum.
6. Engu er líkara en með þessu
tilboði um sýningu að Hnjóti sé af
hálfu meirihluta bæjarstjórnar
Vesturbyggðar gerð tilraun til að
reka fleyg milli Minjasafnsins á
Hnjóti og þeirra bresku aðila,
sem náin og góð samvinna hafði
tekist við fyrir milligöngu ís-
lenska utanríkisráðuneytisins.
7. Eftir það sem á undan er
gengið, sýnist mér að bæjarstjórn
Vesturbyggðar sé að verða ís-
lensku þjóðinni til skammar með
framkomu sinni í þessu máli. Ég
hafði unnið náið með íslenskum
stjórnvöldum að undirbúningi og
framkvæmd málsins í hálft annað
ár. Geta þau stjórnvöld látið taka
fram fyrir hendurnar á sér á
síðustu stundu og leiða málið til
allt annarra lykta, en að var
stefnt með tveggja ára vinnu? Ég
vona að enn megi finna farsæla
lausn á þessu máli.
Höfundur er safnstjóri á Hnjóti
í Rauðasandshreppi.
( N
BIODROGA
Er tölvan þín
að gefa upp öndina ?
Þarftu stækkunargler til að lesa á skjáinn ?
Veistu ekki hvað internetið er ?
Er nýjasti tölvuleikurinn eins og flettiskilti ?
Þá er kominn tími til að endurnýja !
r
snyrtivörur
TARGA turn
200 MMX AMD K6 örgjörvi
4320 MB Quantum harður diskur
32 MB EDO innra minni
Tseng Labs ET6000 4mb skjákort
17" Targa skjár (1024x768x85hz)
24 hraða Pioneer geisladrif
Soundblaster 16 hljóðkort
240 watta hátalarar
33.600 mótald m/ faxi og símsvara
Windows 95 CD og bók
6 íslenskir leikir
a 149.900 kr
vX>°ð
V Stækkun í 64mb og Soundblaster 64
kostar aðeins 10.000.-
BT.Tölvur kynna vinnuþjark heimilanna sem er á við
tveggja tonna trukk í vinnslu en sem sportbíll í keyrslu.
Hver hlutur hefur verið valinn vandlega í þetta frábæra
tilboð sem inniheldur geggjaðan 17 TOMMU SKJÁ.
GSM símar og fjöldi fylgihluta
NOKIA 1611
•110 tíma rafhlaða
• Númerabirting
•199 númera símaskrá
• Sendir/Móttekur SMS
• Vinnuþjarkur
19.990
NOKIA 8110
• 70 tíma rafhlaða
• Númerabirting
• 324 númera símaskrá
• Sendir/Móttekur SMS
• Sýnir hverjir hringdu
• Einstaklega nettur
44.990
ERICSSON 628
• 83 tíma rafhlaða
• Númerabirting
• 150 númera símaskrá
• Sendir/Móttekur SMS
• Sýnir hverjir hringdu
• Góður í vasa
25.990
A
Grensásvegi 3 • Simi 5885900 • Fax 5885905
www.bttolvur.is • Netfang : bttolvur@mmedia.is
ÖRUGGT 0G ÖDÝRT Opið virka daga 10-19 • Opið laugardaga 10-16
BT.TÖLVUR
Blað allra landsmanna!
- kjarni málsins!