Morgunblaðið - 18.11.1997, Qupperneq 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR
Þórodd í bæjar-
stjórn Hafnar-
fjarðar
UNDANFARIN miss-
eri hefur gustað um
bæjarstjómarmál
Hafnarfjarðar í fjöl-
miðlum. Þótt sú um-
ræða hafi að miklu leyti
_ borið keim af afþreying-
ar- og æsifrétta-
mennsku í gúrkutíðum
má ekki gleyma því að
bæjarstjórnarmál eru
alvörumál. Akvarðanir
bæjarstjórnar snerta
íbúa bæjarins og því
veltur mikið á að til setu
í bæjarstjórn veljist fólk
sem veldur ábyrgðinni
sem henni fylgir.
í prófkjöri Sjálfstæð-
isflokksins í Hafnarfirði hefur gefið
kost á sér Þóroddur Steinn Skapta-
son. Þóroddur þekkir vel til þeirra
mála sem Hafnfirðingar munu
verða að taka á næstu árin - skóla-
^mála, skipulagsmála, félagsmála
o.fl. Hann er ekki að uppgötva þessi
mál fyrst núna, þegar líður að kosn-
ingum, heldur hefur hann unnið að
þeim að eigin frumkvæði og áhuga
um árabil.
Þóroddur hefur starfað ötullega í
foreldrafélagi Víðistaðaskóla, í for-
eldraráði Hafnarfjarðar, og m.a.
gegnt þar formennsku. Þar hafði
hann frumkvæði fyrir því að for-
eldrar hefðu áheyrnarfulltrúa í
skólanefndum, en í því hafði ekki
verið farið að lögum í Hafnarfirði.
^Ennfremur hefur Þóroddur verið
málsvari þeirrar skoðunar megin-
þorra foreldra að kennsla unglinga
haldi áfram í heildstæðum grunn-
skólum hverfanna, en ekki verði
byggðir sérstakir stórir unglinga-
skólar sem taki við nemendum úr
mismunandi hverfum bæjarins.
Hjá Húsnæðisnefnd ReykjaUkur
hefur Þóroddur starfað um árabil,
þar sem hann er nú deildarstjóri.
Með það veganesti hefur hann til að
bera reynslu og þekkingu sem eng-
inn núverandi bæjarfulltrúi býr að,
til að takast á við þann tugmilljóna
króna vanda sem húsnæðisnefnd
bæjarins hefur safnað upp á liðnum
árum.
'V En þótt fagleg reynsla og þekk-
ing dugi ein sér til að
veita Þóroddi brautar-
gengi í bæjarstjórn
vega persónuleg kynni
mín af honum ekki síð-
ur. Þóroddur gekk ekki
fyrst til liðs við Sjálf-
stæðisflokkinn þegar
prófkjör var auglýst
fyrir nokkrum vikum.
Hann hefur starfað fyrir
flokkinn allt frá ung-
lingsárum, þegar Bjarni
heitinn Benediktsson
veitti honum forystu.
Undanfarin ár hef ég
starfað með Þóroddi í
félagsstarfi Sjálfstæðis-
flokksins í Hafnarfirði,
þar sem við sitjum báðir í stjórn
landsmálafélagsins Fram. Þórodd-
ur vinnur ekki með hávaða eða
glysræðum. En hann hlustar á
sjónarmið annarra, myndar sér
skoðanir með yfirveguðum hætti og
Þóroddur á fullt erindi
í bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar, segír Ólafur
Þór Gunnarsson, og
hvetur Hafnfírðinga til
að veita honum braut-
argengi í komandi
kosningum,
fylgir þeim svo eftir af festu. Við-
horf hans til manna og málefna
markast af grundvallarhugsjónum
sjálfstæðisstefnunnar, þar sem vilji
einstaklinganna er hafður í fyrir-
rúmi og þar sem menn „gera rétt
og þola ei órétt“. Þóroddur á fullt
erindi í bæjarstjórnarflokk sjálf-
stæðismanna. Hann sækist eftir ör-
uggu 4. sæti í prófkjöri flokksins í
Hafnarfirði og þangað veiti ég hon-
um stuðning minn heilshugar.
Höfund nr er viðskiptafræðingur.
Ólafur Þór
Gunnarsson.
N Á M S K E 1 1 Ð
UM ÞURRKUN FISKAFURÐA
Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna við þurrkun fiskaf-
urða og þeim sem hafa áhuga á að hefja slíku vinnslu.
Farið verður yfir undirstöðuatriði þess að þurrka saltfisk,
harðfisk, skreið og þorskhausa.
Áhersla verður lögð á: Eðliseiginleika lofts, uppbyggingu
þurrkbúnaðar, orku- og massavægi, gæða- og örveru-
breytingar, hráefnisval og geymsluþol.
Leiðbeinendur verða Sigurjón Arason og Birna Guð-
björnsdóttir
Verð: 11.500.
Námskeiðið verður haldið; föstudaginn 21. nóvember,
frá kl. 10-16 í Borgartúni 6
Hægt er að skrá sig;
í síma: 562 0240
á faxi: 562 0740
á netfangi: info@rfisk.is
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Rf og
í síma 562 0240. http://www.rfisk.is/utgafa/namskeid
Rannsóknarst
Fiskiðnað
Hafnarfjörður -
Mannlíf og stjórnmál
EITT er það sem
gjarnan kemur sterkt
upp í almennri umræðu
með jöfnu millibili og er
þá a.m.k. jafn mikið
rætt og tíðarfarið -
veðrið í gær og veður-
horfur framundan. Það
eru stjórnmál og stjórn-
málamenn og það sem
helst telst þá fréttnæmt
eru deilur um málefni
eða átök um völdin inn-
an flokka og á milli
þeirra.
Umfjöllun fjölmiðla
um Hafnarfjörð undan-
farin misseri hefur lítið
gengið út á annað en
innanflokksátök og einstakar per-
sónur, sem mest hafa tengst þeim
átökum. Það var því ánægjuefni,
þegar ég heyrði sl. fimmtudag í
dægurmálaútvarpi Rásar 2 viðtöl
við nokkra íbúa Hafnarfjarðar og
spurt var hvernig væri að búa í
Hafnarfirði. Reyndar hafði ég heyrt
í kynningu á dagskrá að fjalla ætti
um Hafnarfjörð, og hugsaði ég með
mér að nú ætti eina ferðina enn að
klifa á meirihlutasamstarfi Alþýðu-
flokksins og tveggja af fjórum bæj-
arfulltrúum sjálfstæðismanna í bæj-
arstjórn og meintum vandræðum
innan þessara tveggja
flokka vegna þessa sam-
starfs.
Skemmst er frá því að
segja að allir viðmæl-
endur Rásar 2 umrædd-
an dag lýstu ánægju
sinni með að búa í Hafn-
arfirði og minntust þá
lítið sem ekkert á stjórn-
málin. Tilgreind voru
ýmis atriði eins og feg-
urð bæjarins, gildi þess
að búa í sveitarfélagi
með nokkuð öflugt at-
vinnulíf til lands og sjáv-
ar og að búa þar sem
góðar forsendur eru fyr-
ir persónulegum kynn-
um við aðra bæjarbúa. Þannig sagði
kona sem flust hafði í fjörðinn frá
Isafirði að hún væri mjög sæl með
að búa í Hafnarfirði þar eð hér
kæmist hún næst því að finna sig
heima annars staðar en þar sem
rætur hennar eru.
Því er ekki að leyna að mikil
óvissa hefur verið um hvað
framundan er í stjórnmálunum í
Hafnarfirði, en þó er ljóst nú, að
Sjálfstæðisflokkurinn er að snúa
vörn í sókn með því að hafa prófkjör
strax nú í nóvember og í beinu
framhaldi af því hefja öfluga mál-
Bæjarbúum verður'
kynnt, segir Almar
Grímsson, að besti
kosturinn er að veita
Sjálfstæðisflokknum
umboð til að hafa for-
ystu í bæjarstjórn í
Hafnarfirði.
efnavinnu. Þannig verður bæjarbú-
um kynnt að besti valkosturinn er
að veita Sjálfstæðisflokknum umboð
til að hafa forystu í bæjarstjórn í
Hafnarfirði eftir kosningarnar
næsta vor.
Eg vænti þess að ágreiningur
innan flokksins verði nú lagður til
hliðar og málefni, en ekki persónur
verði höfð að leiðarljósi í öllu starfi
sem framundan er. Það ber að
þakka öllum þeim sem eru að leggja
sitt af mörkum, til að svo megi
verða.
Höfundur er lyfjafræðingur og tek-
ur þátt i prófkjöri Sjálfstæðisflokks-
ins í Hafnarfirði.
Almar
Grímsson
Skólamálin í for-
gang í Hafnarfírði
FYRIR því ætla ég
undirrituð að berjast,
og er það ein aðalá-
stæða þess að ég tek
þátt í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins vegna
bæjarstjórnarkosning-
anna vorið 1998.
Eg óska eftir stuðn-
ingi þínum í 3.-5. sætið í
prófkjörinu þann 22.
nóvember næst komandi
og heiti að vinna að þess-
um málefnum að alefli
fái ég til þess stuðning.
Skv. 3. gr. grunn-
skólalaganna segir að
hver grunnskóli^ skuli
vera einsetinn. Akvæði
3. gr. skal að fullu vera komið til
framkvæmda árið 2003. Það eru þau
tímamörk sem sveitarfélögin glíma
nú við að standast og gengur það
misvel. Hafnarfjörður kemur næst á
eftir Reykjavík hvað barnafjölda á
grunnskólaaldri varðar. Af þeim
sökum er ábyrgð bæjarstjórnar
mikil að standa við skuldbindingar
sínar í þessum málaflokki.
Allir skólar tvísetnir
Allir skólar í Hafnarfirði eru tví-
setnir, og ekkert bæjar-
félag á landinu á jafn
langt í einsetningu
grunnskólans og Hafn-
arfjörður. Ljóst er að
bæjaryfirvöld hafa
brugðist skyldum sínum
og þrátt fyrir mikla
skuldasöfnun bæjar-
sjóðs síðustu ár virðast
þeir fjármunir hafa farið
til annarra málaflokka
en skólanna.
Ef einsetning dregst
er hætta á að hafnfirsk
skólabörn verði með
minna nám á bak við sig
en önnur börn á landinu,
vegna fjölgunar kennslu-
stunda samhliða einsetningu fram til
ársins 2001. Til þess að hægt verði
að einsetja skólana þarf að byggja
70 kennslustofur auk annarrar
kennsluaðstöðu svo sem íþróttahús-
næðis og sundlauga. Ljóst er að
þörfin er mikil og ekki seinna vænna
að byi'ja á verkinu. Til dæmis má
nefna að tveir árgangar í Hafnar-
firði fá enga sundkennslu vegna að-
stöðuleysis. Það eru 6 ára börn og
10. bekkur, lokapróf í sundi í Hafn-
arfirði er því tekið í 9. bekk. Til við-
Við Hafnfirðingar
verðum að standa
vörð um hagsmuni
barna okkar, segir
Steinunn Guðnadóttir,
og tryggja að þau
fái þá menntun
sem þeim ber sam-
kvæmt lögum.
bótar við vanda grunnskólanna eru
svo 24% barna á leikskólaaldri í
Hafnarfirði á biðlistum.
Við Hafnfirðingar verðum að
standa vörð um hagsmuni barna
okkar og tryggja að þau fái þá
menntun sem þeim ber samkvæmt
lögum, menntunin er þeirra fjárfest-
ing.
Setjum skólamál í forgang.
Höfundur er í foreldraráðum í
Hafnarfirði og tekur þátt í prófkjöri
sjálfstæðismanna í Hafnarfirði.
Steinunn
Guðnadóttir
Eign án
endurgjalds
Sálfstæðisflokkurinn
í Hafnarfirði heldur
prófkjör 22. nóvember
nk. til að velja fram-
bjóðendur á lista
flokksins fyrir bæjar-
stjórnarkosningar í
vor. Prófkjörið verður
eingöngu opið fyrir fé-
laga í Sjálfstæðis-
flokknum í Hafnarfirði,
og þessi staðreynd hef-
ur gefið öfundarmönn-
um tilefni til að lýsa því
yfir að flokkurinn sé
eign flokkseigenda-
klíku. Auðvitað er
þetta rétt mat á stöð-
unni. Félagar í Sjálf-
Ágúst Sindri
Karlsson
stæðisflokknum í Hafn-
arfirði hljóta eðli máls
samkvæmt að vera eig-
endur flokksins, og þar
af leiðandi flokkseig-
endaklíka. En, ólíkt
öðrum eignarréttind-
um, þá er þessi auðlind
sjálfstæðismanna ekki
takmörkuð. Það eru
ekki gefnir út neinir
eignarkvótar í Sjálf-
stæðisflokknum í Hafn-
arfirði. Hver einasti
Hafnfirðingur 16 ára
og eldri, sem styður
frelsi og framfarir, get-
ur orðið félagi í flokkn-
um og þar með flokks-
Hver einasti Hafnfirð-
ingur 16 ára og eldri
getur orðið félagi í
flokknum, segir Agúst
Sindri Karlsson, og þar
með flokkseigandi.
eigandi. Það besta er að það kostar
ekkert að ganga í flokkinn.
Undirritaður tekur þátt í próf-
kjöri sjálfstæðismanna í Hafnar-
firði og sækist eftir stuðningi
flokkseigenda í annað eða þriðja
sæti listans. Það er von mín að eig-
endum í flokknum fjölgi mikið því
það er betra að eiga lítinn hlut í
stórum og öflugum flokki, eins og
Sjálfstæðisflokknum, heldur en
stóran hlut í félagi sérhagsmuna.
Höfundur tekurþátt íprófkjöri
sjálfstæðismanna í Hafnarfirði.