Morgunblaðið - 18.11.1997, Qupperneq 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GARÐAR H.
SVA VARSSON
+ Garðar H. Svav-
arsson kaup-
maður fæddist í
Reykjavík 29. júní
1935. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 7. nóvember
síðastliðinn. Hann
var sonur Sigríðar
Guðmundsdóttur,
kaupkonu, f. 6.
^ Tfc desember 1913, og
Svavars Hafstein
Jóhannssonar, bók-
ara, f. 21. júní 1914,
d. 3. maí 1988.
Garðar átti einn al-
bróður, Hilmar H. Svavarsson,
f. 4. mars 1940. Hálfsystkini
hans samfeðra voru Freygerð-
ur, Orn, Droplaug, Kristófer
Ingfi, Ása Hlín og Svavar Hrafn.
Hinn 24. maí 1958 kvæntist
Garðar Huldu Guðrúnu Guð-
jónsdóttur, f. 3. nóvember 1933.
Foreldrar Huldu voru Guðjón
Sveinbjörnsson, vélsljóri, f. 9.
desember 1899, d. 18. mars
1980, og Oddný Guðmundsdótt-
»-3*ir, húsmóðir, f. 17. nóvember
1897, d. 9. desember 1980. Böm
Garðars og Huldu eru: 1) Hauk-
ur Geir Garðarsson, viðskipta-
fræðingur og löggiltur fast-
eignasali, f. 1. júní 1959, sam-
býliskona Katrín Sæland Ein-
arsdóttir leikskólakennari, f.
19. september 1963, og eiga þau
þrjú börn. 2) Sigríður Huld
Garðarsdóttir, sjúkraliði, f. 25.
maí 1962, gift Karli Eggerts-
syni, markaðsfulltrúa hjá VÍS,
-jpj f. 12. júní 1960, og eiga þau
þijú börn. 3) Heimir
Garðarsson, prent-
rekstrarfræðingur,
f. 21. febrúar 1964,
sambýliskona Katr-
ín Karlsdóttir,
kennari, f. 21. jan-
úar 1966, og eru
börn þeirra tvö.
Áður átti Garðar
soninn Skúla, sem
er sjómaður, f. 19.
febrúar 1955,
kvæntur Sigþrúði
G. Sigfúsdóttur
húsmóður, f. 25.
ágúst 1961 og eiga
þau fjögur böm.
Garðar stundaði ýmis versl-
unarstörf á sínum yngri árum.
Árið 1959 hefur hann störf sem
kaupmaður og rekur ásamt eig-
inkonu sinni þegar mest er fjór-
ar verslanir, kjötvinnslu og
heildsölu. Þekktust þeirra var
efalaust Kjötverslun Tómasar
Jónssonar sem þau hjónin ráku
allt til ársins 1982 er þau seldu
hana. Garðar var landsþekktur
veiðimaður og þá sérstaklega
stangaveiðimaður. Var hann
einn af frumkvöðlum og stofn-
endum Veiðiklúbbsins Strengs
og Veiðiklúbbsins Þistla. Hin
seinni ár starfaði Garðar við
uppbyggingu á Listasafni Flug-
leiða ásamt því að sinna áhuga-
málum sínum í Vopnafirði þar
sem þau hjón bjuggu stóran
hluta úr ári.
Útför Garðars fer fram frá
Hallgrímskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Elsku tengdapabbi.
Ég kveð þig með söknuði, elsku
vinur minn. Það hefur verið mér
mikill heiður að fá að kynnast þér
og njóta elsku þinnar og vináttu.
Það var blanda tilhlökkunar og
kvíða þegar Sirrý ákvað að kynna
mig fyrir þér og Huldu. Við Sirrý
höfðum kynnst nokkru áður og vor-
um þegar orðin mjög ástfangin. Frá
fyrstu stundu sýndir þú mér bæði
hlýhug og vináttu en ég skynjaði
fljótt hversu mikilvægt það var fyr-
ir þig að einkadóttir þín yrði ham-
ingjusöm. Þú varst eins og allir
sannir feður eiga að vera, á varð-
'ibergi gagnvart tilvonandi tengda-
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík • Sími 553 1099
Erfidrykkjur
Sími 562 0200
IIIIIIIII
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
syni. Sem betur fer tókst mér að
vinna traust þitt og þar með eignað-
ist ég vin sem á engan sinn líka.
Alltaf varstu tilbúinn að gefa góð
ráð og rétta hjálparhönd þegar
mest lá við. Allt sem þú gerðir,
gerðir þú af heilum hug og af ein-
lægni, þú varst vinur í raun.
Væntanlega verður þín minnst
af samferðamönnum sem eins af
helstu kjötkaupmönnum landsins á
sínum tíma svo og fyrir frábæra
hæfileika sem laxveiðimaður. Ég
tek ofan fyrir þér fyrir þá hæfi-
leika. Ég veit að aðrir þekkja þá
sögu betur en ég, en ég man vel
eftir hversu gott var að koma í
verslunina þína á Laugavegi 2,
Kjötbúð Tómasar. Öll framsetning
á matvælum og útstilling var það
listilega unnin að búðin virkaði eins
og segull á mann. Gæði og góð
þjónusta var aðalsmerki í þínum
rekstri. Nýjungar eins og að bjóða
heitan mat í hádeginu og sjá um
matarsendingar til útlanda slógu í
gegn í verslun þinni. Ég veit hversu
mikil vinna þetta hefur verið, bæði
fyrir þig og Huldu tengdamömmu
sem hefur verið þín stoð og stytta
í gegnum lífið. Oft var unnið langt
fram á kvöld, sérstaklega á álags-
tímum eins og þegar þurfti að útbúa
matarsendingar til útlanda fyrir
jól. Þegar mest var varst þú með
fjórar matvöruverslanir auk kjöt-
vinnslu og heildsölu. Þetta hefur
að sjálfsögðu komið niður á fjöl-
LEGSTEINAR
Qraníf
HELLUHRAUN 14
220 HAFNARFJÖRÐUR
SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629
skyldulífínu og þá ekki síst börnun-
um sem þurftu að vera ein heima
á meðan pabbi og mamma voru að
vinna fram á kvöld. Pjarveruna
hefur þú bætt upp með því að gefa
barnabörnunum miklu meira af
tíma þínum. Hulda Guðrún dóttir
okkar naut þess að vera fyrsta
barnabarnið og oft hefur hún dvalið
langdvölum hjá afa og ömmu í
sveitinni á Vakursstöðum. Nú eru
barnabömin orðin fjölmörg og því
minni tími fyrir hvert og eitt. Egg-
ert Kári og Kristófer ísak synir
okkar Sirrýjar undu sér vel í sveit-
inni hjá afa og ömmu og biðu
spenntir eftir að fá að byija að
veiða með þér.
Elsku Garðar minn, ég mun
minnast þín fyrst og fremst sem
góðs vinar og tengdaföður. Þú vild-
ir láta gott af þér leiða, þú varst
vinur vina þinna og velgjörðarmað-
ur margra sem áttu um sárt að
binda. Umhyggja þín fyrir eftirlif-
andi móður þinni, henni Distu, var
aðdáunarverð og mikil er sorg
hennar. Dista mín, enginn getur
sett sig í þín spor og enginn ætti
að þurfa að ganga í gegnum þá
reynslu að fylgja barni sínu til graf-
ar. Þú átt samúð mína alla og ég
bið Guð að gefa þér og einnig yngri
syni þínum, Hilmari, styrk í sorg
ykkar. Ég veit að Garðar naut
Guðs blessunar og var frelsaður
fyrir náð Jesú Krists.
Elsku tengdamamma, enginn
hefur staðið betur við bakið á eigin-
manni sínum en þú. í gegnum súrt
og sætt hefur þú ætíð verið trúföst
og staðið með þínum manni. Þú
hefur gert meira fyrir tengdaföður
minn en nokkur maður getur trúað.
í veikindunum hefur þú verið hjá
honum og hjúkrað á hveijum degi
frá morgni til kvölds. Þú hefur vak-
að yfir honum allt til enda. Guð
gefi þér styrk og varðveiti þig í
sorg þinni. Eg bið góðan Guð sömu-
leiðis að gefa þér, Haukur, og þér,
Heimir, styrk í sorg ykkar vegna
fráfalls föður ykkar.
Elsku Sirrý mín, ég bið algóðan
Guð að styrkja þig, varðveita og
vernda í þinni miklu sorg. Hann
sýndi þér á dánarbeðinum hversu
mikla ást hann bar til þín og hversu
gott honum fannst að hafa þig hjá
sér síðustu vikurnar. Það var Guðs
vilji að þið ættuð þennan tíma sam-
an svo að þú gætir hjúkrað honum,
veitt honum alla þína ást og kær-
leika og gætir fylgt honum síðasta
spölinn, alla leið í ljósið.
Ég krýp við fótskör frelsarans,
í fátækt minni og trú.
Ég sé hann binda blómakrans,
þann blómakrans átt þú.
Guð elskar öll þau bömin sín
sem birtu tendra á jörð,
hann leitar einnig inn til þín
í fylgd með engla hjörð.
Vertu sæll, ég sakna þín,
svíf um sólskins höf.
Á himinhvolfi sólin skín
skært yfir þinni gröf.
Guð blessi sálu þína, Garðar,
vertu sæll, vinur minn.
Þinn einlægur,
Karl Eggertsson.
Elsku afi minn.
I sumar var ég hjá þér og ömmu
í sveitinni á Vakursstöðum eins og
öll sumur þar á undan, sem ég man
eftir. Þegar ég átti heima í Dan-
mörku og pabbi og mamma buðu
mér eitt sumar að velja á milli þess
að fara með þeim til Flórída eða
heim til íslands til ykkar í sveitina
og annað sumar að fara til Ítalíu
þá vildi ég í bæði skiptin fara til
ykkar í sveitina, því að mér leið
alltaf svo vel hjá ykkur.
Við gerðum svo margt skemmti-
legt saman í sveitinni. Eg man hvað
ég var ánægð þegar þú leyfðir mér
að keyra bílinn þinn og þegar þú
fórst með mig að veiða og varst
að kenna mér. Þá varð ég alltaf svo
stolt þegar þú hrósaðir mér fyrir
hvað ég var dugleg að veiða, því
ég mat álit þitt svo mikils. Það var
svo margt að gera í sveitinni en
mér leið bara svo vel að vera með
þér og ömmu hvort sem við fórum
í bíltúr niður á Tanga að kaupa ís
eða þegar við vorum saman að gróð-
ursetja tré í hlíðinni. Þú varst svo
mikið fyrir að gróðursetja tré og
blóm og vildir hafa umhverfið fal-
legt. Það var svo margt sem þú
ætlaðir að gera í sveitinni, þú vildir
rækta upp skóg og gera Vakurs-
staði og Vesturárdalinn að sann-
kölluðum sælureit.
Elsku afi, þakka þér fyrir allar
stundirnar sem við áttum saman.
Þakka þér líka fyrir allar minning-
arnar um þig, þær eru mér nú svo
dýrmætar. Þú varst alltaf til staðar
fyrir mig og ég gat alltaf komið til
þín, enda vorum við mikið saman.
En núna er skritið að hugsa til
þess að þú sért farinn og það hrygg-
ir mig, því mér þykir svo vænt um
þig. En þú fórst ekki langt.
Vertu sæll, elsku afi minn. Þú
gafst mér svo mikið og ég mun
alltaf minnast þín. Takk fyrir allt.
Nú ertu dáinn, elsku afi minn,
ástúð þín ei gleymist nokkurt sinn.
Það var svo ljúft að halla höfði á kinn
og hjúfra sig í milda faðminn þinn.
Við skulum vera ömmu ósköp góð,
hún á svo bágt og er svo mild og hljóð,
og góðvildin og gæskuhugur þinn,
gleymist aldrei, hjartans afi minn.
Góði Guð, viltu passa afa Garðar
rosalega vel.
Elsku afi, þú ert svo mjúkur og
sætur. Þú ert svo duglegur að veiða.
Mér finnst svo vænt um þig. Ég
er alveg að verða 5 ára. Guð geymi
þig að eilífu, afi minn.
Faðir vor þú sem ert á himnum,
helgist þitt nafn tilkomi þitt ríki,
verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himnum.
Gef oss í dag vort daglegt brauð,
fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum, vorum
skuldunautum.
Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss
frá illu
þvi að þitt er ríkið mátturinn og dýrðin
að eilífu amen.
Þinn,
Kristófer Isak.
Ég vildi svo mikið fá að hafa þig
lengur hjá mér. Þú ætlaðir að kenna
mér að veiða en gast það ekki af
því að Guð vildi fá þig til sín svo
fljótt. Ég vona að þér líði vel hjá
öllum hinum englunum. Ég sakna
þín, afi minn.
Þinn,
Eggert Kári.
Nú er minn góði vinur, Garðar,
látinn, langt um aldur fram. Við
kynntumst haustið 1959 er bróðir
minn heitinn fór að vinna hjá honum
í Kjötverslun Tómasar á Laugavegi
2. Fáum árum síðar urðum við veiði-
félagar og vinir. Samverustundirn-
ar hafa orðið margar; við veiðiárn-
ar, á ferðalögum, á heimilum okkar
og í félagsmálum þar sem leiðir
okkar lágu líka saman. Ótal minn-
ingar sækja á hugann þegar litið
er yfir þessi liðnu ár, nú þegar þessi
góði drengur er genginn.
Athafnamaðurinn Garðar er
minnisstæður. Aðeins 24 ára gam-
all hóf hann umfangsmikinn at-
vinnurekstur er hann keypti Kjöt-
verslun Tómasar að Laugavegi 2 í
Reykjavík. Um tíma ráku þau hjón-
in, Hulda og Garðar, fjórar verslan-
ir í borginni og höfðu mikil umsvif
á þeirra tíma mælikvarða. Þau
lögðu hart að sér á þeim árum er
þau ráku verslanirnar, voru sam-
taka í því að leggja grunninn að
velferð fjölskyldunnar og uppskáru
eins og þau sáðu. Þau seldu rekstur-
inn eftir liðlega tuttugu ára erilsöm
störf og gátu leyft sér nokkuð ró-
legra líf eftir það. En Garðar var
ekki þeirrar gerðar að hann sæti
með hendur í skauti að loknu þessu
tímabili í lífinu.
Listunnandinn Garðar gat nú
fengið útrás fyrir sín áhugamál.
Hann hafði einkar gott auga fyrir
myndlist, keypti málverk ýmissa
listmálara, eignaðist vináttu þeirra
margra og naut samvista við þá og
þeir við hann.
Þeir urðu sérstakir vinir Garðar
og Erró. Garðar átti mestan þátt,
og að ég best veit frumkvæði að
hinni stórkostlegu gjöf Errós til
Reykjavíkurborgar, auðvitað fyrir
utan Erró sjálfan. Þar komu að
sönnu fleiri að máli og nefni ég þar
til sögu Matthías Johannessen og
svo þáverandi borgarstjóra, Davíð
Oddsson forsætisráðherra. Þessir
menn lögðu sig fram um að gjöf
Errós yrði þegin með þeirri reisn sem
hæfði. Óneitanlega er leitt til þess
að vita að deilur skuli hafa orðið
um framtíðarstað hins merka mál-
verkasafns og þótti Garðari það
miður. Hann gladdist þó yfir að nú
sæi til lands þótt lausnin um framtíð-
arstað safnsins væri önnur og metn-
aðarminni en ætlað var í upphafí.
Hin síðari árin hefur Garðar svo
starfað við uppbyggingu Listasafns
Flugleiða. Mér er vel kunnugt hvern
metnað hann lagði í þetta starf sitt.
Allt var það þó unnið á hæglátan
hátt, svo sem hann vissi að hæfði
manni sem ekki var sérstaklega
menntaður á sviði Iistfræði. Hann
hafði hins vegar þann fágaða smekk
sem hæfði og átti trúnað forráða-
manna félagsins. Þeir treystu hon-
um því fyrir innkaupum og skrán-
ingu safnsins. Sjálf áttu þau hjónin
fallegt safn málverka sem prýtt
hefur heimili þeirra.
Veiðimaðurinn Garðar var sá sem
ég kynntist best. Hann stundaði
skotveiði en þar áttum við ekki
samleið.
Hann var einn af þekktustu lax-
veiðimönnum landsins. Hann kast-
aði flugu af hreinni list, vissi af
langri reynslu og eðlisávísun hvar
lax var að fá og hvaða flugu skyldi
velja. Það var hrein unun að sjá
hann veiða. Hann fékk lax til að
taka þar sem aðrir höfðu orðið frá
að hverfa. En hann vék líka úr stað
fyrir veiðifélögum sem ekkert höfðu
fengið og leiðbeindi þeim og miðl-
aði af þekkingu sinni. Og fengi
Garðar ekki lax var vísast engan
lax að hafa á þeim stað. Hún átti
því oft við vísan sem Steingrímur
í Nesi kvað á bökkum Laxár í Þing.
eitt sinn þegar ekkert fékkst:
í þessum hyl er ei veiðivon,
virðast laxar flýj’ann,
fyrst hann Garðar Svavarsson
setur ekki í’ann.
Hann leiddi mig fyrstu sporin á
bökkum laxánna og það sem ég
kann lærði ég af honum. Minn
fyrsta flugulax fékk ég með leið-
sögn hans í Vaðstrengjum í Laxá
í Leirársveit, líklega sumarið 1965.
í fjölda ára veiddi Garðar í þeirri
fögru á. Mér eru minnisstæðar
margar ferðir okkar þangað, einkum
í efri hluta árinnar, ofan Eyrarfoss.
Eitt sinn veiddum við þar 20 laxa á
einum degi á eina stöng og misstum
annað eins, alla á flugu. Við skipt-
umst á um stöngina, Garðar, Matthí-
as Johannessen, Sverrir Hermanns-
son og ég. Daginn eftir fórum við
svo í Hrútafjarðará og áttum eftir-
minnilega daga þar saman.
í bókinni Vísur um vötn eftir
Matthías Johannessen er þetta er-
indi í fallegu ljóði um Laxá í Leirár-
sveit:
En Garðar minn Svavars-sonur
hann setur í einn, og ég
verð auðvitað að setja í annan
og eiga mitt stolt undir því
að setja svo aftur í annan
og enn dreg ég físk á ný.
En Garðar veiddi í fleiri ám en
Laxá, mér er nær að halda að hann
hafi einhvern tíma veitt í þeim flest-
um. Mest hélt hann upp á Sandá í
Þistilfirði. Á hveiju sumri í 34 ár
veiddi hann þar. Stundum tvisvar
á sumri. Þar naut ég samvista við
hann síðustu 28 árin ásamt öðrum
góðum félögum, þeim Viktori Aðal-
steinssyni, Þorsteini É. Jónssyni og
síðustu árin Lárusi Jónssyni og
áður Haraldi V. Haraldssyni.
Ferðirnar í Sandá öll þessi ár,
oftast með fjölskyldum okkar félag-