Morgunblaðið - 18.11.1997, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 57
I
:
i
í
i
i
3
:
I
1
I
I
I
j
i
I
i
i
I
i
i
i
I
J
4
FRÉTTIR
Dagbók lögreglunnar
Fjórtán grun-
aðir um ölvun
14. til 17. nóvember 1997
HELGIN gekk vel fyrir sig hjá
lögreglu. Talsvert fjölmennt var
í miðborginni einkum á laugar-
dag. A annan tug ungmenna
undir 16 ára aldri var ekið heim
eða í athvarf sem lögreglan hefur
sett á laggirnar ásamt íþrótta-
og tómstundaráði Reykjavíkur-
borgar og Félagsmálastofnun.
Foreldrar sækja síðan börnin sem
flutt eru í athvarfið. Lögreglan
vill brýna það fyrir foreldrum að
virða reglur um útivist barna
sinna.
Umferðin
Fjórtán ökumenn voru stöðv-
aðir vegna gruns um ölvun við
akstur um helgina. Höfð voru
afskipti af 35 ökumönnum vegna
hraðaksturs. Þá var lögreglu til-
kynnt um 40 umferðaróhöpp en
engin alvarleg slys urðu á fólki.
Ástæða er til að minna ökumenn
á taka tillit til aðstæðna við akst-
ur ökutækja í skammdeginu.
Innbrot
Talsvert var brotist inn í öku-
tæki um helgina og stolið þaðan
verðmætum, einkum útvörpum
og geislaspilurum. Á föstudag var
karlmaður handtekinn eftir að
hafa brotið rúðu í lyfjaverslun í
austurborginni og reynt að fjar-
lægja hluti sem voru í útstillingu.
Hann var fluttur á lögreglustöð
en gat enga skýringu gefið á
athæfi sínu aðra en ölvunar-
ástand sitt. Þá var brotist inn í
bílskúr á miðbæjarsvæðinu á
sunnudag og þaðan stolið tals-
verðum verðmætum.
Líkamsmeiðingar
Karlmaður var fluttur á slysa-
deild eftir að hafa fengið flösku
í höfuðið í miðborginni. Þá kom
til átaka milli tveggja karlmanna
í miðborginni að morgni sunnu-
dags. Flytja varð annan manninn
á slysadeild með áverka á and-
liti. I fórum hans fundust síðan
ætluð fíkniefni. Að morgni
sunnudags kom til átaka milli
gests og starfsmanns í vínveit-
ingahúsi er gesturinn reyndi að
fá þjónustu með því að framvísa
fölsuðu greiðslukorti. Eftir átökin
varð að flytja gestinn á slysadeild
en áverkar eru ekki taldir alvar-
legir.
Annað
Eldur kom upp í viftu í glugga
í þvottahúsi á laugardag. Einum
var ekið á slysadeild með væga
reykeitrun.
Upplestrar-
keppni meðal
barna í 7. bekk
grunnskóla
DAGUR íslenskrar tungu, 16. nóv-
ember, er formlegur upphafsdagur
í upplestrarkeppni meðal barna í
7. bekk í nokkrum grunnskólum á
Suður- og Suðvesturlandi. Keppn-
inni lýkur í mars en þá verða bestu
lesarar valdir í hverju byggðar-
lagi. Keppnin er nú haldin í annað
sinn. í fyrra var hún bundin við
Hafnarfjörð og Álftanes en í ár
var skólum á Suðurnesjum, í
Garðabæ og Kópavogi, á Seltjarn-
arnesi og Suðurlandi einnig boðin
þátttaka. Nú hafa liðlega 20 skólar
á þessu svæði skráð sig til keppn-
innar og von er á fleirum.
Markmið keppninnar er að
stuðla að því að hlutur hins talaða
máls, sjálfs framburðarins, verði
meiri í skólum landsins og vitund
þjóðarinnar en verið hefur. Það er
ekki aðalatriði keppninnar að finna
hinn hlutskarpasta heldur að fá
sem flesta til að Ieggja rækt við
lestur sinn, ekki síst þá sem hing-
að til hafa orðið útundan í lestri
eða eru illa læsir. Reynslan hefur
sýnt að einmitt þeir geta komið á
óvart þegar þeir fá góða leiðsögn
og tækifæri til að undirbúa sig.
Fræðslumyndband um
vandaðan upplestur
Dagur íslenskrar tungu markar
upphaf þriggja mánaða tímabils
þar sem gert er ráð fyrir að kenn-
arar leggi meiri rækt en endranær
við undirbúinn upplestur í skóla-
stofunni. Aðstandendur vonast til
að keppnin verði kærkomið tilefni
til að koma saman og njóta þess
að hlýða á vandaðan flutning góðra
bókmennta.
Undirbúningsnefndin hefur látið
gera fræðslumyndband um
vandaðan upplestur með stuðningi
Lýðveldissjóðs, Málræktarsjóðs og
Mjólkursamsölunnar. Námsgagna-
stofnun sér um dreifingu.
Afmælisfundur
AL-ANON
OPINN afmælis- og kynningarfundur
AL-ANON samtakanna verður hald-
inn þriðjudaginn 18. nóvember.
Fundurinn verður í Bústaðakirkju og
hefst kl. 20. Á fundinum munu koma
fram og segja sögu sína fjórir félag-
ar í AL-ANON samtökunum og einn
félagi í AA-samtökunum.
AL-ANON samtökin voru stofnuð
á íslandi hinn 18. nóvember 1972
og verða því 25 ára 18. nóvember
nk. AL-ANON er félagsskapur ætt-
ingja og vina alkóhólista. AL-ANON
samtökin hafa aðeins einn tilgang,
að hjálpa aðstandendum alkóhólista.
Kaffiveitingar verða að fundi lokn-
um. Allir eru velkomnir.
Námskeið í
hitamælingum
I KJÖLFAR mjög vaxandi mikilvæg-
is hitamælinga í innra eftirliti fyrir-
tækja í framleiðslu, sölu og dreifingu
matvæla hefur FTC Framleiðslu-
tækni ákveðið að efna til námskeiða
í hitamælingum.
Námskeiðið er ætlað aðilum í öllum
greinum og á öllum stigum matvæla-
iðnaðar; kjöt-, fisk- og drykkjarvöru-
framleiðendum, aðilum í veitinga-
rekstri, sölu- og dreifíngu matvæla,
eftirlitsaðilum og ráðgjöfum, leiðbein-
endum og öðrum þeim sem koma að
eða hafa afskipti af eftirliti með hita-
stigi með beinum eða óbeinum hætti.
Námskeiðið fer m.a. fram með
verklegum æfingum þar sem þátttak-
endum gefst kostur á að kynnast af
eigin raun hvaða aðferðir henta í mis-
munandi mælingar og hvar og hvern-
ig mismunandi tækni nýtist best. Full-
trúar frá Iðntæknistofrmn, Heilbrigðis-
eftirliti Reykjavíkur og Heilbrigðiseftir-
liti Akureyrar munu lýsa með raun-
hæfum dæmum hvemig hægt er að
nýta nýjar aðferir til að ná sem best-
um árangri af hitaeftirlitinu.
Námskeiðin verða haldin á Grand
Hótel Reykjavík fímmtudaginn 27.
nóvember kl. 13-17 og á Hótel KEA,
Akureyri, mánudaginn 1. desember
kl. 13-17. Skráning fer fram hjá FTC
Framleiðslutækni.
Útivist kenn-
ir rötun
Jólamerki
Thorvaldsens-
félagsins
JÓLAMERKI Thorvaldsensfélags-
ins em komin út. Að þessu sinni
prýðir þau myndin Fæðing eftir list-
málarann Helga Þorgils Friðjóns-
son. Allur ágóði af sölu merkjanna
rennur til styrktar veikum bömum.
Merkin em seld af félagskonum,
auk þess sem þau fást á flestum
pósthúsum landsins og hjá Thor-
valdsensbasamum í Austurstræti
4. Þar fást jafnframt mörg af eldri
merkjum félagsins.
Bamauppeldissjóður Thorvald-
sensfélagsins þakkar landsmönnum
stuðninginn og óskar þeim gleði-
legrar hátíðar.
Blaða- og
fréttaljósmynd-
arar ræða málin
UMRÆÐUFUNDUR um stöðu og
starf blaða- og fréttaljósmyndara
verður í Hjáleigunni, fundarsal á
efstu hæð Alþýðuhússins við Hverf-
isgötu, í kvöld og hefst kl. 20.30.
Meðal gesta við pallborð verða
þeir Bjarni Eiríksson, lögfræðingur
og gamalreyndur ljósmyndari, Ein-
ar Falur Ingólfsson, myndstjóri á
Morgunblaðinu, Einar Ólason,
lausamaður í ljósmyndun til margra
ára, Guðbrandur Benediktsson,
sagnfræðingur og Guðmundur Ing-
ólfsson í ímynd. Umræðustjóri verð-
ur Kjartan Þorbjörnsson (Golli) ný-
kjörinn formaður Norræna blaða-
Ijósmyndarasambandsins.
Fjallað um elri
til landgræðslu
NÆSTSÍÐASTA fræðslukvöld
skógræktarfélaganna og
Búnaðarbankans á þessu ári
verður haldið í Mörkinni 6 í sal
Ferðafélagsins þriðjudaginn
18. nóvember kl. 20.30.
Þorsteinn Tómasson, for-
stöðumaður Rannsóknastofn-
unar landbúnaðarins heldur
erindi um elri til landgræðslu.
Elri er samheiti tegunda innan
elri-ættkvíslarinnar og eru nú
nokkrar tegundir í prófun á
íslandi. Fræi hefur verið safnað
víða, einkum þó á Norðurlönd-
um, Alaska, Magadan og Kamt-
sjatka. Tegundirnar eru mjög
mismunandi og eru sumar
runnakenndar en aðrar eru
vöxtuleg tré. Elritegundir eru
víða frumbýlingar í rýru landi
sem skýrist af því að þær lifa
í nánu sambýli við geislasvepp,
sem gerir þeim fært að vinna
köfnunarefni úr loftinu.
Fyrstu niðurstöður af prófun
elris benda til þess að það geti
orðið mikilvægt í uppgræðslu
hér á landi. í fyrirlestrinum
verður sagt í máli og myndum
frá ræktun elris á íslandi og
víðar og reifaðir þeir möguleik-
ar sem virðast felast I notkun
þessara tegunda í Iandgræðslu-
starfinu hér á landi.
Upphaf fræðslukvöldsins
hefst á óvæntri gestakomu þar
sem þjóðkunnur áhugamaður,
sem vakið hefur athygli á land-
græðslumálum, lætur gamminn
geisa. Allt áhugafólk um upp-
græðslu er boðið velkomið.
FERÐAFÉLAGIÐ Útivist stendur
fyrir námskeiði í rötun þriðjudags-
kvöldið 18. nóvember og fimmtu-
dagskvöldið 20. nóvember. Nám-
skeiðið er ætlað ferðalöngum og
tekur sérstaklega mið af þörfum
þeirra. Farið verður í fræðilega
þáttinn í notkun áttavita og korta-
lestur á tveimur kvöldum. Sunnu-
daginn 23. nóvember verður svo
verkleg æfing þar sem þátttakend-
ur reyna sig í rötun með kort og
áttavita að vopni.
Æfingin fer fram í nágrenni
Reykjavíkur. Námskeið sem þetta
er öllum ferðalöngum nauðsynlegt,
segir í fréttatilkynningu því þrátt
fyrir að fullkomin staðsetningar-
tæki séu nú í eigu fjölmargra
ferðamanna, þá er kortalestur og
kunnátta í meðferð áttavita öllum
ferðalöngum nauðsynleg undir-
staða. í framhaldi af námskeiðinu
mun Útivist einnig standa fyrir
námskeiði í notkun gps-staðsetn-
ingartækja og verður það auglýst
síðar.
Frekari upplýsingar og skráning
þátttakenda er á skrifstofu Úti-
vistar að Hallveigarstíg 1 í Reykja-
vík.
Fundur um
einkavæðingu
Pósts og síma
HEIMDALLUR, félag ungra sjálf-
stæðismanna heldur opinn fund um
einkavæðingu Pósts og síma þriðju-
daginn 18. nóvember kl. 20.30 í
Valhöll.
Frummælendur verða Halldór
Blöndal samgönguráðherra, Ögmund-
ur Jónasson alþingismaður og Kjartan
Magnússon varaborgarfulltrúi.
LEIÐRÉTT
Bók um Everest för
Á sunnudag birtist kafli úr vænt-
anlegri bók þremenninganna sem
klifu Everest fjall á liðnu vori. Það
láðist að geta þess að bókin, sem
kemur út á fimmtudag, er gefin út
af Máli og menningu. Hún er 172
blaðsíður í stóru broti, með 230 lit-
myndum og leiðbeinandi útsöluverð
er 4.900 krónur.
Nafn söluaðila féll niður
í frétt um jólakort Svalanna í
blaðinu á laugardag féll niður nafn
eins söluaðilans. Er það Lífstykkja-
búðin Laugávegi 4, sem hefur verið
einn stærsti seljandi kortanna und-
anfarin ár. Er beðist velvirðingar á
þessum mistökum.
Rangt nafn
Undir minningargrein um Þórunni
Ágústu Árnadóttur sem birtist sl.
sunnudag misritaðist eitt undir-
skriftarnafnanna. Rétt er undir-
skriftin Arndís, Hafdís og Þorgerður.
Blað allra landsmanna!
-kjarni málsins!
*
■H