Morgunblaðið - 18.11.1997, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 18.11.1997, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 63 FÓLK í FRÉTTUM Stækkandi fjölskylda hjá Rosie O’Donnell ROSIE O’Donnell er nýlega orðin móðir í annað sinn. ►LEIKKONUNNI og spjall- þáttasljórnandanum Rosie O’Donnell tókst að þegja yfir leyndarmáli um einkálíf sitt en það telst til tíðinda því hún þyk- ir í meira lagi málglöð. Það var svo í síðustu viku að Rosie sagði frá því að hún hefði ættleitt stúlkubarn sem fæddist 20. sept- ember síðastliðinn. Dótturinni hefur verið gefið nafnið Chelsea Belle O’Donnell og að sögn Rosie er hún yndisleg „krúsídúlla". Það var í þætti hjá Barböru Walters að Rosie sagði frá leyndarmálinu. Yfirlýsingin kom samstarfsfólki og áhorfendum Rosie á óvart en hún á fyrir son- inn Parker sem er tveggja ára og líka ættleiddur. Að hennar sögn er dóttirin sköllótt og með græn augu eins og bróðir hennar. Það var frænka Rosie sem stakk upp á nafninu Chelsea í liöfuðið á forseta- dótturinni. Millinafnið Belle var hins vegar hugmynd Parkers litla sem er aðdáandi söguhetjunnar í myndinni „Fríða og Dýrið“. Ættleiðingin var ekki í sam- ráði við ákveðna móður heldur fékk Rosie tilkynningu þegar röðin var koinin að henni. Að hennar sögn mun óvænt koma Chelsea verða til þess að hún leiki ekki í kvikmynd næsta sumar eins og rætt hafði verið um. Rosie, sem er einstæð móð- ir, segist fá hjálp frá fjölskyldu sinni og vinum við að samræma starfið og móðurhlutverkið og segist vilja fleiri böni í framtíð- inni. HIN 18 ára Robyn er nýjasta poppstjarna Svía. ; 1 ►SÆNSKA söngkonan Robyn hefur undanfarið gert það gott á vinsældalistum með lagið „Show Me Love“ sem komst meðal annars á topp tíu listann í Bretlandi fyrir skömnrn. Robyu er 18 ára gömul og samdi fyrsta lagið sitt þegar hún var 11 ára og foreldrar hennar skildu. Þetta var lagið „In My Heart" sem var fyrsta skrefið að ferli liennar sem poppstjöruu. Þegar Robyn var 15 ára heyrði söngvari einn hana syngja lagið sitt í frínn'nútum í skólanum og lét hana fá símanúmer hjá plötuútgefanda. „Ég hundelti manninn þar tii hann féllst að lokutn á að gera prufútöku með mér. Ég hafði aldrei kotnið í hljóðver áður og spurði hvorí ég mætti ekki syngja fyrir hann á skrifstofunni hans,“ sagði Robyn sem fékk samning á staðnum og sendi frá sér fyrstu plötuna þegar hún var 16 ára. Það var platan „Robyn Is Here“ sem varð metsöluplata og færði henni þrenn tónlistarverðlauu í Svíþjóð. í kjölfarið bauðst henni að hita upp fyrir Tinu Turner á tónleikaferð hennar unt Norðurlöndin. Nýjasta smáskífan er „Show Me Love“ sent Robyn segir vera þá bestu til þessa en hún stefudi á Evrópu- og Bandaríkjamarkað með útgáfu hennar. Von um betri tíð Ringo Starr og láta Rún- ari sönginn eftir. Eins og fyrr segir eru fjögur lög eftir aðra en sveitarmeðlimi. Nú er gam- an hljómar eins og leiðin- legt jólalag og ekki er Svona eru konur kæri skemmtilegra áheyrnar; ófrumlegheitin ætla allt að kæfa. Love Grows (Where My Rosemary Grows) þekkja flestir;' bráðskemmti- legt lag sem Sixties nær að eyðileggja með frámuna gervilegu hljómborðshljóði og lélegum enskuframburði („She“ er ekki borið fram „sí“. Að gefa út „nýja“ útgáfu á lag- inu Happy Together ér að bera í bakkafullan lækinn; svo oft hefur það hljómað í sjón- varpi og útvarpi síðustu misseri að góðu lagi er enginn greiði gerður. Hljómborðshljómur í því lagi er þó mun skárri en í Love Grows. Flutningur Sixties-manna er til fyi-irmyndar, enda eru þeir afar góð- ir hljóðfæraleikarar. Öll spila- mennskan hefur skilað sér í afburða þéttleika. Söngur Rúnars er öruggur og útsetningar eru flestai' góðar, þótt margar séu væmnai'. Á þessari plötu má segja að Sixties höggvi í sama knérann og áð- ur, a.m.k. eru lögin enn jafn létt, en þó glittir í frumlega hugsun í frum- sömdu lögunum. Því er ljóst að liðs- menn geta betur ef þeir reyna að gleyma klisjunum eins og í fyrr- nefndu Segðu! og Þú sem benda til betri Sixties-tíma í framtíðinni. Ivar Páll Jónsson TONLIST Geisladisknr SIXTIES Geisladiskur samnefndrar hljóm- sveitar. Hana skipa: Rúnar Orn Friðriksson, Guðmundur Guim- laugsson, Andrés Þór Gunnlaugs- son og Þórarinn Freysson. Upp- tökusljórar voru Pétur Hjaltested og Ólafur Halldórsson. Útsetningar eftir Pétur, Ólaf og Sixties. Ekki er getið um útgefanda í bæklingi. 1.999 kr. 35 mín. LIÐSMENN Sixties hafa gert það gott undanfarin ár með því að flytja svokölluð „bítlalög". „Bítla- lög“ þurfa ekki endilega að vera eftir Bítlana sjálfa, heldur verður textinn að vera einfaldur, fjalla helst um ást unga mannsins á ungu stúlkunni, auk þess sem lag- línan verðm- að vera grípandi. Þessi lög hafa Sixties-liðar flutt af færni og lífsgleði og hlotið fyrh' vinsældir hjá ungum sem öldnum. Nú vii'ðist sem komið sé að tíma- mótum hjá hljómsveitinni. Hún sætt- ii' sig ekki lengur við að flytja ein- ungis lög eftir aðra; tími lagasmíð- anna er runninn upp. Fjögur lög af tíu á nýju plötunni eru eftir sveitar- meðlimi og að auki hafa þeir fengið lánuð lög eftir Jóhann Helgason (Sól mín og sumar) og Hlöðver Ellerts- son (Leyndarmál). Hin lögin eru gamlir smellh' (Love Grows (Where My Rosemary Goes) og Happy To- gether) og minna þekkt stuðlög (Svona eru konur kæri og Nú er gaman). Lögin eru misjöfn að gæðum. Inni á milli er fínasta popp; til að mynda Sól mín og sumar eftir Jóhann Helga sem er haganlega smíðað popplag þótt það sé fullvæmið fyrir minn smekk. Bestu lög plötunnar er Segðu! eftir Andrés Þór gítarleikara og Hlöðver Ellertsson og Þú eftir Guðmund Gunnlaugsson og Hlöðver. Hlöðver þessi á líka lagið Leyndar- mál sem er hreint ágætt. Þórai'inn bassaleikari reynir sig líka í laga- smíðinni með lögunum Hey! og í alla nótt. Bæði lögin eru ágætlega samin, fylgja klisjunum fagmannlega, en söngurinn í því síðarnefnda er fyi'ir neðan allar hellur. Þórarinn verður að viðurkenna að hann er enginn Y- r BIOIN I BORGINNI Sæbjöm Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Anna Sveinbjarnardóttir BÍÓBORGIN Marvin’s Room ★ ★★ Meryl Streep og Diane Keaton í fínu formi í tilfinningadrama um fjölskyldutengsl, ábyrgð og ást. Air Force One ★★★ Topp hasarspennumynd með Harrison Ford í hlutverki Banda- ríkjaforseta sem tekst á við hryðjuverkamenn í forsetaflug- vélinni. Fyrirtaks skemnmtun. Hefðarfrúin og umrenningurinn ★★★ Hugljúf teiknimynd frá Disney um rómantískt hundalíf. Prýðileg afþreying fyrir alla fjölskylduna aem ber aldurinn vel, var frum- sýnd árið 1955. Contact ★★★,/2 Zemeckis, Sagan og annað ein- valalið skapar forvitnilega, spenn- andi og íhugula afþreyingu sem kemur með sitt svar við eilífðar- spurningunni erum við ein? Fost- er, Zemeckis og Silvestri í topp- formi og leikhópurinn pottþéttur. Hollywood í viðhafnargallanum og í Oskarsverðlaunastellingum. SAMBÍÓIN, ÁLFABAKKA Pabbadagurk'k Tveir afburða gamanleikarar hafa úr litlu að moða í veikburða sögu í meðalgamanmynd um táning í til- vistarkreppu og hugsanlega feður hans þrjá. Air Force One'k'k'k Sjá Bíóborg- ina. Conspiracy Theory kk'Æ Laglegasti samsæristryllir. Mel Gibson er fyndinn og aumkunar- verður sem ruglaður leigubílstjóri og Julia Roberts er góð sem hjálpsamur lögfræðingur. Perlur og svín ★★'/2 Óskar Jónasson og leikarahópur- inn skapa skemmtilegar persónur en töluvert vantar uppá að sögu- þráðurinn virki sem skildi. Volcano ★★ Allra sæmilegasta hamfaramynd, á köflum fyndin og flott en sjald- an sérlega ógnvekjandi eða skelfi- leg. Hefðarfrúin og umrenningurinn ★★★ Sjá Bíóborgin Batman & Robin ★ Leðurblökumaðurinn flýgur lágt í fjórða innlegginu um ævintýri hans. Eini leikarinn sem virkilega nýtur sín er Uma Thurman sem náttúruverndarsinni. George Clooney er hreint út sagt vonlaus í aðalhlutverkinu. HÁSKÓLABÍÓ The Peacemaker ★★■/2 The Peacemaker er gölluð en virðingarverð tilraun til að gera metnaðarfulla hasarmynd um kjarnorkuógnina og stríðshrjáða menn. Austin Powers ★★ Gamanmynd Mike Myers er lag- legasta skemmtun þó erfiðlega gangi að gera grín að James Bond myndunum og myndin líði fyrir ofuráherslu á neðanbeltis- brandara. Perlur og svín ★★‘/2 Óskar Jónasson og leikarahópur- inn skapa skemmtilegar persónur en töluvert vantar uppá að sögu- þráðurinn virki sem skyldi. KRINGLUBÍÓ L.A. Confidental ★★★ Frambærilegri sakamálamynd en maður á að venjast frá Hollywood þessa dagana. Smart útlit, lagleg- ur leikur og ívið fióknari sögu- þráður en gerist og gengur. Air Force One ★★★ Sjá Bíóborg- in Brúðkaup besta vinar míns ★★★ Sjá Stjörnubíó. Hefðarfrúin og umrenningurinn ★ ★★Sjá Bíóborgin LAUGARÁSBÍÓ The Peacemaker ★★'/2 Sjá Há- skólabíó Money Talks ★★ Fislétt formúlumynd um tvo ólíka náunga - annar hvítur hinn svartur - sem koma sér í marg- víslegan vanda. Léttmeti af gam- anspennuættum sem fær mann að vísu sjaldan til að hlæja af öllu hjarta en aldrei beint leiðinleg. REGNBOGINN Með fullri reisn ★★★ Einkar skemmtileg og fyndin bresk verkalýðssaga um menn sem bjarga sér í atvinnuleysi. Allir segja að ég elski þig ★★★ Bráðskemmtileg mynd frá Woody Allen þar sem ólíklegustu leikar- ar hefja upp raust sína. María ★★★ Lítil og ánægjuleg mynd sem tekst í aðalatriðum að segja hálf- gleymda örlagasögu þýsku flótta- kvennanna sem komu til landsins eftir seinna stríð. STJÖRNUBÍÓ Ráðabruggið ★V2 Undarleg mannránssaga og lítt áhugavekjandi nema Benetio Del Toro er ágætur. Perlur og svín ★★% Sjá Háskóla- bíó Brúðkaup besta vinarmíns ★★★ Ástralinn J.P. Hogan heldur áfram að hugleiða gildi giftinga í lífi nutímakvenna. Þægileg grín- mynd sem leyfír Juliu Roberts að skína í hlutverki óskammfeilins og eigingjarns matargagnrýn- anda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.