Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frumvarp til endurskoðaðra sveitarstjórnarlaga Gagnrýnendur segja miðhálendið vera eign þjóðarinnar Morgunblaðið/Þorkell SVAVAR Gestsson sést hér ræða við Svanfríði Jónasdóttur á Alþingi í gær, en þá fóru fram nokkurra tíma umræður um stjórnsýslu miðhálendisins. RÆTT var um frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga á Alþingi í allan gærdag, en Páll Pétursson mælti fyrir frumvarpinu. Umræðurnar snerust aðallega um fyrstu grein frumvarpsins og bráðabirgðaákvæði þess. í fyrrnefnda ákvæðinu er lagt til að landið skiptist í staðbundin sveitarfélög en ekki byggðin, eins og kveðið er á um í núgildandi lög- um, og í síðamefnda ákvæðinu er lagt til að staðarmörk sveitarfélaga, sem nú liggja að miðhálendi lands- ins, verði framlengd inn til landsins og hið sama gildi um staðarmörk sveitarfélaga á jöklum. Þeir stjómarandstæðingar sem til máls tóku í gær gagnrýndu flestir það fyrirkomulag að landinu verði skipt í sveitarfélög. Sveitarfélög myndu þannig fá vald yfír miðhá- lendinu sem væri um 40% af flatar- máli landsins. Sögðu þeir að miðhá- lendið væri í eigu þjóðarinnar og því ætti stjómsýsla þess að vera á einum stað, en ekki í höndum lítils hluta þjóðarinnar; þeirra sveitarfélaga sem ættu mörk að miðhálendinu. Þá vom margir á því að bráðabirgðaákvæði fmmvarpsins stangaðist á við vænt- anlegt stjórnarfmmvarp um þjóð- lendur, þar sem kæmi fram að mið- hálendið væri í eigu ríkisins. Félagsmálaráðherra fór í fram- sögu sinni yfír tilurð frumvarpsins og helstu ákvæði þess. Sagði hann að nefndin sem hefði unnið að endur- skoðun sveitarstjómarlaganna hefði verið að störfum síðan í byijun jan- úar 1996, en formaður hennar er Jón Kristjánsson, þingmaður Framsókn- arflokks. Um fyrrgreind ákvæði, sem valdið hafa deilu innan Alþingis sem utan, tók ráðherra fram að þar væri ekki á nokkum hátt verið að færa sveitarfélögunum aukin eignarrétt- indi. „Nú er staðreyndin sú að hé- rumbil allt miðhálendið skiptist í af- réttir að undanskildum jöklunum. Þannig að þessi fyrirhugaða breyting á sveitarstjómarlögunum færir sveit- arfélögum engin réttindi né leggur á þau skyldur sem þau hafa ekki nú þegar nema hvað jöklana varðar," sagði hann. „Það er hins vegar nauð- synlegt vegna vaxandi nýtingar jökl- anna til ferðaþjónustu að þar sé ein- hver stjórnsýsla; einhver hafi skyidur til að framfylgja skipulags- og bygg- ingarlögum og heilbrigðiseftirliti. “ Stangast á við frumvarp um þjóðlendur Sighvatur Björgvinsson, þingmaður Þingflokks jafnaðarmanna,, sagði í upphafí máls síns að umsýsla og eignarhald á hálendi íslands ætti sér langa sögu í Alþingi. „Það var að því er mig minnir í lok sjöunda ára- tugarins sem þáverandi þingmaður úr Alþýðuflokknum, Bragi Siguijóns- son, flutti fyrst inn á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að almenning- ar og afréttarlönd utan eignarmarka einstaklinga og félaga yrðu lýst þjóð- areign. Slíkar tillögur hafa þingmenn Alþýðuflokksins flutt á mörgum þingum síðan en þær aldrei náð samþykki, fyrir að minnsta kosti tveimur dómum Hæstaréttar hafí verið skorað á Al- þingi að setja lög sem tækju af öll tvímæli um þau efni,“ sagði hann. Sighvatur sagði að Alþingi hefði aldrei orðið við fyrrnefndri áskorun Hæstaréttar fyrr en í fyrra er forsæt- isráðherra hefði lagt fram frumvarp á Alþingi um þjóðlendur, en þar væru að sögn Sighvats tekin af öll tvímæli um þessi efni þ.e.a.s. tekin sú afstaða að land sem enginn gæti sannað eignarrétt sinn á skyldi telj- ast ríkiseign. Sighvatur sagði hins vegar að frumvarpið um þjóðlendur sem vænt- anlega verður lagt fram á Alþingi á næstu dögum, væri ekki í samræmi við bráðabirgðaákvæði í frumvarpinu um sveitarstjórnarlög. í fyrmefnda fmmvarpinu væri gert ráð fyrir því að meginstjórnsýsluhafínn væri að- eins einn, þ.e.a.s. forsætisráðuneytið en í því síðamefnda væri gert ráð fyrir því að sveitarfélögin kæmu inn í myndina, þannig að það þyrfti bráðabirgðaleyfí þeirra til nýtingar lands innan þjóðlendnanna. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin hefði ákveðið á fundi sínum fyrr um daginn að endurflytja fmmvarpið um þjóðlend- ur eftir helgi, óbreytt frá því sem það var þegar það var lagt fram á síðasta þingi. Kom ennfremur fram í máli ráðherra að frumvarpið um þjóðlendur byggðist beinlínis á því að sveitarfélagamörk væm alls stað- ar til staðar á landinu. Sagði hann að það væri mat lögmanna sem hefðu komið að frumvarpinu um þjóðlendur að það ætti ekki að þurfa að koma í veg fyrir að fmmvarp félagsmála- ráðherra gæti fengið eðlilega með- ferð á Alþingi. Sighvatur tók aftur til máls og sagði að forsætisráðherra hefði með ummælum sínum tekið af öll tví- mæli um það að ákvæðið til bráðabirgða í fmmvarpinu um sveitarstjómar- lög stæðist ekki. Fmmvarp ráð- herra gerði ráð fyrir því að einn aðili, þ.e. forsæt- isráðuneytið, færi með æðsta vald á hálendinu, en framvarp fé- lagsmálaráðherra að sveitarfélög fæm með æðsta vald. Sveitarstjóraum treystandi Hjörleifur Guttormsson, þingmað- ur Alþýðubandalags og óháðra, sagði m.a. að fmmvörpin væru ekki skýr, en vonaðist til að það yrði svo að stærstu hluti miðhálendisins myndi flokkast undir að vera þjóðland, þ.e. ríkiseign. Ágúst Einarsson, þingmaður Þing- flokks jafnaðarmanna, tók í streng og samflokksmaður hans Sighvatur og sagði augijóst að tvö umrædd fmmvörp stönguðust á. Kristín Ástgeirsdóttir, þingmaður utan flokka, var ósátt við að sveitar- félögum væri falin stjórnsýsla á há- lendinu. Vildi hún fremur að miðhá- lendið yrði undir sameiginlegri stjóm, en sagðist ekki hafa fullmót- aðar skoðanir á því hvemig sú stjóm ætti að vera. Jón Kristjánsson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði m.a. að Islending- ar minnist landafund- anna árið 2000 ALÞINGI ályktaði í gær að fela ríkisstjórninni að minnast landa- funda Isiendinga í Vesturheimi, árið 2000, en Svavar Gestsson, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra bar upp þessa tillögu í upphafi þings. I áliti utanríkisnefndar Al- þingis kemur fram að á vegum ríkisstjórnarinnar sé þegar haf- inn undirbúningur til að minnast landafundanna. Búið er að ákveða að stofna sérstaka nefnd vegna þessa og fjölmargar hug- myndir hafa komið fram. Nefnd- in segir ennfremur í áliti sínu ljóst að það þurfi að styðja kynn- ingarverkefni í Norður-Amer- íku en einnig bendir hún á hug- myndir um endurreisn Eiríks- bæjar í Dalasýslu og Þjóðhildar- kirkju í Brattahlíð á Grænlandi og áform um Vínlandssafn í Búðardal. umdeild ákvæði sveitarstjómarfrum- varpsins fælu ekki í sér eins miklar breytingar og látið hefði verið í veðri vaka. „Með þeim er verið að eyða óvissu um mörk sveitarfélaga að jökl- um, þar sem mannaferðir og mann- virkjagerð fara vaxandi." Sagði hann að sveitarfélögum væri að fullu treystandi fyrir stjórn hálendisins og varaði við þeirri ofurtrú sem menn hefðu á miðstýringu í þessum málum. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sagði það rétt hjá Jóni að það væri verið að eyða vafa- atriðum í þessum málum en ekki í þá átt sem æskilegt væri. Hún sagði það óeðlilegt að skipta miðhálendinu á milli 40 sveitarfélaga. Nær væri að fella skipulags- og byggingarmál á miðhálendinu undir eitt vald, því miðhálendið væri ein heild. „Varð- andi þetta fmmvarp í heild þá líst mér ágætlega á það en ég get ekki stutt hugmyndafræðina sem felst í fyrstu greininni þ.e. því að skipta eigi öllu landinu alveg inn í innsta punkt á milli sveitarfélaga," sagði hún. Vantreysta sveitarfélögunum Sturla Böðvarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að kröfur um að einn aðili færi með stjómsýslumál á miðhálendinu fælu í sér aukna miðstýringu. Hann sakaði þá sem vilja fara þannig að málum um að vantreysta sveitarfélögunum. Siv vísaði því algerlega á bug. Málið snérist fyrst og fremst um að líta á skipulagsmál á hálendinu sem heild. Hún sagðist vera sammála þeirri lausn sem sett var fram í fmmvarpi sem Eiður Guðnason, fyrrverandi umhverfisráðherra, flutti á sínum tíma. Páll Pétursson sagði að frumvarp- ið félli ágætlega saman við frum- varpið um þjóðlendur. Þjóðlendu- fmmvarpið fjallaði um eignarrétt, en sveitarfélagafmmvarpið fjallaði um stjómsýslu. Hann sagði að meirihluti Alþingis hefði á sínum tíma hafnað fmmvarpi Eiðs Guðnasonar og hann sagðist telja að viðhorf Alþingis hefðu ekki breyst síðan. Eykur óvissu og vekur deilur Jón Baldvin Hannibalsson, þing- maður Þingflokks jafnaðarmanna, sagði það ekki rétt að þjóðlendufrum- varpið fjallaði ekkert um stjórnsýslu. Samkvæmt frumvarpinu þyrfti leyfi forsætisráðherra fyrir því að nýta vatns- og jarðhitaréttindi, námur og önnur jarðefni á hálendinu. Ef um nýtingu til lengri tíma en eins árs væri að ræða þyrfti einnig heimild frá forsætisráðherra. Þetta hlyti að þýða í reynd, að forsætisráherra færi með málefni miðhálendisins því vart fæm menn að reisa mannvirki á hálendinu til skemmri tíma en eins árs. Sú spuming vaknaði hvaða rétt félagsmálaráðherra væri að reyna að færa sveitarfélögunum með bráðabirgðaákvæði fmmvarpsins. Jón Baldvin sagði að ákvæði fram- varpsins væri fallið til að skapa óvissu um framkvæmd stjórnsýsl- unnar. Þetta ýtti undir deilur milli sveitarfélaga um sveitarfélagamörk og valdsvið og einnig myndi stjórn- sýsluvald forsætisráðherra á miðhá- lendinu og sveitarfélaganna skarast og valda ruglingi. „Ef við tökum dæmi og gefum okkur að iðnaðarráðherra sé að beita sér fyrir einhveiju stóru máli sem varðar nýtingu vatns-, jarðhita- eða námaréttinda á hálendinu. Það kallar á byggingu uppistöðulóna, línulagn- ir, vegagerð og mannvirkjagerð og það spannar yfir svæði sem, sam- kvæmt framvarpi félagsmálaráð- herra, þýðir að 12-15 sveitarfélög koma að málinu. Hvernig stöndum við þá að stjómsýslu á þessu svæði? Er líklegt að upp komi innbyrðis ágreiningur milli sveitarfélaga um nýtingu réttinda eða kröfur um verndun á náttúruperlum o.s.frv. Er ekki hætt við því að við séum að efna til langvinna deilna í heðfbund- um íslenskum stíl, sem verði eilíft úrskurðarefni dómstóla og komi í veg fyrir skynsamlega niðurstöðu um heildarnýtingu út frá sjónarmiðum beggja, nýtingar og náttúruvernd- ar,“ sagði Jón Baldvin. Svavar Gestsson, alþingismaður Alþýðubandalags, tók undir þau sjón- armið að fmmvarpið væri fallið til að valda óvissu í stjórnsýslunni. Hann sagði að á sínum tíma hefði nefnd allra flokka lagt til að einn aðili sæi um stjórnsýslu á miðhálend- inu. „Ég tel að það hefði verið best að ljúka þessu máli með þeim hætti sem miðhálendisnefndin lagði til. Það hefði tvímælalaust verið best. Hitt er hins vegar ljóst að meirihluti hér á Alþingi, einkum úr Framsóknar- flokki og Sjálfstæðisflokki, var ekki tilbúinn til þess að vinna hlutina svona og þá er næsta spurning þessi, hvernig á að gera það með öðrum hætti? Niðurstaða Alþingis varð í raun og veru sú að draga sveitarfé- lagamörkin inn á hálendið eins og gert er í grófum dráttum í bráða- birgðaákvæði þessa fmmvarps. Ég held að við verðum að kannast við það að við stóðum öll að þeirri mál- amiðlun. Það var undir forystu Kvennalistans í umhverfisnefnd Al- þingis, sem þessi niðurstaða fékkst út úr meðferð skipulagslaganna á sínum tíma. Ég man ekki betur en við höfum öll greitt þessari stefnu- mörkun atkvæði þegar við vorum að íjalla um málið á sl. vori þegar skipu- lagslögin voru hér til meðferðar." 5521150-5521370 LflRUS Þ. VALDIMARSSOIM, FRflMKVÆMDASTJORI JÓHANN ÞORÐARSOM, HRL. LÖGGILTUR FASTEIGNASALI. Nýkomin á söluskrá meðal annarra eigna: Hagar — ein og ný — gott verð Glæsileg 4ra herb. íbúð á 1. hæð (yfir kjallara). Ekki stór. Vel skipu- lögð. Nýtt (eldhús, bað, parket og málning). Gamla góða bsj. lánið kr. 2 millj. Fyrir smið eða laghentan — skipti Nýleg mjög stór 5—6 herb. íbúð um 140 fm á hæð og í risi I Granda- hverfi. Parket. Sólsvalir. Næstu fullgerð. Bílhýsi. Skipti æskileg á minni eign. Álfheimar — hagkvæm skipti Sólrík nokkuð endurnýjuð 4ra herb. íbúð á 3. hæð um 100 fm skammt frá Glæsibæ. Skipti æskileg á stærri eign I nágrenninu. Eins og ný — sérinng. — vesturbærinn Ný endurbyggð 3ja herb. kjíb. um 80 fm í reisulegu steinhúsi. Sér- inng. „Húsbréf" um kr. 3 millj. Óvenju góð greiðslukjör fyrir traustan kaupanda. Vegna búferlaflutninga óskast húseign með tveimur íbúðum. Má vera í byggingu, fullgerö eða þarfnast endurbóta, í borginni eða nágrenni. Opiðfdag kl. 10-14. Opið mánudag—föstudag kl. 10- 12 og 14-18. Leitum að 4ra—5 herb. sérhæð og einbýli á einni hæð. Hátt verð fyrir rétta eign. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150 - 552~ ALÞINGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.