Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 69
MORGUNB LAÐIÐ
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 69
V
FRÉTTIR
Ræðir stefnu Banda-
í'íkjanna í málefnum
Miðausturlanda
STEFNA Bandaríkjanna í mál-
efnum Miðausturlanda nefnist
fyrirlestur sem Cameron Hume,
nýskipaður sendiherra Bandaríkj-
anna í Alsír, flytur á sameiginleg-
um fundi Samtaka um vestræna
samvinnu (SVS) og Varðbergs í
Sunnusal á Hótel Sögu, mánudag-
inn 8. desember kl. 17.
Cameron Hume hefur undan-
farin þrjú ár verið yfirmaður
stjórnmáladeildar fastanefndar
Bandaríkjanna hjá Sameinuðu
þjóðunum í New York. Hann var
mjög náin samstarfsmaður Made-
leine Albright utanríkisráðherra
meðan hún var sendiherra lands
síns hjá SÞ. Meðan Hume starfaði
á vettvangi SÞ átti hann þátt í
stefnumótun Bandaríkjanna
gagnvart t.d. Saddam Hussein,
Múhameð Gaddafi, Palestínu og
Israel.
Cameron Hume er með há-
skólapróf frá Princeton og Amer-
ican University School of Law.
Hann hefur um árabil starfað í
bandarísku utanríkisþjónustunni
og hefur fengist við öryggismál og
málefni Miðausturlanda. Hann er
nú að taka við sendiherrastarfi í
Alsír þar sem mikil skálmöld hef-
ur ríkt síðustu ár og stjórnmálaá-
standið er í besta falli afar slæmt.
Fundurinn er opinn félags-
mönnum SVS og Varðbergs auk
þess öllu áhugafólki um alþjóðleg
stjórnmál og þróun öryggis- og
utanríkismála í Evrópu og nær-
liggjandi svæðum.
! Hlustunarsnældur
< INNSÝN sf. hefur gefið út fjórar
hlustunarsnældur.
„Snældurnar hafa verið þýddar á
íslensku og eru lesnar af Fannýju
Jónmundsdóttur, leiðbeinanda.
Snældurnar tvær fjalla um markmið
og markmiðasetningu auk þess sem
farið er inn á tímastjórnun og bent á
árangursríkar lausnir," segir m.a. í
| fréttatilkynningu.
Jafnframt segir: „Þriðja snældan
’ heitir Orkustundin en hún fjallar um
( innri styrk, uppbyggingu og jákvæð-
ar staðhæfingar." Höfundur og les-
ari er Fanný Jónmundsdóttir.
„Um breytingatímabilið er fjórða
snældan sem Innsýn gefur út að
þessu sinni. Um breytingatímabilið á
náttúrulegan hátt er hlustunar-
snælda fyrir konur á öllum aldri til
fræðslu um tímabilið og einnig til
uppörvunar og stuðnings.
Fanný gefur góð ráð um það
hvernig nota má jurtir á þessu tíma-
bili bæði til inntöku í teformi og í
mat sem fæðubótaefni og til varnar
ýmsum kvillum sem hrjáð geta kon-
ur á tímabilinu bæði fyrir og eftir
það. Hún bendir á jurtir, vítamín og
náttúrulegar aðferðir til að bæta
vellíðan og starfsorku," segir enn-
íremur.
I
<
I
<
<
)
I
j
<
<
I
199?
/ Fatnaður
/ íþróttagallar
/ Barnafatnaður
f Swoosh peysur
Úlpur
NIKE BÚÐIN
Laugavegi 6,
sími 562 3811.
TIMELESS
qp c/in
zJzl. D4U
l ,ane
2sœta 85.540,-
Stólar 46.060,-
Verð miðast við staðgreiðslu
Litír:
Vínraiuhir
Grœnn
Blár
Mörkinni 4 • 108 Reykjavík
Sími: 533 3500 • Fax: 533 3510
Viö styöjum viö bakiö é þór!
OpiA
l.a„. II 10
Suit. II I.
V
Notaðu jólasmjör
og njóttu bragðsins!
http://www.nike.com