Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
4
t
Hver spyr að því?
Hagsmunagæslu ai-
mennings er mjög
ábótavant hvað varðar
hin nýju upplýsingalög
og kærur til opinberra
stofnana. T.d. ætti það
að vera skilyrðislaust
forgangsatriði að kæ-
rendum í málum gegn
hinu opinbera sé útveg-
aður lögfræðingur sér
til trausts og halds á
meðan á málssókn
stendur án þess að þeir
þurfí að bera kostnað-
inn frekar en þær
stofnanir sem í hlut
eiga hveiju sinni. Jafn-
framt þarf að tryggja
fyrirspyijendum og kærendum í
upplýsinga- og kærumálum nafn-
leynd og reglubundnar upplýsingar
um framvindu mála frá þeirri stofn-
un sem leitað var til. Að öðrum
kosti er engan veginn hægt að
tryggja réttaröryggi íslenskra ríkis-
Ekki á að vera hægt,
segir Páll Björgvins-
son, að sníða lög að
hagsmunum valdhafa.
borgara í málssókn þeirra hjá stofn-
unum eins og Samkeppnisstofnun,
umboðsmanni Alþingis, úrskurðar-
nefnd um upplýsingamál eða borg-
ar- og ríkisstofnunum og þar með
loku skotið fyrir eitt aðalmarkmið
stjómsýslu- og upplýsingalaga;
réttaröryggið. Reynslan hefur nefni-
lega sýnt að fyrirspyijendur og
kærendur eiga á hættu að verða
fyrir aðkasti og útskúfun valdhafa
sem fá sendar fyrirspumir m.a. hvað
varðar atvinnutækifæri í þjóðfélag-
inu, sbr. reynslu greinarhöfundar
af félagsmálaráðuneyti, bæjarverk-
fræðingi Hafnarfjarðarbæjar, Borg-
arskipulagi og byggingadeild borg-
arverkfræðings Reykjavíkurborgar.
klæðskerasníða lands-
lög að duttlungum eða
hagsmunum valdhafa.
Að gera landslög
sýnileg
Aðstæður stjórn-
valda til þess að veita
aðgang að upplýsingum
þarf sem sagt að bæta
til mikilla muna, sé ein-
hver meining á bak við
hin nýju upplýsingalög.
íslensk stjómsýsla í dag
á fyrsta ári upplýsinga-
laga er bæði frumstæð
og laus í reipunum,
engin samhæfing virð-
ist vera á milli embætta
hennar og lítill gaumur gefinn að
því að markmið landslaga séu þann-
ig sniðgengin af sjálfum stjómvöld-
unum sem í raun ættu að sjá til
þess að þeim væri framfylgt. Sam-
hljóma lög hvað varðar stjómsýslu,
upplýsingar og samkeppni ásamt
óháðu aðhaldi opinberra stofnana
er nauðsynleg forsenda þess að
vinnubrögð valdhafa byggist á vand-
aðri hagsmunagæslu fyrir almenn-
ing, og að embættismenn æðstu
stofnana landsins hirði um að standa
vörð um að íslenskum lögum sé
framfylgt í hvívetna og að mannrétt-
indasáttmálar séu virtir í raun af
hálfu hins opinbera. Þá má öraggt
telja að innbyrðis áreksrar landslaga
og árekstrar markmiða landslaga
ásamt vafasamri hagsmunagæslu
embættis- og ráðamanna geti valdið
stórslysi hvað varðar almennings-
álitið i landinu. Réttaröryggi þjóðar-
innar krefst þess að stjómvöld leggi
niður ósiðinn hver spyr að því og
til hvers á að nota upplýsingamar.
En þjóðarsálin krefst þess að stjóm-
völd íslands taki upp upplýsinga-
stefnuna. Ekkert lok og læs og ailt
úr stáli - opna fyrir Pétri og Páli!
Höfundur er arkitekt.
Páll
Björgvinsson
Orðið bræðir
gamalt hjarta
Sjúkrahúspresti var
eitt sinn falið að koma
Nýja testamentum fyr-
ir í náttborðsskúffun-
um við sjúkrarúmin á
stóra sjúkrahúsi. Gekk
honum sú iðja vel í
fyrstu og þurfti hann
oft að staldra lengi við
rúm sjúklinganna, sem
gjaman höfðu frá
mörgu að segja. Flestir
sjúklinganna vora afar
jákvæðir og þakklátir
fyrir heimsóknina og
þótti sjálfsagt að fá
Nýja testamentið í
skúffuna.
Á einni stofunni lá
gamall sjómaður, sem hafði verið á
sjúkrahúsinu í allnokkurn tíma.
Maður þessi hafði oft komist í hann
krappann og kallaði ekki allt ömmu
sína. Þegar presturinn kom inn á
stofuna til hans, segir sá gamli:
„Hvað er nú? Á að fara að undirbúa
jarðarförina mína eða hvað? Viltu
að ég velji sálmana núna? Ég er
nú ekki alveg dauður ennþá, sérðu
það ekki maður?“ Presturinn brosti
aðeins góðlátlega og sagði: „Ég er
nú bara að koma með bók handa
þér, hún á síðan að vera hérna í
náttborðinu."
„Bók?“ spurði sá gamli. „Já,
Við eigum að nota að-
ventuna, segir Sigur-
björn Þorkelsson, til
að lesa Biblíuna.
þetta er Nýja _testamentið,“ svaraði
presturinn. „Ég kæri mig ekkert
um að hafa neitt Nýja testamenti
hérna á stofunni. Ég
hef nú komist af án
þess fram að þessu.
Hví skyldi ég taka upp
á því núna að lesa í
Biblíunni?" sagði sá
gamli og bætti við:
„Svona, ég vil ekki sjá
þetta, hef ekkert með
þetta að gera.“
Presturinn settist
hinn rólegasti niður við
rúmið hjá honum og
spjölluðu þeir lengi
saman. Sá gamli var
nú ekki eins harður
þegar á reyndi, hann
var bara dálítið töff í
munninum, annars
hinn besti karl.
„Jæja,“ sagði sjómaðurinn loks,
„skildu þá þetta Nýja testamenti
héna eftir, en þú verður að lofa að
koma aftur á morgun og taka það.“
Þegar presturinn kom síðan dag-
inn eftir til að vitja hans, sagði sá
gamli: „Heyrðu, blessaður ætli það
sé ekki i lagi þótt bókin fái að liggja
hérna í nokkra daga. Ég sé ekki
að það geri nokkuð til. En komdu
samt aftur í næstu viku og taktu
hana.“
Hann hafði nefnilega byrjað að
lesa í bókinni án þess að nokkur
vissi og síst af öllu vildi hann að
presturinn kæmist að því, sérstak-
lega ekki eftir það sem á milli þeirra
hafði farið daginn áður.
Einhverra hluta vegna komst
presturinn ekki til gamla sjó-
mannsins fyrr en tveimur vikum
seinna. Var þá sá gamli orðinn
óþolinmóður og farinn að bíða eft-
ir prestinum. Hann hafði lesið í
Nýja testamentinu upp á hvern dag
og það bæði kvölds og morgna.
Þegar presturinn loksins kom til
Sigurbjörn
Þorkelsson
hans sagði blessaður gamli maður-
inn:
„Ég verð að játa fyrir þér að
mér hafa orðið á mikil mistök. Ekki
það að ég byijaði að lesa í þessari
bók sem þú komst með, heldur að
ég skyldi ekki hafa byijað að lesa
í Biblíunni fyrr á ævinni, ég sé það
nú að ég hef farið mikils á mis.
Ég held bara að ég sé orðinn trúað-
ur. Jesús Kristur er hin eina sanna
hjálp. Viltu nú ekki vera svo góður
að setjast héma hjá mér og biðja
fyrir mér, biðja Guð að fyrirgefa
mér og mig langar að þakka honum
fyrir að ég má vera barnið hans,
þótt ég sé nú kannski ekkert barn
lengur."
Til fundar við Jesú
um aðventu og jól
Þeir era ríkir sem eiga frelsarann
Krist að vini. Látum það ekki bíða
fram á gamals aldur að kynnast
frelsaranum Jesú. Þessum einstaka
vini, sem fæddist á jólum og lagði
síðan líf sitt í sölumar fyrir vini
sína, svo að þeir sem trúa á hann
glatist ekki heldur hafi eilíft líf.
Jesús Kristur hefur sigrað dauðann
og vill gefa okkur lífið.
í Biblíunni kemur fram væntum-
þykja Guðs fyrir sköpun sinni. Hann
vill ekki láta okkur afskiptalaus.
Hann vill að allir menn verði hólpn-
ir og komist til þekkingar á sann-
leikanum, sem er Jesús Kristur og
við finnum svo vel í orðum Biblíunn-
ar.
Frelsarinn okkar Jesús vill fá að
hjálpa okkur, leiða okkur og blessa.
Hann hefur heitið því að vera með
okkur allt til enda veraldar.
Er ekki upplagt að nota aðvent-
una og sjálfa fæðingarhátíð frelsar-
ans til þess að lesa í Biblíunni/Nýja
testamentinu og kynnast þannig
frelsaranum okkar Jesú nánar?
Leyfum orðum ritningarinnar að
leika um okkur og blessa nú á að-
ventu, um jólin, já og allt til enda
veraldar.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Gídeonfélagsins á ísiandi.
Markxnið landslaga
Sé helsta markmið stjórnsýslu-
laga haft í huga - að tryggja sem
best réttaröryggi manna í skiptum
við hið opinbera, jafnt ríki sem
sveitarfélög í átt til löglegrar,
traustrar og vandaðrar stjórnsýslu
íslands - er ljóst að kröftugt innra
eftirlit og óháð aðhald er bráðnauð-
synlegt fyrir stjórnsýsluna hjá borg
og ríki, sem og virkur talsmaður
aukinnar hagsmunagæslu almenn-
ings. Eigi líka að framfylgja því
markmiði stjómsýslulaga, að lögin
verði sem aðgengilegust fyrir al-
menning og starfsmenn stjórnsýsl-
unnar og að málsmeðferð í stjórn-
sýslunni verði einföld, hraðvirk og
ódýr, verður að senda starfsfólk
hins opinbera á þjónustunámskeið
í þessum efnum. Sama gildir um
upplýsingalögin, ef þeim er ætlað
að stuðla að auknu réttaröryggi í
stjórnsýslunni og eiga möguleika á
að framfylgja sínu helsta mark-
miði; þ.e. að í nútíma lýðræðsþjóðfé-
lagi sé það talið sjálfsagt að al-
menningur eigi þess kost að fylgj-
ast með því sem stjómvöld hafast
að, m.a. með því að fá aðgang að
upplýsingum hjá stjórnvöldum. Séu
upplýsingalögin raunveralega liður
stjórnvalda í því að draga úr tor-
tryggni almennings í garð ráða-
manna, sem oft og einatt hefur átt
rót sína að rekja til þess að upplýs-
ingum hefur óþarflega oft verið
haldið leyndum, er embættismönn-
um og starfsmönnum hins opinbera
heldur ekki stætt á því að torvelda
aðgang að upplýsingum eða snið-
ganga ákvæði landslaga að eigin
geðþótta. Hér virðist upplýsinga-
lögin lika vanta áhersluákvæði sem
taki af allan vafa um rétt almenn-
ings til upplýsinga, og því þörf á
lagabreytingum sem komi í veg
fyrir undanbrögð ráðamanna, þann-
ig að þeir geti ekki sagt að þeim
sé ekki skylt að veita upplýsingar
þótt þeir hafi heimild til þess. Það
á nefnilega ekki að vera hægt að
Hringskaffi til
styrktar Barna-
spítalanum
KVENFÉLAGIÐ
Hringurinn var stofnað
fyrir tæplega öld. í
upphafi aldarinnar
studdu Hringskonur
snauða og færðu meðal
annars fátækum sæng-
urkonum fatnað og
mjólk. Allar götur síð-
an hafa Hringskonur
unnið líknarstarf af
fórnfýsi og óeigingirni.
Undanfama áratugi
hafa Hringskonur ötul-
lega stutt Barnaspítala
Hringsins. Sá stuðn-
ingur er Bamaspíta-
lanum ómetanlegur og
starfsfólkinu mikil
hvatning. Fjölmörg tæki og tól til
lækninga og umönnunar eru gjafir
frá Hringskonum. Þannig á Kvenfé-
lagið Hringurin hlutdeild í þeim
árangri sem næst á Barnaspítala
Hringsins.
Nýr barnaspítali
Fyrir 40 árum var stofnuð barna-
deild innan veggja Landspítalans
og nokkram árum síðar flutti deild-
in í núverandi húsnæði sem þó var
ekki hannað fyrir börn.
Aðstaða veikra barna og að-
standenda þeirra er því enn slæm
og nauðsyn úrbóta hefur lengi ver-
ið ljós. Enn hafa Hringskonur verið
í forystusveit þeirra sem barist hafa
fyrir nýjum barnaspítala. Sú bar-
átta ber nú árangur. Innan skamms
lýkur samkeppni um teikningu nýs
Barnaspítala Hrings-
ins á Landspítalalóð og
framkvæmdir við
bygginguna munu
hefjast á næsta ári. í
nýjum barnaspítala
gefst tækifæri til að
búa vel að veikum
börnum og aðstand-
endum þeirra. Jafn-
framt gefast betri
möguleikar á að með-
höndla böm án inn-
lagnar á spítala. Á
þann hátt geta veik
börn dvalist heima, sé
þess nokkur kostur, en
fengið meðferð á
göngudeild eða dag-
deild. Óhjákvæmilega mun þó alltaf
mikill fjöldi barna þurfa á innlögn
að halda. Mikilvægt er að aðbúnað-
ur þeirra sé góður. Það er verðugt
verkefni að beijast fyrir bættri að-
stöðu veikra barna. Oflugur stuðn-
ingur Hringsins hefur skipt hér
sköpum.
Hringskaffi
Á morgun, sunnudaginn 7. des-
ember, halda Hringskonur sína ár-
legu kaffisölu sem hefst klukkan
13:30 á Hótel íslandi. í boði er sem
fyrr kaffi og veitingar, jólakort og
jólaskraut auk happadrættis með
fjölda góðra vinninga. Allur ágóði
Hringskaffisins rennur til styrktar
nýjum Barnaspítala Hringsins.
Það er vonandi að sem flestir
sjái sér fært að sýna kvenfélaginu
Ásgeir
Haraldsson
FRÁ gjörgæslu nýbura og fyrirbura - vökudeild. Á myndinni
eru fimm börn í hitakössum í litlu rými. Þorri tækjanna er gjaf-
ir frá Hringnum.
BÖRN á Barnaspítala Hringsins.
Það er verðugt verkefni,
segir Ásgeir Haralds-
son, að berjast
fyrir bættri aðstöðu
veikra bama.
Hringnum stuðning í verki í
Hringskaffinu á morgun og njóta
um leið frábærra veitinga. Hrings-
konur eiga heiður skilinn fyrir sitt
fórnfúsa starf að líknarmálum á
íslandi í tæpa öld. Á íslandi eru
nú um 70-80 þúsund börn eða
meira en fjórðungur þjóðarinnar.
Markmiðið er að hér rísi sem fyrst
sérhannaður barnaspítali, veikum
börnum til gagns og þjóðinni til
sóma. Það er verðugt verkefni okk-
ar allra.
Höfundur er prófessor.