Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Dugga frönsk
og framboðs-
fundir
Æskan hefur gefíð út nýja bók eftir Vilhjálm
Hjálmarsson, fyrrverandi ráðherrra, og ber hún
titilinn Dugga frönsk og framboðsfundir. I undir-
titli kemur fram að bókin hefur að geyma nokkra
þætti um fólkið og lífíð í landinu.
FRANSKAR skútur á Norðfirði.
HÉR á eftir fara fáeinir kaflar eða
kaflabrot úr bók Vilhjálms Hjálm-
arssonar og er fyrst gripið niður í
þann hluta bókarinnar sem kallast
Dugga strandar, ást kviknar og bát
hvolfir á skeri.
Sjóréttarskýrsla skipstjórans
Eftir að hafa þann veg auglýst
uppboðið - sem virðist nú ekki hafa
verið sérlega stórt í sniðum - gerir
Tvede sýslumaður ferð sína í Dala;
kálk öðru sinni, þann 31. ágúst. I
þetta sinn byrjar yfir-
valdið aðgerðir sínar í
Kálkinum á lögskyldu
'*réttarhaldi og sagt er
frá í þing- og dómabók
Suður-Múlasýslu sem í
þetta sinn er færð á
dönsku.
Peter Neuts skip-
stjóri lagði fram „sjó-
réttarskýrslu" sína sem
var lesin upp og stað-
fest af allri skipshöfn-
inni.
I skýrslu þessari er
lýst för skipsins frá því
það lagði frá landi á
heimaslóð 15. júní 1835.
Peir komu við Færeyj-
ar 1. júlí í góðu veðri og
voru þar að fiska vikutíma. Pann 13.
júlí voru þeir komnir upp undir Ing-
ólfshöfða. Þá tóku þeir til við veiðar
á ný, héldu hægt og bítandi austur á
bóginn allt til Vopnafjarðar. Þann
20. ágúst voru þeir að veiðum úti
fyrir Seyðisfirði í þungri undiröldu,
þoku og svo hægum vindi að þeir
þurftu að „róa skipið yfir stag“ til
þess að skipta um bóg, breyta
stefnu skipsins.
Næst segir skipstjórinn frá að-
draganda strandsins, strandinu
sjálfu og hvernig brugðist var við
um borð og meðal bænda í Kálkin-
um. Sýnist mér rétt að taka þann
hluta sjóréttarskýrslunnar orðrétt-
an - í þýðingu Sigurðar Helgason-
ar:
„Þannig vorum við í fjóra daga að
fiska - til og með 24. - án þess að
sjá land, þann 24. ágúst, klukkan
9:15 um kvöldið, var sett vakt með 4
mönnum uppi þar til kl. 12:15. Og
þar sem veður var dálítið bjartara
lögðum við skipinu upp um. En ég
lagði svo fyrir við mann þann sem
var yfir á vaktinni að venda strax og
snúa út um ef þokan legðist að aft-
ur. Vindstaða var suð til aust. En
þessi ólánsmaður lét allt of lengi
liggja upp um - í dimmri þoku. 20
^■mínútum eftir miðnætti, áður en ég
hafði verið kallaður upp, heyrði ég
menn þá sem voru á þilfarinu
hrópa:
„Við erum fast við land.“
Ég þaut strax upp á þilfar, sneri
stýrinu hart í borð, gaf eftir á skauti
mersanseglsins yfir til hlés og slak-
aði niður pikknum til þess að snúa
skipinu. En áður en það hafði náð
snúningnum rakst það á blindsker
og missti þar stýrið. Skipið lét því
ekki að stjórn eftir það og hraktist
upp að klapparifi einu inn á milli
tveggja kletta þannig að fram- og
afturendar skipsins
brotnuðu og skipið
festist milli klettanna
tveggja á stöfnunum.
Ég lét strax setja út
bátinn til þess að
kanna hvort björgun
væri möguleg þar sem
skipið íylltist strax af
sjó. Þar sem enginn
manna minna þorði að
fara með bátinn fór ég
sjálfur í hann ásamt
tveimur mönnum til
þess að koma kaðli í
land. Fór ég síðan tvær
ferðir á bátnum til þess
að flytja skipshöfnina í
land. Og þegar komin
var fjara lét ég suma
mennina fara að bjarga matvælum
þeim sem ennþá voru þurr.
Þar sem ég vissi ekki hvar
mannabústaði væri að finna, sendi
ég tvo menn af stað til að svipast
um eftir því, til þess að við gætum
leitað þangað með það af farangri
okkar sem ennþá var þurrt. Við hin-
ir unnum á meðan að því að bjarga
því sem mögulegt var úr skipinu.
Þessir menn komu aftur að þrem-
ur stundum liðnum með þær fréttir
að þeir hefðu fundið einn bæ hálfa
mílu vegar frá strandstaðnum.
Fólkið á þessum bæ sendi til
næsta bæjar til að fá fleiri menn
okkur til hjálpar. Þegar þeir voru
komnir var strax gengið í það að
bjarga öllu sem mögulegt var úr
skipsflakinu og sömuleiðis seglum
skipsins.
Að skýrsla þessi sé sannleikanum
samkvæmt geta skipsmenn mínir
borið um. Það staðfesti ég hér með.
Grund á Islandi 1. september
1835
P. Neuts."
Bjartar vonir
Nú víkur um stund aftur að frá-
sögnum Sesselju Jónsdóttur Torfa-
sonar. Hún var rétt að verða fimmt-
án ára þegar duggan strandaði. Áð-
ur er þess getið að henni varð tíð-
rætt um reiði skipverja í garð þess
manns sem þeir töldu að ætti sök á
strandinu. Og hún hafði frá fleiru að
segja.
Þórdís, systir Sesselju, var lítið
eitt eldri, langt komin á sautjánda
ár þegar þessir atburðir gerðust.
Þykir mér líklegt að hún hafi verið
væn yfirlitum og þroskamikil eins
og verið hafa (og eru) margar
frændsystur hennar á síðari tímum.
Hafa og margir niðjar Jóns Torfa-
sonar og Rósu Guðmundsdóttur
fyrri konu hans einatt getið sér gott
orð sem þróttmikið og vel gert
drengskaparfólk.
Peter Neuts, skipstjórinn ungi,
mun hafa verið glæsimenni í sjón og
framkoma hans blátt áfram og að-
laðandi. Hann virðist þó hafa verið
viðkvæmur og nokkuð örgeðja að
hætti þeirra sem byggja Norðurálfu
sunnanverða, skjótráður.
Af frásögn Sesselju varð ekki
annað ráðið en vel hefði farið á með
heimafólki og Fransmönnunum
þann tíma sem þeir dvöldust í Dala-
kálki. Má og ætla að fólkið í Kálkin-
um hafi fundið til með þessum skip-
brotsmönnum sem þola máttu slíkt
andstreymi fjarri ættjörð sinni og
fjölskyldum. Gagnvart skipstjóran-
um unga kynnu að hafa vaknað
kenndir líkar og kviknuðu í Róm
forðum þegar Sturla Sighvatsson
var leiddur þar milli kirkna og „flest
fólk _ harmaði er svo fríður maður
var svo hörmulega leikinn". Fátækt
fólk í Dalakálki var ekki kaldrifjað.
Manns hugur er margslunginn -
og hrifnæmur einatt, einkum á hin-
um yngri aldurskeiðum, jafnvel
norður undir heimskautsbaug. Er
ekki að orðlengja það. Skipstjórinn
dökkbrýndi hreifst af ljóshærðri
bóndadóttur á Grund - og gagn-
kvæmt. Ólíkar þjóðtungur komu
ekki í veg fyrir að elskendurnir
fengju bundið framtíðaráform sín
fastmælum. Nú yrðu þau að skilja
um hríð. En með hækkandi sól
mundi heitmaður - og skipstjóri -
sigla nýju skipi að ströndum Islands
austanverðum - og taka land við
Dalatanga. Endurfundir. Sumar-
langur aðskilnaður meðan hann
drægi björg úr djúpum sjávar og
hún byggi för sína milli þess sem
gengið væri að daglegum störfum
með fjölskyldunni heima á Grund.
Þegar líða tæki á sumarið mundi
hann aftur sigla skipi sínu undir
Dalatanga. Þá yrði brúðkaup haldið
og að því búnu lagt á hafið. Siglt
yrði í sólarátt, að frjóum og fögrum
ströndum Frakklands. Bjartsýnin
sat í öndvegi og hættur hafsins
hvergi í sjónmáli. í sólvermdu fóð-
urlandi hinna frönsku sæfarenda
yrði framtíðarheimili hjónanna,
Peters Neuts skipstjóra og konunn-
ar hans ungu, Þórdísar Jónsdóttur.
Það fylgir sögu Sesselju að ekki
hafi verið farið á bak við föður
þeirra systra þegar svona var kom-
ið málum og hann hafi fallist á fyrir-
ætlanir unga fólksins. Bendir það
enn til þess að Peter Neuts hafi
virst þeim vel sem umgengust hann
þá fáu daga sem hann dvaldist á
Grund.
Pá kemur hér kaflabrot úr þeim
hluta bókarinnar sem Vilhjálmur
kaliar Fundir og ferðastjá, þar sem
hann kynnir til sögunnar sr. Pétur
Magnússon í Vallarnesi.
Það var nú einmitt það
Ég hygg að líkt sé háttað með
framboðsferðir og aðrar ferðir að sú
fyrsta verði eftirminnilegust þegar
frá líður. Þannig hefði það vafalaust
orðið fyrir mér þótt ekkert sérstakt
hefði komið til. En það var nú
einmitt það sem gerðist í kosning-
unum í Suður-Múlasýslu haustið
1949.
Fjórir flokkar buðu fram í kjör-
dæminu. Alþingismennirnir Ey-
steinn Jónsson og Lúðvík Jóseps-
son voru efstir á listum Framsókn-
arflokks og sósíalista, Jón P. Emils
lögfræðingur hjá Alþýðuflokknum
og séra Pétur Magnússon í Valla-
nesi fór fyrir lista Sjálfstæðisflokks-
ins. Og það var hann sem gaf fram-
boðsfundum í Suður-Múlasýslu að
þessu sinni alveg sérstakt yfir-
bragð.
Ef til vill hafði ég aðeins einu
sinni hitt séra Pétur áður en leiðir
okkar lágu saman í framboðinu. -
Eða aldrei? Nú tókst með okkur
góður kunningsskapur sem hélst
síðan meðan hann lifði. Kynni okkar
voru þó fremur lausleg. En ekki
kom mér á óvart það sem Hrafn á
Hallormsstað segir um séra Pétur í
ævisögu sinni: „Mér féll þeim mun
betur við hann sem ég kynntist hon-
um nánar sökum mannkosta hans
og ljúfmennsku."
Riddarinn, náfroðan og niður-
stöður kosninganna
Séra Pétur deildi, eins og að lík-
um lætur, á alla keppinauta sína.
En langmestu púðri eyddi hann, að
ég hygg, á kommúnismann.
Eftir að Sameiningarflokkur al-
þýðu - Sósíalistaflokkurinn var
stofnaður hætti Kommúnistaflokk-
ur Islands að bjóða fram. En fjöl-
margir liðsmenn hans fylgdu hinum
nýja flokki og voru þar í forsvari,
þar á meðal Lúðvík Jósepsson. Og
andstæðingarnir héldu áfram að
kalla þá kommúnista. Prestur vitn-
aði mjög til þjóðfélagsaðstæðna í
Sovétríkjunum, móðurlandi komm-
únismans, og lét sem hann væri því
allvel kunnugur. Hungur, fangelsi,
barsmíðar og „bláfátækt" kvað
hann vera hlutskipti alþýðunnar í
þeim heimshluta og bætti við:
„En það væsir ekki um foringj-
ana! Lystisnekkjur þeirra, sumar-
hallir og veiðilönd eru á orði í
heimspressunni. Og veislur þeiiTa
eru svo dýrðlegar að það kemur
blátt áfram vatn í munninn á mér
við að hugsa til þeirra!“
Hann lýsti og því hvernig komm-
únisminn væri að gjörspilla íslensku
þjóðinni og einkum unga fólkinu.
Kvað það beinlínis hörmulegt „að
sjá unga menn ganga stúrna um
guðsgræna jörðina“ af öfund yfir
því að sumir þeir sem eldri væru
hefðu meira handa á milli af þessa
heims gæðum.
Sú dæmisaga, sem séra Pétur
sagði á flestum fundunum (og ég
man best), snerist um „kommún-
ista“ þótt framsókn fengi til
tevatnsins og jafnvel hans eigin
flokksmenn. Prestur tók svo til
orða:
„Nú ætla ég ekki að fara að verja
það að Sjálfstæðisflokkurinn starf-
aði með kommúnistum enda var ég
ekki kvaddur ráða þegar þau ráð
voru ráðin. En ég ætla að segja
ykkur dæmisögu.
Setjum svo að þrír menn séu að
elta sama hrossið úti í haga, hross
sem bæði bítur og slær og þeim má
þar að auki vera ljóst að er alveg
óreitt. - Nú tekst einum það sem
hinir gátu ekki, að beisla hrossið og
komast á bak. Er hann þá minnsti
maðurinn? - Óláfur Thors komst
þó á bak á kommúnistatruntunni!11
- Hér greip Eysteinn fram í og
sagði: „Sá reiðtúr varð þjóðinni
dýr.“ Skilningsríkt bros breiddist
yfir andlitið á presti sem svaraði að
bragði: „Já, Eysteinn Jónsson, allir
reiðtúrar kosta nú nokkuð.“ Og síð-
an hélt hann áfram:
„Afstaða Framsóknarflokksins er
hin sama og refsins sem ekki náði
vínberjunum og labbaði sneyptur
burtu og sagði: Þau eru súr.“
Þá er það öðru sinni að Eysteinn
freistar að kalla fram í og segir:
„Æ, þetta er ómerkilegur brandari
- er þetta ekki í fyrsta hefti af
dönskubókinni?"
„Já, þú hefur alltsvo lesið þá
bók,“ svaraði prestur allshugar feg-
inn! Svo lauk hann frásögninni á
þessum orðum:
„Enn í dag gengur formaður
Framsóknarflokksins (Hermann
Jónasson) um hagann eltandi þessa
sömu truntu með snærisspottann ■ í
annarri hendi og brauðskorpu í
hinni.“
Stjórnin sem Ólafur Thors mynd-
aði eftir að hann „komst á bak“ var
nú fallin, flokkur hans var þó áfram
í ríkisstjórn, án þátttöku „kommún-
ista“ en í samstarfi við framsóknar-
menn.
Einhverju sinni var það þegar
klerkur lýsti reiðmennsku Ólafs
Thors sem fjálglegast að Eysteinn
kallaði snögglega:
„Hvað varð um riddarann?"
Séra Pétur hikaði hálft andartak:
„Já, jú, sko! - Hann kom sér upp
betra hesthúsi!"
Presturinn ásakaði framsóknar-
menn fyi-ir linku í baráttunni við
kommúnismann, og vel það! Því á
Reyðarfjarðarfundinum fullyrti
hann beinlínis að Eysteinn Jónsson
hefði vakið upp kommúnistadraug-
inn á Islandi. Og bætti við:
„En hann hefur hvorki kraft né
kunnáttu til að kveða hann niður.
Og það er af því að hann veigraði
sér við að sleikja náfroðuna af vitum
hans á réttu augnabliki!
- Hver verður það sem kveður
niður kommúnistadrauginn á ís-
landi? Það verður ekki Eysteinn
Jónsson! - Nei, það verður klerk-
urinn í Vallanesi!" Kosningunum í
Suður-Múlasýslu haustið 1949
lyktaði þannig að Lúðvík féll og ég
náði kosningu. Séra Pétur sagði
augljóst að hann hefði valdið falli
Lúðvíks þótt annar hreppti þing-
sætið - vegna þess að ekki hefði
verið kosið á fundunum. Hefði það
verið gert hefði sigur sinn orðið ör-
uggur. - Það held ég líka! En ekki
var alltaf gott að vita hvort presti
var alvara eða hann var að spauga.
• Bókartitill er Dugga frönsk og
framboðsfundir. Höfundur er Vil-
hjálmur Hjálmarsson. Æskan gefur
út. Bókin er alls 213 bls. ineð fjölda
mynda.
1GÓLFÞVOTTAVÉLAR
IBESTAI
Urvalið er hjá okhur
Nýbýlavegur 18 • 200 Kópavogur
Sími: 510-0000 • Fax: 510-0001
Barnaskór
Rautt og svart leður, lakk. St. 22—37.
Verð frá kr. 3.995 til kr. 5.990.
Mikið úrval í st. 22-25.
Smaskor
sérverslun með barnaskó í bláu húsi við Fákafen.
SÉRA Pétur
Magnússon