Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 75 1 FÓLK í FRÉTTUM LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA Stöð 2 ► 13.10 Prúðuleikararnir leysa vandann - (The Great Mupp- et Caper, 1981), er önnur myndin um hinar vinsælu og geðfelldu brúðm' Jims Henson, sem voru með þekktustu sjónvarpsstjörnum síns tíma. Fyrsta kvikmyndin þeiira var einnig fín fjöl- skylduskemmtun en hérna er gamanið aðeins tekið að sljóvgast. Svinka fer fyrir hópnum í e.k. söngva- og dansa- mynd þar sem skartgriparán kemur m.a. við sögu. Hópur valinkunnra gestaleikara hressir uppá fjörið. ★★Vá Sýn ►21.00 Frú Robinson - The Graduate 1967. Sjá umfjöllun í ramma. Stöð 2 ►21.10 Stjörnuskin - (Stars fall on Henrietta, 1995) gerist á kreppuárunum í smábænum Henrietta í Texas. Svo virðist sem íbúarnir hafi loksins dottið í lukkupottinn þegar ol- íuleitarmaðurinn Robert Duvall kemur til sögunnar. Hann reynist hinsvegar ófyrirleitinn lýðskrumari. Minnisstæð- ust fyrir vandaðan leik Roberts Duvall en rís lítið uppúr þeim sjónvarps- myndum sem leikstjórinn, James Keach, er kunnastur fyrir. Vantar herslumuninn en forvitnileg engu að síður. ★★'/2 Sjónvarpið ►21.25 Myndin um Veröld Garps - (The World Accor- ding to Garp, 1982) er í alla staði eink- ar velheppnuð kvikmyndagerð met- sölubókarinnar hans Johns Irving. Þökk sé vel skrifuðu handriti Steves Tesich, frábærri leikstjóm Georges Roy Hill á óvenju brothættu efni í öll- um sínum fáránleik og síðast en ekki síst eftirminnilegum leik hjá frábæmm leikhóp. Fyrst og fremst Glenn Close í (sínu fyrsta, stóra hlutverki) og John Lithgow sem fyiTum mðningshetja, orðin kynskiptingur. Robin Williams stendui- sig vel sem endranær í titil- hlutverki ungs rithöfundar og viðkunn- anlegs manns sem lifir í skugga ráð- ríkrar móður sinnar og er eilíflega fómarlamb hinna undarlegustu kring- umstæðna. Ovenjuleg mynd, fáránleg og fyndin í senn fær bestu meðmæli, ★★★'/2. Ein síðasta þungavigtarmynd leikstjórans sem er löngu heillum horf- inn eftir glæsilegt tímabil á sjöunda og áttunda áratugnum. Stöð 2 ►23.05 Borgarlöggan Sid- ney Poitier fær fjallgöngumanninn Tom Berenger sér til fulltingis í leit að óþekktum morðingja sem hefur bland- að sér í hóp göngumanna sem er hald- inn til fjalla undir leiðsögn Kristie Al- len, konu Berengers. Lengi lifir í gömlum glæðum, Poitier gamli, sem var kominn á sjötugsaldur þegar myndin var tekin, blæs ekki úr nös í þessum spennandi og skemmtilega „öræfatrylli", sem lumar einnig á fín- um hópi aukaleikara. ★★★ Sjónvarpið ►23.45 Síðari mynd Sjónvarpsins fjallar um samskipti Frankie og Johnnie - (Frankie and Johnnie, 1991). A Pacino leikur fanga á skilorði sem starfar sem eitur- brasari á skyndibitastað. Á sömu mat- stofu gengur Michelle Pfeiffer um beina. Myndin er byggð á kunnu leik- riti sem fjallaði um ástir og einmana- leika meðaljóna en Hollywood breytir ímynd þeirra til verri vegar með því að skipa glæstar stórstjörnur í aðalhut- verkin. Þær standa þó fyrir sínu en raunveruleikablærinn er viðs fjarri. ★★'/2 Sýn ►0.20 Það er vel við hæfi að sýna hina ágætu, dönsku hrollvekju Næturvörðinn - (Nattevagten, 1995), þegar klukkan er nýbúin að slá inn biksvart skammdegismiðnættið. Aðalpersónan er ungur maður, nýráð- inn næturvörður í líkhúsi. Þar fara að gerast hinir óhugnanlegustu atburð- ir... Hollywood er komin vel á veg með sína útgáfu myndarinnar. Aðalhlut- verkið er í höndum Nikolaj Waldau undir stjórn Ole Bornedal.*** Stöð 2 ►2.30 Við gáfum Feigðar- von 2 - (Deathwish II, 1982) ★ í Myndbandahandbók heimilanna, og þar við situr. Fyi'sta myndin var sú eina bitastæða í þessum flokki, fram- haldið glórulaust, ódýrt og subbulegt ofbeldi. Með Charles Bron- son og Jill Ireland. Leikstjóri Michael Winner. Sæbjörn Valdimarsson Barnalegur foli lokkaður uppí Ein af þeim myndum sem hvað best endur- spegla tíðaranda sjöunda áratugarins er Frú Robinson - (The Graduate, 1967), ★★★★, lítil, dökk, ódýr gamanmynd sem öllum á óvart varð ein besta og vinsælasta mynd ársins 1967. Aðalpersónurnar eru hinn ný- útskrifaði skóladrengur, Benjamin Braddock (Dustin Hoffman), sem er lokkaður uppí hjá frú Robinson (Anne Bancroft), eiginkonu viðskiptafélaga föður hans, og þykir báðum gott. Þau lifa í bríma syndarinnar uns ung dóttir hennar (Katharine Ross) kemur til sög- unnar. Þá fýkur í flest skjól hjá drengstaulanum. Það er óskandi að Frú Robinson hafi ekki elst illa síðustu þijá áratugina, en hún var á ýmsan hátt tímamótamynd þegar hún kom fram í dagsljósið. Farið óvenju frjálslega með ýmsar bannhelg- ar, svo sem framhjáhald og ástarsam- band unglings og konu, sem aldursins vegna gæti verið móðir hans. Þetta gerði Ieikstjórinn, Mike Nichols, á svo einstaklega óþvingaðan og hressilegan hátt að fáir hneyksluðust. (Hlaut Óskarinn fyrir vikið.) Það voru heldur jjfjj engir aukvisar sem skrifuðu handrit- ið, þeir Calder Willingham og Buck Henry eru báðir flinkir pennar, mikl- ir húmoristar og voru í hópi fremstu handritshöfunda á þessum tíma. Þá leika þau vel, Dustin Hoffman (í sínu fyrsta, stóra hlutverki), sem hinn barnalegi og ástfangni ungi foli og Anne Bancroft í hlutverki þeirrar lostafullu og miskunnarlausu frú Robinson. Katharine Ross fellur eiginlega í skuggann af „þeirri gömlu“. Þá er engin hætta á að maður gleymi nokkurntíma tónlist- inni þeirra Simons og Garfunkels, sem er sí- gild einsog rnyndin. Ómissandi skemmtun. vfflt □AIMSLEIKLR MARTIN Scorsese með Jodie Foster og Robert De Niro við tökur á Taxi Driver sem ekki var síður umdeild en Síðasta freisting Krists. Umdeild kvikmynd um Jesú Krist KVIKMYND Martins Scorseses „The Last Temptation of Christ“ frá árinu 1988 er enn þá að hrella kaþ- ólikka víða um heimsbyggðina. Ný- lega var kennari í Chile rekinn fyrir að sýna nemendum sínum myndina. Jaime Sepulveda kenndi sögu og landafræði við Afonso de Ercilla skólann í San Felipe. Skólinn er rek- inn af kaþólikkum og þegar einn nemandinn kvartaði vegna sýningar myndarinnar ákváð skólastjórnin að reka Sepulveda. Stjórnin er einnig að hugleiða að láta svipta hann kennaraleyfinu. Kaþólskur þrýsti- hópur kom því í gegn í Chile síðast- liðinn júní að lögbann var sett á allar sýningar á „The Last Temptation of Christ“ í kvikmyndahúsum í landinu. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan mótmælti einnig sýningu sjálfstæðu sjónvarpsstöðvarinnar NTV á mynd- inni í Rússlandi. Stjórnendur NTV höfðu þegar frestað að sýna mynd- ina tvisvar vegna mótmæla en létu svo slag standa einn mánudags- morgun í nóvember og sýndu hana. Aexy II patríarki rétttrúnaðar- kirkjunnar hélt blaðamannafund vegna sýningarinnar og sagði stjórnendur NTV brjóta rússnesk lög sem kveða á um að ekki megi sýna efni í fjölmiðlum sem særi trú- artilfinningar almennings. Aexy viðurkenndi að hann hefði aldrei séð „The Last Temptation of Christ“ í heild sinni en hann hefði séð auglýs- ingar fyrir myndina á NTV og þær hefðu misboðið honum. Talskona NTV, Masha Shakhova, sagði að stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar væru þess fullvissir að þeii’ hefðu ekki brotið nein lög með sýningu myndarinnar. DANSHÚSIÐ Artún Vagnhöfða 11, sími 567 4090, fax 567 4092 Stórdansleikur í kvöld Gömlu og nýju dansarnir Suóurnesjamenn leika frá kl. 23-03 ' Hijómsveitin SAGA KLASS og söngvararnir Sigrún Eva Ármannsdóttir og Reynir Guðmundsson sjá um kraftmikla og góða danstónlist frá kl. 23.30. André Bachmann og félagar | stemningu og líflega tónlist á MÍMISBAR «1 in Saga Klass
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.