Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ
% 58 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997
- MIIMNINGAR
+ Sigurður Sig-
urðsson var
fæddur 19. mars
1900 á Klasbarða í
Vestur Landeyjum.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Suðurlands 26.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin á Klas-
barða, Sigurður Ei-
riksson, f. 25. júlí
1859, og Jórunn
Pálsdóttir, f. 11. júlí
^ 1863. Fimm ára
gamall fór Sigurður
í fóstur til hjónanna
Guðmundar Guðna-
sonar og Jóhönnu Jónsdóttur á
Strönd í V-Landeyjum. Systkini
Sigurðar voru: Pálína, f. 1887,
Þorbjörg, f. 1889, Soffía, f. 1893,
Jóhanna, f. 1896, Jón, f. 1897,
Björn, f. 1902, og Ástrós, f. 1905.
Hún er ein á lífi af systkinunum.
Sigurður átti þijú uppeldis-
systkini. Þau dóu öll ung.
Hinn 20. desember 1924
kvæntist Sigurður Ingunni Úlf-
arsdóttur, f. 6. janúar 1899 í
Fljótsdal í Fljótshlíð, d. 18. nóv-
j ember 1957 í Vestmannaeyjum.
Foreldrar Ingunnar voru hjónin
í Fljótsdal, Ulfar Jónsson, f. 24.
september 1864, og Guðlaug
Brynjólfsdóttir, f. 21. april 1871.
Þau Sigurður og Ingunn eignuð-
ust þrjú börn: 1) Guðlaugu, f.
20. desember 1925, d. 9. júlí
1938. 2) Óskar Þór, f. 25. janúar
1930, fyrrv. skólastjóra á Sel-
fossi. 3) Guðlaugu, f. 25. desem-
ber 1937, móttökuritara á Heil-
sugæslustöð Selfoss. Óskar Þór
kvæntist Aldisi Bjarnardóttur,
f. 7. febrúar 1929, d. 30. október
1991, kennara frá Selfossi. Þau
eignuðust sex börn. Þau eru: 1)
Örn, f. 17. september 1955, líf-
fræðingur, kvæntur Kristínu
Runólfsdóttur kennara. Börn
þeirra eru: Atli, Aldís og Anna
Rut. 2) Úlfur, f. 16. desember
1957, skógfræðingur, kvæntur
Signhildi Sigurðardóttur, hjúkr-
unarfræðingi. Börn þeirra eru:
Sölvi, Helga og Kári. 3) Hrafn,
f. 10. febrúar 1961, garðyrkju-
fræðingur, sambýliskona hans
er Kristrún Hrönn Gisladóttir,
húsmóðir. Börn þeirra eru Þór-
dís Lilja, Jóhanna og Bjarki. 4)
Gerður, f. 16. nóvember 1963,
Faðir minn var fæddur aldamóta-
árið og lifði nær alla öldina. Hann
mundi tímana tvenna og samferða-
menn hans voru margir á langri
ævi. Nú eru flestir horfnir yfir móð-
una miklu, jafnaldrar, kunningjar og
vinir frá fyrri árum.
Hann ólst upp í V-Landeyjum hjá
vandalausu fólki, var á sjötta ári
þegar foreldrar hans flosnuðu upp
af jörð sinni vegna náttúruhamfara.
Stórár flæmdust um neðanverðar
Landeyjar og gerðu jarðimar óbyggi-
legar. Nytjaland fór undir vatn og
fólkið flúði burt. Til að létta á ómegð-
inni hlaut faðir minn það hlutskipti
að yfírgefa foreldra sína og systkin.
Jfk Þetta var eitt af úrræðum fyrri ára
og örlög margra á þessum árum.
Á langri ævi varð faðir minn vitni
að stórfelldum breytingum sem lyftu
þjóðinni úr fátækt til ríkidæmis og
var þátttakandi í mörgum nýjungum
sem 20. öldin færði henni. Hann lifði
tvær heimsstyijaldir, kreppuár og
velmegunarár og talaði um atburði
aldarinnar eins og þeir hefðu gerst
í gær.
Þegar faðir minn fór fyrst á vertíð
í Vestmannaeyjum upp úr áramótum
1915 fylgdi hann hópi sveitunga
sinna. A þeim tíma þótti ekki tiltöku
mál að senda 15 ára ungling í verið.
Menn höfðu lengi beðið eftir leiði úr
Landeyjasandi en ekki gefíð. Vertíð
var að byrja og boð komu frá Eyjum
um að þeir sem ætluðu að halda
„plássi" yrðu að koma með skipi frá
Reykjavík tiltekinn dag. Höfð voru
snör handtök og ákveðið að halda
fótgangandi til Reykjavíkur. Tvær
elstu systur föður míns voru í hópnum
verslunarmaður,
gfift Gunnari Sigur-
geirssyni, ljósmynd-
ara. Börn þeirra
eru: Daníel, Ýmir,
Karítas og Trostan.
5) Þrúður, f. 4. ágúst
1969, grafískur
hönnuður, sambýlis-
maður hennar er
Steingrímur Duf-
þakur Pálsson,
verslunarmaður.
Dóttir þeirra er
Edda Ósk. 6)
Hreinn, f. 20. októ-
ber 1971, skógfræð-
ingur. Guðlaug gift-
ist Siguijóni Erlingssyni, f. 12.
október 1933, múrarameistara,
frá Galtastöðum í Gaulveijabæj-
arhreppi. Þau eignuðust fjögur
börn. Þau eru: 1) Ingunn Úlfars,
f. 15. maí 1957, læknaritari, gift
Jóhanni Hannesi Jónssyni, lög-
reglumanni. Synir þeirra eru:
Jón Þór og Sigurður Ingi. 2)
Sigurður, f. 26. júlí 1961, lög-
maður, kvæntur Svandísi Ragn-
arsdóttur húsmóður. Synir
þeirra eru Torfi Ragnar og Sig-
urður. 3) Erla Guðlaug, f. 29.
mars 1965, skrifstofumaður,
gift Hafsteini Jónssyni, sjó-
manni. Börn þeirra eru Siguijón
Valgeir, Steinar og Guðlaug
Stella. 4) Steinunn Björk, f. 12.
janúar 1973, jiámsmaður, sam-
býlismaður Guðmundur Búi
Guðmundsson, húsasmiður.
Dóttir þeirra er Elvý Rut.
Sigurður fór fyrst 15 ára
gamall á vetrarvertíð í Vest-
mannaeyjum. Frá 1917 til 1957
var hann búsettur þar og uppfrá
því á Selfossi, 40 ár á hvorum
stað. í Vestmannaejjum lærði
Sigurður skipasmíðar og var
meistari i iðn sinni. Einnig hafði
hann vélstjóra- og formanns-
réttindi á fiskibátum. Sigurður
reri 20 vetrarvertíðir á bátum
frá Vestmannaeyjum. Um tví-
tugt var hann eitt sumar á Ólafs-
firði og annað á Seyðisfirði.
Eftir að hann flutti að Selfossi
vann hann við húsasmíðar og
innréttingar fram á áttræðisald-
ur.
Sigurður verður jarðsettur
frá Landakirkju í Vestmanna-
eyjum í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
og naut hann þess að faðir þeirra
reiddi þær út að Þjórsártúni. Þaðan
fylgdi hann hópnum fótgangandi.
Þetta var erfítt ferðalag um hávetur
og oft hefur faðir minn minnst hús-
ráðenda á Kolviðarhóli þakklátum
huga fyrir hve vel þeir tóku á móti
honum, yngsta ferðalangnum. Vís-
uðu á uppbúið rúm og þurrkuðu fót
hans meðan hann svaf.
Nú eru breyttir tímar. Landeyingar
eru hálfa aðra klukkustund að aka
til Reykjavíkur og fímm mínútur að
fljúga af Bakkaflugvelli til Eyja.
Faðir minn bjó og starfaði í Vest-
mannaeyjum í 40 ár og önnur 40 ár
á Selfossj. Á báðum stöðum leið hon-
um vel. I Vestmannaeyjum stundaði
hann sjóinn og skipasmíðar. Fyrstu
bátamir sem hann vann við smíði á
voru litlir þilfarsbátar. En með bætt-
um hafnarskilyrðum vora smíðaðir
stærri bátar og á stríðsárunum voru
stærstu tréskip sem smíðuð hafa
verið á Islandi smíðuð í Eyjum. Stétt
skipasmiða var fjölmenn og reynsla
þeirra og kunnátta mikil. A Selfossi
hélt faðir minn áfram að smíða og
var eftirsóttur í margs konar frá-
gangsvinnu.
Á búskaparárum sínum smlðaði
hann öll húsgögn heimilisins sjálfur
af mikilli smekkvísi, t.d. stóla, borð,
skápa og rúm til að sofa í. Einnig
smíðaði hann verkfæri og vélar til
að nota við trésmíðina. Eg minnist
þess að þegar ég byijaði í skóla
smíðaði hann handa mér skólatösku.
Margir fallegir smíðisgripir eru til
eftir hann.
Faðir minn var mikill heimilismað-
ur og gætti þess jafnan að sinna
þörfum okkar bamanna. Hann var
bókhneigður og las mikið fyrir okkur
þegar við voram ung. Á meðan sjón-
ar naut sat hann við lestur og eftir
það hlustaði hann á hljóbækur þar
til heymin bilaði líka. Hann sagði vel
frá og minni hans var mikið fram til
hins síðasta. Það var unun að hlusta
á hann segja frá löngu liðnum atburð-
um.
Þegar faðir minn lést vora ná-
kvæmlega 40 ár liðin frá því móðir
mín var kvödd burt á besta aldri.
Hann syrgði hana alla tíð síðan í
hljóði og dóttur sem þau misstu 12
ára gamla. Hann bjó þeim fagran
legstað og ætlaði sjáifum sér leg við
hlið konu sinnar. Nú fær hann þá
ósk uppfyllta.
Eftir að móðir mín dó flutti hann
inn á heimili dóttur sinnar og tengda-
sonar sem þá vora að hefja búskap
og var þar æ síðan. Hann naut sín
þar vel í faðmi fjölskyldunnar og vildi
hvergi annars staðar vera.
Hann fylgdist vel með framvindu
mála, sá nýjar kynslóðir koma, bama-
börnin verða að fullorðnu fólki og
barnabarnabörnin vaxa úr grasi. Síð-
ustu 16 dagana í lífí sínu var hann
á Sjúkrahúsi Suðurlands og naut þar
frábærrar aðhlynningar og hjúkran-
ar. Hann var sáttur við lífið og þakk-
látur skapara sínum fyrir hlut sinn
og tilbúinn að hverfa á braut. Við
okkur börnin lagði hann jafnan ríka
áherslu á að við þökkuðum fyrir okk-
ur þar sem við komum, hvort heldur
það var til vandamanna eða vanda-
lausra. Það hefði ekki verið að hans
skapi að hverfa á braut án þess að
þakka fyir sig og kveðja. Því vil ég
nú fyrir hans hönd þakka samferða-
mönnum hans og velgerðarmönnum
og þeim sem studdu hann best á lífs-
leiðinni kærlega fyrir samfylgd og
hjálp. Hann kvaddi afkomendur sína
oft með þessum orðum: „Megi Guð
og góðu englamir vera með þér.“
Með þessum orðum kveð ég föður
minn og þakka honum samfylgdina.
Oskar Þór Sigurðsson.
Sigurður tengdafaðir minn er lát-
inn á 97. aldursári. Löng er ævileiðin
síðan hann stóð á hlaðinu á Eystri-
Klasbarða í Vestur-Landeyjum, fjög-
urra ára snáði og undraðist þetta
mikla vatn sem flæddi allt í kringum
bæinn. Árið 1904 urðu foreldrar hans
að hrekjast af jörðinni vegna vatnsá-
gangs og hefír þar ekki verið búið
síðan. í fátækt og erfiðleikum þeirrar
tíðar er drengnum komið í fóstur til
vandalausra á Strönd í sömu sveit.
Það hefír verið gott heimili því honum
lá ætíð hlýtt orð til fósturforeldra
sinna. Stopul var barnafræðslan, þó
var skólahald í fjóra vetrarparta fyr-
ir fermingu, en stóð stutt yfír.
Fimmtán ára gamall þæfði hann
snjóinn austan úr Landeyjum til
Reykjavíkur til að komast á vetrar-
vertíð til Vestmannaeyja. „Þá var ég
lúinn,“ sagði hann síðar um þá ferð.
Upp úr því ílentist hann í Eyjum og
stundaði sjóinn í 20 vertíðir. Á þess-
um árum aflaði hann sér réttinda sem
vélstjóri og skipstjóri. Á árunum eft-
ir 1920 lærði hann skipasmíði hjá
Gunnari Marel frá Gamla-Hrauni og
vann við þær smíðar alla tíð síðan í
Eyjum. Smíði tréskipa var með mikl-
um blóma eftir að kom fram á stríðs-
árin síðari. Sigurður vann m.a. við
smíði Helga, sem er eitt stærsta tré-
skip sem byggt hefir verið hér á landi
- um 190 tonna bátur og Helgi Bene-
diktsson útgerðarmaður lét byggja.
Blómaskeið ævinnar átti Sigurður
í Eyjum, þar kynntist hann góðri
stúlku ofan úr Fljótshlíð, þau giftust,
bjuggu sér heimili, byggðu sér hús,
eignuðust böm og bjuggu saman í
33 ár. Síðan urðu skörp kaflaskil í
ævi Sigurðar er Ingunn kona hans
féll frá haustið 1957 fyrir aldur fram
og Sigurður fluttist frá Eyjum.
Ég kynntist Sigurði fyrst úti í
Vestmannaeyjum veturinn 1952 þeg-
ar ég fór ásamt fleiri Flóamönnum
á vertíð til Eyja. Við unnum við físk-
verkun hjá Ársæli Sveinssyni og
bjuggum í húsi hans við Strandveg.
Á efri hæðum vora verbúðir og mötu-
neyti en í fjöranni neðan við húsið
var slippur Ársæls og höfðu „slipp-
karlarnir“ - skipasmiðimir aðstöðu í
kjallara hússins. Við bragðum okkur
oft niður til þessara nábúa okkar að
spjalla við þá og skoða smíðina. Þarna
vann Sigurður. Ekki granaði mig þá
að þessi vörpulegi maður með breiðu
herðamar og stóru hendurnar ætti
eftir að verða tengdafaðir minn.
Þannig varð það nú samt að okkar
sambýli stóð í rétt fjöratíu ár. Eftir
að saman dró með okkur Guðlaugu
dóttur hans og ég kom á heimili
þeirra hjóna Sigurðar og Ingunnar
sá ég að öll húsgögn og innréttingar
vora smíðuð af húsbóndanum. Var
það listasmíði. Þau hjón reistu sér
tvflyft íbúðarhús á Hásteinsvegi 31,
neðri hæð, 1930 og efri hæð 1939.
I herbergi á neðri hæð hafði Sigurð-
ur alla tíð smíðaherbergi. Þar varð
margur fallegur gripur til.
Þegar Ingunn kona hans lést í
nóvember 1957 varð það að ráði að
hann flyttist með Guðlaugu dóttur
sinni að Selfossi en við hjónin hófum
þar búskap í lok þess árs. Á bana-
sæng Ingunnar tók hún það loforð
af dóttur sinni að sjá um föður sinn.
Það loforð hefir verið efnt. Sigurður
hefír verið heimilismaður hjá okkur
þau rétt 40 ár síðan kona hans lést.
Fyrstu árin á Selfossi vann hann á
eigin vegum við ýmsa húsasmíði en
seinustu vinnuárin hjá Trésmiðju
Þorsteins og Áma. Hann stundaði
smíði fram á áttræðisaldur. Hann
hafði aðstöðu fyrir hefílbekkinn sinn
og smíðatól í bflskúrnum hjá okkur
og smíðaði þar í frístundum ýmsa
fallega nytjahluti, lampa, blóma-
grindur og fleira sem hann gaf börn-
um og vinum.
Börn okkar fjögur nutu öll þeirra
forréttinda fram yfír mörg önnur að
alast upp í samvistum við afa sinn.
Þar var mikill kærleikur á milli og
innilegt samband allt til loka.
Sigurður var sósíalisti að lífsskoð-
un. Málstaður launafólks og þess
fólks sem minnst mátti sín var ætíð
hans málstaður. Á árum áður gat
hann stundum kveðið fast að orði
þegar þau mál vora rædd. Hann
mundi vel og reyndi sjálfur erfiðleika
kreppuáranna.
Einu sinni missti hann allan vertíð-
arhlutinn sinn sem hann hafði verkað
sjálfur, í hendur manns, sem borgaði
hann aldrei.
Sigurður hélt andlegum kröftum
og stálminni þvínær til síðasta dags
þótt sjón, heyrn og líkamsburðir
væru farin að þverra.
Síðasta hálfa mánuðinn var annast
um hann á Sjúkrahúsi Suðurlands
og eru læknum og hjúkranarfólki
færðar innilegar þakkir fyrir góða
umönnun.
Hann hafði á sínum tíma ákveðið
sér legstað við hlið Ingunnar sinnar
í Landakirkjugarði í Vestmannaeyj-
um. Þangað verður hann nú fluttur
eftir 40 ára aðskilnað og lagður þar
til hinstu hvílu laugardaginn 6. des-
ember.
Dótturbörnin hans, makar þeirra
og börn kveðja hann með hlýju og
þakklæti.
Blessuð sé minning hans.
Sigurjón Erlingsson.
Það er um aldamótin 1900 að lít-
ill drengur fæðist í Landeyjunum, í
litlu koti niður undir sjó, umvafínn
hlýju frá foreldrum og systkinum.
Fáum áram síðar grípa örlögin inn
í, árvatnið úr stórfljótunum flæðir
yfir allt, skemmir landið, flæmir fólk-
ið loks burtu og drengnum sem hlot-
ið hefur nafnið Sigurður, er komið
fyrir hjá vandalausum, fjarri fjöl-
skyldu sinni. Þar elst hann upp til
15 ára aldurs, en þá grípa örlögin
aftur inn í og hann er sendur einn
til Vestmannaeyja á vertíð til að
vinna. Nokkram árum seinna gat
hann önglað sér saman fyrir lausa-
mennskubréfí, svo að hann gæti
gengið til vinnu fijáls maður og átt
sitt kaup. Sest að í Eyjum og stund-
ar þaðan sjóinn, oftast sjóveikur og
iðulega við erfíð skilyrði. Lærir skipa-
smíði og starfar við það ásamt öðru
sem til fellur. Eignast góða konu,
Ingunni, og þijú böm. Það yngsta
er síðan skírt við kistu þess elsta.
Missir síðan eiginkonuna á besta
aldri. Flyst þá aftur upp á land og
sest að á bökkum vatnsmestu ár
landsins. Starfar þar við smíðar og
býr þar á heimili dóttur sinnar Guð-
laugar með son sinn Óskar á næstu
grösum, umvafínn hlýju afkomenda
sinna, allt til dauðdags.
Svona kann ég sögu þína, afí minn.
Enginn veit sína ævi fyrr en öll er.
Sjálfsagt hefur þú oft velt því fyrir
þér sem ungur maður, hvemig líf
þitt hefði orðið ef örlögin hefðu ekki
gripið svona oft inn í. Ártalið 2060
er órafjarlægt í mínum huga, en þá
yrði ég orðin 97 ára og hefði þá náð
sama aldri og þú náðir. Og ég velti
því fyrir mér, hveiju ég myndi svara
bamabami mínu, ef það spyrði mig
háaldraða, hvað mér þætti það merki-
legasta sem gerst hefði á þeim tíma
sem liðinn væri frá fæðingu minni.
Ég spurði þig að því einu sinni og
svarið kom mér mikið á óvart: „Þeg-
ar þeir fundu upp stígvélin og maður
fór að verða þurr til fótanna." Þetta
var svar lífsreynds manns.
Ég minnist þín með hlýju, þú varst
góður og elskulegur afi. Ég minnist
jólanna í gamla daga. Það var alltaf
tilhlökkun á hveiju aðfangadags-
kvöldi þegar von var á þér og fjöl-
skyldunni á Kirkjuveginum heim á
Grænuvellina, því pakkarnir frá þér
vora alltaf stórir og veglegir. Ég
minnist árlegra ferðalaga þessara
tveggja samrýndu fjölskyldna sem
þér tilheyrðu. Þá var farið í löng
ferðalög um landið og alltaf keyptir
þú eitthvað sérstakt handa okkur
krökkunum í einhveiju kaupfélaginu.
Og ég minnist þess líka hvemig þú
vinkaðir til okkur krakkanna á alveg
sérstakan hátt og okkur þótti svo
skemmtilegt. Já, þú fylgdist alltaf
vel með okkur öllum. Hvemig við
hefðum það og hvemig okkur vegn-
aði. Spurðir um framtíðaráform og
alveg til hins síðasta hafðir þú yfir-
sýn yfír alla afkomendur þína, bama-
börn og barnabarnabörn og hugaðir
að velferð okkar. Kærar þakkir fyrir
allt. Guð geymi þig.
Gerður og fjöiskylda.
Nú er afí minn allur. Þótt fráfall
hans komi engum í opna skjöldu þá
skilur hann eftir sig tóm, sem hans
nánustu mun reynast erfítt að fylla.
Dauði er ávallt harmur þeim sem
eftir lifa en stundum hinum deyjandi
líkn.
Afí var aldamótabam og átti ein-
ungis tæp þijú ár ólifuð í aldarafmæl-
ið. Fyrir rúmum áratug síðan spurði
hann oft um líðan aldraðra systkina
á tíræðisaldri í tengdafjölskyldu
minni og undraðist að nokkur gæti
náð svo háum aldri sem þau. Ekki
óraði afa fyrir því að hann yrði jafn
þeim að langlífi.
Afí var í eðli sínu umhyggjusamur
maður og lét sér mjög annt um alla
sína afkomendur. Hann spurði frétta
um atvinnu og heilsufar allra, og
flutti tíðindi af sínum nánustu. Hann
var metnaðarfullur fyrir hönd sinna
afkomenda og tengdafólks, og vildi
veg þeirra sem mestan. Og í fjöl-
skylduboðum vildi hann fá að sjá og
heyra og snerta öll sín barnabama-
börn. Hann geislaði af gleði við að
hitta þau.
Eins og gjamt er með eldra fólk
þá var væntumþykja hans skilyrðis-
laus. Við barnabömin þurftum í raun
ekkert að gefa í staðinn fyrir um-
hyggju hans, einungis að vera til.
Þeir sem aftur á móti gáfu honum
mest fengu jafnframt mestu kröfum-
ar. Þannig er lífið.
Síðustu fjöratíu árin af ævi afa
gaf dóttir hans honum það sem mestu
skiptir; heimili, umhyggju og virðing-
arsess. Það sem hún gaf afa var í
raun gjöf til okkar allra. Það ber að
þakka.
Ég minnist afa fyrir alla hans ást;
fyrir fróðlegu sögurnar af fólki, sjó-
sókn og atburðum í Vestmannaeyj-
um; fyrir trú hans á allt það sem er
hulið okkur en sumir skynja; og fyr-
ir virðingu hans fyrir náttúranni og
öllu lífí. Afí, megir þú halda þínu
langa tímaferðalagi áfram í nýju
umhverfi.
Úlfur Óskarsson.
Elsku afí, nú er komið að kveðju-
stund, ég ætla að byija á því að
þakka þér fyrir allar þær góðu stund-
ir sem við höfum átt saman.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að fá að alast upp í návist þinni þar
sem þú bjóst heima hjá mömmu og
pabba. Ég minnist þess þegar ég var
lítil að þú kenndir mér að lesa og
einnig kenndir þú mér margar falleg-
ar bænir sem við vorum vön að fara
SIGURÐUR
SIG URÐSSON