Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 MORGUNB LAÐIÐ Stjórn ISR gerir samþykkt um útboð á ýsubitum Óhlut- drægni yfírmanns innkaupa dregin í efa STJÓRN Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar hefur gert al- varlegar athugasemdir við störf yf- irmanns innkaupa hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkurborgar. Yfirmaðurinn er jafnframt stjómarformaður í fiskvinnsluhúsi sem átti lægsta til- boð í útboði sjúkrahússins, Dagvist- ar barna og Félagsmálastofnunar, á kaupum á lausfrystum ýsubitum. I samþykkt stjómar Innkaupa- stofnunar segir „að það teljist bæði óviðunandi og ótilhlýðilegt að yfir- maður innkaupa Sjúkrahúss Reykjavíkur sé jafnframt stjórnar- formaður í fyrirtæki sem tekur þátt í útboði sem tengist sjúkrahúsinu beint svo og öðram borgarstofnun- um hvað varðar forsendur útboðs- gagna. Ljóst er að afar óheppilegt er fyr- ir orðstír og álit Reykjavíkxu-borgar að einhver vafi geti leikið á hæfi og óhlutdrægni starfsmanna hennar í innkaupa- og útboðsmálum, enda era skýr ákvæði um slík tilvik í samþykktum ISR. Því miður virðist forstöðumaður rekstrar- og tæknis- viðs SHR ekki vera fyllilega ljós al- vara málsins sbr. bréf hans til ISR dags. 7. og 13. þ.m.“ Bar ábyrgð á útboðsgögnum og sendi inn tilboð Sigfús Jónsson, forstjóri ISR, sagðist líta þetta mál alvarlegum augum. Þessi umræddi starfsmaður hefði borið ábyrgð á gerð útboðs- gagna. Fyrirtæki, sem hann tengd- ist, hefði jafnframt sent inn tilboð og af þeim sökum hlyti að vakna spumingar um óhlutdrægni hans. Jóhannes Pálmason, forstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, sagði að fiskvinnslufyrirtækið hefði dregið tilboð sitt til baka. Að öðra leyti væri hann með málið til skoðunar. Það yrði afgreitt formlega á næstu dögum eftir að hann hefði rætt við starfsmanninn. Fyrirtækið sem átti lægsta til- boðið bauð ýsubitana til sölu fyrir 18 milljónir, en næstlægsta tilboð nam 21 milljón. Tilboðið náði til inn- kaupa í eitt ár með möguleika á endumýjanlegum samningi til árs- ins 2000. Sigfús sagði óvíst hvort nokkra tiíboði yrði tekið. Þau hefðu verið hærri en vonast hefði verið eftir og nálægt því verði sem Reykjavíkurborg væri að kaupa ýsuflök á í dag. OPIÐ í DAG TIL KL. ___________________FRÉTTIR____________________________________ Gert ráð fyrir að stækka Leifsstöð í þremur áföngum fram til 2010 £ 18:00 HOLTAGARÐAR Ljósmynd: Mats Vibe Lund, tölvugrafík: Teiknistofa GH ÞANNIG á flugstöð Leifs Eirikssonar að líta út árið 2010. Fyrir miðju er fyrsti áfanginn, ný Suðurbygging með fjórum flugvélastæðum. í öðrum áfanga bætist við landgöngurani til vesturs (til vinstri á myndinni) og sex flugvélastæði. Jafnframt verður byrjað að byggja við núverandi flugstöð til norðurs. I þriðja áfanga bætist við annar landgöngurani til austurs (til hægri) ásamt sex nýjum flugvélastæðum. 22 flugvélastæði og- 2,3 milljónum farþega annað RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær tillögu Halldórs Asgrímssonar utan- ríkisráðherra um að ráðast í íyrsta áfanga stækkunar Flugstöðvar Leifs Eirikssonar og taka nauðsyn- leg lán vegna þeirra framkvæmda. Aætlað er að kostnaður við fyrsta áfangann sé um 1.100 milljónir króna. Samkvæmt greinargerð Fram- kvæmdasýslu ríkisins um stækkun flugstöðvarinnar á næstu tólf áram verður stöðin stækkuð í þremur áföngum. í lok tímabilsins, árið 2010, mun Leifsstöð bjóða upp á 22 flugvélastæði tengd landgöngubrúm og getur stöðin þá annað um 2,3 milljónum farþega á ári. Sem stend- ur era átta flugvélastæði við Leifs- stöð, þar af sex tengd landgöngu- brúm. Núverandi flugstöð er hönnuð til að anna u.þ.b. einni milljón far- þega á ári. Spáð 6-9% fjölgun farþega á ári Halldór Asgrímsson utanríkisráð- herra sagði í samtali við Morgunblað- ið að ákveðið hefði verið í fyrra að stækka flugstöðina til að anna vax- andi umferð. Því hefði síðan verið frestað til þess að draga úr opinber- um fjárfestingum og þenslu. Nú væri hins vegar engin leið að bíða lengur. í greinargerð Framkvæmdasýsl- unnar er annars vegar vitnað til al- þjóðlegrar spár um að flugumferð í Evrópu og Bandaríkjunum muni aukast um 5,5% til 6% á ári. Hins vegar er vísað til áætlana íslenzkra flugrekstraraðila á Keflavíkurflug- velli, sem geri ráð fyrir 9% aukn- ingu umferðar á ári hverju næstu tíu árin. Spá Framkvæmdasýslunn: ar er nær hinni alþjóðlegu spá. I henni er gert ráð fyrir að árið 2000 verði fjöldi farþega, sem fer um Leifsstöð, orðinn 1,4 milljónir en í fyrra fór rúmlega milljón farþega um stöðina. Framkvæmdasýslan gerir ráð fyrir að árið 2007 fari tvær milljónir um völlinn, helmingi fleiri en árið 1996. Stofnunin spáir því sömuleiðis að þörf fyrir flugvéla- stæði muni vaxa um eitt á ári þang- að til fyrsti áfangi stækkunar verði tekinn í notkun. Utanríkisráðherra bendir á að þetta sé fremur varfærin spá. „Ef þær spár flugrekstraraðila ganga eftir verður þörfin enn meiri. Ef það gerist verður að bregðast við með þeim hætti að fara fyrr í annan og þriðja áfanga en gert er í núverandi áætlun. Það er kosturinn við þessi stækkunaráform, að þau era sveigj- anleg en það er alveg ljóst að ekki verður komizt hjá því að ráðast í fyrsta áfangann," segir Halldór. Suðurbygging og fjögur ný stæði í fyrsta áfanga I greinargerð framkvæmdasýsl- unnar er miðað við að í fyrsta áfanga verði bætt við fjóram flugvélastæð- um tengdum landgöngubrúm, ásamt landgangi og 3.900 fermetra bygg- ingu við suðurenda núverandi land- gangs, svokallaðri Suðurbyggingu. Að lokinni þeirri viðbót myndi nú- verandi flugstöð verða kölluð Norð- urbygging. Gert er ráð fyrir að Alþingi gefi samþykki sitt í kringum áramótin og að undirbúningur þessa áfanga hefj- ist í byrjun næsta árs. Nýju flug- vélastæðin verði tekin í notkun 1. apríl 1999 og framkvæmdum ljúki um áramótin 1999-2000 með því að Suðurbyggingin verði tekin í notk- un. Byggingarkostnaður þessa fyrsta áfanga er áætlaður um 1.100 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að í honum felist nauðsynlegar breyt- ingar vegna áformaðrar aðildar ís- lands að Schengen-vegabréfasam- starfinu. Halldór Ásgrímsson segir að fari einhverra hluta vegna svo að ekki verði af henni, muni kostnaður- inn lækka um 250-300 milljónir króna. Lengri landgangur og stækkun Norðurbyggingar í 2.áfanga í greinargerðinni kemur fram að arðsemisútreikningar sýni að tekjur vegna viðbótarfarþega árin 2000-2005 muni styrkja rekstrar- grundvöll flugstöðvarinnar og auð- velda endurgreiðslu á þeim lánum sem tekin vora vegna fyrri fram- kvæmda. Gert er ráð fyrir að í öðram áfanga verði landgangur flugstöðv- arinnar lengdur til vesturs og sex flugvélastæði með landgöngubrúm bætist við. Samhliða því verði ráðizt í stækkun á jarðhæð Norðurbygg- ingar, þ.e. núverandi flugstöðvar, til norðurs eins og gert var ráð fyrir í upphaflegri hönnun hennar. í grein- argerð framkvæmdasýslunnar kem- ur fram að þrátt fyrir fjölgun innrit- unarborða í ár verði þau orðin of fá á miðju ári 2000 og innritunarsalurinn of lítill árið 2001. Þótt komuverzlun Fríhafnarinnar verði færð upp á 2. hæð og þriðja farangursfæribandinu bætt við muni þrjú færibönd ekki anna nema í mesta lagi 12 flugvéla- stæðum. Arið 2005 sé því ekki annar kostur en að stækka 1. hæð Norður- byggingarinnar til norðurs. Jafnframt verður nýja Suður- byggingin stækkuð lítillega í öðram áfanga og rúllubönd fyrir farþega sett í landganga. Þá felst í þessum áfanga umtalsverð jarðvinna við flughlöð. Flugvélastæðin verða þá alls orðin 17, þar af eitt án land- göngubrúar. Byggingarkostnaður annars áfanga er áætlaður 1.700 milljónir króna. Miðað er við að framkvæmdir hefjist 2003 og ljúki 2005. Gert er ráð fyrir að 1,8 milljónir farþega fari um flugstöðina árið 2005. Flugvélastæði orðin 22 með þriðja áfanga í þriðja áfanga verður landgang- urinn lengdur til austurs og sex flugvélastæði með landgöngubrúm bætast við. Þá verður Suðurbygg- ingin stækkuð og lokið við viðbygg- ingu á fyrstu hæð Norðurbyggingar. Flugvélastæði verði þá orðin alls 22, öll tengd landgöngubrúm. Ekki hefur verið unnin kostnaðar- áætlun fyrir þriðja áfangann, en lauslegt kostnaðarmat bendir til að hann verði álíka dýr og annar áfangi. Miðað er við að þriðji áfang- inn verði tekinn í notkun árið 2010 og að það ár verði farþegamir 2,3 milljónir. í kostnaðaráætlunum fyrir alla áfangana er gert ráð fyrir að ekki verði gerð steypt flugvélastæði með snjóbræðslukerfi eins og nú er við Leifsstöð, heldur að núverandi mal- bik verði notað og eldsneytiskerfi framlengt til að þjónusta ný stæði. Andlát ÁSTHILDUR PÉTURSDÓTTIR LÁTIN er í Reykjavík Ásthildur Pétursdótt- ir, fyrram bæjarfull- trúi og bæjarráðsmað- ur í Kópavogi, sextíu ogþriggja ára að aldri. Ásthildur fæddist í Reykjavík 11. júní 1934. Foreldrar henn- ar voru Pétur Jónsson bifreiðarstjóri og Jór- unn Bjömsdóttir frá Brekku í Skagafirði. Árið 1955 flutti hún í Kópavog þar sem hún var bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og bæjarráðsmaður um árabil. Hún sat í fjölmörgum nefndum á vegum Kópavogskaupstaðar, tómstunda- ráði, félagsmálaráði, mæðrastyrks- nefnd og vinabæjamefnd og var formaður leikvallanefndar og skóla- nefndar Menntaskólans í Kópavogi. Ásthildur var formaður sjálfstæð- iskvennafélagsins Eddu í mörg ár og varaformaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi, formaður Kvenfélagasambands Kópavogs og varafor- maður Landssam- bands sjálfstæð- iskvenna. Um tíma sat hún í stjóm Eldri kylfinga. Ásthildur Péturs- dóttir var atkvæða- mikil í starfi með öldruðum, fyrst sem forstöðumaður starfs aldraðra í Kópavogi, þar sem hún bryddaði upp á mörgum nýjung- um og síðan sem vin- sæll fararstjóri í sólarlandaferðum aldraðra í tvo áratugi. Eiginmaður Ásthildar var Páll Þorláksson, löggiltur rafverktaki, en hann lést árið 1986. Börn þeirra era Margrét, sem gift er Sverri Bergmann, og Björgvin, kvæntur Sigrúnu Stellu Karlsdóttur. Bama- börnin era sex. Síðustu árin bjó Ásthildur með Ásgeiri Nikulássyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.