Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Ljós kveikt á jóla- trénu frá Randers LJÓS verða kveikt á jólatrénu á Ráðhústorgi í dag, laugardaginn 6. desember. Jólatréð er gjöf frá Randers, sem er vinabær Akur- eyrar í Danmörku. Dagskráin hefst kl. 15.50 með því að Lúðrasveit Akureyrar leikur KÖNNUN á áhorfí á Bæjarsjónvarp- ið Aksjón var gerð í lok nóvember á meðal viðskiptavina stórmarkaðra og vegfarenda í miðbæ Akureyrar og náði til um 250 einstaklinga. Þar kom fram að 42% aðspurðra höfðu einhvern tímann horft á Bæjarsjón- varpið í vikunni. Einnig kom fram að 60% höfðu stillt sjónvarpstæki sín á Bæjarsjón- varpið, 11% gleymdu útsendingum Aglowfundur AGLOWSAMTÖKIN á Akureyri halda opinn fund næstkomandi mánu- dagskvöld, 8. desember, kl. 20 í fé- lagsmiðstöðinni Víðilundi 22. Ræðu- maður verður Theodór Birgisson, for- stöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri. Fjöldasöngur, einsöngur og lofgjörð. Allir velkomnir, jólahlaðborð, þátttökugjald er 300 kr. jólalög en að því loknu flytja Jakob Bjömsson bæjarstjóri og Henning Rasing Olsen menningarfulltrúi danska sendiráðsins á íslandi auk fulltrúa frá Norræna félaginu. Kór Akureyrarkirkju syngur og jóla- sveinar koma í heimsókn. og 9% kunnu ekki að stilla sjónvarps- tæki sln. Þá kom fram að 29% að- spurðra eiga ekki sjónvarp, horfa ekki sjónvarp eða hafa ekki áhuga á bæjarsjónvarpi. Nú í desember verða sýndar bíó- myndir um helgar; föstudags-, laug- ardags- og sunnudagskvöld og verð- ur fyrsta myndin sýnd nk. laug- ardagskvöld. Þá eru hafnar útsendingar á kynningarþáttum frá sjónvarps- versluninni Heimskaupum á Aksjón. Heimskaup hafa starfað í allmörg ár og rekið sjónvarpsmarkað á Stöð 3 og á sjónvarpsstöðinni Omega. Þetta er í fyrsta skipti sem Akur- eyringum gefst kostur á að kynna sér vörur frá Heimskaupum. Kynn- ingarþættir Heimskaupa verða fýrst um sinn sýndir á virkum dögum, eftir að „Akureyri í dag“ lýkur, eða kl. 18.30 og um helgar að „Syrp- unni“ lokinni, kl. 19.30. Dönsk vídeólist SEINNI hluti danskrar vídeó- sýningar verður í Gallerí+ í Brekkugötu 35 á laugardag, 6. desember, kl. 14. Verkin sem sýnd verða eru „The Black Beatle“ og „Solstick" sem listakonan Jeanette Schou hefur gert og „That’s the spirit“ og „Relati- ves“ sem Per Lunde Jörgens- en hefur gert. Galleríið er opið til kl. 18 á laugardag og frá kl. 14 til 18 á sunnudag en aðra daga eftir samkomulagi við húsráð- endur í Brekkugötu 35. Norður- landsmót í boccía NORÐURLANDSMÓTIÐ í Boccía fer fram í íþróttahöll- inni á Akureyri í dag, laugar- daginn 6. desember og hefst keppni kl. 11.00. Alls mæta um 100 kepp- endur til leiks frá 5 félögum, á Húsavík, Akureyri, Siglu- firði og Sauðárkróki. Það er íþróttafélagið Akur sem er umsjónaraðili mótsins og er það haldið með dyggri aðstoð félaga í Lionsklúbbnum Hæng. Áhorf á Bæjarsjón- varpið 42 prósent Morgunblaðið/Kristján ANN Merethe Jakobssen, foringi í Hjálpræðishernum, með flík- ur sem borist hafa í söfnunina. Sparifötin skipta um eigendur HJÁLPRÆÐISHERINN stendur fyrir fataúthlutun á Akureyri næstkomandi þriðjudag, 9. desem- ber, frá kl. 17-20 í húsnæði safn- aðarins við Hvannavelli 10. Tekið er á móti fötum þar og einnig er fatnaður sóttur heim til fólks fram að fataúthlutuninni sé þess óskað. Erlingur Níelsson hjá Hjálpræð- ishernum segir að á fatamarkaðn- um gefist fólki kostur á að velja sér fatnað sér að kostnaðarlausu. Fyrir jólin í fyrra komu um 40 manns og voru flestir að leita að fatnaði á fleiri fjölskyldumeðlimi svo óhætt sé að fullyrða að meira en eitt hundrað manns hafi notið velvilja þeirra sem gáfu föt. „Við- brögðin í fyrra voru mjög góð, það voru margir sem vildu leggja þessu máli lið,“ sagði Erlingur. Að sögn Erlings vantar nú til- finnanlega spariföt á fatamarkað- inn og er fólk því beðið um að skoða vel í fataskápa sína til að athuga hvort ekki leynist þar fatn- aður sem enginn á heimilinu notar lengur, en gæti komið sér vel þar sem þröngt er í búi. „Við erum ekki síst að hugsa um að bömin fá eitthvað nýtt fyr- ir jólin,“ sagði Erlingur. „Margir hafa komið með eina og eina flík sem þeim er greinilega mikilsvirði og vilja því gjarnan að aðrir fái að njóta hennar áfram, fólk sér tilgang með því að gefa þau,“ sagði Erlingur. Hann sagði að þó margir hefðu nóg að bíta og brenna væri einnig til hópur fólks sem lifði við sárustu neyð, kjör margra væru ekki nægilega góð til að fjölskyldan hefði nóg til að framfleyta sér og til móts við það fólk vildi Hjálpræð- isherinn koma m.a. með fataút- hlutun. Messur AKUREYRARKIRKJA: Hádegis- tónleikar í dag, laugardag, kl. 12, sunnudagaskóli á morgun kl. 11, guðsþjónusta kl. 14, Kór Akur- eyrarkirkju syngur, súkkulaði og kleinur eftir messu í Safnaðarheim- ili. Aðventukvöld kl. 20.30. Æsku- lýðsfundur kl. 17.30 í kapellu, farið út að borða. Biblíulestur og bæna- stund á mánudagskvöld kl. 20.30. Mömmumorgun kl. 10 til 12 á mið- vikudag, fyrirbænaguðsþjónusta kl. 17.15 á fimmtudag. GLERÁRKIRKJA: Kirkjuskóli barnanna í dag, laugardag, kl. 13. Hátíðarmessa kl. 14 á morgun, fimm ára vígsluafmælis kirkjunnar minnst. Sr. Bolli Gústafsson vígslu- biskup prédikar. Kór Glerárkirkju syngur. Kirkjukaffi kvenfélagsins Baldursbrár í safnaðarsal að messu lokinni. Hátíðarfundur æskulýðsfé- lagsins kl. 20 um kvöldið. Kyrrðar- og tilbeiðslustund í kirkjunni kl. 18.10 á þriðjudagskvöld. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun, almenn samkoma kl. 17, unglinga- samkoma kl. 20. Heimilasambandið á mánudag kl. 15, hjálparflokkur kl. 20.30. Fataúthlutun frá 17 til 20 á þriðjudag, krakkaklúbbur á miðvikudag kl. 17, bæn og lofgjörð kl. 17.30 á fimmtudag, flóamarkað- ur á föstudag og ellefu plús mínus fyrir 10 til 12 ára krakka kl. 19.30 á föstudag. HRÍSEYJARPRESTAKALL: Aðventukvöld verður í Stærri- Árskógskirkju kl. 20.30 á sunnu- dagskvöld og sunnudagaskóli í Hríseyjarkirkju kl. 11 á morgun. HVITASUNNUKIRKJAN: Safn- aðarsamkoma kl. 11 á morgun, Elín Svava Ingvarsdóttir prédikar, fjölskyldusamkoma kl. 14, Valdi- mar Lárus Júlíusson prédikar, krakkakirkja og barnapössun á meðan. Vitnisburðarsamkoma á miðvikudag kl. 20.30, krakkaklúb- bur á föstudag kl. 17.15, samkoma í umsjá ungs fólks kl. 20.30 á föstu- dagskvöld. Bænastundir alla daga. Vonarlínan, 462-1210. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Basar og happdrætti á sunnudag, 7. des- ember kl. 15. Peningarnir renna til kirkjubyggingar að Hrafnagils- stræti 1. KFUM og K: Bænastund á sunnu- dag kl. 17, fundur í yngri deild, 8-12 ára kl. 17.30 á mánudag. SJÓNARHÆÐ: Sunnudagaskóli kl. 13.30 á morgun, sunnudag, í Lundarskóla. Ástjarnarfundur kl. 18 fyrir krakka á aldrinum 6-12. Ný listastofnun í Gilinu SAMLAGIÐ, ný listastofnun verður formlega opnuð í húsnæði gamla mjólkursamlagsins í Gilinu á Akur- eyri í dag laugardaginn 6. desem- ber kl. 14.00. Félag myndlista- og listiðnafólks, sem stofnað var 17. nóvember sl. stendur að rekstri Samlagsins. Til- gangur félagsins er að koma á framfæri list félagsmanna með kvnnineu. útleisru osr svninerarhaldi. Samlagið verður opið alla daga kl. 14-18. Stofnendur eru; Elsa María Guð- mundsdóttir, Guðrún Hadda Bjarna- dóttir, Gígja Þórarinsdóttir, Guð- mundur Armann, Helgi Vilberg, Jenný Valdimarsdóttir, Kristinn G. Jóhannsson, Ragnheiður Þórsdóttir, Rannveig Helgadóttir, Rósa Krisín Júlíusdóttir, Sigurveig Sigurðardótt- ir oer Sveina Björk Jóhannesdóttir. > \ i i > > í I i > i t 1 > ) r i > > i ( > >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.