Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUIM LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 51 STOÐUGLEIKIOG FRAM- FARIR í REYKJAVÍK REYKJAVIKUR- LISTINN hefur lokið vinnu við gerð fjár- hagsáætlunar fyrir árið 1998 og verður hún til fyrri umræðu á fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur 4. desem- ber. Þessi fjárhagsá- ætlun er hvort tveggja í senn, sú síðasta á yfirstandandi kjör- tímabili og sú fyrsta á næsta kjörtímabili. Með henni er merkum áfanga náð í því upp- byggingarstarfi sem Reykj avíkurlistinn hefur staðið fyrir í borginni á þessu kjörtímabili og áfram verður fjárfest með framtíð- ina í huga á því næsta. Reykjavíkurlistinn bauð fram undir kjörorðinu Opin og lýðræðis- leg borg - heimili - atvinna - skóli og lagði þar með höfuðáherslu á þá grundvallarþætti sem öðru frem- ur stuðla að velferð einstaklinganna í nútíma borgarsamfélagi. Reykja- víkurlistinn vildi með framboði sínu bæta úr brýnni þörf fyrir betri og sveigjanlegri þjónustu við reykvísk- ar fjölskyldur, stuðla að aukinni atvinnu, vinsamlegra og öruggara umhverfi, opnara stjómkerfi og lýð- ræðislegri stjórnarháttum. Reykjavíkurlistinn lofaði í upp- hafi þessa kjörtímabils að beita sér fyrir úrbótum í eftirtöldum mála- flokkum: Fjármálum borgarinnar og sívax- andi skuldasöfnun. Allt þetta kjör- tímabil hefur verið festa í fjármál- um borgarinnar og skuldasöfnun borgarsjóðs hefur verið stöðvuð. Stjórnsýslu borgarinnar og gera hana opnari og lýðræðislegri. Leik- reglur eru nú skýrar og búið að afnema kerfi hentistefnu og fyrir- greiðslu. Að frumkvæði borgarinn- ar nær eftirlitsskylda umboðs- manns Alþingis nú líka til stjórn- sýslu sveitarfélaganna. Dagvistarmálum, sem voru úr takt við allan veruleika borgarbúa. Hjón og sambúðarfólk á nú rétt á heilsdagsvistun, 1.100 ný heils- dagspláss hafa bæst við og allir sem þess óska njóta nú niðurgreiddrar dagvistar af einhvetju tagi fyrir börn sín. Skólamálum, en nær allir grunn- skólar borgarinnar voru tvísetnir. Aldrei hefur meira fjármagni verið varið til skólamála en á þessu kjör- tímabili og nú eru 18 af 29 grunn- skólum borgarinnar einsetnir. Uppbyggingu í atvinnumálum, í stað dýrra bráðabirgðalausna. Raf- orkuvirkjun á Nesjavöllum skapaði nauðsynlegar forsendur fyrir upp- byggingu í stóriðju og þar með auknum hagvexti. Reykjavíkurhöfn hefur úthlutað fleiri lóðum á þessu ári en nokkru sinni áður í 80 ára sögu hafnarinnar. Skráðir atvinnu- lausir í Reykjavík hafa ekki verið færri síðan á árinu 1992. Festa í fjármálastjórn Annað árið í röð er nú lögð fram hallalaus fjárhagsáætlun. Fjárhags- áætlun ársins 1997 stóðst og ekki er gert ráð fyrir nýjum lántökum á næsta ári. Samkvæmt útkomuspá fyrir árið 1997 hafa skuldir borgar- sjóðs lækkað að raungildi um 550 milljónir króna á milli áranna 1996 og 1997. Reykjavíkurlistinn hefur staðið við loforð sitt um að hækka ekki útsvar og halda álögum á borg- arbúa í lágmarki. Hvergi á landinu greiða íbúar lægra útsvar og sam- anlögð skattabyrði vegna útsvars og fasteignagjalda í Reykjavík er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir með því lægsta sem þekkist á landinu. Á árinu 1998 hækka skatttekjur og rekstrargjöld borgar- innar um u.þ.b. 1.200 milljónir króna frá út- komuspá ársins 1997. Rekstrargjöld eru nú um 85% af skatttekj- um borgarinnar en voru um 84% á síðasta ári. Um 700 milljónir af hækkun rekstrar- gjalda á rót sína að rekja til aukins launa- kostnaðar vegna kja- rasamninga. Þá er í áætluninni gert ráð fyrir 260 milljónum króna vegna ófyrirséðra útgjalda bæði vegna síð- ari umræðu um ljárhagsáætlun og vegna útgjalda sem kunna að koma upp á næsta ári. Með rammaáætlunum í einstök- um málaflokkum, aðhaldi og sparn- aði hefur verið unnt að bæta þjón- ustu við borgarbúa umfram það sem aukin rekstrarútgjöld segja til um. Yfirstjórn borgarinnar hefur leitast við að ganga á undan með góðu fordæmi eins og risnukostnaður borgarsjóðs vitnar um. Samanlagð- ur risnukostnaður áranna 1995- 1997 er 64 milljónum króna lægri en hann var á árunum 1991-1993. Skattalækkun Á næsta ári er áformað að veita tekjulitlum elli- og örorkulífeyris- þegum meiri afslátt af fasteigna- sköttum og hoiræsagjaldi en gert hefur verið hingað til. Hefur fram- talsnefnd Reykjavíkurborgar verið skrifað og hún beðin að hækka viðmiðunartekjur næsta árs um rúm 18%, en sá grunnlífeyrir Trygginga- stofnunar sem hingað til hefur ver- ið miðað við hækkar aðeins um 3,62% milli ára. Reikna má með að afsláttarþegum fjölgi um rúm 22% og kostnaðarauki borgarsjóðs verði um 22 milljónir króna. Fjárfest í framtíðinni Á næsta ári verður haldið áfram að fjárfesta í framtíðinni. Stærstu verklegu framkvæmdir borgarinnar á því ári eru í virkjunarmálum. Á Nesjavöllum verður tekin í notkun ný virkjun í eigu borgarinnar, en framkvæmdakostnaður Hitaveitu Reykjavíkur við virkjunina á næsta ári er áætlaður um 3.600 milljónir króna. Að auki mun Rafmagnsveita Reykjavíkur veija um 295 milljón- um króna í línulögn o.fl. sem teng- ist Nesjavallavirkjuninni. Tekjur af virkjuninni munu stuðla að mun lægri orkugjöldum til almennings í framtíðinni og skapa fyrirtækjum í Reykjavík ný sóknarfæri. Nýbyggingaframkvæmdir borg- arsjóðs verða dregnar saman á næsta ári um 300 milljónir króna. Áfram verður þó mikil uppbygging í skólamálum, en áætluð framlög til skólabygginga eru 700 milljónir á næsta ári. Byggt verður við 6 grunn- skóla, en stærstu verkefnin þar eru viðbygging við Háteigsskóla, Rima- skóla, Melaskóla, Fossvogsskóla og Vesturbæjarskóla auk síðasta áfanga við Fjölbrautaskólann í Borg- arholti. Þá verður lokið við byggingu leikskóla við Mururima í Grafar- vogi, byggður leikskóli við Seljaveg og hafist handa _við byggingu leik- skóla í Selási. Áætluð framlög til byggingar leikskóla eru 250 milljón- ir króna. Af hálfu borgarsjóðs verð- ur varið 33 milljónum króna til loka- frágangs á hjúkrunarheimillinu Skógarbæ og hafínn undirbúningur að byggingu nýs hjúkrunarheimilis fyrir aldraða Reykvíkinga. Lokið verður við byggingu sund- laugar í Grafarvogi og byggingu yfir skautasvellið í Laugardal. Haf- in verður athugun á byggingu fjöl- notahúss við Laugardalshöllina og undirbúningur að byggingu 50 m yfirbyggðrar keppnislaugar við Laugardalslaugina. Framkvæmd- um við Iðnó verður lokið í mars og hafist handa við að innrétta Lista- safn í Hafnarhúsinu og aðalsafn Borgarbókasafnsins í Tryggvagötu 15. Er við það miðað að starfsemi í þessum húsum geti hafist á árinu 2000 þegar Reykjavík er menning- arborg Evrópu. Framkvæmdir Reykjavíkurhafn- ar munu aukast verulega á næsta ári og vega þar þyngst framkvæmd- ir við nýja olíubryggju í Örfirisey, en áætlað er að verja til þess verk- efnis 281 milljón á næsta ári. Áætl- að er að framkvæmdum ljúki á ár- Framtíðarsýnin er, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að Reykja- vík verði framúrskar- andi borg til búsetu jafnt fyrir fólk sem fyrirtæki. inu 1999, en þá munu olíuskip geta lagst að bryggju í Örfirisey sem dregur verulega úr þeirri mengun- arhættu sem er samfara dælingu úr skipunum. Sameining Kjalarness og Reykja- víkur felur í sér mikla möguleika fyrir þróun byggðar í Reykjavík meðfram strandlengjunni til norð- urs og tryggir nægjanlegt bygging- arland í Reykjavík um langa fram- tíð. Sameiningin endurspeglast ekki í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 1998, þar sem hún tekur ekki gildi fyrr en eftir næstu sveitar- stjórnarkosningar og að þeim lokn- um verður ijárhagsáætlun endur- skoðuð með tilliti til samreksturs þessara tveggja sveitarfélaga. Sameiginlegt átak Reykvíkinga í holræsamálum er lokið fram- kvæmdum við hreinsistöð við Mýr- argötu og verður hún tekin í notkun nú í janúar. Stærsta verkefnið á næsta ári er 1. áfangi nýrrar dælu- og hreinsistöðvar við Laugarnes sem stefnt er að því að ljúka á árinu 2000. Að því verki loknu verður hreinsun strandlengjunnar umhverf- is Reykjavík lokið að mestu. Þessar framkvæmdir hafa m.a. verið fjár- magnaðar með holræsagjaldi borg- arbúa, en ávinningurinn skilar sér í hreinum ijörum og heilbrigðara líf- ríki náttúrunnar í borginni. Þess sér m.a. stað á næsta ári, en þá verða byijunarframkvæmdir hafnar við útivistar- og baðaðstöðu í Nauthól- svík. Áætlað framlag til holræsa- framkvæmda er 571 milljón á árinu 1998, en á móti koma 440 milljóna króna tekjur af holræsagjaldi. Sam- tals hefur þá verið varið rúmlega 2.100 milljónum króna til holræsa- framkvæmda á þessu kjörtímabili, en auk þess hafa um 570 milljónir króna verið greiddar í vexti vegna lántöku á síðasta kjörtímabili. Betra líf í borginni Reykjavíkurlistinn hefur lagt kapp á að koma til móts yið þarfir fjölskyldna í borginni. Á síðustu þremur árum hafa fjölskyldumál verið forgangsmál og áhersla lögð á að búa yngstu kynslóðinni tryggt umhverfi og góð uppeldisskilyrði. Áfram verður haldið á þessari braut eins og uppbygging í skóla-og leik- skólamálum ber með sér. Á næsta ári verður þó lögð aukin áhersla á innra starf leikskóla og grunnskóla. Hjá Dagvist barna er fyrirhugað að gera átak í menntunarmálum starfsmanna í leikskólum og sál- fræði- og sérkennsludeildin verður styrkt vegna sérstuðnings við fötluð börn og börn með þroskafrávik. Á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur verður unnið að ýmsum umbótum í skóla- starfi. Sem dæmi má nefna að sér- kennsla og sálfræðiþjónusta verður endurskipulögð, haldið áfram því átaki í kennslu í eðlis-, efna- og stærðfræði sem hófst á þessu skóla- ári, kennslustundum fjölgað um eina stund í L, 2., 3. og 5. bekk, lögð aukin áhersla á mat á skóla- starfi og stefnt að því að bæta tölvu- búnað skólanna þannig að nemend- ur eigi þess kost að kynnast tölvu- notkun allt frá 1. bekk. Þá verður fjárhagslegt sjálfstæði skóla aukið. Í umhverfismálum verður haldið áfram endurgerð leik- og útivistar- svæða í eldri hverfum borgarinnar, en meginþungi framkvæmda verður þó í nýju hverfunum, s.s. Engja-, Borga- og Víkurhverfum. Reykjavíkurborg hefur samþykkt umferðaröryggisáætlun sem miðast við að fækka umferðarslysum um 20% fram að aldamótum. í sam- ræmi við hana verða framlög til úrbóta í umferðaröryggismálum hækkuð úr 54 milljónum króna á þessu ári í 85 milljónir króna á næsta ári, lokið við göngubrú yfir Kringlumýrarbraut á móts við Laugarneskirkju, sem er þriðja göngubrúin sem byggð er á þessu kjörtímabili, haldið áfram átaki við endurbætur aðalgangstíga og gönguleiða og m.a. lokið gerð göngu- og hjólreiðastígs meðfram Sæbrautinni út á Laugarnes og stígar meðfram Miklubrautinni end- urbættir. Þá verður hafist handa við tvöföldum Gullinbrúar. Stefnt er að því að halda áfram átaki til að bæta þjónustu SVR á næsta ári, sérstaklega í nýrri hverfum borgarinnar, og fjölga biðskýlum í borginni með sérstökum samningi við þjónustuaðila. Aðgerðir í um- m 'elsi <frrUH KOtWW Bætt kjör kvenna skila sértil barnanna og samfélagsins. Munið gíróseðlana. (jl" HJÁLMRSTOFNUN \r\rj kirkjunnar S - heima og hciman ferðarmálum og almenningssam- göngum eru í samræmi við stefnu- mótun aðalskipulags Reykjavíkur 1996-2016. Af helstu framkvæmdum í mið- borginni má nefna að ráðist verður í endurbætur á Laugavegi, milli Frakkastígs og Barónsstígs, en áætlaður kostnaður er 160 milljónir króna. Nú um áramótin verður lok- ið fyrsta áfanga við vinnslu þróun- aráætlunar fyrir miðborgina og í framhaldi af henni verður mótuð stefna um aðgerðir til að endurreisa miðborgina sem miðstöð verslunar, menningar og stjórnsýslu í landinu. Skilvirkara stjórnkerfi Stjórnkerfi borgarinnar hefur verið í stöðugri endurskoðun á kjör- tímabilinu með það að leiðarljósi að Reykjavíkurborg er þjónustufyr- irtæki í eigu borgarbúa og rekin í þeirra þágu. Mikil áhersla er lögð á valddreifingu, árangur og hag- kvæmni. Sjálfstæði og ábyrgð stjómenda og starfsmanna hefur verið aukin. Samþykkt hefur verið metnaðarfull starfsmannastefna og jafnréttisstefna og auknum fjár- munum er varið til starfsmenntunar og jafnréttismála. Sérstök húsnæðisskrifstofa tók til starfa á árinu og geta borgarbú- ar í húsnæðisleit nú leitað á einn stað eftir upplýsingum um hvað eina sem varðar húsnæðismál í borginni. Merkasta nýjungin í stjórnkerfi borgarinnar er þó án efa Miðgarð- ur, þjónustumiðstöð í Grafarvogi. Þar geta íbúar nú fengið á einum stað þá þjónustu sem áður var hjá Félagsmálastofnun, Fræðslumið- stöð, Dagvist barna og íþrótta- og tómstundaráði. Náið samráð er við allar stofnanir og félagasamtök í hverfinu og íbúar tilnefna fulltrúa sína í stjórn Miðgarðs. Á næsta ári verður lokið flutningi verkefna til Miðgarðs og eru áætlaðar 32,9 milljónir króna til rekstursins. Framtíðarsýn Á þessu kjörtímabili hefur gmnn- ur verið lagður að því að gera Reykjavík að gróskumikilli fjöl- skylduborg þar sem búið er í haginn fyrir framtíðina. Á árinu 1998 verð- ur haldið áfram á sömu braut og þar með markað upphafið að því sem koma skal á næsta kjörtíma- bili. Framtíðarsýnin er að Reykjavík verði framúrskarandi borg til bú- setu jafnt fyrir fólk sem fyrirtæki. 1 allri starfsemi borgarinnar verði fyllsta virðing borin fyrir íbúum og borgin hafi öryggi þeirra og þroska- kosti í fyrirrúmi. Reykjavík verði nútímaleg höfuðborg í fullri sátt við þjóðina og landið sjálft og í góðum tengslum við umheiminn. Höfundur er horgarstjóri. Biússur og silkibolir Frábært verð Glugginn Laugavegi 60 sími 551 2854 Tilboð 20% afsláttur Verð frá kr. 2.4S0. Sníðum þær í giuggann þinn. Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD, f FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.