Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 77
MORGUNB LAÐIÐ
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 77 v- -
FOLK I FRETTUM
Frumleiki og þor
TðJVLIST
Geisladiskur
FISKUR NR. EITT
Fiskur nr. eitt, fyrsta geislaplata
Berglindar Ágústsdóttur. Öll ljdð og
textar eftir Berglind, lög eftir hana,
Viðar Hákon Gíslason, Þorvald
Hápunkt Gröndal, Gunnar Óskars-
son, Sölva Blöndal, EIízu Geirsdóttur,
Birgi Örn Thoroddsen og Helgu Sif
Guðmundsdóttur. Hluti af útgáfuröð
Smekkleysu, Skært lúðrar hljóma.
999 kr. 19 mín.
NÚ ER NÓG af hæfileikaríku
ungu tónlistarfólki á íslandi. Fólki
sem þorir að fara sínar eigin leiðir
með frumlegri hugsun. Berglind
Agústsdóttir ljóðskáld er í þessum
hópi; hún kemur snögglega fram á
sjónarsviðið með stórgóðan geisla-
disk, Fiskur nr. eitt.
Reyndar á Berglind ekki heiður-
inn ein, þar sem hún fær til liðs við
sig ýmsa tónlistarmenn úr „neðan-
jarðar“geiranum sem fara á kost-
um og leggja til stórgóðar laga-
smíðar. Sölvi Blöndal úr Quarashi
á lagið Regnið hættir ekki; kraft-
mikið lag sem rífur mann með sér
á dansgólfið í huganum. Berglind
les ljóðið rámri röddu undir geggj-
uðum trommutaktinum. Birgir
Öm Thoroddsen, sem þekktastur
er fyrir að vera í einsmanns sveit-
inni Curver, á tvö lög, En skyndi-
lega og Aðeins tvö. Hið síðar-
nefnda semur hann með Berglindi.
Bæði eru mögnuð, þótt hið fyrr-
nefnda sé máske lítið annað en
upphafstónn og ljóð. Aðeins tvö er
lokalagið, þar er hljómborðsflauta
atkvæðamest en einhvers staðar á
bakvið er söngur Berglindar,
hljómborðsbassi og rafrænn
trommutaktur.
Gunnar Óskarsson leggur fyrsta
lagið til, Hraðar, sem byrjar á ró-
legum nýaldartónum en brátt
hellist yfir hlustandann yfirþyrm-
andi danstónlist. Elíza úr Kolrössu
Kubrick
týnist í pósti
STJÓRNENDUR kvikmyndahátíð-
ar til heiðurs Stanley Kubrick
komust í bobba á dögunum þegar
filmumar sem átti að sýna á hátíð-
inni týndust í pósti. Tíu kvikmyndir
Kubricks, þar á meðal „2001: A
Space Odeyssey", „Spartacus", og
»,The Shining“, hurfu á leiðinni frá
Mílanó til Cataniu á Sikiley, þar
sem halda átti hátíðina.
DHL sá um sendingu myndanna
sem voru ekki tryggðar. Starfs-
menn fyrirtækisins vinna nú með
ítölsku lögreglunni að því að reyna
finna myndimar. Kannski einhver
eldheitur ítalskur Kubrick-aðdáandi
hafa tekið filmumar traustataki?
--------------
krókríðandi semur lagið
Víðir með Berglindi, en
það var samið handa þeim
góða dreng Víði Óla Guð-
mundssyni. Elíza sér um
undirleikinn sem er ein-
ungis á fiðlu. Viðar Hákon
Gíslason og Þorvaldur
(sem ber hið skemmtilega
viðumefni (eða nafn) Há-
punktur) Gröndal eru höf-
undar Jæja, þar sem rifinn
bassi leikur við orgel og
trommutakt. Helga Sif
Guðmundsdóttir á lagið
Flugfisk, hreint frábæran
seið sem myndi sóma sér
vel í mynd eftir Hrafn
Gunnlaugsson.
Þegar skáld gefur út
geislaplötu fyndist manni
við hæfi að textamir fylgdu
í bæklingi, þar sem þeir
eru misvel greinanlegir
með bemm eyrum. Berg-
lind hefur augljóslega lagt
mikla vinnu í ljóðagerðina
og þar má heyra góða tilburði.
Ljóðin em áreynslulaus; líða ró-
lega fram í samtalsstíl og em svo
sannarlega betri en megnið af nýj-
um íslenskum textum: „Mig langar
að renna niður Laugaveginn /
renna á snjóþotu og fella niður
glæsipíur borgarinnar. / Æi þá á
ég við þær sem líta allar eins út, /
þú veist ofdekraðar vel klæddar
ljóskur með hárið í lagi. / Æi þú
veist þama þessar sem líta á
naglabrot sem heimsendi...“
Fiskur nr. eitt er stutt plata eins
og aðrar plötur í þessari stórgóðu
útgáfuröð Smekkleysu, Skært
lúðrar hljóma. Hann er að sama
skapi ódýr og því hefur unnandi
fagurra lista enga afsökun fyrir
því að gefa hann ekki vinum sínum
í jólagjöf. Víst er að verri plötum
verður pakkað inn um þessi jól.
ívar Páll Jónsson
ítölsk leðursófasett
Sófi og tveir stólar. Margar gerðir.
húsgögn
Ármúla 44
sími 553 2035
I
Stjörnum
prýdd heimild-
armynd
í FLJÓTU bragði er ekki augljóst
hvað Bette Midler, Whoopi Gold-
berg, Lily Tomlin, Robin Williams,
Billy Crystal, Elizabeth Taylor,
Shirley MacLaine og Cher eiga
sameiginlegt. Það verður raunar
ekki ljóst fyrr en á Sundance-kvik-
myndahátíðinni í janúar þegar
frumsýnd verður heimildarmynd á
gamansömu nótunum með Bruce
Vilanch í aðalhlutverki. Hann hefur
í mörg ár samið gamanefni fyrir
leikarana þegar þeir hafa komið
fram við ýmis tilefni, t.d. verðlauna-
afhendingar, og verða einþáttungar
nieð þeim sýndir í myndinni sem
nefnist „Get Bruce".
ERUM AÐ TALA UM
TOMMUR
cs Schneider montana
Flatur Blackline Super myndlampi
Nicam Stereo 2x35wött
Textavarp, scarttengi
Sjálfvirk stöðvainnsetning
Fjarstýring, ofl.
Opnunartilboð
55.990
Bylting á íslandi! SXÍQjÖIVIir
* GRENSÁSVEGUR 3 -108 RVK - SÍMI588 5900
■ 111111